Fyrrum öldungaráð Zúista hvetur meðlimi til að skrá sig úr félaginu

Eftir tveggja ára baráttu fyrir yfirráðum í félagi Zúista hefur fyrrum öldungaráð gefið frá sér yfirlýsingu.

zuistar
Auglýsing

Fyrrum öld­unga­ráð Zúista harmar þá stöðu sem nú er uppi í trú­fé­lag­inu Zuism og hvetur alla með­limi til að skrá sig úr félag­inu í síð­asta lagi fyrir 1. des­em­ber í yfir­lýs­ingu sem þeir sendu frá sér í morg­un. „Við þökkum fylgj­endum okkar fyrir þol­in­mæði og stuðn­ing und­an­farin ár en nú er því miður komið að leikslokum hjá okk­ur,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stof­unnar eru 2.845 með­limir skráðir í félag­ið.

Upp­haf þessa máls var fjöl­miðlaum­fjöllun vorið 2015 um trú­fé­lagið Zuism sem eng­inn virt­ist gang­ast við og hafði ein­ungis fjóra með­limi. Þar kom fram að emb­ætti sýslu­manns á Norð­ur­landi eystra hefði með aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blað­inu skorað á með­limi félags­ins að gefa sig fram. Að öðrum kosti yrði félagið lagt niður þar sem lág­marks­fjöldi með­lima var langt frá því að upp­fylla við­mið í reglu­gerð ráðu­neytis um skrán­ingu opin­berra trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga.

Auglýsing

„Við, sem köll­uðum okkur öld­unga­ráð Zúista, fórum fyrir stórum hópi fólks sem vildi umbætur á lagaum­hverfi trú­fé­laga. Vegna þess hversu erfitt er að fá ný trú­fé­lög við­ur­kennd sáum við tæki­færi í þeirri stöðu sem var uppi í trú­fé­lag­inu Zúism. Við söfn­uðum því lág­marks­fjölda með­lima og gáfum okkur fram við sýslu­mann svo að félagið yrði ekki afskráð. Við litum á þetta sem tæki­færi til að skapa umræðu um hið gall­aða og órétt­láta trú­fé­laga- og sókn­ar­gjalda­kerf­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Í kjöl­farið fengu þau leið­bein­ingar frá emb­ætti sýslu­manns um hvernig þau ættu að taka við stjórn félags­ins sem þau segj­ast hafi farið eftir og skilað öllum til­hlýði­legum gögnum sem óskað var eft­ir. Þann 1. júní 2015 fékk full­trúi þeirra opin­bera við­ur­kenn­ingu emb­ættis sýslu­manns að hann væri for­stöðu­maður trú­fé­lags­ins og að þau færu með völd í þessu umkomu­lausa trú­fé­lagi.

„Nið­ur­staða hug­mynda­vinnu okkar var að bjóða félags­mönnum að fá sókn­ar­gjöldin end­ur­greidd eða gefa þau aftur til sam­fé­lags­ins með því að styrkja góð­gerð­ar­mál. Í krafti hinnar opin­beru við­ur­kenn­ingar hófum við svo í nóv­em­ber 2015 gjörn­ing­inn þar sem við aug­lýstum zúista­fé­lagið og end­ur­greiðslu­leið­ina. Á ein­ungis tveimur vikum fengum við um 3000 nýja með­limi og vakti félagið athygli langt út fyrir land­stein­ana. Þann 1. des­em­ber 2015 var félagið orðið eitt stærsta trú­fé­lag lands­ins.

Snemma í des­em­ber 2015 hófst svo stjórn­sýslu­martröð, sem hefur nú loks­ins tekið enda. Þá kom í ljós að upp­haf­legu stofn­endur trú­fé­lags­ins, sem voru algjör­lega ótengdir okkur og okkar áform­um, voru enn í for­svari fyrir rekstr­ar­fé­lag á bak við trú­fé­lag­ið. Þetta kom okkur á óvart svo ekki sé meira sagt, sér­stak­lega í ljósi þess að leið­bein­ingar stjórn­valds­ins til okkar höfðu ávallt verið að þetta væri alls ekki vanda­mál, trú­fé­lag í skiln­ingi lag­anna væri sjálf­stæð ein­ing og óháð rekstr­ar­fé­lag­inu á bak við það. Það væri því ein­falt mál að stofna nýtt rekstr­ar­fé­lag fyrir trú­fé­lag­ið, enda værum við opin­ber­lega við­ur­kenndir for­ráða­menn trú­fé­lags­ins.

Í jan­úar 2016 hóf­umst við því handa við að stofna nýtt rekstr­ar­fé­lag til að taka við sókn­ar­gjöld­unum svo við gætum í kjöl­farið greitt þau út til okkar með­lima eins og við höfðum gert ráð fyr­ir. Þá kom í ljós að innan stjórn­kerf­is­ins var hreint ekki alls staðar sami skiln­ingur lagður í lög um skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Þrátt fyrir skýrar fyrri leið­bein­ingar þess efnis þá var okkur nú synjað um stofnun nýs rekstr­ar­fé­lags þar sem ekki væri hægt að aðgreina trú­fé­lög og rekstr­ar­fé­lög. Það var ljóst að án rekstr­ar­fé­lags­ins gætum við hvorki mót­tekið né ráð­stafað þeim fjár­munum sem félagið átti til­kall til. Í febr­úar 2016 óskuðum við því eftir því að allar greiðslur frá Fjár­sýslu rík­is­ins til trú­fé­lags­ins yrðu frystar til að vernda hags­muni með­lima trú­fé­lags­ins. Fjár­sýslan varð við þeirri beiðni og voru fjár­munir félags­ins í fryst­ingu hjá rík­is­sjóði fram á haust 2017.

Nú í byrjun nóv­em­ber, eftir um tveggja ára bar­áttu okkar fyrir yfir­ráðum í félag­inu, er end­an­lega ljóst að málið er tap­að. Ágúst Arnar Ágústs­son er nú for­stöðu­maður félags­ins og sú opin­bera við­ur­kenn­ing sem okkur var látin í té af yfir­völdum í júní 2015 hefur verið felld úr gildi. Við höfum því engin ítök eða völd lengur í trú­fé­lag­inu Zuism og getum þar af leið­andi ekki borið ábyrgð á því að sókn­ar­gjöld verði end­ur­greidd eða gefin til góð­gerð­ar­mála. Við frá­biðjum okkur einnig til­raunir núver­andi for­ráða­manna félags­ins til að eigna sér upp­haf­leg mark­mið okkar með gjörn­ingn­um, enda komu þeir hvergi að þeirri hug­mynda­vinn­u,“ segir jafn­framt í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Þau segja að nið­ur­staðan í þessu máli sé afleið­ing stjórn­sýslu­mistaka sem skrif­ast á þá lagaum­gjörð sem þau hafi upp­haf­lega verið að gagn­rýna með gjörn­ingi þeirra. Þau segj­ast vona að þessi fjar­stæðu­kenndu mála­lok verði til þess að lagaum­hverfi kerf­is­ins verði breytt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent