Munu Færeyingar og Grænlendingar fá nýja stjórnarskrá?

Svo virðist sem að Færeyingar og Grænlendingar gætu eignast nýja stjórnarskrá á næstu árum og stigið þannig mikilvægt skref í átt að sjálfstæði frá Danmörku.

Grænlenska stjórnarskrárnefndin sagðist vilja leita til sérfræðihjálpar á Íslandi vegna uppbyggingu nýrrar stjórnarskrár.
Grænlenska stjórnarskrárnefndin sagðist vilja leita til sérfræðihjálpar á Íslandi vegna uppbyggingu nýrrar stjórnarskrár.
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­nefndir hafa verið stofn­aðar í Græn­landi og á Fær­eyj­um, en kosið verður í báðum löndum um nýja stjórn­ar­skrá á næstu árum. Svo gæti farið að báðar þjóðir öðlist sjálf­stæði frá Dönum í náinni fram­tíð, en litið er á nýja stjórn­ar­skrá sem mik­il­vægt skref í þeirri bar­áttu.

Kosið um stjórn­ar­skrána í apríl 2018

Tíma­rit­ið The Economist birti á þriðju­dag­inn frétta­skýr­ingu um stjórn­ar­skrár­gerð Fær­ey­inga og fyr­ir­hug­aða atkvæða­greiðslu um hana í apríl á næsta ári. Sam­kvæmt frétta­skýr­ing­unni gæti atkvæða­greiðslan markað fyrsta skref lands­ins í átt að sjálf­stæði, en ekki er minnst á Dan­mörku í drögum að stjórn­ar­skránni sem birt voru af Lög­manni Fær­eyja í júlí síð­ast­liðn­um.

Fær­ey­ingar eru að ganga í gegnum mikið hag­vaxt­ar­skeið þessa stund­ina, en vegna hækk­andi mark­aðs­verðs á fiski er lands­fram­leiðsla á mann þar orðin jafnhá og á Íslandi. Sam­hliða batn­andi efna­hags­stöðu eyj­anna hefur opin­ber styrkur frá danska rík­inu einnig minnkað hlut­falls­lega, en nú nemur hann 3,3% af lands­fram­leiðslu, miðað við 11,2% árið 2000. 

Á hinn bóg­inn er óvíst hvort nýja stjórn­ar­skráin verði sam­þykkt. Rík­is­stjórnin stendur höllum fæti og and­stæð­ingar sjálf­stæðis Fær­eyja krefj­ast stórra breyt­inga áður en hún verður lögð í atkvæða­greiðslu. 

Auglýsing

Enn óljós­ara er hvort Fær­eyjar muni öðl­ast sjálf­stæði í bráð, jafn­vel þótt ný stjórn­ar­skrá verði sam­þykkt. And­stæð­ingar sjálf­stæðis benda á ein­hæfni fær­eyska hag­kerf­is­ins og hversu við­kvæmt það er fram­boði og eft­ir­spurn á fiski. Þannig telji margir það vera efna­hags­lega ábata­samt fyrir Fær­eyjar að halda áfram ríkja­sam­bandi við Dan­mörku, en sam­kvæmt skoð­ana­könn­un Gallup Føroya í fyrra studdi meiri­hluti íbú­anna sam­band­ið. 

80% hlynnt sjálf­stæði

Á Græn­landi kveður við annan tón, en í við­tali við RÚV sagði Vivian Motz­feld, for­mað­ur­ græn­lensku ­stjórn­ar­skrár­nefnd­ar­inn­ar, um 80% lands­manna vera fylgj­andi sjálf­stæði. Stuðn­ing­ur­inn er mun meiri en í Fær­eyj­um, jafn­vel þótt lands­fram­leiðsla á mann sé um fjórð­ungi lægri þar í landi og Græn­lend­ingar fái sex sinnum hærri árlega styrki frá danska rík­inu.

Nýskipuð stjórnarskrárnefnd Grænlands. Heimild: Embætti forseta.

Vinna að nýrri stjórn­ar­skrá er hins vegar komin skemur á veg í Græn­landi, en engin drög hafa verið gerð að nýrri stjórn­ar­skrá þar, líkt og í Fær­eyj­um. Þó hefur sjö manna þverpóli­tísk stjórn­ar­skrár­nefnd verið skipuð og búist er við því að hún skili drögum á næstu þremur árum. Ekki er hægt að segja til um hvenær verði svo kosið um stjórn­ar­skrár­breyt­ingu enn sem komið er, sam­kvæmt Motz­feld.

Nefndin var í heim­sókn á Íslandi fyrr í vik­unni og heim­sótti þar meðal ann­ars for­set­ann í opin­berri heim­sókn. Sam­kvæmt græn­lenska miðl­in­um Sermitsiaq var til­gangur Íslands­heim­sókn­ar­innar að fá sér­fræði­ráð­gjöf um upp­bygg­ingu stjórn­ar­skrár og læra af reynslu lands sem áður til­heyrði Dan­mörku.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent