Munu Færeyingar og Grænlendingar fá nýja stjórnarskrá?

Svo virðist sem að Færeyingar og Grænlendingar gætu eignast nýja stjórnarskrá á næstu árum og stigið þannig mikilvægt skref í átt að sjálfstæði frá Danmörku.

Grænlenska stjórnarskrárnefndin sagðist vilja leita til sérfræðihjálpar á Íslandi vegna uppbyggingu nýrrar stjórnarskrár.
Grænlenska stjórnarskrárnefndin sagðist vilja leita til sérfræðihjálpar á Íslandi vegna uppbyggingu nýrrar stjórnarskrár.
Auglýsing

Stjórnarskrárnefndir hafa verið stofnaðar í Grænlandi og á Færeyjum, en kosið verður í báðum löndum um nýja stjórnarskrá á næstu árum. Svo gæti farið að báðar þjóðir öðlist sjálfstæði frá Dönum í náinni framtíð, en litið er á nýja stjórnarskrá sem mikilvægt skref í þeirri baráttu.

Kosið um stjórnarskrána í apríl 2018

Tímaritið The Economist birti á þriðjudaginn fréttaskýringu um stjórnarskrárgerð Færeyinga og fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um hana í apríl á næsta ári. Samkvæmt fréttaskýringunni gæti atkvæðagreiðslan markað fyrsta skref landsins í átt að sjálfstæði, en ekki er minnst á Danmörku í drögum að stjórnarskránni sem birt voru af Lögmanni Færeyja í júlí síðastliðnum.
Færeyingar eru að ganga í gegnum mikið hagvaxtarskeið þessa stundina, en vegna hækkandi markaðsverðs á fiski er landsframleiðsla á mann þar orðin jafnhá og á Íslandi. Samhliða batnandi efnahagsstöðu eyjanna hefur opinber styrkur frá danska ríkinu einnig minnkað hlutfallslega, en nú nemur hann 3,3% af landsframleiðslu, miðað við 11,2% árið 2000. 

Á hinn bóginn er óvíst hvort nýja stjórnarskráin verði samþykkt. Ríkisstjórnin stendur höllum fæti og andstæðingar sjálfstæðis Færeyja krefjast stórra breytinga áður en hún verður lögð í atkvæðagreiðslu. 

Auglýsing

Enn óljósara er hvort Færeyjar muni öðlast sjálfstæði í bráð, jafnvel þótt ný stjórnarskrá verði samþykkt. Andstæðingar sjálfstæðis benda á einhæfni færeyska hagkerfisins og hversu viðkvæmt það er framboði og eftirspurn á fiski. Þannig telji margir það vera efnahagslega ábatasamt fyrir Færeyjar að halda áfram ríkjasambandi við Danmörku, en samkvæmt skoðanakönnun Gallup Føroya í fyrra studdi meirihluti íbúanna sambandið. 

80% hlynnt sjálfstæði

Á Grænlandi kveður við annan tón, en í viðtali við RÚV sagði Vivian Motzfeld, formaður grænlensku stjórnarskrárnefndarinnar, um 80% landsmanna vera fylgjandi sjálfstæði. Stuðningurinn er mun meiri en í Færeyjum, jafnvel þótt landsframleiðsla á mann sé um fjórðungi lægri þar í landi og Grænlendingar fái sex sinnum hærri árlega styrki frá danska ríkinu.

Nýskipuð stjórnarskrárnefnd Grænlands. Heimild: Embætti forseta.

Vinna að nýrri stjórnarskrá er hins vegar komin skemur á veg í Grænlandi, en engin drög hafa verið gerð að nýrri stjórnarskrá þar, líkt og í Færeyjum. Þó hefur sjö manna þverpólitísk stjórnarskrárnefnd verið skipuð og búist er við því að hún skili drögum á næstu þremur árum. Ekki er hægt að segja til um hvenær verði svo kosið um stjórnarskrárbreytingu enn sem komið er, samkvæmt Motzfeld.

Nefndin var í heimsókn á Íslandi fyrr í vikunni og heimsótti þar meðal annars forsetann í opinberri heimsókn. Samkvæmt grænlenska miðlinum Sermitsiaq var tilgangur Íslandsheimsóknarinnar að fá sérfræðiráðgjöf um uppbyggingu stjórnarskrár og læra af reynslu lands sem áður tilheyrði Danmörku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent