Sögur úr hinu óvinnandi stríði

Stríðið gegn fíkniefnum tekur á sig ýmsar myndir. Sigur í því mun aldrei koma fram. Þetta viðfangsefni er í brennidepli í Narcos seríunum á Netflix.

Cali
Auglýsing

Hinn 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn varð þriðja sería af Narcos þátt­unum aðgengi­leg í efn­isveitu Net­flix og gátu þá um hund­rað millj­ónir áskrif­enda Net­flix um heim allan horft á þætt­ina. Í fyrstu tveimur ser­í­un­um, sam­tals tutt­ugu ríf­lega 50 mín­útna þátt­um, var rakin saga eit­ur­lyfja­bar­óns­ins Pablo Esc­obar fram að dramat­ískum dauða hans, 2. des­em­ber 1993.

Hann byggði veldi sitt á grimmi­legu ofbeldi, járnaga í her sínum í heima­borg­inni Medellín og síðan gegnd­ar­lausu pen­inga­þvætti kókaín við­skipta frá Kol­umbíu til Banda­ríkj­anna og Evr­ópu.

Þessi sanna saga er efni­viður í spennu­þætti eins og þeir ger­ast best­ir, og hefur þriðju ser­í­unnar verið beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu. Hún hefur víð­ast fengið góðar við­tökur gagn­rýnenda fyrir vönduð efn­is­tök og góðan leik.

Auglýsing

Narcos er eitt vinsælasta sjónvarpsefni í sögu Netflix, og hafa forsvarsmenn efnisveitunnar gefið til kynna að haldið verði áfram með sögusagnir úr hörðum raunheimi fíkniefnanna.

Cali

Að þessu sinni bein­ast spjótin að eit­ur­lyfja­hringnum í Cali (Cali car­tel), sem var orð­inn erkió­vinur Esc­obars undir það síð­asta. Ekki síst eftir að Esc­obar lét gera sprengju­árás á brúð­kaup dóttur Gil­berto Rodrigu­ez, sem lengi vel var æðsti maður Cali hrings­ins.

Eftir að Esc­obar lést, og banda­rísk stjórn­völd blésu í her­lúðra og sögðu „erkió­vin­inn“ í stríð­inu við fíkni­efnin vera fall­inn, þá tók Cali hring­ur­inn við stjórn­ar­taumun­um. 

Umsvifin voru með ólík­indum og mun meiri en þegar veldi Esc­obars stóð sem­hæst. Lyk­il­menn Cali hrings­ins voru fjór­ir. Bræð­urnir Gil­berto og Miguel Rodrigu­ez, hinn ofbeld­is- og losta­fulli Pacho Herr­ara og lyklhlekk­ur­inn í New York, José Santacrus Londano (Chepe). Hann stýrði kóka­ín­mark­aðnum í New York frá fram­leiðslu­stofum í Queens, en talið er að Cali hring­ur­inn hafi ráðið yfir 80 pró­sent af kóka­ín­mark­aðnum í heim­in­um. 

Hægt og hljótt

Út á við var Cali hring­ur­inn lengi vel undir radar og not­að­ist við allt aðrar aðferðir en Esc­ob­ar. Ofbeldið var ekki mikið sjá­an­legt, en pen­inga­þvættið var mun umsvifa­meira og háþró­að. Mútu­greiðslur til emb­ætt­is­manna í Kol­umbíu voru gíf­ur­lega miklar, net dótt­ur­fé­laga teygði sig um allan heim og hafn­ar­svæði voru á mörgum svæðum algjör­lega undir stjórn hrings­ins. 

En í heimi fíknar og svartrar atvinnu­starf­semi er ekki á vísan að róa. Leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna CIA var umsvifa­mikil í hinu blóð­uga og ára­tuga­langa borg­ara­stríði í Kol­umbíu, og það tengd­ist beint valda­bar­áttu yfir kóka­ín­fram­leiðslu í land­inu, eins og rakið er vel í þess­ari þriðju ser­íu. Full­trúi eit­ur­lyfja­deildar lög­regl­unnar í Banda­ríkj­unum (DEA), Péna - leik­inn vel af Pedro Pascal - elt­ist við alla lausa þræði allt enda, en líkt og með veldi Esc­obars þá hrundi Cali hring­ur­inn niður og voru höf­uð­paur­arnir hand­tekn­ir. Atburða­rásin var spennu­þrungin í raun­heim­in­um, og er henni skilað vel inn í þætt­ina.

Ekk­ert breyt­ist

Pablo Escobar lést og veldi hans hrundi. En það skipti engu máli fyrir fíkniefnaheiminn. Í staðinn spruttu upp eiturlyfjahringir sem skipulögðu sig enn betur.Líkt og með annað vel leikið sjón­varps­efni þar sem stríðið gegn fíkni­efnum er í for­grunni - þar sem myndir eins og Traffic koma upp í hug­ann - þá er ekki síst spenn­andi að hugsa til þess hvað ger­ist næst. Því þrátt fyrir ótal hand­tök­ur, fyr­ir­sagnir og fagn­að­ar­læti stjórn­valda í Kol­umbíu, Mexíkó og Banda­ríkj­un­um, þá hefur ekk­ert breyst þegar kemur að fíkni­efna­heim­in­um, nema það eitt, að svarta hag­kerfið stækkar sífellt. 

Því meiri sem harkan var hjá yfir­völd­um, á þessu sögu­legu tíma­bili á átt­unda og níunda ára­tugnum í Kol­umbíu, því stærri urðu vanda­mál­in. Ekk­ert hefur náð að hefta útflutn­ing á kóka­íni til Banda­ríkj­anna eða ann­að. Fang­elsin eru yfir­full víð­ast hvar og gengd­ar­laust ofbeldi hefur haldið áfram að grass­era í sam­fé­lög­um, þar sem svarta hag­kerf­inu er við­hald­ið.

Þó afþrey­ingin í Narcos þátt­unum sé fyrst og fremst það sem hefur gildi, þá eru sög­urnar úr þessu óvinn­andi stríði yfir­valda í Banda­ríkj­unum við straum fíkni­efn­anna frá Suð­ur­-Am­er­íku, áhrifa­miklar og skilja eftir stórar spurn­ingar um hvort það sé verið að beita réttum aðferð­um. Í stuttu máli sagt er svarið við þeim spurn­ing­um, nei, alls ekki. Vanda­málin dýpka, svarta hag­kerfið stækk­ar, pen­inga­flæðið vex. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiMenning