Ríkisstjórnin á endastöð - Kosningar í kortunum

Hröð atburðarás í gærkvöldi og nótt leiddi til þess að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komst á endastöð. Formlega hefur ríkisstjórnarsamstarfinu ekki verið slitið, en Viðreisn vill kosningar sem fyrst og Björt framtíð hefur slitið sig frá ríkisstjórn.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á tröppum Bessastaða í janúar.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á tröppum Bessastaða í janúar.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar er komin á enda­stöð. Stjórn Bjartrar fram­tíðar sleit sig frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu skömmu eftir mið­nætti, en 87 pró­sent full­trúa í stjórn flokks­ins vildu hætta sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Við­reisn, og varð það nið­ur­stað­an.

Þá hefur þing­flokkur Við­reisnar sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem hvatt er til þess að boðað verði til kosn­inga sem fyrst.

Þetta var kvöld merki­legra tíma­móta í íslenskum stjórn­mál­um, og nóttin var örlaga­rík.

Auglýsing

Lygi­leg atburða­rás

Atburða­rásin var hröð í gær. Eftir að Vísir greindi frá því að Bene­dikt Sveins­son, faðir Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefði verið meðal með­mæl­enda Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar, barn­a­níð­ings, vegna umsóknar hans um upp­reista æru, þá sendi Bene­dikt frá sér yfir­lýs­ing­u. 

Í henni sagð­ist hann hafa talið sig vera að vinna góð­verk fyrir þennan mann, en svo baðst hann einnig afsök­unar á því að hafa valdið þolendum brota hans tjóni. „Ég hef aldrei litið svo á að upp­­reist æru væri annað en laga­­legt úrræði fyrir dæmda brota­­menn til að öðl­­ast að nýju til­­­tekin borg­­ara­­leg rétt­indi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagn­vart fórn­­­ar­lambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðr­­ast þeirra. Það sem átti hér að vera lítið góð­verk við dæmdan mann hefur snú­ist upp í fram­hald harm­­leiks brota­þola. Á því biðst ég enn og aftur afsök­un­­ar,“ sagði Bene­dikt.

Spjótin beinast ekki síst að Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þessi misserin.

Upp­lýsti for­sæt­is­ráð­herra

Eftir þetta tók við kafli þar sem þetta nýja púsl í mynd, sem teikn­að­ist upp í gegnum umræðu um það ferli sem fer í gang þegar mönnum er veitt upp­reist æra, leiddi til spurn­inga sem beindust að dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríðar Á. And­er­sen.

Hún upp­lýsti um það í við­tali við Stöð 2 að hún hefði í júlí sagt Bjarna Bene­dikts­syni frá því að faðir hans væri meðal með­mæl­enda Hjalta Sig­ur­jóns, um upp­reista æru. „Hann kom af fjöll­u­m,“ sagði Sig­ríð­ur. 

Þessar upp­lýs­ingar voru strax ræddar innan sam­starfs­flokka Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. 

Mikil óánægja var með stöðu mála, enda hafði umfjöllun um ferlið, upp­reista æru, verið mikið til umræðu á þingi og í fjöl­miðl­um, ekki síst eftir að mál Roberts Dow­ney komst í hámæli. 

Dóms­mála­ráðu­neytið neit­aði að afhenda gögn um þá sem vott­uðu góða hegðun hans í því ferli, og skaut frétta­stofa RÚV neit­un­inni til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mála. 

Nið­ur­staða lá ekki fyrir í því máli fyrr en nokkru eftir að Sig­ríður hafði upp­lýst Bjarna um að faðir hans væri meðal með­mæl­enda Hjalta Sig­ur­jóns. 

Dóms­mála­ráðu­neyt­inu var með úrskurð­inum gert að upp­lýsa um hverjir væru vottar í umsóknum um upp­reista æru, og er ráðu­neytið nú að vinna að því að gera upp­lýs­ing­arnar opin­berar aftur í tím­ann. 

Þessi staða skap­aði mikla tor­tryggni í garð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í bak­landi Bjartrar fram­tíðar og Við­reisn­ar. 

Trún­að­ar­brestur

Þessum upp­lýs­ing­um, um sam­skipti Sig­ríðar og Bjarna, var hins vegar ekki deilt með neinum innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eða stjórn­ar­flokk­anna. Eins og áður segir var mikil óánægja með þessa stöðu á stjórn­ar­fundi Bjartrar fram­tíðar sem hald­inn var seint í gær­kvöldi og stóð fram á nótt. Skila­boðum var í kjöl­far fund­ar­ins komið til for­ystu­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar, að Björt fram­tíð hefði ákveðið að slíta sig frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Innan flokks­ins var það metið svo að um alvar­legan trún­að­ar­brest hefði verið að ræða. Leyni­makk um með­mæl­enda­bréf fyrir barn­a­níð­ing var kornið sem fyllti mæl­inn.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, saman í þingsal þegar stefnuræða forsætisráðherra var flutt.

Fundað í nótt

Frá Sjálf­stæð­is­flokknum heyrð­ist ekk­ert. Engin við­töl eða yfir­lýs­ing­ar. 

Funda­höld stóðu yfir fram eftir nóttu, þar sem ræddir voru kostir í stöð­unni og hvernig væri best að halda á spil­un­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans kom útspil Bjartrar fram­tíðar eins og köld vatns­gusa framan í flokk­inn. 

Hann var ekki undir það búinn að svona gæti far­ið, að rík­is­stjórnin myndi ein­fald­lega lið­ast í sundur vegna þessa máls.

Hjá Við­reisn var staðan rædd á fundi, og voru þing­menn sam­mála um að í kort­unum væri það helst að boða til kosn­inga sem fyrst. Þing­flokk­ur­inn ræddi það með hrein­skiptum hætti að málið sýndi glögg­lega að fara þyrfti að öllu með gát í málum þar sem upp­reist æra væri til með­ferð­ar, og í þessu til­viki hefði það ekki verið gert. Beindust spjótin ekki síst að dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríði Á. And­er­sen. 

Ákvörðun Bjartrar fram­tíðar kom líka á óvart hjá Við­reisn, en umræðan innan flokks­ins var þó fremur á þeim nót­um, að þetta mál sýndi mik­il­vægi þess að vanda til verka og ástunda góð vinnu­brögð í við­kvæmum málum í stjórn­sýsl­unni.

Á fjórða tím­anum í nótt var síðan birt yfir­lýs­ing frá þing­flokki Við­reisn­ar, þar sem lagt var til að boðað yrði til kosn­inga sem fyrst.

Í dag má gera ráð fyrir að staða mála skýrist enn frekar, ekki síst þegar Bjarni Bene­dikts­son ákveður að stíga út úr þagn­ar­múr­num og tjá sig um stöðu mála og það sem fram hefur komið á und­an­förnum sól­ar­hring. Rík­is­stjórn hans er á enda­stöð og leiðin fram á við á þessum kross­götum er ekki aug­ljós.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar