Ein umdeildasta stífla í sögu Indlands vígð

Framkvæmdum á einu umdeildasta mannvirki Indlands er lokið eftir áratugavinnu. Tugþúsundir manna hafa þurft að flytjast búferlum og umhverfisáhrif eru geysimikil. Mótmælendur létu sig ekki vanta á vígslu stíflunnar.

Umhverfisverndar- og mannréttindasamtök hafa mótmælt framkvæmdum á Sardar Sarovar-stíflunni. Stíflan var vígð 56 árum eftir að hornsteinninn var lagður.
Umhverfisverndar- og mannréttindasamtök hafa mótmælt framkvæmdum á Sardar Sarovar-stíflunni. Stíflan var vígð 56 árum eftir að hornsteinninn var lagður.
Auglýsing

Ein stærsta stífla Ind­lands, Sardar Sarovar-stíflan, var vígð sunnu­dag­inn 17. sept­em­ber eftir ára­tuga langar deil­ur. Stíflan hefur væg­ast sagt verið umdeild og hafa nátt­úru­vernd­ar- og mann­rétt­inda­sam­tök verið iðin við að mót­mæla fram­kvæmd­un­um. Horn­steinn stífl­unar var lagður árið 1961 en bygg­ing hennar hófst árið 1987. Síðan þá hafa oft verið uppi vanga­veltur um að hætta við hana. 

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Mynd: EPAFor­sæt­is­ráð­herra Ind­lands Nar­endra Modi vígði stífl­una þrátt fyrir mikil mót­mæli á þessu ári og til­eink­aði hana fólk­inu á Ind­landi. Hann sagði í tísti að þetta verk­efni muni vera þús­undum bænda til bóta og hjálpa til við að upp­fylla hug­sjónir fólks. 

Stíflan mun veita vatni til 9.000 þorpa

Mót­mæl­endur létu sig aftur á móti ekki vanta en telja þeir að þús­undir manna muni missa lífs­við­ur­væri sitt með til­komu stífl­unn­ar. Stíflan mun aftur á móti veita vatni til níu þús­und þorpa í allt að þremur fylkj­um; Mad­hya Prades­h-, Maharashtra- og Gujarat-­fylk­is. 

Auglýsing

Hávær­ustu mót­mæl­end­urnir eru í röðum sam­tak­anna The Nar­mada Bachao Andolan eða NBA en leið­togi þeirra er aðgerðasinn­inn Medha Patk­ar. Hún og fylg­is­menn hennar mót­mæltu vígsl­unni um helg­ina. Þegar byrjað verður að nota stífl­una mun vatns­borð hækka og telja þau að það muni setja þorp á svæð­inu í mikla hættu.  

Aðgerðasinninn Medha Patkar og mótmælendur Sardar Sarovar-stíflunnar. Mynd: EPA

Slæmar afleið­ingar sagðar verri en búist var við

And­staðan við stífl­una á rætur sínar að rekja aftur til mið­biks síð­ustu ald­ar. Gagn­rýnin hefur aðal­lega beinst að því hvernig farið var að fram­kvæmd­unum sjálfum og stjórn­völd verið gagn­rýnd fyrir fljót­fær og van­hugsuð vinnu­brögð.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hafa barist fyrir því að landið verði ósnert en einnig hafa þau barist fyrir þær þús­undir manna sem misst hafa heim­ili sín vegna stíflu­gerð­ar­inn­ar. Slæmar afleið­ingar í Nar­ma­da­dalnum eru sagðar vega mun þyngra en þeir kostir sem stíflan var sögð hafa í upp­hafi. Telja and­stæð­ingar fram­kvæmd­anna að tekið hafi verið fram fyrir hend­urnar á fólki, upp­lýs­ingar ekki verið veitt­ar, mis­skipt­ing gæða hefi auk­ist og svo mætti lengi telja. 

Tvö­falt öfl­ugri en Kára­hnjúka­virkjun

Eins og fyrr segir hefur ýmsi­legt gengið á við bygg­ingu stífl­unn­ar. Henni var frestað árið 1996 en Hæsti­réttur á Ind­landi úrskurð­aði þá að fram­kvæmdir þyrftu að bíða. Þeim var haldið áfram fjórum árum seinna. 

Stíflan er stað­sett í Nar­ma­da­dalnum í Gujarat-­fylki og er hún með stærstu stíflum heims. Stíflan sjálf er 1210 metra að lengd og 163 metra að hæð þar sem hún er hæst. Til sam­an­burðar er Kára­hnjúka­stífla 193 metra há og 700 metra löng. 

Stíflan er staðsett í Gujarat-fylki á Indlandi. Mynd: Google-maps.

Hún safnar vatni á yfir 214 kílometra svæði sem nær yfir þrjú fylki; Gujarat, Maharashtra og Mad­hya Pradesh. Stíflan er sögð eiga að fram­leiða allt að 1450 mega­vött af raf­magni sem er tvö­falt meira en upp­sett afl Kára­hnjúka­virkj­un­ar.

Alþjóða­bank­inn dró sig út úr fram­kvæmdum

Alþjóða­bank­inn leikur almennt stórt hlut­verk í stór­fram­kvæmdum á Ind­landi. Hann fjár­magnar og hjálpar t.d. til við að leysa ýmis vanda­mál sem fylgja slíkum fram­kvæmd­um. Þar ber að nefna þá bóta­skyldu sem fellur á ríkið þegar fólk er flutt af jörðum sínum eða úr þorp­um. Tak­markið er þó að sem fæstir þurfi að þjást eða missa heim­ili sín vegna stífl­unn­ar. 

Bank­inn orðar það svo að grund­vall­ar­mark­mið í stefnu­skrá Alþjóða­bank­ans sé að ná aftur þeim lífs­gæðum og tekju­getu þeirra sem brott­fluttir eru. Mark­miðið með lán­veit­ingu fyrir Sardar Sarovar-stífl­unni var einnig að bæta hag Ind­verja og sjá þeim fyrir raf­magni, vatni o.s.frv. og vinna að sem hag­kvæmustum lausnum með rík­is­stjórn­inn­i. 

Sardar Sarovar-stíflan. Mynd: Wiki Commons.

Alþjóða­bank­inn dró sig aftur á móti út úr verk­efn­inu árið 1993 eftir að harð­orð skýrsla kom út þar sem fram kom að Sardar Sarovar-fram­kvæmdin væri göll­uð. Sá fólks­flutn­ingur og end­ur­hæf­ing fólks­ins á vegum verk­efn­is­ins hafi ekki verið ásætt­an­legur undir þessum kring­um­stæðum og umhverf­is­á­hrif verk­efn­is­ins hafi ekki verið fylli­lega könnuð eða nógu vel staðið að þeim. 

Fram­kvæmdum ábóta­vant

Nið­ur­staða skýrsl­unnar var afdrátt­ar­laus, þ.e. að þessi með­ferð á fólki og umhverfi rétt­læt­ist ekki af mik­il­vægi fram­kvæmd­anna og þá sér­stak­lega vegna þess að fólks­flutn­ing­ur­inn var stór­lega van­met­inn. Ekki voru nægar upp­lýs­ingar til staðar eða rann­sóknir gerð­ar, bæði hvað varðar svæðið sjálft og sjálfa stíflu­gerð­ina, áður en fram­kvæmdir hófust. 

Miklu var ábóta­vant í fram­kvæmd og skipu­lagn­ingu henn­ar, t.d. voru raf­knúin kerfi, sem áttu að mæla vatns­magn, sett upp eftir bygg­ingu stífl­unnar og þótti það mjög vara­söm og erfið fram­kvæmd. Þó var ekki hætt við fram­kvæmd­irnar í miðjum klíð­um; rík­is­stjórnin og fylk­is­stjórn Gujarat til­kynntu að lokið yrði við stífl­una og að fjár­munum yrði safnað til þess.

Umhverf­is­á­hrif gríð­ar­mikil

Miklum land­svæðum var sökkt við gerð stífl­unnar og mun halda áfram. Skóg­lendi og tún fara undir vatn og mikil röskun verður á dýra­lífi við svona aðstæð­ur. Líf­ríki fiska raskast mikið sem hefur svo aftur áhrif á bæði dýr og menn á svæð­in­u. 

Vandana ShivaEinnig hefur stíflu­gerðin áhrif á far­vegi áa. Þegar hinum nátt­úru­lega far­vegi er raskað hefur það áhrif á fólk á mjög stóru svæði þannig að miklar erjur hafa skap­ast milli fylkja. Vandana Shi­va, heim­spek­ingur og rit­höf­und­ur, hefur fjallað um þetta efni og hefur hún bent á að nán­ast allar ár á Ind­landi hafi orðið að ágrein­ings­efn­i. 

Shiva segir að árnar Sutlej, Yamuna, Ganges, Nar­ma­da, Mahana­di, Krishna og Kaveri hafi verið mið­punktur mik­illa deilna milli fylkja sem eru ósam­mála um eign­ar­hald og úthlutun vatns. Vegna mik­il­vægis vatns­ins eru deil­urnar hat­rammar og sér­stak­lega þegar svo stórar ár eiga í hlut því að afleið­ing­arnar eru miklar þegar þeim er beint úr sínum eðli­lega far­vegi með t.d. stíflu­gerð. 

Hund­ruðir þús­undir manna þurft að flytja sig um set

Þús­undir manna hafa þegar misst heim­ili sín og segja mann­rétt­inda­sam­tök að fleiri verði heim­il­is­laus­ir. Fólk er neytt til að flytja og margir enda á göt­unni. Opin­berar töl­ur, sem til eru um þann fjölda fólks sem hefur þurft að flytja sig um set, eru 40.000 til 41.500 en þær þykja mjög fjarri sanni. Lík­legra þykir að allt frá 240.000 til hálfrar millj­ónar manna hafi þurft að flytja vegna fram­kvæmd­anna.

Mótmælendur Sardar Sarovar-stíflunnar. Mynd: EPA

Borið hefur á mik­illi óánægju vegna þess að lífi fólks hefur verið raskað á þennan hátt; land, sem gengið hefur milli margra ætt­liða, er horfið og mikil til­finn­inga­leg bönd, sem tengja saman fólkið og land­ið, rofna. Bænd­urnir hafa sumir enga aðra reynslu en að vinna á akrinum eða ann­ast búfén­að. Þetta veldur því að margar fjöl­skyldur enda á göt­unni vegna þess að fyr­ir­vinnan er horfin og pen­inga­bætur end­ast ekki lengi. Þetta kemur fram í úttektum á vegum mann­rétt­inda­sam­taka. 

Flutn­ingar bitna á þeim sem minnst mega sín

Í rann­sóknum á fólks­flutn­ingum sem þessum kemur fram að þeir bitna gjarnan mest á konum og börn­um. Konan verði oftar en ekki að sjá fyrir fjöl­skyldu sinni og reyn­ist það mörgum erfitt vegna þjóð­fé­lags­hátta þar sem fátækt og stétta­skipt­ing er mik­il. 

Hvort sem þú elskar stífl­una eða hat­ar, hvort sem þú vilt hana eða ekki, þá er mik­il­vægt að skilja þá fórn sem færð er


Einnig er því haldið fram að ástandið bitni mjög illa á þeim öldruðu, því for­sendur fyrir að byrja nýtt líf við svo erf­iðar aðstæður eru varla til stað­ar. Aðstæður í nýju þorp­unum geti verið hrylli­leg­ar, bæði vegna þess að allt of mörgum er troðið saman á lítið svæði og að matur er af skornum skammti.  

Arundhati Roy. Mynd: EPAFjöldi manns hefur líka ein­fald­lega horf­ið, þ.e. engin skrá er yfir fólkið og eng­inn veit í raun­inni um afdrif þeirra. Mjög lík­legt þykir að margir hafi endað á götum stór­borg­anna í fátækt og örbirgð.

Arund­hati Roy, rit­höf­undur og aðgerðasinni, hefur verið ötull tals­maður mót­mæl­enda og gagn­rýnt stífl­una og fram­kvæmd­ina í heild sinni. Hún segir að hvort sem fólk elski stífl­una eða hati; hvort sem fólk vilji hana eða ekki, þá sé mik­il­vægt að skilja þá fórn sem færð er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar