Bára Huld Beck

Á flótta með ástinni

Mitt í ölduróti #metoo-byltingarinnar á Íslandi hittu tvær mæður fjölskyldu á flótta þar sem lítill drengur er landlaus og móðir að flýja hættulegan heim. Spurningin vaknaði hvort raddir allra kvenna fái að heyrast í þessari miklu byltingu.

Íbúðin litla á Völl­unum í Hafn­ar­firði minnir á upp­lýstan helli þegar okkur ber að á myrku vetr­ar­kvöldi í kulda og snjó. Þarna er ekk­ert líf að sjá, aðeins upp­lýst ný hús á stangli og hraun­breiðan rennur saman við myrkrið. Back! birt­ist á síma­skjánum meðan við hring­sólum villtar á bíln­um. Í dyra­gætt­inni stendur Ali skæl­bros­andi og beinir okkur í átt­ina að fjöl­býl­is­húsi, umkringdu vinnu­svæði.

Lít­ill drengur horfir á barna­tím­ann í sjón­varp­inu. Á borð­inu eru kök­ur, möndlur og te að fornum pers­neskum sið en allt úr íslenskri mat­vöru­búð. For­eldrar drengs­ins horfa brosmild en sýni­lega áhyggju­full á hann sem er aðeins nítján mán­aða gam­all. Áhyggj­urnar eru ekki að ástæðu­lausu. Íslensk stjórn­völd hafa ekki fall­ist á að taka mál þeirra til efn­is­með­ferðar hér á landi og þau bíða þess nú að það verði kveð­inn upp úrskurður um áfrýj­un­ina. Þau óar við að fara aftur til Nor­egs af því að allt bendir til að þau yrðu send þaðan til Afganist­an. Milad litli er sá eini sem ber ekki áhyggj­urnar með sér, óaf­vit­andi um hætt­urnar sem mögu­lega bíða fjöl­skyld­unn­ar.

Rétt­inda­laus á æsku­slóðum

Móð­ir­in, Zahra, er nítján ára og fað­ir­inn, Ali, er ekki viss hvort hann sé tutt­ugu og eins eða tveggja því að í Afganistan er venja hjá fólk­inu hans að miða aðeins við árið sem barnið fæð­ist en ekki dag­setn­ingu. „For­eldr­arnir segja bara: Nú ertu níu ára, nú ertu tíu ára,“ útskýra þau sem eru búin að vera á flótta síðan hún var sautján ára og hann lík­lega nítján ára.

Bæði eru þau með afganskt vega­bréf. Zahra fædd­ist í Afganistan en var sjö eða átta ára þegar hún flutti til Íran. Ali fædd­ist líka í Afganistan en þau eru bæði alin upp í Íran í sitt­hvorum bæn­um, rétt­inda­laus því for­eldrar þeirra voru ólög­legir í land­inu svo þau höfðu hvorki vega­bréf þar né stöðu flótta­fólks.

En hvað bíður þeirra ef þau snúa aftur til Afganistan?

„Við höfum engan sama­stað þar, það er vanda­mál með fjöl­skyldu mína,“ segir Zahra. „Því móðir mín og stjúp­faðir vildu að ég gift­ist eldri manni upp í skuld stjúpa míns. Ég myndi aldrei sam­þykkja það.“

Þau Ali flýðu Íran þar sem henni stafar hætta af fjöl­skyldu sinni en þau gátu ekki farið til Afganistan því þar stendur þeim ógn af þessum manni.

„Það er hættu­legt fyrir okkur að fara til Afganistan því þessi maður þykir mik­il­vægur maður og fjöl­skyldan mín sagði honum að ég myndi gift­ast hon­um. Við Ali flúðum frá Íran og héldum að það yrði betra í Afganistan, í Herat við landa­mæri Íran og Afganistan,“ útskýrir Zahra. „Þar hringdum við í frænku mína en hún sagði mér að vera ekki í Afganistan áfram því hann væri að leita mín. Hvar er Zahra? hafði hann spurt. Frænka mín sagði: Flýð­u!“

Auðvitað vil ég vera á Íslandi. Við fórum til Noregs í leit að öryggi, allir þurfa öruggt líf. Hér leitum við líka eftir öryggi. Við viljum ekki fara aftur.
Milad Rasouli
Bára Huld Beck

Í leit að öryggi

Þau lögðu á flótta vorið 2015 og ferð­uð­ust, ýmist í rútu, bíl eða lest, í gegnum Íran, Tyrk­land, Grikk­land, Makedón­íu, Serbíu, Ung­verja­land, Aust­ur­ríki, Þýska­land, Dan­mörku og Sví­þjóð. Loks komust þau til Nor­egs þar sem mál þeirra var tekið til efn­is­með­ferð­ar. Þau fengu synjun en það er algengt í Nor­egi að Afgönum sé synjað um hæli. Raunar er synj­un­ar­hlut­fall Afgana svo hátt þar að í skýrslu Amnesty International hefur það verið harð­lega gagn­rýnt.

Fjöl­skyldan fór þá frá Nor­egi til Dan­merkur með báti og þaðan til Þýska­lands en flugu síðan til Íslands frá Ham­borg. Nú eru þau búin að dvelja í sex mán­uði á Íslandi og von­ast til þess að fá að búa hér áfram. Þau eru örvænt­ing­ar­full í leit sinni að sama­stað fyrir fjöl­skyld­una.

„Auð­vitað vil ég vera á Ísland­i,“ segir Zahra. „Við fórum til Nor­egs í leit að öryggi, allir þurfa öruggt líf. Hér leitum við líka að öryggi. Við viljum ekki fara aft­ur.“

Zahra var hrædd allan tím­ann meðan á ferð­inni stóð. „Ég var svo ung, einu sinni í Tyrk­landi bauðst maður til að hjálpa okkur en hann vann við að pikka út fólk til að flytja til Grikk­lands. Ég var í litlu her­bergi með fjölda fólks, ólíkum hópum en allir voru frá Afganist­an. Kon­urnar voru allar á einum stað, menn­irnir á öðrum stað. Kon­urnar töl­uðu saman og ég sagði: Ég og mað­ur­inn minn flúð­um. Þá segir kona þarna að í Íran og Afganistan þurfi að vera haldin brúð­kaups­veisla til að hjóna­bandið sé gilt og því sé ég ekki raun­veru­lega í hjóna­bandi. Það var vont hvernig þær sáu mig sem vonda konu og vonda stelpu. Ég var bak­töluð og ég var svo ein og grét svo mik­ið. Eftir þetta nefndi ég aldrei sögu okkar Ali,“ segir hún mædd.

Í Afganistan getur lögreglan ekki gert neitt fyrir ástina.

Hjóna­bandið ekki lög­legt sam­kvæmt íslam

Hvað bíður Milad? spyr Zahra sig dag­lega. „Ég er svo hrædd um hann. Við erum múslimar og í íslam verður faðir að sam­þykkja ráða­hag­inn, það er svo mik­il­vægt fyrir múslima. Hjóna­band okkar er ekki með sam­þykki föð­ur. Ég hugsa aftur á móti ekki þannig. Við Ali vildum hvort annað og hjóna­bandið er hið sanna. Ef ég fer aftur til Afganistan verðum við kannski aðskilin því hjóna­band okkar er ekki lög­legt sam­kvæmt íslam og þessi mik­il­vægi maður vill aðskilja okk­ur. Fjöl­skyldan mín lof­aði honum því. Og ég gæti neyðst til þess. Í Afganistan getur lög­reglan ekki gert neitt fyrir ást­ina. Við erum Haz­arar og þeir eru und­ir­ok­aðir í Afganist­an. Aðrir hópar fólks eru ekki hrifnir af Hazörum og talí­banar drepa þá,“ segir hún.

Zahra varð ennþá hrædd­ari eftir að hafa séð frétt á BBC um aðra afganska konu sem hafði verið í þriggja ára sam­bandi og átti þrjú börn þegar hún hafði sam­band við fjöl­skyldu sína sem myrti hana í kjöl­far­ið.

„Í Afganistan er ástin ekki lið­in. Fólkið vill hana en…“ segir Zahra og yppir öxlum von­lít­il.

Zahra Rasouli
Bára Huld Beck

Ákveðin í að læra ensku

Ali og Zahra eru frændsystk­ini en hjá fólk­inu þeirra í Afganistan þykir það eðli­legt að svo náskylt fólk taki saman – líkt og tíðk­að­ist á Íslandi hér áður fyrr. Þau urðu ást­fangin í Íran. Þar gekk Zahra í skóla sem barn en það þurfti að greiða sér­stak­lega fyrir að hún fengi að sitja tíma. Í bænum þar sem hún bjó var aðeins einn skóli og hún var aldrei skráð í hann svo hún fékk ekki að taka nein próf. Hún sótti þó skól­ann frá sjö ára aldri og þangað til hún varð fimmtán ára. Þá voru ekki til pen­ingar fyrir frekara námi.

En Zahra var ákveðin í að læra ensku og það gerði hún þegar hún var komin til Evr­ópu. Fyrst í stað skildi hún ekk­ert. Í Nor­egi bjuggu þau í flótta­manna­búðum þar sem var fólk af ólíkum þjóð­ernum en þar lærði hún nóg til að geta haft sam­skipti. Hún seg­ist líka hafa lært heil­mikið af youtu­be.

Þau voru færð alls fimm sinnum á milli flótta­manna­búða í mis­mun­andi bæjum og borgum í Nor­egi, bæði meðan hún var ófrísk og eftir að Milad fædd­ist en henni fannst það sér­stak­lega erfitt þegar hún var alveg að fara að eiga. „Ég segi að við höfum flutt á milli húsa en hús var bara eitt her­bergi og eitt her­bergi er hús fyrir mér,“ segir hún.

Ali er dug­legur að hitta annað fólk í And­rými, stað fyrir til að mynda fólk af erlendum upp­runa til að koma sam­an, fræð­ast og miðla af menn­ingu sinni með orð­um, mat­reiðslu og list. Þar tekur hann þátt í ýmiss konar dag­skrá en þangað fer hún ekki.

Alltaf hrædd um barnið sitt

Zahra er rólynd­is­leg, áber­andi ákveðin og auð­heyri­lega klár. Af fas­inu að dæma virð­ist hún taka aðstæð­urnar meira inn á sig en hann og við­ur­kennir að hún þjá­ist af kvíða. Hún er byrjuð á lyfjum við kvíða og þung­lyndi og er nú í fyrsta skipti hjá sál­fræð­ingi að vinna með reynslu sína. Hún seg­ist vera þjökuð af sam­visku­biti. Hún hefur gengið í gegnum mikið svo ung að árum, henni líður þess vegna ekki alltaf vel. Með­ferð­ar­þörfin er mikil og segir hún gott að leita sér hjálp­ar.

„Ég er alltaf hrædd um Milad á flótt­an­um, hvert augna­blik ótt­ast ég um líf hans og afdrif. Þetta er sagan mín og vanda­málið mitt, hugsa ég. Það er svo vond til­finn­ing að ákvörðun mín hafi þessi áhrif á Ali og Milad. Ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun hefðu þeir átt öðru­vísi líf, þetta er vanda­málið mitt og nú vanda­málið okkar allra. Mér líður illa út af því. Út af Milad, að þurfa að eiga svona líf. Og Ali hefði átt að eiga gott líf. Það er erfitt að ákvörðun mín hafi orðið til þessa. Svo erfitt að hugsa til vanda­mál­anna sem bíða Milad í fram­tíð­inn­i.“

Ég er alltaf hrædd um Milad á flóttanum, hvert augnablik óttast ég um líf hans og afdrif. Þetta er sagan mín og vandamálið mitt, hugsa ég.
Milad og Ali.
Bára Huld

Óvissan algjör

Milad fædd­ist 23. maí 2016. For­eldr­arnir fengu fæð­ing­ar­dag í Nor­egi en eins og fyrr segir vita þau sjálf ekki hvenær þau eiga afmæli. Milad fékk ekki vega­bréf í Nor­egi, þar var bara skráð að hann væri fædd­ur. Zahra segir að ef hann hefði vega­bréf myndu þau búa í Nor­egi. Honum sé líka vísað úr landi, þrátt fyrir að fæð­ast þar. „Milad deport!“ segja þau hvort ofan í annað og geta ekki að sér gert að brosa að fárán­leika kring­um­stæðn­anna þegar þau sýna okkur plagg­ið. Hver vill vísa svona litlum kúti burt!

„Af því að við erum flótta­menn er hann líka flótta­mað­ur,“ segir Zahra og brosir meyr.

Zahra ber með sér fádæma styrk, augun eru öld­ungs­ins, þrátt fyrir ungan ald­ur. Óvissan er algjör, samt er fas hennar áber­andi yfir­veg­að. Við fáum sterk­lega á til­finn­ing­una að hún hafi neyðst til að full­orðn­ast á met­tíma og bæla niður hvers konar varn­ar­leysi og við­kvæmni – sem hljóta að leita stöðugt á hana. Á íslenskan mæli­kvarða er hún ennþá tán­ingur og mestu áhyggj­urnar ættu með réttu að vera hvað hún ætl­aði að gera eftir stúd­ents­próf. Vilja­styrkur hennar er svo sýni­legur að eftir heim­sókn­ina höfum við orð á því hversu sterkur karakter hún virð­ist vera. Hún ætlar ekki að lúffa fyrir líf­inu. Hún ætlar að koma sér og þeim sem hún elskar í öruggt skjól.

Af því að við erum flóttamenn er hann líka flóttamaður.
Milad Rasouil
Bára Huld Beck

Er #metoo-­bylt­ingin fyrir alla?

Í ljósi atburða síð­ustu mán­aða, þar sem konur víða um hinn vest­ræna heim hafa stigið fram og greint frá kyn­ferð­is­legu áreiti, ofbeldi og mis­mun­un, er ekki annað hægt en að velta því fyrir sér hvort bylt­ingin nái til allra kvenna og allra landa. Guð­björg Ott­ós­dótt­ir, lektor í félags­ráð­gjöf og doktor í mann­vist­ar­landa­fræði, spyr sig að þessu í sam­tali við blaða­menn, og hvort #metoo-­bylt­ingin sé kannski for­rétt­indi vest­rænna kvenna.

Guðbjörg Ottósdóttir Mynd: HÍ„Nú hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar lagt áherslu að á að veita vernd fyrir kyn­bundnu ofbeldi – ekki satt? Á þessi bylt­ing eftir að ná til þess­ara landa á einn eða annan hátt með tíð og tíma? Mun þetta verða til þess að ríki fari við­ur­kenna þessa teg­und af ofbeldi, þar sem konur geta ekki gifst þeim sem þær elska og þurfa að flýja land. Fyrir allar konur ætti þetta að duga til að þær fengju vernd,“ segir hún og bætir við að fyr­ir­liggj­andi séu ýmiss konar sátt­málar og alþjóð­legar yfir­lýs­ingar um afnám mis­mun­unar og ofbeldis gagn­vart konum og flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna leggi m.a. áherslu á að aðild­ar­ríki bregð­ist við kyn­bundnu ofbeldi. „Ís­land er aðili að ýmsum af þessum sátt­málum en mér finnst samt eins og það tryggi konum ekki vernd.“

Guð­björg bendir á að kyn­bundið ofbeldi sé því miður ekki einn af þeim þáttum sem nefndir eru í skil­grein­ingu flótta­manna­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna á þeim sem skil­greindir eru flótta­menn, þó að stofn­unin leggi þessa áherslu á það. „Frelsi þeirra er heft, þær geta ekki gifst þeim sem þær elska út af íhalds­sömum við­horfum til kynja­hlut­verka og þeim er hótað með ofbeldi og jafn­vel líf­láti. Það að elska getur valdið þeim gríð­ar­legri hættu. Í ýmsum löndum búa konur einmitt við þessa hættu sem við búum ekki við á Vest­ur­lönd­um. Þær geta verið drepnar fyrir að elska mann sem fellur ekki að gildum sam­fé­lags­ins,“ segir hún.

––––––––––

Jóla­hug­vekja

Við erum mæður tveggja drengja sem eru saman í sex ára bekk í Aust­ur­bæj­ar­skóla. Báðar vitum við, af feng­inni reynslu, hversu næm sam­líðan nýbak­aðs for­eldris getur orðið við að verða vitni að eymd ann­arra barna. Hjartað er svo galopið þegar maður á lítið barn – síðan lag­ast það! er gjarnan við­kvæði fólks, eins og sam­líðan sé á pari við fæð­ing­ar­þung­lyndi.

Það þykir eðli­legra sál­ar­á­stand að horfa á líf alls þessa fólks – mæðra, feðra og barna á lífs­hættu­legu ferða­lagi í leit að alþjóð­legri vernd – eins og nokk­urs konar hlið­ar­veru­leika sem við þurfum að skýla fyrir okkur svo hvorki sárs­auki né sam­líðan nái að trufla lífstakt hvers­dags­ins. Við verjum okkur með því að forð­ast fréttir af börnum í lífs­hættu­legum aðstæðum til að geta lifað okkar eðli­lega lífi frá degi til dags. Til að við slysumst ekki til að spegla þau í börn­unum okk­ar.

En hvert barn á heimt­ingu á því að við sem eldri erum gefum því allt sem það þarf til að kom­ast til manns. Það hlýtur að vera sið­ferði­leg skylda okkar að gang­ast við rétti barns til mann­sæm­andi lífs. Hlut­verk hinnar full­orðnu mann­eskju er að veita börnum skjól, nær­ingu og öryggi. Og hjálpa þeim, svo fremi sem það er mögu­legt, að búa í skjóli með for­eldrum sín­um.

Auður og Bára Huld

Að upp­lifa sam­líðan með náung­anum er ekki sjúk­dóms­á­stand eða veik­leiki. Þvert á móti sýnir það styrk. Sam­kenndin ber vott um að mann­eskjan sé til­búin til að setja sig í spor ann­arra og finna til. Sá sem það gerir tekur til­finn­inga­lega áhættu, ef svo má að orði kom­ast. Að líta ekki undan þýðir að við­kom­andi sé reiðu­bú­inn til að gefa eitt­hvað af sér fyrir ein­hvern ann­an.

Rétt eins og við myndum öll vilja að aðrir gerðu ef við værum í sporum þeirra sem eiga ekk­ert heim­ili, ekk­ert land, engan sama­stað.

Sam­kenndin er við­ur­kenn­ing á lífi ann­arrar mann­eskju; upp­lifun hennar og aðstæð­um. Og börnum henn­ar.  Það er varla hægt að gefa mann­eskju stærri gjöf en við­ur­kenn­ingu á því að líf hennar og barn­anna hennar skipti máli. Að fram­tíð barns­ins skipti máli.

Hvert eiga börn í hættu að fara annað en í skjól, hlýtt rúm og í öryggi? Hvert fara flótta­börnin þegar við, sem sam­fé­lag, segjum að þau eigi ekki lengur heima hérna? Hvað verður um þau? Í hvert skipti sem barn er sent úr landi er mögu­lega verið að svipta það von um mann­sæm­andi fram­tíð.

Á hverjum degi notar íslenska ríkið efn­is­hyggjurök til að rétt­læta það að íslenskt sam­fé­lag – við öll – reki barn burt úr skjóli og út í óvissu og hættu. Kannski ræður hræðsla að ein­hverju leyti för. Ótti okkar við hið óþekkta og um leið óþæg­indin við að setja okkur í spor ann­arra.

Við hittum móður og föður drengs í þessum spor­um. Móð­irin er á flótta undan fjöl­skyldu sinni sem vill láta hana upp í skuld og ef þau verða send út aftur á hún mögu­lega á hættu að verða aðskilin frá syni sínum og eig­in­manni – sem eiga heldur ekk­ert skjól – til að verða amb­átt karl­manns. Við, tvær sjálf­stæðar mæður með litlu dreng­ina okkar í Aust­ur­bæj­ar­skóla og í sam­fé­lagi þar sem ríkir eitt mesta kven­frelsi í heim­in­um, getum aldrei skilið veru­leika hennar til fulln­ustu.

En við getum speglað okkur í henni og um leið veru­leik­ann eins og við þekkjum hann. Veru­leika þar sem bróð­ur­partur sam­fé­lags­ins tekur því fagn­andi þegar konur rísa upp í bylt­ingu kenndri við metoo og mót­mæla hvers konar kyn­bundnu ofbeldi og mis­rétti á vinnu­stöðum sam­fé­lags­ins og í dag­legu lífi. En er þessi bylt­ing aðeins fyrir útvaldar kon­ur? Getum við sem sam­fé­lag hunsað konur í öðrum eins ofbeld­is­að­stæð­um, sem rekja má beint í forn­fá­legt feðra­veldi, á sama tíma og við drögum upp fána metoo á íslenska fána­stöng?

Móð­irin sem við hittum frá fjar­lægu landi á það skilið að hlustað verði á hana. Við hvetjum og dáum konur í sam­fé­lag­inu okkar sem stigið hafa fram og sýnt hug­rekki og þor að segja frá reynslu sinni af áreiti, ofbeldi og mis­mun­un. Styrkur þess­arar móður er hinn sami og allra kvenna sem brotið hafa þagn­ar­múr­inn og hann kemur frá sama stað innra með henni. Hún sýnir það í verki með því að flýja þau örlög sem okkur allar óar við.

Besta leiðin til að hjálpa barni er að hjálpa for­eldrum þess. Metoo-­bylt­ingin leiðir af sér betri ver­öld því hún fæðir af sér for­eldra með frjáls­lynd­ari við­horf en áður tíðk­að­ist, við­horf sem bera með sér virð­ingu fyrir mann­eskj­unni og mann­rétt­indum henn­ar. Það kemur sér vel fyrir alla.

Elskum náung­ann eins og öll jóla­börn, fyrr og síð­ar, skora á okkur að gera. Virðum hann – og hana.

Móður barns­ins.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk