Munu Færeyingar og Grænlendingar fá nýja stjórnarskrá?

Svo virðist sem að Færeyingar og Grænlendingar gætu eignast nýja stjórnarskrá á næstu árum og stigið þannig mikilvægt skref í átt að sjálfstæði frá Danmörku.

Grænlenska stjórnarskrárnefndin sagðist vilja leita til sérfræðihjálpar á Íslandi vegna uppbyggingu nýrrar stjórnarskrár.
Grænlenska stjórnarskrárnefndin sagðist vilja leita til sérfræðihjálpar á Íslandi vegna uppbyggingu nýrrar stjórnarskrár.
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­nefndir hafa verið stofn­aðar í Græn­landi og á Fær­eyj­um, en kosið verður í báðum löndum um nýja stjórn­ar­skrá á næstu árum. Svo gæti farið að báðar þjóðir öðlist sjálf­stæði frá Dönum í náinni fram­tíð, en litið er á nýja stjórn­ar­skrá sem mik­il­vægt skref í þeirri bar­áttu.

Kosið um stjórn­ar­skrána í apríl 2018

Tíma­rit­ið The Economist birti á þriðju­dag­inn frétta­skýr­ingu um stjórn­ar­skrár­gerð Fær­ey­inga og fyr­ir­hug­aða atkvæða­greiðslu um hana í apríl á næsta ári. Sam­kvæmt frétta­skýr­ing­unni gæti atkvæða­greiðslan markað fyrsta skref lands­ins í átt að sjálf­stæði, en ekki er minnst á Dan­mörku í drögum að stjórn­ar­skránni sem birt voru af Lög­manni Fær­eyja í júlí síð­ast­liðn­um.

Fær­ey­ingar eru að ganga í gegnum mikið hag­vaxt­ar­skeið þessa stund­ina, en vegna hækk­andi mark­aðs­verðs á fiski er lands­fram­leiðsla á mann þar orðin jafnhá og á Íslandi. Sam­hliða batn­andi efna­hags­stöðu eyj­anna hefur opin­ber styrkur frá danska rík­inu einnig minnkað hlut­falls­lega, en nú nemur hann 3,3% af lands­fram­leiðslu, miðað við 11,2% árið 2000. 

Á hinn bóg­inn er óvíst hvort nýja stjórn­ar­skráin verði sam­þykkt. Rík­is­stjórnin stendur höllum fæti og and­stæð­ingar sjálf­stæðis Fær­eyja krefj­ast stórra breyt­inga áður en hún verður lögð í atkvæða­greiðslu. 

Auglýsing

Enn óljós­ara er hvort Fær­eyjar muni öðl­ast sjálf­stæði í bráð, jafn­vel þótt ný stjórn­ar­skrá verði sam­þykkt. And­stæð­ingar sjálf­stæðis benda á ein­hæfni fær­eyska hag­kerf­is­ins og hversu við­kvæmt það er fram­boði og eft­ir­spurn á fiski. Þannig telji margir það vera efna­hags­lega ábata­samt fyrir Fær­eyjar að halda áfram ríkja­sam­bandi við Dan­mörku, en sam­kvæmt skoð­ana­könn­un Gallup Føroya í fyrra studdi meiri­hluti íbú­anna sam­band­ið. 

80% hlynnt sjálf­stæði

Á Græn­landi kveður við annan tón, en í við­tali við RÚV sagði Vivian Motz­feld, for­mað­ur­ græn­lensku ­stjórn­ar­skrár­nefnd­ar­inn­ar, um 80% lands­manna vera fylgj­andi sjálf­stæði. Stuðn­ing­ur­inn er mun meiri en í Fær­eyj­um, jafn­vel þótt lands­fram­leiðsla á mann sé um fjórð­ungi lægri þar í landi og Græn­lend­ingar fái sex sinnum hærri árlega styrki frá danska rík­inu.

Nýskipuð stjórnarskrárnefnd Grænlands. Heimild: Embætti forseta.

Vinna að nýrri stjórn­ar­skrá er hins vegar komin skemur á veg í Græn­landi, en engin drög hafa verið gerð að nýrri stjórn­ar­skrá þar, líkt og í Fær­eyj­um. Þó hefur sjö manna þverpóli­tísk stjórn­ar­skrár­nefnd verið skipuð og búist er við því að hún skili drögum á næstu þremur árum. Ekki er hægt að segja til um hvenær verði svo kosið um stjórn­ar­skrár­breyt­ingu enn sem komið er, sam­kvæmt Motz­feld.

Nefndin var í heim­sókn á Íslandi fyrr í vik­unni og heim­sótti þar meðal ann­ars for­set­ann í opin­berri heim­sókn. Sam­kvæmt græn­lenska miðl­in­um Sermitsiaq var til­gangur Íslands­heim­sókn­ar­innar að fá sér­fræði­ráð­gjöf um upp­bygg­ingu stjórn­ar­skrár og læra af reynslu lands sem áður til­heyrði Dan­mörku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent