Sveigja eða keyra: Þjóðverjar birta fyrstu siðareglurnar fyrir sjálfkeyrandi ökutæki

Tölvur þurfa að takast á við siðferðisleg álitamál í umferðinni. Eiga sjálfkeyrandi bílar að sveigja eða keyra þegar allt stefnir í voða?

Auglýsing

Fram­göng­ur.is er nýr vefur þar sem fjallað er um fram­tíð sam­göngu­mála og reynt að dýpka og auðga umræð­una um fram­tíð­ar­horfur í sam­göngu­málum og ferða­mát­um. Greinin birt­ist fyrst á vef Fram­gangna.

Í fram­tíð þar sem tækni­lega flókin tölvu­kerfi eru byggð á gervi­greind og eru fær um að læra sjálf, hversu háð erum við mann­fólkið til­búin að verða þessum kerfum í skiptum fyrir aukið öryggi, flytj­an­leika og þæg­indi? Hvaða skref þarf að taka í dag til að tryggja stjórn, gagn­sæi og umráð gagna?

Þessum spurn­ingum og fleirum leit­uð­ust 14 þýskir fræði­menn á sviði sið­fræði, lög­fræði og tækni að svara nýverið í þeim til­gangi að útbúa leið­ar­vísir og reglu­verk fyrir fram­leið­endur sjálf­keyr­andi tækni. Skýrsla siða­nefnd­ar­innar var kynnt af sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands í síð­ustu viku, en stefnt er að lög­leið­ingu regln­anna innan tíð­ar.

Verk­efni siða­nefnd­ar­innar var að svara sið­ferð­is­legum álita­málum er varða ákvörð­un­ar­töku sjálf­keyr­andi tækni, þ.e. hug­bún­að­ar­ins eða algórit­hmans. Meg­in­spurn­ingin varðar ákvörð­un­ar­töku við aðstæður þar sem slys er óum­flýj­an­legt og má stilla upp með þessum hætti:

Við slíkar aðstæður og af tveimur mögu­leik­um, hvort á sjálf­keyr­andi öku­tæki að keyra á gang­andi veg­far­enda á gang­braut með þeim afleið­ingum að veg­far­and­inn deyr eða á öku­tækið að sveigja til hliðar með þeim afleið­ingum að far­þegi þess deyr?

Auglýsing

Sveigja eða keyra?

Margt bendir til að aukin sjálf­stýr­ing öku­tækja, þ.e. tækni sem leysir mennska öku­menn af hólmi að hluta eða öllu leyti, muni draga úr slysa­tíðni og gera umferð­ina örugg­ari. Spár um bætt umferð­ar­ör­yggi vegna sjálf­stýr­ingar byggja m.a. á þeirri stað­reynd að yfir 90% slysa í dag má rekja til mann­legrar hegð­un­ar, hvort sem hún telst vera mis­tök (t.d. líta ekki nægi­lega í kringum sig) eða alvar­legri afglöp (keyra undir áhrif­um).

En hvernig eiga sjálf­keyr­andi bílar að bregð­ast við þegar slys er óum­flýj­an­legt? Með öðrum orð­um, hvernig á að for­rita sjálf­keyr­andi bíla svo að þeir bregð­ist rétt við þegar slys er óum­flýj­an­legt og hvað telst vera rétt ákvörðun?

E.t.v. eiga ein­hverjir auð­velt með að svara spurn­ing­unni hér að ofan um hvor skuli láta líf­ið, far­þeg­inn eða veg­far­and­inn. En spurn­ing­unni má snúa, breyta og flækja og er raunar nauð­syn­legt að gera svo þegar rætt er um sják­feyr­andi öku­tæki. Er ein­hver reiðu­búin að setj­ast upp í sjálf­keyr­andi bíl með­vituð um að bíll­inn fórnar sér og far­þegum fyrir gang­andi veg­far­end­ur? Er rétt­læt­an­legt að öku­tækið keyri á gang­andi veg­far­endur ef um er að ræða rútu fulla af skóla­börnum og yfir gang­braut­ina gengur 95 ára gam­all mað­ur? En ef eitt barn er í bílnum og tíu gam­al­menni ganga yfir göt­una? Og í víð­ara sam­hengi, er rétt­læt­an­legt að stundum deyji ein­hverjir vegna sjálf­keyr­andi tækni ef slysum fækkar veru­lega yfir höfuð vegna henn­ar?

Spurn­ing­in, eða vanda­málið, sem glímt er við er eldra en sjálf­keyr­andi tækni og er eitt vin­sælasta álita­efni sið­fræð­inn­ar. The Trolley Problem á akademískar rætur að rekja til 7. ára­tug­ar­ins. Á allra síð­ustu árum hefur Vagna­vanda­málið öðl­ast nýtt líf, ann­ars vegar í tengslum við þróun sjálf­keyr­andi tækni og hins vegar vegna áhuga mem­e-grín­ara inter­nets­ins sem hafa gert sér mat úr því (og ekki verður farið nánar út í hér).

Kanna hug almenn­ings

Eitt skref í átt að ákvörðun um hvernig best er að for­rita sjálf­keyr­andi bíla er að kanna við­horf almenn­ings og athuga þannig hvað meiri­hluti telur vera rétta ákvörð­un. Það hafa pró­fess­orar MIT háskól­ans m.a. gert með Siða­vél­inni svoköll­uðu, eða The Moral Machine, þar sem spurt er hvað sjálf­keyr­andi bíll ætti að gera þegar slys er óum­flýj­an­legt. Dæmi um spurn­ingar Siða­vél­ar­innar má sjá hér að neð­an.

Siðareglur bíla.

Ákveðið með lögum og reglum

Þjóð­verjar hafa nú stigið skrefið lengra og gefið út áður­nefnda skýrslu sér­stakrar siða­nefndar þar sem leit­ast er við að svara sið­ferð­is­legum álita­málum varð­andi sjálf­keyr­andi tækni. Stjórn­völd í Þýska­landi, sem er heim­ili m.a. Daim­ler, Volkswagen og BMW, hafa áður látið sig lög um sjálf­keyr­andi tækni varða en fyrr á þessu ári var umferð­ar­lögum í Þýska­landi breytt á þann veg að nú verður öku­maður bif­reiðar að sitja undir stýri á öllum tím­um, og vera til­bú­inn að taka yfir stjórn öku­tæk­is­ins ef sjálf­keyr­andi tækni krefst þess. Þótt slík lög geti í fyrstu hljó­mað íþyngj­andi, þá þvert á móti greiða þau veg­inn fyrir þýska fram­leið­endur til að þróa og prófa tækn­ina.

Meðal þess sem fræði­menn­irnir fjór­tján leggja til að lög­fest verði er að mann­eskjur skuli ávallt njóta for­gangs yfir dýr og eignir í umferð­inni. Algórit­hmi sjálf­keyr­andi öku­tækis skal því alltaf leit­ast við að forð­ast meiðsli eða dauðs­föll á fólki. Þá er lagt til að ekki megi for­rita öku­tæki þannig að þau taki ákvarð­anir sem mis­muna fólki út frá aldri, kyni, kyn­þætti eða lík­am­legu ásig­komu­lagi. Auk þess er talað fyrir notkun svartra rit­boxa eins og þekk­ist í flug­iðn­að­in­um, svo rann­saka megi til­drög slysa eftir á.

„Sam­skipti manna og véla vekur upp nýjar sið­ferð­is­spurn­ingar á tímum tækninýj­unga og gervi­greind­ar. Sið­fræði­nefndin hefur unnið braut­ryðj­andi starf og búið til fyrstu við­mið­un­ar­reglur heims fyrir sjálf­keyr­andi öku­tæki. Við munum nú inn­leiða þessar regl­ur,“ sagði þýski sam­göngu­ráð­herr­ann þegar hann kynnti efni skýrsl­unnar í síð­ustu viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar