Hugh Hefner - Skúrkur eða hetja?

Misjöfn viðbrögð hafa verið við fregnum af andláti stofnanda Playboy-tímaritsins. Sumir dásama arfleifð hans og aðrir fordæma hana. Hann mun hvíla við hlið konunnar sem kom honum á toppinn án þess að hafa nokkurn tímann hitta hann í lifanda lífi.

Hugh Hefner keypti gamla nektarmynd af Marilyn Monroe og birti í fyrsta eintaki tímaritsins Playboy án hennar samþykkis. Hann mun nú vera lagður við hlið hennar hinstu hvílu.
Hugh Hefner keypti gamla nektarmynd af Marilyn Monroe og birti í fyrsta eintaki tímaritsins Playboy án hennar samþykkis. Hann mun nú vera lagður við hlið hennar hinstu hvílu.
Auglýsing

Hinn umdeildi Hugh Hefner, stofn­andi tíma­rits­ins Play­boy, dó 27. sept­em­ber síð­ast­lið­inn 91 árs að aldri. Hann græddi á tá og fingri á útgáfu sinni og skildi eftir sig mikið veldi. Eftir and­lát hans hafa margir dásamað hann sem hálf­gerða frels­is­hetju. Hann á að hafa frelsað hinn vest­ræna heim úr viðjum gam­al­dags sið­ferðis sem var gegn­um­sýrt af hræsni og bæl­ingu.

Á hinn bóg­inn hefur alda radda risið sem for­dæmir það sem hann stóð fyr­ir, þar á meðal kven­fyr­ir­litn­ingu og að hafa nýtt sér kven­lík­amann til að upp­fylla eigin fantasíur og græða í leið­inni. Ganga margir svo langt að segja að hann hafi verið hór­mang­ari. Einnig hafa fjöl­margir mót­mælt síð­ustu fréttum eftir and­lát Hefners en hann keypti graf­ar­stæði við hlið­ina á fyrstu fyr­ir­sæt­unni sem birt­ist á for­síðu Play­boy-­tíma­rits­ins árið 1953; sjálfri Mari­lyn Mon­roe. 

Ólst upp á íhalds­ömu heim­ili

Hugh Mar­ston Hefner fædd­ist í Chicago í Banda­ríkj­unum árið 1926. Í heim­ilda­mynd­inni Hugh Hefner Play­boy Act­i­vist and Rebel seg­ist hann sjálfur hafa alist upp á heim­ili þar sem honum var sýndur lít­ill kær­leikur og hafi hann ekki verið faðmaður sem barn. For­eldrar hans voru hrein­trú­ar­fólk og telur hann þess vegna að hann hafi leitað í fantasíu­heim­inn sem hann sá í kvik­myndum og tón­list. Hann hafi verið mjög með­vit­aður um bæl­ing­una í Banda­ríkj­unum og tabúin enda var landið mjög íhaldsamt um miðja 20. öld­ina. 

Auglýsing

„Verður líf mitt aðeins end­ur­tekn­ing á lífi for­eldra minna? Er þar ekk­ert meira,“ spurði hann sig eftir að hann gifti sig, átti börnin og vann í vinnu sem hann kunni ekki við. Hann tók ákvörðun um að breyta lífi sínu og láta drauma sína ræt­ast. Þá ákvað hann að stofna karla­tíma­ritið Play­boy. 

Til­eink­aði sér líf glaum­gos­ans

Fyrsta ein­takið kom út í des­em­ber 1953. Hann tók 600 doll­ara banka­lán, safn­aði frek­ari fjár­fest­ingum og stofn­aði sitt eigið tíma­rit. Upp­haf­lega átti það að heita Stag Party sem þýð­ist sem steggjap­artí á íslensku. 

Hann gift­ist Mildred Willi­ams árið 1949 og eign­að­ist með henni tvö börn. Þau skildu 10 árum seinna. Eftir skiln­að­inn lifði hann eins og sönnum glaum­gosa sæm­ir, hann skemmti sér og varð einn eft­ir­sótt­asti pip­ar­sveinn­inn í Chicago. Hann gaf út tíma­rit sitt við miklar vin­sældir og stýrði sjón­varps­þátt­um. Nær und­an­tekn­ing­ar­laust svaf hann hjá fyr­ir­sæt­unum sem birt­ust í Play­boy.

Hugh Hefner með kærustum sínum árið 2009. Mynd: EPA

Breytti lífi sínu eftir hjarta­á­fall

Þetta líf­erni hefur frá upp­hafi verið mér ástríðu­fólg­ið. Það er auð­velt fyrir mig að segja því ef þú elskar ekki þetta allt þá ertu flón


Árið 1985 fékk hann minni­háttar hjarta­á­fall og end­ur­skoð­aði lífstíl sinn í kjöl­far­ið. Þá var hann orð­inn 59 ára gam­all og fjórum árum seinna gift­ist hann Kimberley Con­rad. Þau eign­uð­ust tvo syni en skildu að borði og sæng 1998 og flutti hún í hús við hlið­ina á Play­boy-­setr­inu. Tólf árum seinna gekk skiln­að­ur­inn síðan end­an­lega í gegn.  

Hefnar flutti til Las Ang­eles um miðjan átt­unda ára­tug­inn í stór­hýsi sitt sem varð frægt fyrir stór­feng­leg og til­komu­mikil partý. Á Play­boy-­setr­inu bjuggu oft og tíðum margar konur með Hefner, iðu­lega mun yngri en hann. Hann gift­ist í þriðja sinn Crys­tal Harris árið 2012 og var giftur henni til dauða­dags. 

Karl­menn frels­aðir frá kyn­ferð­is­legri kúgun

Auk þess að gefa út tíma­ritið Play­boy þá lifði hann líka undir ímynd­inni og varð fyrir vikið gríð­ar­lega vin­sæll. Hann er af sumum tal­inn hafa víkkað út landa­mæri hins sið­lega og verið mest öfund­að­asti karl­mað­ur­inn í Banda­ríkj­un­um. Hann sé þannig hið mikla popp­menn­ing­ar-­goð sem frelsað hefur karl­menn undan því að vera kyn­ferð­is­lega kúg­að­ir. 

Hann er líka sagður hafa komið af stað bylt­ingu og að konur væru með­taldar í henni, þ.e. að hún kæmi þeim einnig til góða. Konur færu sjálf­vilj­ugar í hlut­verk kan­ín­unnar með eyrun á höfð­inu og dind­il­inn á rass­inum en það er eitt aðals­merki Play­boy. Konan fengi vissu­lega borgað og væri það henni í sjálfs­vald sett að taka þátt; eng­inn neyddi hana í eitt­hvað sem hún vildi ekki. 

George Lucas lýsti því þannig í heim­ilda­mynd um kapp­ann að allir hafi fantasí­ur, lang­anir og þrár. Það sem Hefner gerði var að draga þessar fantasíur fram: opin­bera þær. Hefner sagði sjálfur að sitt við­horf væri heil­brigð­ara við­horf til kyn­lífs.

Fantasían ein­ungis fyrir karla

Ekki allir líta arf­leifð Hefners þessum augum og hefur fólk bent á að hann hafi byggt upp og við­haldið óheil­brigðri sýn á kven­lík­amann. Að lík­ami kon­unnar væri ein­ungis eitt­hvað fyrir karl­mann­inn að njóta. Blaða­mað­ur­inn Suzanne Moore lenti í vand­ræðum fyrir að kalla Hefner hór­mang­ara en að hennar mati lá það í augum uppi. Hefner hót­aði að lög­sækja hana fyrir meið­yrði. Hún seg­ist hálft í hvoru hafa viljað að hann myndi láta verða af því. Þá hefðu dóm­stólar þurft að taka afstöðu til gjörða hans. 

Ég fékk aldrei þakkir frá þeim sem græddu millj­ónir á Mari­lyn-nekt­ar­ljós­mynd­inni. Ég þurfti meira segja að kaupa ein­tak af tíma­rit­inu til að sjá sjálfa mig í því


Hún segir að það hefði verið áhuga­vert að rök­ræða hvort maður sem græðir á kon­um, sem selja kyn­líf, væri hór­mang­ari. Hún segir að fantasían sem hann seldi væri ekki fyrir konur heldur ein­ungis karla. Hlut­verk hans hafi verið að gera ljós­blátt klám aðgengi­legt og að við­tek­inni venju. 

Nýtti sér gamla nekt­ar­mynd

Eins og áður segir og fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum úti um allan heim þá keypti Hefner graf­ar­stæði við hlið­ina á fyrstu for­síðu­fyr­ir­sætu sinni, Mari­lyn Mon­roe, árið 1992 fyrir 75 þús­und doll­ara. 

Grafarstæði Marilyn Monroe. Mynd: EPA

Mikil reiði­alda hefur risið í kjöl­farið en Hefner hitti Mon­roe aldrei og líta margir svo á að hann hafi mis­notað hana og frægð hennar þegar hann setti hana á for­síðu fyrsta tíma­rits­ins. Hann keypti nekt­ar­mynd af henni, sem var tekin áður en hún varð fræg, og birti hana í blað­inu. Hún var aldrei spurð og fékk hún aldrei borgun fyr­ir. „Ég fékk aldrei þakkir frá þeim sem græddu millj­ónir á Mari­lyn-nekt­ar­ljós­mynd­inni. Ég þurfti meira segja að kaupa ein­tak af tíma­rit­inu til að sjá sjálfa mig í því,“ greindi hún frá í ævi­sögu sinni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar