Ísland austursins

Forsætisráðherra Pakistan sagði af sér nýlega vegna Panamalekans. Hann er annar þjóðarleiðtoginn sem hefur þurft að víkja úr embætti vegna gagnabirtingarinnar, en hinn var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan.
Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan.
Auglýsing

Nawaz Sharif sagði af sér for­sæt­is­ráð­herra­stólnum í Pakistan eftir að hæsti­réttur lands­ins úrskurð­aði hann óhæfan til að sinna emb­ætt­inu vegna „óheið­ar­leika“. Sharif er ásak­aður um að fela upp­lýs­ingar um eigin fjár­hag í kjöl­far upp­lýs­inga sem komu í ljós í Panama­skjöl­unum í fyrra og er því annar rík­is­stjórn­ar­leið­tog­inn í heim­inum til hverfa úr emb­ætti af sökum lek­ans á eftir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands.

Sharif tjáði í vik­unni að paki­stönsk stjórn­mál myndu enda í harm­leik ef kjörnir full­trúar í land­inu héldu áfram að vera vikið úr emb­ætti af öðrum orsökum en kosn­inga­ó­sigri. Það má segja að með brott­hvarfi Sharif úr for­sæt­is­ráð­herra­stól haldi stjórn­mál í land­inu upp­teknum hætti; aldrei hefur for­sæt­is­ráð­herra klárað kjör­tíma­bil með eðli­legum hætti í 70 ára sögu lands­ins. Þetta er í þriðja sinn sem Sharif er vikið úr emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra en tvenn ­kjör­tíma­bil hans á níunda ára­tugnum end­uðu með því að pakist­anski her­inn – sem hefur sögu­lega haft mikil ítök í stjórn­málum í land­inu – hrakti hann frá völd­um; í seinna skiptið með valdaráni leitt af hers­höfð­ingj­an­um Per­vez Mus­harraf.

Ísland aust­urs­ins

Brott­hvarf Sharif að þessu sinni er með öðru sniði þó hann sjálfur vilji meina að sömu öfl standi á bak við og áður. Hæsti­réttur lands­ins var ein­róma í úr­skurð­i sínum um að það að Sharif hafi verið á skrá sem stjórn­ar­for­maður í fyr­ir­tæki sonar síns í Dubai og fengið þrjú þús­und ­Banda­ríkja­dali í mán­að­ar­leg laun fyrir vikið – þó án þess að snerta pen­ing­inn að eigin sögn – án þess að upp­lýsa um það hafi verið nægi­leg ástæða til að dæma hann óhæfan til að sinna emb­ætt­inu af sökum „óheið­ar­leika“. Ákvæðið í stjórn­ar­skránni sem hæsti­réttur not­að­ist við til að ígrunda ákvörðun sína setur kröfur til stjórn­mála­manna um „heið­ar­leika“ en það hefur verið hunsað að miklu leyti frá því að fyrr­ver­and­i ein­ræð­is­herrann Muhammad Zia-ul-Haq setti það í stjórn­ar­skránna á níunda ára­tugnum vegna þess hversu erfitt er að túlka hug­tak­ið.

Auglýsing

Það sem liggur að baki brott­hvarfi Sharif kann að virð­ast smá­vægi­legt en teng­ist stærri spill­ing­ar­á­sök­unum sem eru nú í rann­sókn og til komnar vegna leka Pana­ma-skjal­anna í fyrraNawaz Sharif kemur sjálfur aldrei fram með nafni í Pana­ma-skjöl­unum en þrjú barna hans, þau Mar­yamHasan og Hussain, gera það í tengslum við kaup á lúxús­í­búðum í Mayfair-hverf­inu í Lund­únum með pen­ingum sem geymdir voru í skatta­skjól­um. Kaupin á íbúðum áttu sér stað í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins en Mar­yam, sem var undir lög­aldri á þeim tíma, var skráð sem eig­andi tveggja fyr­ir­tækja á Bresku Jóm­frú­areyjum sem stóðu fyrir kaup­un­um. Mar­yam, sem var lengi talin efni­leg stjórn­mála­kona og lík­leg til að taka við af föður sín­um, var fyrr í sumar grunuð um að falsa skjöl sem sýna tak­mark­aða hlut­deild hennar í fyr­ir­tækj­unum umræddu í fontgate“-mál­inu svo­kall­aða; skjöl sem áttu að vera frá árinu 2006 voru skrifuð með Cali­bri-­let­ur­gerð Microsoft sem kom ekki form­lega út fyrr en 2007. Umfang tekja og eigna Sharif-­fjöl­skyld­unnar á eftir að koma betur í ljós en það virð­ist sem þær nema langt umfram það sem Nawaz Sharif, sem hefur sam­an­lagt setið lengur en nokkur annar for­sæt­is­ráð­herra í Pakistan, hefur upp­lýst um. Nawaz Sharif hefur þannig hlotið þann vafa­sama heiður að verða annar rík­is­stjórn­ar­leið­tog­inn í heim­inum til hverfa úr emb­ætti af sökum Pana­ma-skjal­anna á eftir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands.

Lengi lifi Sharif?

Stuðn­ings­menn Sharif hafa sakað her­inn um að standa á bak við rétt­ar­höldin og tala þeir opin­skátt um sam­særi gegn sér. Sér­stak­lega hefur stefna Sharif að bæta tengsl við Ind­land fallið illa í kramið hjá hernum en stjórn­mála­sam­band land­anna tveggja hefur verið mjög ­st­irt í ára­tug­i. Sharif hefur brugð­ist við úrskurð­inum með því að efna til eins konar mót­mæla­göngu með því að ferð­ast í bíla­lest frá höf­uð­borg­inni Islama­bad til Lahore, höf­uð­borg Punja­b-hér­aðs og bak­land Sharif, til að sýna styrk sinn og vin­sæld­ir.

Þá hef­ur Nawaz Sharif til­kynnt að yngri bróðir hans, Shehbaz Sharif, sem er rík­is­stjóri í Punja­b-hér­aði, muni taka við kefl­inu sem for­sæt­is­ráð­herra og leið­togi flokks­ins Pakistan Muslim League (PML-N). Búist er við að Shehbaz muni taka við eftir tæpa tvo mán­uði en hann þarf fyrst að verða form­lega kos­inn í þing­sæti bróður síns og í milli­tíð­inni er það elds­neyt­is­ráð­herra Pakistan, Shahid Khaqan Abbasi, sem mun gegna emb­ætt­inu.

Imran Khan, fyrr­ver­andi krikkethetja og leið­togi stjórn­ar­and­stöðu­flokks­ins Pakistan Tehreek-e-Insaf (PTI), var í broddi fylk­ing­ar­innar sem kall­aði eftir rann­sókn á meintri spill­ingu Sharif og segir brott­hvarf for­sæt­is­ráð­herr­ans styrk­ingu fyrir lýð­ræðið í Pakist­an. Lík­legt er að Khan muni njóta góðs af skandal­anum í kosn­ingum sem eiga að fara fram á næsta ári og mun hann eftir bestu getu bjóða sig fram sem val­kost við hinn ­spillta ­flokk Sharif-­fjöl­skyld­unn­ar, PML-N, sem hann segir hafa rænt landið í þrjá­tíu ár.

Þó svo að Nawaz Sharif hafi horfið úr emb­ætti eru það ákveðin ummerki um fram­för lýð­ræðis í land­inu að það hafi gerst án beinnar til­komu hers­ins. Þeg­ar Sharif vann stór­sigur í kosn­ing­unum 2013 var það í fyrsta sinn sem lýð­ræð­is­lega kjörin rík­is­stjórn tók við af annarri. Ef kjós­endur frekar en her­inn fá að ákveða hvern­ig eigi að hreinsa til í stjórn­málum lands­ins í næstu kosn­ingum gæfi það land­inu stöð­ug­leika sem það hefur ekki haft lengi.

Þörf á jafn­vægi innan lands sem utan

Þó ber að nefna að hvort sem for­sæt­is­ráð­herra Pakistan eftir næstu kosn­ingar heiti Shehbaz Sharif eða Imran Khan er búist við að tengsl rík­is­stjórn­ar­innar við her­inn bæt­ist. Það gæti skipt sköpum fyrir utan­rík­is­stefnu lands­ins og hvernig ræt­ist úr stríð­inu í Afganist­an. Banda­ríkin hafa áður kennt pakist­anska hernum um að styðja Talí­bana, þó svo að pakist­anski her­inn hafi þver­tekið fyrir það, en álíta hann samt sem áður sem lyk­il­sam­starfs­að­ila í stríð­inu gegn hryðju­verk­um. Þá er ólík­legt að tengsl Pakistan og Ind­lands haldi áfram að bæt­ast ef her­inn fær aukin ítök í stefnu­mót­un. 

Efna­hagur Pakistan hefur vænkast tölu­vert í stjórn­ar­tíð Nawaz Sharif og mun áfram­hald­andi aukn­ing í hag­vexti velta mikið á kín­verskum fjár­fest­ingum í hinu þrjú þús­und kíló­metra löngu inn­viða­belt­i  China-Pakistan Economic Corridor (CPEC) sem mun teygja sig frá landa­mær­unum í norðri til hafn­ar­borga við Arab­íu­haf í suðri. Að finna jafn­vægi á milli nán­ari tengsla við Kína og þess að reyna í auknum mæli að njóta góðs af hinu ört vax­andi hag­kerfi á Ind­landi verður áskorun fyrir næstu rík­is­stjórn, sér­stak­lega í ljósi þess að Kína og Ind­land hafa lengi eldað grátt silfur saman í alþjóða­sam­skipt­um. Pakistan er í örygg­is-, stjórn­mála- og efna­hags­stöðu sem hefur ýmsar hættur í för með sér en jafn­framt gríð­ar­lega mögu­leika. Það er von­andi að atburðir sum­ars­ins hafi ekki langvar­andi nei­kvæð áhrif á lýð­ræð­is­legan og efna­hags­legan stöð­ug­leika lands­ins.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar