Borgarlínan komin á fjármálaáætlun

Í frumvarpi að fimm ára fjármálaáætlun Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarstjórn í byrjun mánaðar er gert ráð fyrir að 4,7 milljörðum króna verði veitt til uppbyggingar Borgarlínu.

Borgarlína Malmö kort grafík
Auglýsing

Í frum­varpi að fjár­hags­á­ætlun borg­ar­innar fyrir næsta ár er hins vegar aðeins gert ráð fyrir að 100 millj­ónir króna renni í verk­efni tengd Borg­ar­lín­unni. Þess vegna má gera ráð fyrir að þungi fram­kvæmda við fyrsta áfanga Borg­ar­lín­unnar verði í lok fimm ára áætl­un­ar­inn­ar.

­Borg­ar­línan er heiti á sam­starfs­verk­efni sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um afkasta­mikið almenn­ings­sam­göngu­kerfi. Búið er að kort­leggja helstu sam­göngu­ása á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem þetta nýja sam­göngu­kerfi mun liggja. Borg­ar­línan mun teygja sig í gegnum öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og vera allt að 57 kíló­metrar að lengd. Ekki verða allir kíló­metr­arnir lagðir í einu heldur verður verk­efnið áfanga­skipt.

Jafn­vel þó til­lögur um hvar Borg­ar­línan skuli liggja hafi verið sam­þykktar á enn eftir að ganga frá ýmsum þáttum innan stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lag­anna svo hægt sé að byrja að leggja brautir fyrir almenn­ings­vagn­ana. Gera þarf nýtt svæð­is­skipu­lag þar sem gert er ráð fyrir þess­ari nýju sam­göngu­æð. Í því sam­hengi hefur verið talað um að taka þurfi frá svæði í borg­ar­land­inu fyrir Borg­ar­lín­una.

Borg­ar­stjóri ræddi Borg­ar­línu í þætti Kjarn­ans á Hring­braut



Við ákvörðun um legu Borg­ar­lín­unnar var tekið mið af val­kosta­grein­ingu sér­fræð­inga sem unnin hafði verið fyrir Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SS­H). Þær leiðir sem fýsi­leg­ast er talið að fara byggja á atriðum sem mik­il­vægt er að upp­fylla svo hægt sé að skapa hag­kvæmt sam­göngu­kerfi.

Þar skipta mestu máli atriði eins og raun­þétt­leiki byggð­ar, íbúa­fjöldi, hvort um sé að ræða atvinnu­svæði eða íbúða­byggð og svo fram­tíð­ar­á­form á svæð­inu. Þessum þáttum var svo stillt upp til þess að betur mætti greina hugs­an­lega nýt­ingu nýja sam­göngu­kerf­is­ins.

Aðal­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til árs­ins 2040 verður að end­ingu upp­fært með þetta í huga og fram­kvæmdir eiga að hefj­ast á næsta ári.

Auglýsing

Hag­kvæm­asta lausnin

Auk­inn sam­göngu­vandi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur verið til umræðu á und­an­förnum árum og um leið lausnir við þeim vanda. Verk­fræði­stofan Mann­vit vann kostn­að­ar­mat á sam­göngu­sviðs­myndum fyrir sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2014. Þar kemur í ljós að fjár­fest­ing í bættum almenn­ings­sam­göngum og fjár­fest­ing í vega­kerf­is­ins er hag­kvæm­asta lausn­in. Það er jafn­framt sú lausn sem skilar bestum árangri.

Ef ráð­­ast á í upp­­­bygg­ingu stofn­­vega innan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins ein­­göngu til þess að takast á við auka bíla­um­­ferð innan og á milli sveit­­ar­­fé­lag­anna á suð­vest­­ur­horni lands­ins, mun það verða mun óhag­­kvæmara en að blanda saman upp­­­bygg­ingu almenn­ings­­sam­­gangna-, bíla­um­­ferð­­ar- og hjól­reiða­inn­viða.

Kostn­aður við Borg­ar­lín­una mun á end­anum verða á bil­inu 63 til 70 millj­arðar króna. Sá kostn­aður mun dreifast yfir nokkur ár.

Á aðal­fundi SSH 3. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn kom fram að ef ráð­ist verði í fram­kvæmdir við helm­ing Borg­ar­lín­unnar í fyrsta áfanga yrði það fjár­fest­ing upp á 30 til 35 millj­arða króna.

Fimm vanda­mál enn til staðar

Jafn­vel þó búið sé að ákveða hvar Borg­ar­línan eigi að liggja eru enn fimm hlutar leiða­kerf­is­ins sem enn á eftir að taka ákvörðun um. Þar eru aug­ljósar hindr­anir eða mis­mun­andi val­mögu­leikar sem á eftir að taka til­lit til.

Í Hafn­ar­firði stendur valið um hvernig farið verður úr miðbæ Hafn­ar­fjarðar að Hafn­ar­fjarð­ar­vegi. Valið stendur um að fara um Fjarð­ar­götu og Reykja­vík­ur­veg eða um Lækj­ar­götu, Álfa­skeið og Fjarða­hraun.

Í Garðabæ og Kópa­vogi eru mis­mun­andi val­kostir um hvernig farið verður frá Arn­ar­nes­hálsi að Hamra­borg. Hægt er að fara áfram eftir Hafn­ar­fjarð­ar­vegi yfir Kópa­vogs­læk eða hafa við­komu í Smára­lind eftir Arn­ar­nes­vegi og Fífu­hvams­vegi eða Smára­hvams­vegi.

Úr Foss­vog­inum eru lagðar til tvær leiðir að Kringl­unni. Önnur heldur áfram eftir núver­andi legu Hafn­ar­fjarð­ar­vegar en hin tekur krók að Land­spít­al­an­um, og liggur svo eftir Háa­leit­is­braut og Lista­braut.

Á milli Miklu­brautar og Suð­ur­lands­brautar er lagt til að mögu­lega mætti tengja leið­irnar áfram eftir Kringlu­mýr­ar­braut.

Fimmti og síð­asti val­kost­ur­inn fjallar þá um hvernig Borg­ar­línan fer frá BSÍ að Frí­kirkju­vegi. Annar mögu­leik­inn væri að línan lægi eftir Sól­eyj­ar­götu en hinn mögu­leik­inn er að Borg­ar­línan fari eftir Hring­braut, fram hjá Háskóla Íslands og eftir Suð­ur­götu og yfir Tjörn­ina á Skot­hús­vegi.

Borgarlínan mun liggja eftir þessum ásum á höfuðborgarsvæðinu.

Í til­lög­unum er gert ráð fyrir að ein leið liggi út á Kárs­nes og þveri svo Foss­vog­inn að Háskól­anum í Reykja­vík og gangi svo yfir Vatns­mýr­ina þar sem Reykja­vík­ur­flug­völlur er nú. Í aðal­skipu­lagi Reykja­víkur er gert ráð fyrir bland­aðri byggð í Vatns­mýr­inni og að flug­vall­ar­starf­semin hverfi það­an.

Engin lest til að byrja með

Þeir Íslend­ingar sem muna eftir starf­hæfri lest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru orðnir fáir. Tvær eim­reiðar gengu á milli Öskju­hlíðar og niður á strönd­ina undir Arn­ar­hóli þegar fram­kvæmdir við Reykja­vík­ur­höfn stóðu yfir árin 1913 til 2017. Árið 1928 var hætt að nota síð­ustu eim­reið­ina og síð­ustu tein­arnir hurfu í heims­styrj­öld­inni.

Lestir hafa hins vegar víðar verið not­aðar á Íslandi í tak­mark­aðan tíma og þá helst í tengslum við stórar fram­kvæmd­ir. Lestir var til dæmis not­aðar til að ferja fólk og nauð­synjar í tengslum við bygg­ingu Kára­hnjúka­virkj­unar á síð­asta ára­tug, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt.

Borgarlínunni verður gefið pláss í skipulagsrýminu svo að leið vagnanna sé ávalt greið. Ekki er gert ráð fyrir að lest gangi eftir Borgarlínunni, enda dugar íbúafjöldi á Íslandi ekki til þess að réttlæta fjárfestingar við slíkt. Mynd: John Niklasson

Ekki er gert ráð fyrir að lestar­teinar verði lagðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir Borg­ar­lín­una fyrst um sinn. Þétt­leiki byggð­ar­innar og fjöldi far­þega upp­fyllir ein­fald­lega ekki þau þarfa­við­mið sem þurfa að vera til staðar fyrir járn­brauta­lest­ir. Þess vegna verða vagn­arnir sem þjóna á Borg­ar­lín­unni hefð­bundnir stræt­is­vagn­ar.

Helsti mun­ur­inn verður hins vegar að vagn­arnir stoppa tíðar á hverri stoppi­stöð fyrir sig og hafa greiða leið um borg­ar­land­ið, enda verður Borg­ar­línan aðskil­inn frá annarri bíla­um­ferð. Hönnun kerf­is­ins á hins vegar ekki að úti­loka að hægt verði að breyta því í létt­lest­ar­kerfi síðar meir ef þess ger­ist þörf.

Jákvæð áhrif á samfélag

Nið­ur­stöður umhverf­is­mats vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda við Borg­ar­lín­una benda til þess að áhersla sveit­ar­fé­lag­anna á breyttar ferða­venjur íbúa þétt­býl­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni aðeins hafa jákvæð áhrif. Þá er ekki aðeins horft til umhverfistengdra þátta heldur einnig til efna­hags­legra og sam­fé­lags­legra þátta og einnig dag­legs lífs fólks.

Sam­fé­lag Breyttar ferða­venjur eru lík­legri til að hafa veru­leg jákvæð áhrif á sam­fé­lag þar sem hægt er að auka aðgengi að sam­göngu­kerf­inu og stuðla að fjöl­breyttu fram­boði hús­næð­is. Hver ferð mun stytt­ast og hver ein­stak­lingur eyða minni tíma í umferð.

Efna­hagur Breyttar ferða­venjur eru lík­legri til að hafa jákvæð áhrif á efna­hag þar sem Borg­ar­línan styður við upp­bygg­ingu og þróun íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðis á sam­göngu­mið­uðum þró­un­ar­svæð­um. Val­kost­ur­inn dregur úr heild­arakstri og álagi á stofn­brauta­kerfið sam­an­borið við val­kost með óbreyttum ferða­venj­um.

Athafnir dag­legs lífs Sam­göngu­val­kostur með Borg­ar­línu er lík­legur til að hafa jákvæð áhrif á athafnir dag­legs lífs þar sem val­kost­ur­inn er lík­legur til að stuðla að breyttum ferða­venjum og 12% hlut­deild almenn­ings­sam­gangna, en þróun án Borg­ar­línu er ekki lík­leg til að stuðla að því mark­miði.

Mann­gert umhverfi Borg­ar­línan er metin lík­leg til að draga úr umferð­ar­há­vaða og stuðla að jákvæðum áhrifum á loft­gæði og minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en val­kostur með óbreyttum ferða­venj­um.

Nátt­úru­legt umhverfi Bygg­ing­ar­heim­ildir á þró­unar­ásum eiga ekki við um svæði sem njóta verndar vegna nátt­úru­minja eða eru skil­greind hverf­is­vernd­ar­svæði. Breyt­ingin er því talin hafa óveru­leg áhrif á nátt­úru­legt umhverfi.

Aðrar áætl­anir Sam­göngu­val­kostur um breyttar ferða­venjur er í sam­ræmi við aðrar áætl­anir t.d Land­skipu­lags­stefnu og Svæð­is­skipu­lag, en val­kostur með óbreyttum ferða­venjum er í ein­hverjum til­fellum í ósam­ræmi við áætl­an­ir. Val­kostur með breyttum ferða­venjum er lík­legur til að styðja við mark­mið sem sett hafa verið í öðrum áætl­unum stjórn­valda, en val­kostur með óbreyttum ferða­venjum metin veru­lega nei­kvæð með til­liti til ann­arra áætl­ana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar