Skýrslur Seðlabankans og Hannesar verða báðar birtar í janúar

Tvær skýrslur sem fjalla um hrunið og eftirmála þess verða birtar í janúar. Önnur er eftir Hannes Hólmstein Gissurarson en hin er unnin af Seðlabanka Íslands. Báðar munu fjalla, að minnsta kosti að hluta, um sömu atburði en með mjög ólíkum hætti.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lokið við gerð skýrslu sinnar. Hún verður þó ekki birt fyrr en 16. janúar.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lokið við gerð skýrslu sinnar. Hún verður þó ekki birt fyrr en 16. janúar.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands ætlar að birta skýrslu um neyð­ar­lán­veit­ing­una til Kaup­þings í miðju banka­hrun­inu í jan­úar næst­kom­andi, komi ekk­ert óvænt upp í verk­efna­stöðu bank­ans. Þetta kemur fram í svari Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri greindi frá því í febr­úar 2015 að hann ætl­aði að láta taka saman skýrslu um til­drög þess að Kaup­þing fékk neyð­ar­lán upp á 500 millj­ónir evra frá bank­anum 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett og Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland í sjón­varps­ávarpi. Það eru því næstum þrjú ár liðin frá því að skýrslan var boð­uð.

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um skýrslu­gerð­ina í júlí síð­ast­liðnum feng­ust þau svör að gert væri ráð fyrir að hún myndi verða kynnt í banka­ráði hans „á næstu mán­uð­u­m“. Þá kom einnig fram að Seðla­bank­inn hefði ákveðið að bæta sölu­ferli FIH bank­ans – en sá danski banki var tek­inn sem veð fyrir lán­inu – við skýrsl­una. „Sá hluti er mjög umfangs­mik­ill og snertir m.a. þróun efna­hags- og banka­mála í Dan­mörku. Vegna mik­illa anna starfs­manna við önnur verk hefur verið erf­ið­leikum bundið að tryggja næga krafta í þetta verk – en það er sem sagt langt á veg kom­ið,“ sagði í svari bank­ans.

Skoðun á birt­ing­unni framundan

Nú er ljóst að skýrslan mun ekki verða birt fyrr en í fyrsta lagi rúmum sex mán­uðum eftir að upp­haf­leg fyr­ir­spurn Kjarn­ans barst Seðla­bank­an­um.

Morg­un­blaðið birti á laug­ar­dag afrit af sím­tali Geirs H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi seðla­banka­stjóra, frá 6. októ­ber 2008 þar sem neyð­ar­lán­veit­ingin var ákveð­in. Seðla­bank­inn hefur ætið neitað að afhenda fjöl­miðlum þetta afrit og borið fyrir sig þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um bank­ann. Kjarn­inn stefndi Seðla­banka Íslands vegna þessa í síð­asta mán­uði og bank­inn hefur ákveðið að taka til varna í því máli til að verja rétt sinn til að neita fjöl­miðlum um aðgengi að sím­tal­inu eða afriti af því.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í gær að Seðla­bank­inn muni taka birt­ingu Morg­un­blaðs­ins, þar sem Davíð Odds­son er rit­stjóri, á afrit­inu á sím­tal­inu til skoð­unar í vik­unni. Í þeirri skoðun verður farið yfir atriði tengd birt­ing­unni á laug­ar­dag.

Hannes frestar fram í jan­úar

Önnur skýrsla er vænt­an­leg þar sem fjallað verður meðal ann­ars um sölu­ferli FIH. Sú er skrifuð af stjórn­mála­fræði­pró­fess­ornum Hann­esi Hólm­steini Giss­ur­ar­syni, en honum var falið að stýra rann­­sókn­­ar­verk­efni á vegum fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins á erlendum áhrifa­þáttum hruns­ins í júlí 2014. Áætl­­aður kostn­aður verk­efn­is­ins var tíu millj­­ónir króna og áætluð verk­­lok voru í byrjun sept­­em­ber 2015.

Ráðn­­ing Hann­esar til verks­ins var afar umdeild sökum mik­illa tengsla hans við áhrifa­­menn innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sér­­stak­­lega fyrr­ver­andi seðla­­banka­­stjór­ann, og núver­andi rit­stjór­ann, Dav­íð.

Seðlabankinn tók allsherjarveð í FIH bankanum þegar hann veitti Kaupþingi neyðarlán.Skýrslu Hann­esar hefur enn ekki verið skilað en greint var frá því í júní að hún sé nú í yfir­lestri. Til stóð að kynna skýrsl­una 8. októ­ber næst­kom­andi, eða rúmum tveimur árum eftir upp­haf­leg áætluð verk­lok og rúmum þremur árum eftir að Hann­esi var falið verk­efn­ið. Þeirri kynn­ingu var svo enn frestað og til stóð að hún færi fram í dag, 20. nóv­em­ber. Hannes skrif­aði hins vegar pistil á vef­inn Press­una fyrir helgi og til­kynnti að þótt skýrslu­gerð­inni væri lokið ætl­aði hann að fresta skilum til að „gefa þeim, sem minnst er á í henni, kost á að skýra mál sitt, leið­rétta og gera athuga­semd­ir.“ Hannes ætlar nú að birta sína skýrslu 16. jan­ú­ar. Birt­ing á skýrslu Seðla­bank­ans ætti því að eiga sér stað á nán­ast sama tíma og Hannes birtir sínar nið­ur­stöð­ur.

Þess má geta að Davíð Odds­son á afmæli, verður sjö­tug­ur, þann 17. jan­úar 2018, eða dag­inn eftir að Hannes ætlar að birta sína skýrslu.

Fjallað um FIH með mis­mun­andi hætti

Í báðum skýrsl­unum verður fjallað um neyð­ar­lánsveit­ingu Seðla­banka Íslands til Kaup­þings og veð­töku hans í hlutafé FIH-­bank­ans.

Hannes skrif­aði grein í Morg­un­blaðið 21. apríl 2015 þar sem hann opin­ber­aði í fyrsta sinn hluta af því sem hann er að skrifa um í skýrslu sinni. Í grein­inn fjall­aði hann í löngu máli um söl­una á FIH-­­bank­an­um, sem tekin var sem veð fyrir neyð­­ar­láni Seðla­­banka Íslands til Kaup­­þings 6. októ­ber, þegar Davíð Odds­­son stýrði enn Seðla­­bank­an­­um. Kjarn­inn greindi frá því 2. októ­ber 2014 að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna FIH væri 35 millj­­arðar króna.

Hannes komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að FIH hafi verið gott veð. Már Guð­­munds­­son seðla­­banka­­stjóri hafi hins vegar verið plat­aður í mál­inu með þeim afleið­ingum að Ísland varð af 60 millj­­arða króna ágóða vegna FIH, og sat þess í stað uppi með ofan­­greint tap.

Már svar­aði grein Hann­esar skömmu síð­ar. Hann sagði Hannes mis­skilja margt í mál­inu og full­yrti að ef Seðla­­bank­inn hefði knúið FIH bank­ann í slita­með­ferð haustið 2010 hefði allt neyð­­ar­lánið sem bank­inn veitti Kaup­­þingi 6. októ­ber 2008 tap­­ast. Með því að selja bank­ann tak­ist Seðla­­bank­­anum að inn­­heimta lið­­lega helm­ing láns­ins, sem var upp á 500 millj­­ónir evra.

Sölu­ferli FIH verður á meðal þess sem fjallað verður um í vænt­an­legri skýrslu Seðla­bank­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar