NPA veitir fólki tækifæri til að lifa sjálfstæðu og virku lífi

Frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir var sett fram á síðasta þingi og í því er notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Mikill vilji hefur verið fyrir því að afgreiða þann lið sem snýr að NPA fyrir kosningar.

Lengi hefur verið beðið eftir að NPA verði sett í lög en þingmenn hafa sýnt áhuga að afgreiða þann lið nýs frumvarps fyrir næstu kosningar.
Lengi hefur verið beðið eftir að NPA verði sett í lög en þingmenn hafa sýnt áhuga að afgreiða þann lið nýs frumvarps fyrir næstu kosningar.
Auglýsing

NPA, eða not­enda­stýrð per­sónu­leg aðstoð, er í stuttu máli þjón­ustu­form sem tryggir fötl­uðu fólki sjálf­stæði í eigin lífi. Aðstoð sem þeim er veitt er á þeirra eigin for­send­um, þ.e. fatlað fólk ræður því sjálft hvaða þjón­usta er veitt, hvernig þjón­ust­unni er hátt­að, hver veitir hana og hvenær hún er veitt. 

Frum­varp Þor­steins Víglunds­sonar um þjón­ustu við fatlað fólk með miklar stuðn­ings­þarfir var sett fram á þingi í byrjun apríl síð­ast­liðnum en í því er NPA og fyr­ir­komu­lag þeirrar þjón­ustu sveit­ar­fé­laga lög­fest. Margir þing­menn hafa lýst yfir vilja til að afgreiða þann lið sem snýr að not­enda­stýrðri aðstoð áður en kosið verður á ný þann 28. októ­ber. 

Hægt að semja við sveit­ar­fé­lagið

Á vef­síðu NPA mið­stöðv­ar­innar kemur fram að fatlað fólk geti samið við sitt sveita­fé­lag um að sjá um og skipu­leggja sína eigin aðstoð. Ein­stak­ling­ur­inn og sveit­ar­fé­lagið gera þá svo­kall­aðan NPA samn­ing sín á milli. Við gerð NPA samn­inga þarf ein­stak­ling­ur­inn að meta sínar þarfir og vænt­ing­ar, enda er sjálfs­mat mik­il­vægt atriði í hug­mynda­fræð­inni um sjálf­stætt líf. 

Auglýsing

Síðan koma sveit­ar­fé­lagið og ein­stak­ling­ur­inn sér saman um þjón­ustu­þörf ein­stak­lings­ins, þar sem sjálfs­matið er lagt til grund­vall­ar. Út frá því er svo áætlað mán­að­ar­legt fjár­fram­lag sveit­ar­fé­lags­ins til ein­stak­lings­ins svo að hann geti séð um og skipu­lagt þjón­ust­una sjálfur eftir sínum þörfum og henti­semi.

Fjár­magnið sem ein­stak­ling­ur­inn fær skipt­ist í þrjá hluta. Í fyrsta lagi 85% laun og launa­tengd gjöld til aðstoð­ar­fólks. Í öðru lagi 10% umsýslu­kostn­aður sem fer til umsýslu­að­ila og þriðja lagi 5% vegna útlagðs kostn­aðar við aðstoð­ar­fólk.

Ein­stak­ling­ur­inn fær völd og ábyrgð

Þegar ein­stak­lingur er kom­inn með NPA er hann í hlut­verki verk­stjórn­anda aðstoð­ar­fólks síns og fær þar af leið­andi völd og ábyrgð. Einnig hefur hann val um að sjá alfarið um umsýsl­una sjálfur eða leita til umsýslu­að­ila eins og NPA mið­stöðv­ar­inn­ar.

Ætli ein­stak­ling­ur­inn ætlar að taka að sér umsýsl­una sjálfur þá fylgja því mörg verk­efni og mikil ábyrgð, enda ger­ist hann vinnu­veit­andi aðstoð­ar­fólks síns. Hann þarft að kynna sér ítar­lega lög og reglur um vinnu­vernd, skatta­mál, trygg­inga­mál, kjara­mál og annað sem vinnu­veit­andi þarf að vera með á hreinu.

Verk­stjórn­anda­hlut­verk­inu fylgir að ein­stak­ling­ur­inn velur sér aðstoð­ar­fólk sem hentar lífstíl og kröfum hans með því að útbúa aug­lýs­ingu og taka við­töl við umsækj­end­ur. Aðstoð­ar­fólk vinnur svo sam­kvæmt starfs­lýs­ingu og/eða leið­bein­ingum sem hann semur sjálf­ur.

Frelsið aukið til muna með NPA

Ákvarð­anir um hvaða verk eru unnin eru algjör­lega í höndum ein­stak­lings­ins sjálfs, hvaða aðstoð er veitt og við hvaða athafn­ir. Hann ákveður hvar hjálpin fer fram, heima eða hvað sem hann gerir í líf­inu og hefur þannig frelsi til að ákveða hvar hann býr, hvert hann ferð­ast og hvað hann ger­ir. 

Hann stýrir því hvenær hann fer á fæt­ur, að versla, í bað, elda mat, í vinnu eða skóla, stunda áhuga­mál o.s.frv. Þannig skipu­leggur hann aðstoð­ina eftir sínum eigin lífs­stíl með því að skipu­leggja vinnu­fyr­ir­komu­lag og vak­taplan ásamt því að stýra því hvernig hlut­irnir eru fram­kvæmd­ir.

Frek­ari upp­lýs­ingar má nálg­ast á vef­síðu NPA mið­stöðv­ar­innar

Verk­efn­is­stjórn þró­aði leiðir til að taka upp NPA

Á vef­síðu Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að verk­efn­is­stjórn, sem skipuð var af vel­ferð­ar­ráð­herra, hafi leitt sam­starfs­verk­efni rík­is, sveit­ar­fé­laga og heild­ar­sam­taka fatl­aðs fólks. Það mið­aði að því að þróa leiðir til að taka upp not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð við fatlað fólk á mark­vissan og árang­urs­ríkan hátt. 

Verk­efn­is­stjórnin er skipuð í sam­ræmi við bráða­birgða­á­kvæði í lögum um mál­efni fatl­aðs fólks sem tók gildi 1. jan­úar 2012, sam­hliða ýmsum öðrum breyt­ingum á lög­unum vegna ákvörð­unar um flutn­ing ábyrgðar á þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga. 

Hlut­verk verk­efn­is­stjórnar var að móta ramma um fyr­ir­komu­lag NPA. Í því skyni áttu sveit­ar­fé­lög, í sam­ráði við verk­efn­is­stjórn­ina, að leit­ast við að bjóða fólki með fatl­anir not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð til reynslu í til­tek­inn tíma. 

Allir ættu að eiga rétt á NPA

Tabú, femíníska fötl­un­ar­hreyf­ingin, fagnar því að not­enda­stýrð per­sónu­leg aðstoð verði lög­fest. Hreyf­ingin gerði þó nokkrar athuga­semdir þegar frum­varpið leit dags­ins ljós við þann lið sem snéri að NPA. Í fyrsta lagi mælti Tabú gegn því að ein­stak­lingur eigi ein­ungis rétt á þessum þjón­ustu­lið ef að hann hefur miklar og við­var­andi þjón­ustu­þarf­ir. Not­enda­stýrð per­sónu­leg aðstoð sé frá­bært tæki til þess að veita þjón­ustu til fólks óháð því hver skerð­ing þess er, hversu mikla aðstoð það þarf, hvar það býr, með hverjum og hvernig það lifir lífi sín­u. 

Sumar skerð­ingar eru breyti­legar og stundum sívax­andi, segir í umsögn­inni. Jafn­framt sé sumt fatlað fólk með minni stuðn­ings- og þjón­ustu­þarfir en vilji aug­ljós­lega stjórna lífi sínu sjálft og þeirri aðstoð sem að það fær. Hefð­bundin félags­þjón­usta sem er í boði, til dæmis félags­leg heima­þjón­usta, lið­veisla og heima­hjúkr­un, sé mjög tak­mark­andi að mörgu leyti. Þessi þjón­usta tak­mark­ist við ákveðnar klukku­stund­ir, sé ein­ungis veitt á ákveðnum tímum og veiti ein­ungis aðstoð við ákveðna þætt­i. 

Tabú á druslugöngunni 2014. Mynd: Af vefsíðu TabúÍ umsögn­inni kemur fram:

„Það fólk sem hefur barist hvað mest fyrir not­enda­stýrðri per­sónu­legri aðstoð, bæði hér á landi og erlend­is, leggur þunga áherslu á að fötl­uðu fólki sé ekki mis­munað á grund­velli teg­undar skerð­ingar þegar það sækir um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð. Að tak­marka aðgengi þessa hóps fatl­aðs fólks að NPA endar oft með því að aðstand­endur þurfa að hlaupa til síend­ur­tekið að bjarga mál­un­um. 

Heim­ili fatl­aðs fólks, líkt og önnur heim­ili í land­inu, eru grið­ar­stað­ir, staðir þar sem frið­helgi á að ríkja. Því er ekki sæm­andi að bjóða ein­ungis upp á þjón­ustu sem neyðir fólk til að opna heim­ili sín fyrir einum í dag og öðrum í næstu viku, fólki sem það nær aldrei að kynn­ast per­sónu­lega. Per­sónu­leg aðstoð er aug­ljós­lega mik­il­vægt val fyrir þennan hóp fólks.“

Mik­il­vægt að nýta vinnu verk­efna­stjórnar

Tabú veltir fyrir einnig fyrir sér hvers vegna ekki sé gerð krafa um að þær leið­bein­ingar og hand­bók sem ráð­herra á að gera skuli byggja á þeirri vinnu sem nú þegar hefur verið unnin af verk­efna­stjórn um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð. Mikil vinna hefi verið lögð í að skapa ramma utan um þessa þjón­ustu­leið síð­ustu sex árin, þar sem í upp­hafi var mikið sam­ráð haft við fatlað fólk. Mik­il­vægt sé að nýta þá vinnu, í stað þess að finna upp hjólið á ný.

Heyf­ingin bendir á að búið sé að vera að inn­leiða not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð frá árinu 2011. Mikil grunn­vinna liggi fyrir og rann­sókn hafi verið unnin á fram­gangi verk­efn­is­ins. Eru þær því orðnar lang­þreyttar á því að ekki sé búið að lög­festa þessa þjón­ustu­leið og stöðugt sé verið að koma sveit­ar­fé­lögum undan því að veita þjón­ust­una með því að fjalla um til­rauna­verk­efni og inn­leið­inga­verk­efn­i. 

Hvetja rík­is­stjórn­ina til að ganga alla leið

Tabú gerir einnig athuga­semd við að skammta eigi samn­inga næstu fimm árin enda muni það við­halda þeirri gjá sem skap­ast hefur á milli fólks með NPA og ekki, ásamt því að þeir sem hafa sterkasta bak­landið og bestu for­send­urnar til þess að berj­ast fá samn­inga en ekki hin­ir. 

Einnig hvetja þær rík­is­stjórn­ina til þess að ganga alla leið og lög­festa NPA sem jafn­rétt­háa þjón­ustu­leið og allar aðr­ar. Í umsögn­inni segir að á Norð­ur­lönd­unum sé ásókn í NPA hæg­vax­andi og því sé engin ástæða til þess að halda að annað gildi á Ísland­i. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar