Í þá tíð… Lífshættuleg árás í þingsal í Washington

Charles Sumner, öldungadeildarþingmaður og stækur andstæðingur þrælahalds var barinn nærri til ólífis í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings. Árásarmaðurinn var úr hópi Suðurríkjamanna sem þótti að sér og sínum vegið í harðorðri ræðu Sumners.

Þessi mynd átti að sýna árásina í þingsalnum, en dregur greinilega taum Sumners.
Þessi mynd átti að sýna árásina í þingsalnum, en dregur greinilega taum Sumners.
Auglýsing

Mikið er rætt og ritað um póli­tíska mis­klíð þessi miss­er­in. Engu máli skiptir hver litið er; alls staðar blasa við harðar deil­ur, meiri öfgar og meiri klofn­ingur milli fylk­inga. Óvíða í hinum vest­ræna heimi er ástandið þó eins slæmt um þessar mundir og í Banda­ríkj­unum þar sem gjáin milli repúblik­ana og demókrata virð­ist gliðna dag frá deg­i. 

Ýmsar skýr­ingar liggja þar að baki. Banda­ríkin eru gríð­ar­stórt og fjöl­breytt land þar sem tveggja flokka kerfi hefur verið við lýði, meira eða minna frá lokum nítj­ándu ald­ar, með mis­mun­andi for­merkjum þó. Frá stofnun Repúblikana­flokks­ins árið 1854 hafa liðs­menn hans att kappi við Demókra­ta­flokk­inn og þeir, und­an­tekn­inga­lít­ið, skipt með sér emb­ættum á öllum stig­um, allt frá bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ingum upp í for­seta­emb­ætt­ið. 

Kosn­inga­kerfið er enda hannað til þess arna, þar sem kosið er í ein­menn­ings­kjör­dæm­um, sem gerir fram­bjóð­endum ann­arra flokka erfitt um vik að kom­ast að, hvað þá í nægi­legum fjölda kjör­dæma til að gera sig gild­andi að nokkru marki á nokkru stigi.

Auglýsing

Lengi vel framan af tutt­ug­ustu kynntu báðir flokkar sig sem „Big Tent“-­flokka – flokka sem teygðu sig báðir yfir á miðj­una þar sem hinir fjöl­breytt­ustu hópar þjóð­fé­lags­ins gátu fundið eitt­hvað fyrir sig og mun­ur­inn milli manna á lands­vísu lá frekar í heima­ríki en flokki. Til dæmis vildi svo til að demókratar í Suð­ur­ríkj­unum börð­ust margir harka­lega gegn mann­rétt­inda­bar­áttu þeldökkra upp úr miðri öld­inni, en það var í for­seta­tíð demókratans Lyndons B. John­son sem stærstu skrefin voru tekin í þá átt með sam­þykkt Civil Rights Act árið 1964. 

Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöð­una á Banda­ríkja­þingi í dag þar sem þykir algjör goðgá að „teygja sig yfir gang­inn“, eða vinna með þing­mönnum hins flokks­ins. Margt liggur þar að baki, en ekki síst end­ur­röðun kjör­dæma sem hefur dregið úr mik­il­vægi miðj­unnar í póli­tískri orð­ræðu og þar af leið­andi skerpt skilin milli flokka, en þar kemur líka til stór­auk­inn fjár­austur hags­muna­að­ila í vasa stjórn­mála­fólks, sem veit hvað til síns friðar heyrir ef það vill halda áfram að maka krók­inn.    

Þótt köp­ur­yrði, sví­virð­ingar og full­komið vilja­leysi til sam­starfs, jafn­vel (og raunar einna hæst og ófyr­ir­leitnast) úr æðsta emb­ætti lands­ins, sé normið frekar en und­an­tekn­ingin má segja núver­andi þing­mönnum á Banda­ríkja­þingi eitt til varn­ar: Þeir hafa ekki (enn) reynt að myrða kollega sína í þing­sal eins og gerð­ist árið 1856 þegar full­trú­ar­deild­ar­þing­mað­ur­inn Preston Brooks gerði sér ferð í sal öld­unga­deild­ar­innar þar sem hann tók til að kag­hýða öld­unga­deild­ar­þing­mann­inn Charles Sumner með göngustaf og linnti ekki látum fyrr en hann var dreg­inn af fórn­ar­lamb­inu, sem var nær dauða en lífi.

Deilan um þræla­hald

Fyrstu ára­tug­ina eftir að Banda­ríkin fengu sjálf­stæðir lá brota­línan í stjórn­mála­um­ræð­unni fyrst og fremst um það sem áhrærir hlut­verk alrík­is­stjórn­ar­innar gagn­vart ríkj­un­um. Með tíð og tíma umverpt­ist sú umræða og fór að snú­ast að miklu leyti um þræla­hald sem við­gekkst, sér­stak­lega í Suð­ur­ríkj­unum þar sem það var grund­völlur iðn­aðar og efna­hags, en var sem eitur í æðum margra í norð­ur­ríkj­un­um.

Framan af nítj­ándu öld­inni var með­vitað reynt að búa svo um hnút­ana að þegar ný ríki voru tekin inn í Banda­ríkin myndi ekki raskast það jafn­vægi sem var milli þræla­hald­ara­ríkja og frjálsra ríkja. Væri eitt ríkið tekið inn úr öðrum hópnum skildi annað tekið sem fyrst úr hin­um. 

Árið 1848 voru hlut­föllin jöfn; fimmtán ríki leyfðu þræla­hald og fimmtán bönn­uðu slíkt, líkt og evr­ópsk ríki höfðu þegar gert (innan eigin landamæra að minnsta kost­i).  

Engum duld­ist þá að fram­haldið gæti skipt sköpum og var tek­ist sví­virði­lega á um hvernig fyr­ir­komu­lagið ætti að vera í næstu ríkjum sem tekin yrðu inn.

Kali­fornía kom inn sem frjálst ríki árið 1850 (en þó var annar öld­unga­deild­ar­maður rík­is­ins stuðn­ing­maður þræla­halds) og mikil spenna ríkti um afdrif Kansas og Nebr­aska sem voru næst í röð­inni. Árið 1854 voru sam­þykkt lög (Kansa­s-Nebr­aska Act) sem kváðu á um að íbúar Kansas skyldu kjósa um hvort ríkið kæmi inn sem þræla­ríki eða ekki. Það gerði ríkið að brenni­punkti í deilum milli afnáms­sinna og þræla­halds­sinna og olli nær stríði innan rík­is­ins þar sem hags­muna­að­ilar úr röðum beggja streymdu þangað til að hafa áhrif á nið­ur­stöður kosn­ing­anna.

Svo fór að Kansas fór inn sem frjálst ríki árið 1861, en áður höfðu Minnesota (1858) og Oregon (1859) farið inn sem frjáls ríki og þannig breytt var­an­lega valda­hlut­föllum innan þings­ins, afnáms­sinnum í hag, sem varð til þess að ell­efu ríki þræla­hald­ara sögðu sig úr lögum við Banda­rík­in, árið 1861, vegna meints ofríkis alrík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Upp úr því braust borg­ara­styrj­öldin sem geys­aði allt til 1865 þegar Banda­ríkja­her vann fulln­að­ar­sigur á upp­reisn­ar­liði Suð­ur­ríkj­anna.

 En ég er kom­inn langt, langt fram úr mér… Við snúum aftur til árs­ins 1856 þar sem deilan um mál­efni Kansas stendur enn sem hæst í þingsölum í Was­hington DC.

Stór orð, sem segja svo margt

Dag­ana 19. og 20. maí árið 1856 steig öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­inn Charles Sumner í pontu í þing­sal. Sumner var frá Massachu­setts, 45 ára gam­all full­trúi hins nýstofn­aða Repúblikana­flokks, sem var andsnú­inn þræla­haldi. Hann var ann­ál­aður ræðu­maður og bar­áttu­maður fyrir mann­rétt­indum um ára­bil. 

Í ræðu sinni um ástandið í Kansas, sem var síðar gefin út undir yfir­skrift­inni „Crime Aga­inst Kansa­s“, fór Sumner meðal ann­ars ófögrum orðum um tvo nafn­greinda demókrata í öld­unga­deild­inni og fylg­is­menn þræla­halds, þá Stephen Dou­glas frá Ill­in­ois, sem var annar höf­unda hins áður­nefnda Kansa­s-Nebr­aska Act  og Andrew Butler frá Suður Kar­ólín­u. 

Brooks (t.v.) móðgaðist gríðarlega fyrir hönd frænda síns og heimaríkis eftir harðorða ræðu Sumners (t.h.).

Ádrepa Sumners var afar per­sónu­leg, sér­stak­lega hvað sneri að Butler.

„Senator­inn frá Suð­ur­-Kar­ólínu hefir lesið margar bækur um ridd­ara­mennsku og telur sig sjálf­sagt slíkan ridd­ara sem hafi til að bera heiður og hug­rekki. Vita­skuld hefur hann lagt lag sitt við hjá­konu eina, sem er íðil­fögur í hans augum þó öðrum finn­ist hún ófríð, og þrátt fyrir að aðrir sjái hana sem sauruga er hún honum dyggðum prýdd – þessi drós er þræla­haldið sjálft.“ 

Í ofaná­lag sneiddi Sumner að mál­helti Butlers sem orsak­að­ist af nýlegu heila­blóð­falli.

Sumner sló ekk­ert af og lét vaða á súð­um, en á meðan ræð­unni stóð lét Stephen Dou­glas þau orð víst falla að „þetta fjand­ans fífl á eftir að láta eitt­hvað annað fífl drepa sig“.

Blóð­bað í þing­sal

Það var þó ekki fyrr en nokkrum dögum seinna sem dró til tíð­inda. Ræða Sumners hafði reitt marga til reiði, enda var þar ekki tekið sér­stakt til­lit til til­finn­inga þeirra sem um var rætt.

Á meðal þeirra sem tóku ræð­una nærri sér var full­trúa­deild­ar­þing­mað­ur­inn Preston Brooks, náfrændi Andrews Butler og sveit­ungi frá Suð­ur­-Kar­ólínu. Hann var átta árum yngri en Sumner og mik­ill bar­áttu­maður fyrir þræla­haldi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti ríkj­anna til að við­halda þræla­haldi.

Brooks hugð­ist fyrst skora Sumner á hólm, en hann og félagar hans álitu að Sumner hefði með níði sínu sannað hann væri eng­inn herra­maður og ætti ekki skilið neitt skárra en að vera lam­inn fyrir allra augliti.

Síð­degis hinn 22. maí var Sumner nið­ur­sokk­inn í vinnu við skrif­borð sitt í sal öld­unga­deild­ar­inn­ar, að búa afrit af ræð­unni alræmdu til dreif­ing­ar, þegar Brooks steig inn í sal­inn, og með honum voru tveir aðrir þing­menn, Laurence M. Keitt og Henry A. Edmund­son.

Brooks gekk upp að Sumner og sagði lágri röddu: „Herra Sumner, ég hefi lesið ræðu þína vand­lega í tvígang. Hún felur í sér níð í garð Suð­ur­-Kar­ólínu og herra Butlers, sem er ætt­ingi minn.“

Þegar Sumner hugð­ist rísa upp sló Brooks hann leift­ur­snöggt í höf­uðið með gylltum hnúði göngustafs sem hann hafði með sér. Sumner féll strax í gólfið undir skrif­borðið sitt. Brooks lét höggin dynja á honum hvað eftir ann­að. Sumner reyndi að skjögra á fætur og bera hendur fyrir höfuð sér, en það var til lít­ils. Það var eins og æði rynni á árás­armann­inn sem sló hann hvað eftir annað í höfuð and­lit og axlir af öllu afli. Í öllum lát­unum hrökk staf­ur­inn í tvennt, en Brooks greip þann hlut­ann með hnúðnum og hélt áfram að berja hvað eftir ann­að. Sumner féll í gólfið milli sætar­aða, en Brooks lét ekki segj­ast heldur reif hann upp á jakka­boð­ungnum og hélt yfir­haln­ing­unni áfram.

Stafurinn sem Brooks barði Sumner með hefur varðveist og geta áhugasamir séð gripinn á sýningu í Old State House í Boston.Ekki voru margir þing­menn við­stadd­ir, en þegar nokkrir þeirra ætl­uðu að sker­ast í leik­inn dró Laurence Keitt upp skamm­byssu og skip­aði þeim að halda sig frá. 

Loks­ins náðu tveir þing­menn að draga Brooks af Sumner og lét hann þá loks af árásinni og lét sig hverfa orða­laust úr salnum ásamt þeim Keitt og Edmund­son.

Sumner var komið fram í for­dyri þing­húss­ins þar sem hann fékk aðhlynn­ingu, nær rænu­laus, og var svo settur á vagn heim til sín þar sem hann fékk lækn­is­með­ferð. Hann hafði hlotið mikil höf­uð­meiðsl og blætt mik­ið, og sneri ekki aftur til starfa í þing­inu fyrr en um þremur árum síð­ar. 

Svo ein­kenni­lega vildi til að þó að Brooks hafi verið ákærður og dæmdur sekur fyrir árás­ina, þurfti hann ekki að fara í fang­elsi, heldur ein­ungis að greiða sekt og var ekki einu sinni vísað frá störfum á þing­inu. Sér til varnar sagð­ist hann hvorki hafa ætlað að drepa Sumner, enda hefði hann þá valið sér hent­ugra árás­artól, né heldur van­virða þing­ið. Hann sagði þó af sér til að leggja stöðu sína í dóm kjós­enda sem kusu hann snar­lega aftur á þing í auka­kosn­ingum og svo aftur í reglu­bundnum kosn­ingum árið eft­ir.

Við­brögðin við árásinni létu ekki á sér standa og voru nokkuð fyr­ir­sjá­an­leg. Í Norð­ur­ríkj­unum brást fólk við með hryll­ingi, en sunn­an­menn töldu margir að árásin hafi verið rétt­læt­an­leg, enda hafi hann þar verið að verja heiður ætt­ingja síns og heima­rík­is.

Ólík afdrif árás­armanns og fórn­ar­lambs

Örlög þeirra tveggja, Brooks og Sumners voru ólík. 

Brooks lést árið eft­ir, úr önd­un­ar­færa­sjúk­dómi, 38 ára að aldri, en hafði fyrir það stutt inn­göngu Kansas í Banda­ríkin hvort sem þræla­hald yrði leyft þar eða ekki.

Eins og áður sagði var Sumner lengi að ná sér og sneri ekki til starfa fyrr en þremur árum síð­ar. Hann þjáð­ist alla tíð síðan af afleið­ingum árás­ar­inn­ar, en náði þó að láta til sín taka í þing­inu um ára­bil. Hann var meðal hörð­ustu tals­manna þess að þræla­hald yrði gert ólög­legt í öllum ríkj­um, og þrýsti mjög á Abra­ham Lincoln, sem tók við for­seta­emb­ætt­inu árið 1861, í þeim mál­um. Lincoln var hins vegar tals­vert hóf­sam­ari í stefnu sinni og lagði meiri áherslu á að halda ríkja­sam­band­inu sam­an. 

Eftir stríð var Sumner með harð­ari mönnum í að láta Suð­ur­ríkin gjalda fyrir upp­reisn­ina, en lagði mesta áherslu á bar­áttu fyrir auknum mann­rétt­indum blökku­fólks.  Hann var auk þess einn af helstu tals­mönnum þess að Andrew John­son, sem tók við for­seta­emb­ætt­inu eftir að Lincoln var myrt­ur, yrði settur úr emb­ætti (impeached).

Sumner lést úr hjarta­á­falli árið 1874, 63ja ára að aldri. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞorgils Jónsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar