Lægra hlutfall 17 ára tekur bílpróf

Viðhorf til ökuprófs hjá ungmennum eru að breytast. Ástæðurnar eru margþættar en samkvæmt rannsóknum er ungt fólk varkárara í umferðinni en áður og upplýstara.

Viðhorf til bílprófs hefur breyst síðan í kringum aldamótin og ekki þykir lengur jafn eftirsóknarvert að taka prófið 17 ára.
Viðhorf til bílprófs hefur breyst síðan í kringum aldamótin og ekki þykir lengur jafn eftirsóknarvert að taka prófið 17 ára.
Auglýsing

Spenn­andi hefur þótt að taka og fá öku­próf í gegnum tíð­ina og þótti eng­inn maður með mönnum nema taka bíl­próf. Bíla­eign þjóð­ar­innar hefur verið með þeim hærri miðað við höfða­tölu sé hún borin saman við aðrar þjóð­ir. Árið 2016 voru 240.490 fólks­bílar skráðir á land­inu, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar. Þó ber að hafa í huga að bif­reiðar á núm­erum, þ.e.a.s. þær sem eru í notk­un, eru eilítið færri.

En nú virð­ist sem tím­arnir séu að breyt­ast og ung­ling­arnir með, því þeir eru hægt og rólega að fresta því að taka öku­próf þrátt fyrir að þeim standi það til boða 17 ára göml­um. Færri 17 ára ung­lingar tóku öku­próf á síð­asta ári en árið þar á und­an, 72,1 pró­sent árið 2017 og 73,1 pró­sent 2016 og mun­aði einu pró­senti. Þró­unin hefur verið með þessu móti síð­ustu ár en flestir 17 ára ung­lingar tóku bíl­próf árið 1997 eða 87 pró­sent.

Ástæð­urnar geta verið margar og erfitt reyn­ist að draga ályktun án þess að hafa ákveð­inn fyr­ir­vara á. Sam­kvæmt Sam­göngu­stofu má líta svo á að breyt­ingin sé aðal­lega fólgin í að algeng­ara er að fresta prófi og það tekið síð­ar. Þessi fjórð­ungur ung­linga sem taka ekki próf við 17 ára ald­ur­inn gera það síðar á lífs­leið­inni, þó lang­flestir fyrir tví­tugt en þá eru um 90 pró­sent komnir með öku­rétt­indi.

Auglýsing

Ekki sama spenna og áður

Sam­kvæmt tölum Sam­göngu­stofu tóku 5.344 manns öku­próf á síð­asta ári. 543 fleiri tóku öku­próf árið 2017 en fimm árum áður. Gera má ráð fyrir því að um 12 pró­sent þess­ara prófa séu þó vegna ann­arra ástæðna en til öfl­unar fyrsta öku­skír­tein­is. Þetta kemur fram í svari Sam­göngu­stofu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og segir jafn­framt í svar­inu að ástæður gætu meðal ann­ars verið end­ur­tekn­ingar öku­prófa vegna svipt­inga, útskipt­ing erlends öku­skír­teinis o.s.frv. Einnig rokki tölur þeirra sem taka bíl­próf eftir stærð árganga.

Kol­brún G. Þor­steins­dótt­ir, full­trúi í örygg­is- og fræðslu­deild Sam­vinnu­stofu, seg­ist sjá merki þess að við­horf til bíl­prófs­ins og akstur sé að breyt­ast hjá ungu fólki. Hún segir að eng­inn vafi sé í hennar huga að minni spenna sé fyrir öku­skír­tein­inu en í kringum alda­mótin síð­ustu þegar lang­flestir tóku bíl­próf.

Starfs­menn örygg­is- og fræðslu­deildar fara í marga fram­halds­skóla á ári hverju með for­varnir og þrátt fyrir að hafa ekki skoðað þetta vís­inda­lega þá spyrja þau alltaf hvort krakk­arnir ætli að taka bíl­próf. Alltaf séu ein­hverjir sem ætla sér hrein­lega ekki að taka það, séu ekki einu sinni farnir að hugsa um það. Það kosti mikið og finn­ist mörgum gott að taka strætó. Hún segir að þetta sé ekki einu sinni í umræð­unni og að þau taki ein­ungis prófið ef þau geta, þ.e. hafi efni á því og áhuga.

Bíl­prófið kostn­að­ar­samt

Við öku­nám á Íslandi er farið eftir námskrá sem Sam­göngu­stofa setur en allt slíkt nám á Íslandi fer fram á vegum lög­giltra öku­kenn­ara. Til þess að hefja námið þarf nem­andi að fara í öku­skóla 1 og þar á eftir í æfinga­leyfi. Við taka öku­skólar 2 og 3 en lág­marks­tímar í námi skulu vera 25 bók­legir og 17 verk­leg­ir. Eftir þetta ferli er hægt að taka bók­legt og verk­legt próf til þess að fá bráða­birgða­öku­skír­teini sem gildir í 3 ár.

Mik­ill kostn­aður fylgir því að taka bíl­próf. Kostn­aður við að fá almenn öku­rétt­indi er að lág­marki 220 þús­und krónur og bendir Kol­brún á að ferlið geti tekið allt að tveimur árum. Hún segir að lang­flestir taki enn bíl­prófið en að ung­lingar virð­ist bera meiri virð­ingu fyrir ferl­inu og séu yfir höfuð upp­lýst­ari en áður.

Slysum fækkar hjá ungu fólki

Árið 2009 var öku­skóli 3 gerður að skyldu en honum var komið á fót vegna þeirrar stað­reyndar að ekki hafði verið hægt að veita verð­andi öku­mönnum alla þá fræðslu sem þeir þurftu á að halda. Kol­brún segir að slysum hafi fækkað í ald­urs­hópnum 17 til 25 ára í kjöl­far­ið. Mikið for­varn­ar­starf hafi verið unnið sem sé að skila sér færri slysum og segir hún að ástæða sé til að hrósa ungum öku­mönnum í dag.

Í þessu sam­hengi er áhuga­vert að stærstur hluti þeirra sem taka strætó eru á aldr­inum 18 til 24 ára sam­kvæmt Gallup-könnun sem birt var í maí á síð­asta ári. Í henni kemur einnig fram að 53 pró­sent þessa ald­urs­hóps eru mjög eða frekar jákvæð gagn­vart strætó sem var í kringum heild­ar­með­al­tal.

Þannig að með breyttum tím­um, upp­lýst­ari ung­mennum og auknum kröfum í öku­námi hefur áherslan því eilítið skipt um tón. Hugs­an­lega má einnig rekja minnk­andi áhuga ung­menna á öku­prófi til umhverf­is­vit­undar og umræðum um ann­ars konar sam­göngur en einka­bíl­inn en tím­inn einn mun leiða í ljós hvort þetta hafi í för með sér minni einka­bíla­notk­un, enda miklar breyt­ingar á almenn­ings­sam­göngum fyr­ir­hug­að­ar.

Frétta­skýr­ingin birt­ist fyrst í Mann­líf­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar