Hvers vegna hafa vonarstjörnur þróunarlandanna dofnað?

Hagvöxtur í Síle og Suður- Afríku hefur verið lítill undanfarin ár, en löndin voru bæði þekkt fyrir mikla velsæld í fátækum heimshlutum. Hvað veldur efnahagslægð þeirra?

Michelle Bachelet, forseti Síle.
Michelle Bachelet, forseti Síle.
Auglýsing

Síle og Suð­ur­-Afr­íka hafa lengi þótt fyr­ir­mynd­ar­ríki í Suð­ur­-Am­er­íku og Afr­íku, tveimur heims­álfum þar sem lítið er um efna­hags­fram­far­ir. Hins vegar lítur út fyrir að hraður efna­hags­vöxtur beggja landa hafi stopp­að, en síð­ustu ár hafa verið þeim sér­stak­lega erf­ið. Hver er ástæða kuln­un­ar­innar og hvað er til ráða fyrir fyrrum von­ar­stjörnur þró­un­ar­land­anna? 

Fjög­urra ára kólnun

Seðla­banki Síle býst við 1-2% hag­vexti í ár, sem er mun lægri en vöxtur fyrri ára. Til dæmis var hann 7% árið 2004 og 5,8% árin 2011 og 2012, skömmu eftir alþjóða­krepp­una.

Raunar hefur hag­vöxtur síð­ustu fjög­urra ára í Síle verið sá minnsti í þrjá ára­tugi. Lægð­ina má að miklu leyti skýra með sam­drætti á kop­ar­mark­aði, en landið er mjög háð útflutn­ingi á rauð­málm­um. Teikn eru hins vegar á lofti um að sú lægð sé á enda, sem gæti leitt til frek­ari fjár­fest­inga í kop­ar­iðn­aði á næst­unni.

Auglýsing

For­seti Síle, Michelle Bachel­et, hefur  einnig verið gagn­rýnd harð­lega fyrir aukna skatt­heimtu, en árið 2014 ákvað hún að hækka fyr­ir­tækja­skatt um þriðj­ung á fimm árum. Líkt og and­stæð­ingar hækk­un­ar­innar bentu á hefur hún leitt til minni fjár­fest­inga erlendis frá og hægt á hag­kerfi sem átti nógu erfitt fyr­ir. 

Bachelet naut mik­illa vin­sælda þegar hún var kosin og hlaut hún 62% atkvæða. Þó hefur stuðn­ingur hennar dalað hratt með versn­andi efna­hags­stöðu lands­ins og mæld­ist um 24% í mars síð­ast­liðn­um.

Skuggi Pin­ochet vofir yfir

Augusto PinochetStjórn­málaum­hverfi Síle hefur verið tví­skipt eftir valda­tíð ein­ræð­is­herr­ans Augu­sto Pin­ochet. Flestir for­svars­menn í stjórn­ar­and­stöðu hafa stutt ógn­ar­stjórn Pin­ochet á meðan margir innan rík­is­stjórn­ar­innar hafa barist  gegn hon­um. 

En nú, 27 árum eftir valda­tíð ein­ræð­is­herr­ans, sjást fyrstu vís­bend­ingar um breyt­ingar innan beggja fylk­inga. Vegna efna­hags­vand­ræða und­an­far­inna ára eru kristi­legir demókratar byrj­aðir að efast um tryggð við stjórn­mála­fylk­ingu sem inni­heldur bæði komm­ún­ista- og sós­í­alista­flokk. Einnig hafa sprottið upp nýir miðju­flokkar sem reyna að höfða til frjál­syndrar félags­mála- og efna­hags­stefnu án þess að tengj­ast gömlu fas­ista­stjórn­inni. Í fyrsta skiptið virð­ast kosn­ingar í Síle ekki lengur vera bar­átta milli tveggja eins­leitra valda­blokka sem skil­greindar eru eftir við­horfi gagn­vart ógn­ar­stjórn sem end­aði fyrir ald­ar­fjórð­ungi síð­an.

Svipuð vanda­mál í Suð­ur­-Afr­íku 

Annað land sem hefur þurft að þola lægð í efna­hags­líf­inu er Suð­ur­-Afr­íka, en þótt landið sé talið vera hávaxt­ar­land hefur árlegur hag­vöxtur þar ekki verið hærri en 2% síð­ustu fimm árin. Margir þættir eru taldir hafa áhrif þar, en aðal­lega þó lágt hrá­vöru­verð og pólítískar hrær­ing­ar.

Líkt og Síle er Suð­ur­-Afr­íka háð námu­vinnslu, en útflutn­ingur á jarð­efnum og málmum var 40% af heild­ar­út­flutn­ingi lands­ins árið 2015. Þar sem heims­mark­aðs­verð á hrá­vörum hefur verið í nokk­urri lægð und­an­farin ár hefur það komið sér­stak­lega niður á Suð­ur­-Afr­íku­mönn­um. Þar að auki hafa grimmir þurrkar haft nei­kvæðar afleið­ingar á land­bún­að­ar­geir­ann og mat­væla­fram­leiðsla hefur dreg­ist veru­lega sam­an.

Fyrir Zuma en ekki aðra

Jacob Zuma, forseti Suður- AfríkuKreppan í Suð­ur­-Afr­íku er ekki bara til­komin vegna ytri aðstæðna, en margar ákvarð­anir Jacob Zuma, for­seta lands­ins, hafa leitt til lægra láns­hæf­is­mats rík­is­ins og mik­illar veik­ingar suð­ur­-a­fríska rands­ins. Van­traustið náði hámarki í apríl síð­ast­liðn­um, en þá lækk­aði Stand­ard & Poors láns­hæf­is­mat rík­is­skulda­bréfa þeirra niður í rusl­flokk í kjöl­far þess að Zuma end­ur­skip­aði tíu ráð­herra í rík­is­stjórn sinni. For­set­inn hefur verið sak­aður um að ýta undir spill­ingu en flokkur hans, ANC, hefur tögl og hagldir í opin­bera geira lands­ins. 

Vin­sældir for­set­ans hafa dvínað nokkru að und­an­förnu, en í apríl síð­ast­liðnum var hon­um mót­mælt víða um land­ið. 

Hins vegar nýtur Zuma enn mik­illa vin­sælda meðal margra Suð­ur­-Afr­íku­búa, einna helst vegna stjórn­mála­flokks­ins sem hann stendur fyr­ir. Flokkur Zuma, ANC, var helsta bar­áttu­afl fyrir útrým­ingu aðskiln­að­ar­stefn­unnar sem gilti í land­inu til árs­ins 1994. Sam­kvæmt frétt BBC telja margir stuðn­ings­menn ANC hvers konar breyt­ingar á stjórn­mála­kerf­inu geta ýtt land­inu aftur í „myrka tíma aðskiln­að­ar“. Ekki er búist við því að Zuma stigi af stóli á næst­unni, en næstu alls­herj­ar­kosn­ingar í Suð­ur­-Afr­íku verða árið 2019. 

Mótmæli í Höfðaborg í Suður-Afríku fyrr á árinu.

Fram á veg­inn

Síle og Suð­ur­-Afr­íka eru lík að mörgu leyti. Þrátt fyrir að hafa verið efna­hags­fyr­ir­myndir tveggja heims­álfa standa þau nú frammi fyrir svip­uðum vanda­mál­um. Lágt hrá­vöru­verð og pólítískar hrær­ingar und­an­far­inna ára und­ir­strika veik­leika lands þar sem frum­vinnsla nátt­úru­auð­linda er stór hluti lands­fram­leiðslu þeirra.

Vilji ríkin ekki reiða sig á óstöðuga hrá­vöru­fram­leiðslu er mik­il­vægt að þau efli gagn­sæi í stjórrn­sýslu og verði opin fyrir erlendum fjár­fest­ing­um, en til þess þarf stjórn­málaum­hverfi beggja land­anna að breyt­ast. Hræðsla við ógn­ar­stjórnir sem lauk fyrir meira en tveimur ára­tugum síðan ætti ekki að vera ráð­andi þáttur í upp­bygg­ingu efna­hags­kerf­is­ins, líta þarf fram á veg­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar