Löggjafar beggja vegna Atlantshafsins fókusa á sjálfkeyrandi bíla

Stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum íhuga lagabreytingar til þess að liðka fyrir komu sjálfkeyrandi bíla í framtíðinni. Hallgrímur Oddsson fjallar um framtíð samgangna á vef sínum, Framgöngur.

Aukinn áhugi á rafbílum hefur skilað sér til löggjafa í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Aukinn áhugi á rafbílum hefur skilað sér til löggjafa í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Auglýsing

Fram­­göng­­ur.is er nýr vefur þar sem fjallað er um fram­­tíð sam­­göng­u­­mála og reynt að dýpka og auðga umræð­una um fram­­tíð­­ar­horfur í sam­­göng­u­­málum og ferða­mát­­um. Greinin birt­ist fyrst á vef Fram­­gangna.

Sam­hliða örri þróun sjálf­keyr­andi tækni hefur þrýst­ingur á lög­gjafa auk­ist um heim all­an. Mik­il­vægum spurn­ingum varð­andi leyf­is­út­gáfu, ábyrgð, staðla og umferð­ar­reglur er víða ósvarað þegar kemur að próf­unum og þróun sjálf­stýr­ingar sem og fram­tíð­ar­reglu­verki. Þrýst­ingur á að lög­gjaf­inn haldi í við þró­un­ina kemur einkum úr tveimur átt­um, ann­ars vegar frá fram­leið­endum sjálf­keyr­andi bíla og hins vegar frá sam­tökum og lobbý­istum sem berj­ast fyrir auknu umferð­ar­ör­yggi.

Áskor­anir sem stjórn­völd standa frammi fyrir vegna sjálf­stýr­ingar í umferð­inni eru í dag einkum tvær. Í fyrsta lagi þarf reglu­verkið að vera þannig úr garði gert að leysa megi úr læð­ingi þann ábata sem sjálf­stýr­ing getur haft í för með sér. Sá ábati er m.a. aukið öryggi í umferð­inni, en ályktun um aukið öryggi er helst dregin af þeirri stað­reynd að yfir­gnæf­andi hlut­fall umferð­ar­slysa má í dag rekja til mann­legra mis­taka. Í öðru lagi er það hlut­verk stjórn­valda að gæta öryggis borg­ar­anna, í þessu til­viki umferð­ar­ör­yggi. Þessi tvö mark­mið geta skar­ast á, einkum við þróun og prófun á bíl­un­um.

Auglýsing

Stjórn­völd víða um heim hafa um all­langt skeið veitt þróun sjálf­keyr­andi bíla athygli og litið á tækn­ina jákvæðum aug­um, á sama tíma og þau hafa leit­ast við að bera kennsl á mögu­legar áskor­an­ir. Sem dæmi telja umferð­ar­yf­ir­völd í Banda­ríkj­unum að þróun í sam­göngu­málum verði hrað­ari á allra næstu ára­tugum en á síð­ustu 100 árum, í Bret­landi kom fyrst út skýrsla um fram­tíð­ar­mögu­leika sjálf­stýr­ingar árið 2015, og sér­fræð­ingar rann­sókn­ar­set­urs Evr­ópu­þings­ins telja sjálf­keyr­andi bíla vera meðal mik­il­væg­ustu tækninýj­unga. Svona mætti lengi telja áfram.

En þrátt fyrir skýrslu­gerð og auk­inn fókus þá hef­ur, þar til nú, lítið borið á laga­setn­ingum um sjálf­keyr­andi bíla. Nú er útlit er fyrir að málum þoki hrað­ar, en búist er við að báðar deildir Banda­ríkja­þings muni sam­þykkja laga­frum­varp er varðar sjálf­keyr­andi tækni þegar þing­deildir koma saman á ný í sept­em­ber. Og í Bret­landi gaf sam­göngu­ráð­herra út í þess­ari viku við­mið­un­ar­reglur fyrir net­ör­yggi tengdra og sjálf­stýrðra öku­tækja.

Banda­ríkin vilja bæð­i liðka fyrir og hamla ofvöxt

Fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum hafa verið leið­andi í þróun sjálf­keyr­andi tækni. Þar hafa bíla­fram­leið­endur og tækni­fyr­ir­tæki haft nokkrar áhyggjur af núgild­andi reglu­verki um öku­tæki, sem m.a. kveður á um að öll öku­tæki séu búin stýri og fót­stig­um. Til að prófa öku­tæki sem ekki falla undir núgild­andi reglu­verk þarf sér­stakt leyfi sem eru útgefin að hámarki 2.500 á ári hverju.

Þessu vilja fyr­ir­tækin breyta, svo hægt sé að þróa sjálf­keyr­andi bíla áfram. Búist er við að lög­gjaf­inn verði við þess­ari ósk með því að fjölga leyfum í allt að 25.000 frá og með gild­is­töku lag­anna, en mun síðan fara vax­andi ár frá ári og verða leyfin 100 þús­und árlega eftir þrjú ár.  Þannig vilja yfir­völd koma í veg fyrir of hraða fjölgun sjálf­keyr­andi öku­tækja á þró­un­ar­stigi í umferð­inni.

Þá er búist við að þing­menn Banda­ríkja­þings muni banna ein­stökum ríkjum að setja eigin lög um sjálf­keyr­andi bíla og hönnun þeirra, útbúnað og virkni. Þannig á að reyna að sam­ræma reglur frá einu ríkis til ann­ars. Ein­stök ríki myndu þó áfram geta ákveðið reglu­verk er varða ábyrgð í umferð­inni, skrán­ingu öku­tækja og trygg­inga­mál.

Einnig er talið að Stofnun umferð­ar­ör­ygg­is­mála í Banda­ríkj­unum (NHTSA) verði falið að semja reglur um þróun og próf­anir sjálf­keyr­andi bíla, en áður hefur stofn­unin gefið út nokkurn fjölda skýrsla um þró­un­ina og lagt til breyt­ingar á núgild­andi lög­um.

Að lokum munu nýju lögin að lík­indum taka á gagna­ör­yggi og per­sónu­vernd. Eitt áhættu­at­riða sjálf­keyr­andi og/eða tengdra öku­tækja er einmitt gagna- og per­sónu­vernd. Frum­varpið tekur á þessu m.a. með því að skylda fyr­ir­tæki til að upp­lýsa um hvernig og hvaða gögnum er safn­að, hvernig þau eru geymd og þeim deilt.

Bret­ar fók­usa á net­ör­yggi

Banda­ríkja­menn eru ekki einir um að hafa áhyggjur af net­ör­yggi. Fyrr í vik­unni gaf sam­göngu­ráð­herra Bret­lands út átta við­mið­un­ar­reglur er varða net­ör­yggi tengdra og sjálf­keyr­andi öku­tækja. Regl­urnar eru nokkuð almenns eðlis og er ætlað að tryggja það að fyr­ir­tækin setji sér­stakan fókus á net­ör­ygg­is­hlið þró­un­ar­inn­ar, einkum örygg­is­mál vegna mögu­legra tölvu­árása.

Búist er við að laga­frum­varp sem tekur á sjálf­keyr­andi tækni og raf­magns­bílum á breið­ari grunni komi innan tíðar á borð breska þings­ins, en sjálf drottn­ingin boð­aði slíkt frum­varp við setn­ingu þings­ins í júní síð­ast­liðn­um. Þá sagði hún að frum­varpið myndi „leyfa nýsköpun að blómstra og tryggja það að næsta alda sjálf­keyr­andi tækni verði þró­uð, hönnuð og virkjuð í Bret­land­i”.

Þessar nýlegu aðgerðir lög­gjafa beggja vegna Atl­ants­hafs­ins benda til að yfir­völd ætli sér að halda í við öra tækni­þró­un­ina, bæði til að tryggja öryggi og svo sækja megi þann ábata sem tæknin hefur í för með sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar