Skýrslur Seðlabankans og Hannesar verða báðar birtar í janúar

Tvær skýrslur sem fjalla um hrunið og eftirmála þess verða birtar í janúar. Önnur er eftir Hannes Hólmstein Gissurarson en hin er unnin af Seðlabanka Íslands. Báðar munu fjalla, að minnsta kosti að hluta, um sömu atburði en með mjög ólíkum hætti.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lokið við gerð skýrslu sinnar. Hún verður þó ekki birt fyrr en 16. janúar.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur lokið við gerð skýrslu sinnar. Hún verður þó ekki birt fyrr en 16. janúar.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands ætlar að birta skýrslu um neyð­ar­lán­veit­ing­una til Kaup­þings í miðju banka­hrun­inu í jan­úar næst­kom­andi, komi ekk­ert óvænt upp í verk­efna­stöðu bank­ans. Þetta kemur fram í svari Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri greindi frá því í febr­úar 2015 að hann ætl­aði að láta taka saman skýrslu um til­drög þess að Kaup­þing fékk neyð­ar­lán upp á 500 millj­ónir evra frá bank­anum 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett og Geir H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland í sjón­varps­ávarpi. Það eru því næstum þrjú ár liðin frá því að skýrslan var boð­uð.

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um skýrslu­gerð­ina í júlí síð­ast­liðnum feng­ust þau svör að gert væri ráð fyrir að hún myndi verða kynnt í banka­ráði hans „á næstu mán­uð­u­m“. Þá kom einnig fram að Seðla­bank­inn hefði ákveðið að bæta sölu­ferli FIH bank­ans – en sá danski banki var tek­inn sem veð fyrir lán­inu – við skýrsl­una. „Sá hluti er mjög umfangs­mik­ill og snertir m.a. þróun efna­hags- og banka­mála í Dan­mörku. Vegna mik­illa anna starfs­manna við önnur verk hefur verið erf­ið­leikum bundið að tryggja næga krafta í þetta verk – en það er sem sagt langt á veg kom­ið,“ sagði í svari bank­ans.

Skoðun á birt­ing­unni framundan

Nú er ljóst að skýrslan mun ekki verða birt fyrr en í fyrsta lagi rúmum sex mán­uðum eftir að upp­haf­leg fyr­ir­spurn Kjarn­ans barst Seðla­bank­an­um.

Morg­un­blaðið birti á laug­ar­dag afrit af sím­tali Geirs H. Haarde, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi seðla­banka­stjóra, frá 6. októ­ber 2008 þar sem neyð­ar­lán­veit­ingin var ákveð­in. Seðla­bank­inn hefur ætið neitað að afhenda fjöl­miðlum þetta afrit og borið fyrir sig þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um bank­ann. Kjarn­inn stefndi Seðla­banka Íslands vegna þessa í síð­asta mán­uði og bank­inn hefur ákveðið að taka til varna í því máli til að verja rétt sinn til að neita fjöl­miðlum um aðgengi að sím­tal­inu eða afriti af því.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í gær að Seðla­bank­inn muni taka birt­ingu Morg­un­blaðs­ins, þar sem Davíð Odds­son er rit­stjóri, á afrit­inu á sím­tal­inu til skoð­unar í vik­unni. Í þeirri skoðun verður farið yfir atriði tengd birt­ing­unni á laug­ar­dag.

Hannes frestar fram í jan­úar

Önnur skýrsla er vænt­an­leg þar sem fjallað verður meðal ann­ars um sölu­ferli FIH. Sú er skrifuð af stjórn­mála­fræði­pró­fess­ornum Hann­esi Hólm­steini Giss­ur­ar­syni, en honum var falið að stýra rann­­sókn­­ar­verk­efni á vegum fjár­­­mála­ráðu­­neyt­is­ins á erlendum áhrifa­þáttum hruns­ins í júlí 2014. Áætl­­aður kostn­aður verk­efn­is­ins var tíu millj­­ónir króna og áætluð verk­­lok voru í byrjun sept­­em­ber 2015.

Ráðn­­ing Hann­esar til verks­ins var afar umdeild sökum mik­illa tengsla hans við áhrifa­­menn innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sér­­stak­­lega fyrr­ver­andi seðla­­banka­­stjór­ann, og núver­andi rit­stjór­ann, Dav­íð.

Seðlabankinn tók allsherjarveð í FIH bankanum þegar hann veitti Kaupþingi neyðarlán.Skýrslu Hann­esar hefur enn ekki verið skilað en greint var frá því í júní að hún sé nú í yfir­lestri. Til stóð að kynna skýrsl­una 8. októ­ber næst­kom­andi, eða rúmum tveimur árum eftir upp­haf­leg áætluð verk­lok og rúmum þremur árum eftir að Hann­esi var falið verk­efn­ið. Þeirri kynn­ingu var svo enn frestað og til stóð að hún færi fram í dag, 20. nóv­em­ber. Hannes skrif­aði hins vegar pistil á vef­inn Press­una fyrir helgi og til­kynnti að þótt skýrslu­gerð­inni væri lokið ætl­aði hann að fresta skilum til að „gefa þeim, sem minnst er á í henni, kost á að skýra mál sitt, leið­rétta og gera athuga­semd­ir.“ Hannes ætlar nú að birta sína skýrslu 16. jan­ú­ar. Birt­ing á skýrslu Seðla­bank­ans ætti því að eiga sér stað á nán­ast sama tíma og Hannes birtir sínar nið­ur­stöð­ur.

Þess má geta að Davíð Odds­son á afmæli, verður sjö­tug­ur, þann 17. jan­úar 2018, eða dag­inn eftir að Hannes ætlar að birta sína skýrslu.

Fjallað um FIH með mis­mun­andi hætti

Í báðum skýrsl­unum verður fjallað um neyð­ar­lánsveit­ingu Seðla­banka Íslands til Kaup­þings og veð­töku hans í hlutafé FIH-­bank­ans.

Hannes skrif­aði grein í Morg­un­blaðið 21. apríl 2015 þar sem hann opin­ber­aði í fyrsta sinn hluta af því sem hann er að skrifa um í skýrslu sinni. Í grein­inn fjall­aði hann í löngu máli um söl­una á FIH-­­bank­an­um, sem tekin var sem veð fyrir neyð­­ar­láni Seðla­­banka Íslands til Kaup­­þings 6. októ­ber, þegar Davíð Odds­­son stýrði enn Seðla­­bank­an­­um. Kjarn­inn greindi frá því 2. októ­ber 2014 að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna FIH væri 35 millj­­arðar króna.

Hannes komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að FIH hafi verið gott veð. Már Guð­­munds­­son seðla­­banka­­stjóri hafi hins vegar verið plat­aður í mál­inu með þeim afleið­ingum að Ísland varð af 60 millj­­arða króna ágóða vegna FIH, og sat þess í stað uppi með ofan­­greint tap.

Már svar­aði grein Hann­esar skömmu síð­ar. Hann sagði Hannes mis­skilja margt í mál­inu og full­yrti að ef Seðla­­bank­inn hefði knúið FIH bank­ann í slita­með­ferð haustið 2010 hefði allt neyð­­ar­lánið sem bank­inn veitti Kaup­­þingi 6. októ­ber 2008 tap­­ast. Með því að selja bank­ann tak­ist Seðla­­bank­­anum að inn­­heimta lið­­lega helm­ing láns­ins, sem var upp á 500 millj­­ónir evra.

Sölu­ferli FIH verður á meðal þess sem fjallað verður um í vænt­an­legri skýrslu Seðla­bank­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar