Skýrslur Seðlabankans og Hannesar verða báðar birtar í janúar

Tvær skýrslur sem fjalla um hrunið og eftirmála þess verða birtar í janúar. Önnur er eftir Hannes Hólmstein Gissurarson en hin er unnin af Seðlabanka Íslands. Báðar munu fjalla, að minnsta kosti að hluta, um sömu atburði en með mjög ólíkum hætti.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lokið við gerð skýrslu sinnar. Hún verður þó ekki birt fyrr en 16. janúar.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lokið við gerð skýrslu sinnar. Hún verður þó ekki birt fyrr en 16. janúar.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands ætlar að birta skýrslu um neyð­ar­lán­veit­ing­una til Kaup­þings í miðju banka­hrun­inu í jan­úar næst­kom­andi, komi ekk­ert óvænt upp í verk­efna­stöðu bank­ans. Þetta kemur fram í svari Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri greindi frá því í febr­úar 2015 að hann ætl­aði að láta taka saman skýrslu um til­drög þess að Kaup­þing fékk neyð­ar­lán upp á 500 millj­ónir evra frá bank­anum 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett og Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland í sjón­varps­ávarpi. Það eru því næstum þrjú ár liðin frá því að skýrslan var boð­uð.

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um skýrslu­gerð­ina í júlí síð­ast­liðnum feng­ust þau svör að gert væri ráð fyrir að hún myndi verða kynnt í banka­ráði hans „á næstu mán­uð­u­m“. Þá kom einnig fram að Seðla­bank­inn hefði ákveðið að bæta sölu­ferli FIH bank­ans – en sá danski banki var tek­inn sem veð fyrir lán­inu – við skýrsl­una. „Sá hluti er mjög umfangs­mik­ill og snertir m.a. þróun efna­hags- og banka­mála í Dan­mörku. Vegna mik­illa anna starfs­manna við önnur verk hefur verið erf­ið­leikum bundið að tryggja næga krafta í þetta verk – en það er sem sagt langt á veg kom­ið,“ sagði í svari bank­ans.

Skoðun á birt­ing­unni framundan

Nú er ljóst að skýrslan mun ekki verða birt fyrr en í fyrsta lagi rúmum sex mán­uðum eftir að upp­haf­leg fyr­ir­spurn Kjarn­ans barst Seðla­bank­an­um.

Morg­un­blaðið birti á laug­ar­dag afrit af sím­tali Geirs H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi seðla­banka­stjóra, frá 6. októ­ber 2008 þar sem neyð­ar­lán­veit­ingin var ákveð­in. Seðla­bank­inn hefur ætið neitað að afhenda fjöl­miðlum þetta afrit og borið fyrir sig þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um bank­ann. Kjarn­inn stefndi Seðla­banka Íslands vegna þessa í síð­asta mán­uði og bank­inn hefur ákveðið að taka til varna í því máli til að verja rétt sinn til að neita fjöl­miðlum um aðgengi að sím­tal­inu eða afriti af því.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í gær að Seðla­bank­inn muni taka birt­ingu Morg­un­blaðs­ins, þar sem Davíð Odds­son er rit­stjóri, á afrit­inu á sím­tal­inu til skoð­unar í vik­unni. Í þeirri skoðun verður farið yfir atriði tengd birt­ing­unni á laug­ar­dag.

Hannes frestar fram í jan­úar

Önnur skýrsla er vænt­an­leg þar sem fjallað verður meðal ann­ars um sölu­ferli FIH. Sú er skrifuð af stjórn­mála­fræði­pró­fess­ornum Hann­esi Hólm­steini Giss­ur­ar­syni, en honum var falið að stýra rann­­sókn­­ar­verk­efni á vegum fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins á erlendum áhrifa­þáttum hruns­ins í júlí 2014. Áætl­­aður kostn­aður verk­efn­is­ins var tíu millj­­ónir króna og áætluð verk­­lok voru í byrjun sept­­em­ber 2015.

Ráðn­­ing Hann­esar til verks­ins var afar umdeild sökum mik­illa tengsla hans við áhrifa­­menn innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sér­­stak­­lega fyrr­ver­andi seðla­­banka­­stjór­ann, og núver­andi rit­stjór­ann, Dav­íð.

Seðlabankinn tók allsherjarveð í FIH bankanum þegar hann veitti Kaupþingi neyðarlán.Skýrslu Hann­esar hefur enn ekki verið skilað en greint var frá því í júní að hún sé nú í yfir­lestri. Til stóð að kynna skýrsl­una 8. októ­ber næst­kom­andi, eða rúmum tveimur árum eftir upp­haf­leg áætluð verk­lok og rúmum þremur árum eftir að Hann­esi var falið verk­efn­ið. Þeirri kynn­ingu var svo enn frestað og til stóð að hún færi fram í dag, 20. nóv­em­ber. Hannes skrif­aði hins vegar pistil á vef­inn Press­una fyrir helgi og til­kynnti að þótt skýrslu­gerð­inni væri lokið ætl­aði hann að fresta skilum til að „gefa þeim, sem minnst er á í henni, kost á að skýra mál sitt, leið­rétta og gera athuga­semd­ir.“ Hannes ætlar nú að birta sína skýrslu 16. jan­ú­ar. Birt­ing á skýrslu Seðla­bank­ans ætti því að eiga sér stað á nán­ast sama tíma og Hannes birtir sínar nið­ur­stöð­ur.

Þess má geta að Davíð Odds­son á afmæli, verður sjö­tug­ur, þann 17. jan­úar 2018, eða dag­inn eftir að Hannes ætlar að birta sína skýrslu.

Fjallað um FIH með mis­mun­andi hætti

Í báðum skýrsl­unum verður fjallað um neyð­ar­lánsveit­ingu Seðla­banka Íslands til Kaup­þings og veð­töku hans í hlutafé FIH-­bank­ans.

Hannes skrif­aði grein í Morg­un­blaðið 21. apríl 2015 þar sem hann opin­ber­aði í fyrsta sinn hluta af því sem hann er að skrifa um í skýrslu sinni. Í grein­inn fjall­aði hann í löngu máli um söl­una á FIH-­­bank­an­um, sem tekin var sem veð fyrir neyð­­ar­láni Seðla­­banka Íslands til Kaup­­þings 6. októ­ber, þegar Davíð Odds­­son stýrði enn Seðla­­bank­an­­um. Kjarn­inn greindi frá því 2. októ­ber 2014 að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna FIH væri 35 millj­­arðar króna.

Hannes komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að FIH hafi verið gott veð. Már Guð­­munds­­son seðla­­banka­­stjóri hafi hins vegar verið plat­aður í mál­inu með þeim afleið­ingum að Ísland varð af 60 millj­­arða króna ágóða vegna FIH, og sat þess í stað uppi með ofan­­greint tap.

Már svar­aði grein Hann­esar skömmu síð­ar. Hann sagði Hannes mis­skilja margt í mál­inu og full­yrti að ef Seðla­­bank­inn hefði knúið FIH bank­ann í slita­með­ferð haustið 2010 hefði allt neyð­­ar­lánið sem bank­inn veitti Kaup­­þingi 6. októ­ber 2008 tap­­ast. Með því að selja bank­ann tak­ist Seðla­­bank­­anum að inn­­heimta lið­­lega helm­ing láns­ins, sem var upp á 500 millj­­ónir evra.

Sölu­ferli FIH verður á meðal þess sem fjallað verður um í vænt­an­legri skýrslu Seðla­bank­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar