Réttarhöld aldarinnar í Danmörku

„Réttarhöld aldarinnar” er heitið sem danskir fjölmiðlar hafa gefið réttarhöldum yfir kafbátseigandanum Peter Madsen. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í ágúst í fyrra. Réttarhöldin hófust sl. fimmtudag, 8. mars.

Gríðarlegur fjöldi blaða- og fréttamanna fylgist með réttarhöldunum.
Gríðarlegur fjöldi blaða- og fréttamanna fylgist með réttarhöldunum.
Auglýsing

Óhætt er að full­yrða að aldrei hafi dóms­mál í Dan­mörku hafi vakið við­líka athygli umheims­ins og nýhafin rétt­ar­höld fyrir Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar. Málið sem rétt­ar­höldin snú­ast um vakti mikla athygli um víða ver­öld. Ástæður þess eru fleiri en ein: málið sjálft er óhugn­an­legt Kim Wall, sú látna, var þekkt blaða­kona og Peter Mad­sen, sá ákærði, var sömu­leiðis þekktur vegna upp­finn­inga sinna, kall­aður Raket Mad­sen, eld­flauga Mad­sen. Hann er sjálf­lærður upp­finn­inga­maður sem hafði árum saman unnið að til­raunum með eld­flauga­mót­ora og síðar fékk hann mik­inn áhuga fyrir kaf­bátum og kaf­báta­smíði og hef­ur, einn og í félagi við aðra, smíðað þrjá slíka. Sá nýjasti og stærsti er UC3 Nautilus, 17.5 metra lang­ur, stærsti heima­smíð­aði kaf­bátur í heimi. UC3 Nautilus var vett­vangur þeirra atburða sem dóms­málið snýst um.  

10. og 11. ágúst 2017

Sænska blaða­konan Kim Wall hafði um nokk­urt skeið ráð­gert að fá við­tal við Peter Mad­sen fyrir tíma­ritið Wired. Hún hafði haft sam­band við hann vorið 2017 vegna þessa og gefið honum síma­númer sitt. Kim Wall bjó með dönskum unnusta sínum á Refs­haleøen í Kaup­manna­höfn, skammt frá þeim stað sem Peter Mad­sen var með verk­stæði sitt, og kaf­bát­inn. Að kvöldi 10. ágúst voru gestir hjá Kim Wall og unnust­an­um, til­efnið var að parið var á förum til Beijing í Kína þar sem unnust­inn hafði  fengið pláss í háskóla en Kim Wall hugð­ist starfa þar sem blaða­mað­ur. 

Kim Wall og Peter Madsen.Um átta­leytið það kvöld hafði Peter Mad­sen sam­band og bauð henni að fara með í sigl­ingu á kaf­bátn­um. Kim Wall var á báðum átt­um, var með tíu gesti í heim­sókn, en ákvað síðan að þiggja boðið og tal­aði um það við unnust­ann að koma líka. Hann vildi ekki skilja gest­ina eina eftir og Kim Wall fór því ein. Til er mynd af kaf­bátnum á sigl­ingu í kvöldsól­inni og þau Kim Wall og Peter Mad­sen standa í turn­in­um. Nokkru síðar sendi Kim Wall unnust­anum skila­boð og sagði að allt gengi vel, þau væru nú að fara í kaf og „hann tók kaffi og kökur með“. Kim Wall gerði ráð fyrir tveimur klukku­tímum í við­talið og sigl­ing­una. Sími Kim Wall hefur ekki fund­ist, þrátt fyrir mikla leit og sama gildir um síma Peter Mad­sen en lög­reglu hefur tek­ist að kalla fram upp­lýs­ingar úr síma hans.

Þegar unnust­ann tók að lengja eftir að Kim Wall sneri heim og ekk­ert heyrð­ist frá henni hafði hann sam­band við lög­regl­una. Hún hóf þegar að svip­ast um eftir kaf­bátn­um.

Sökkti bátnum

Að morgni 11. ágúst 2017 hófst leit að kaf­bátn­um. Fljót­lega sást til hans á Køgeflóa en þegar bátur leit­ar­manna nálg­að­ist stökk Peter Mad­sen  frá borði en kaf­bát­ur­inn sökk. Peter Mad­sen sagði að hann hefði sett Kim Wall á land á Refs­haleøen og hefði verið einn um borð þegar bát­ur­inn sökk. Lög­reglan trúði ekki þess­ari frá­sögn og hand­tók Peter Mad­sen og hann var hand­tek­inn, grun­aður um að hafa orðið Kim Wall að bana. 

Einum degi síðar var hann úrskurð­aður í gæslu­varð­hald, en áður en sá úrskurður var kveð­inn upp hafði Peter Mad­sen sagt lög­regl­unni að Kim Wall væri látin og hann hefði „grafið hana til sjó­s“, varpað lík­inu í sjó­inn. Neit­aði að hafa orðið henni að bana. Síðar greindi lög­reglan frá því að sam­kvæmt frá­sögn Pet­ers Mad­sen hefði þung lúga sem lokar bátnum hefði lent á höfði Kim Wall, hún við það fallið niður á botn báts­ins og lát­ist. Bát­ur­inn lá á litlu dýpi á Køgeflóa og var hífður upp (vegur tæp 40 tonn) og tek­inn á land. Mikil leit hófst þegar í stað að líki Kim Wall, þar naut lög­reglan aðstoðar sænsku lög­regl­unn­ar, sem kom með sér­þjálf­aða hunda.

Marg­saga

21. ágúst fannst kven­manns­lík, án höf­uðs og útlima, í fjöru á Ama­ger.  Líkið reynd­ist vera af Kim Wall, síðar fundust, með dyggri aðstoð sænsku hund­anna, hand­leggir hennar og fætur og enn síðar höf­uð­ið. Þung járn­rör höfðu verið bundin við alla lík­ams­hlut­ana, lög­reglan telur að það hafi Peter Mad­sen gert til að lík­ams­hlut­arnir sykkju til botns. Síðar kom fram að mörg stungu­sár voru á búkn­um, að mati lög­reglu gerð til að gas sem mynd­að­ist í búknum slyppi út og hann flyti síður upp. 

Auglýsing
Á höfð­inu fund­ust engin merki þess að það hefði orðið fyrir þungu höggi, einsog Peter Mad­sen hafði haldið fram. Hann neit­aði að hafa hlutað líkið sundur og kom nú með nýja skýr­ingu á hvernig dauða Kim Wall hefði borið að. Hún hefði lát­ist vegna eitr­unar sem mynd­að­ist í bátn­um, meðan hann sjálfur var ofan­þilja og und­ir­þrýst­ingur sem mynd­að­ist inni í bátnum gerði það að verkum að hann gat ekki opnað hler­ann (þann sem hann hafði áður sagt að hefði lent á höfði Kim Wall). Þegar hann hafði loks getað opnað var það um sein­an. Þetta kom fram við yfir­heyrslur í októ­ber en síðan hefur hann ekki rætt við lög­reglu. Við upp­haf rétt­ar­hald­anna kom hann síðan með mjög nákvæma útlistun á hvers vegna hin ban­væna eitrun hefði mynd­ast.

Peter Mad­sen hefur setið í gæslu­varð­haldi síðan 11. ágúst í  fyrra. Gæslu­varð­halds­úr­skurð­ur­inn hefur marg­sinnis verið fram­lengdur án mót­mæla hans.

Upp­haf rétt­ar­hald­anna

Eins og áður sagði hófust rétt­ar­höldin yfir Peter Mad­sen í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafnar (lægsta dóm­stig) fimmtu­dag­inn 8. mars sl. Frétta­menn víða að voru komnir til Kaup­manna­hafnar af þessu til­efni og fyrir utan þá 130 sem fengu að vera í dóm­hús­inu (flestir sátu í mat­saln­um) voru tugir frétta­manna utandyra. Sam­tals er reiknað með 12 dögum í rétt­ar­höldin og dómur verði kveð­inn upp 25. apríl nk. Yfir­vof­andi verk­fall, eða verk­bann, opin­berra starfs­manna gæti þó orðið til þess að sú dag­setn­ing breyt­ist. Alls hafa rúm­lega 200 manns verið yfir­heyrðir vegna máls­ins og 37 þeirra munu bera vitni fyrir dóm­in­um. Í stuttum pistli er engin leið að gera nákvæma grein fyrir þessum fyrsta degi rétt­ar­hald­anna og því skulu ein­ungis nefnd nokkur atriði sem að dómi sér­fróðra töld­ust sér­stak­lega athygl­is­verð.

Fyrst skal nefna að sak­sókn­ar­inn (Jacob Buch-Jep­sen) greindi frá nið­ur­stöðum geð­rann­sókna á Peter Mad­sen. Þar kom fram að Peter Mad­sen væri ekki geð­veik­ur, en hins vegar algjör­lega sið­blind­ur, sjúk­leg­ur, og sam­visku­laus lyg­ari. Auk þess væri hann óeðli­legur (per­vers) varð­andi kyn­hegð­un. Nánar verður greint frá nið­ur­stöðum geð­rann­sókn­ar­innar síðar í rétt­ar­höld­un­um.

Í öðru lagi kom fram í máli sak­sókn­ara að sár í and­liti og á búk Kim Wall kæmu ekki heim og saman við þær útskýr­ingar Peter Mad­sen að hún hefði lát­ist vegna eitr­un­ar.

Í þriðja lagi skýr­ingar Peter Mad­sen á því hvers vegna hann hefði bútað líkið sund­ur. Ástæð­una sagði hann þá að þegar honum var ljóst að hann kæmi ekki lík­inu í heilu lagi fyrir borð hefði hann brugðið á það ráð að búta það sund­ur.

Í fjórða lagi vakti athygli skýr­ing Peter Mad­sen á því hvers vegna hann hefði upp­haf­lega sagt að Kim Wall hefði dáið af völdum höf­uð­höggs. Ástæðu þess sagði Peter Mad­sen að hann hefði viljað hlífa fjöl­skyldu hennar við þeirri vit­neskju að hún hefði liðið þann kvala­fulla dauð­daga að deyja úr gaseitr­un. En sagði jafn­framt að ef líkið hefði ekki fund­ist hefði hann haldið sig við upp­haf­legu frá­sögn­ina (með hlerann).

Auglýsing
Saksóknari greindi enn fremur frá því að um borð í bátnum hefðu fund­ist rifnar nær­buxur og sokka­buxur Kim Wall. Þar hefðu enn fremur fund­ist sund­ur­skornar nælon­reimar, sams­konar og not­aðar voru til að festa járn­rör við lík­ams­hlut­ana, eins og áður var nefnt. Í tölvu, og í síma, Peter Mad­sen sást að sama dag og hann bauð Kim Wall í sigl­ing­una skoðað mynd­band sem sýndi afhöfðun konu, ásamt ýmsu fleiru af slíku tagi. Margt fleira kom fram í máli sak­sókn­ara, meðal ann­ars tölvu­sam­skipti Peter Mad­sen við aðrar kon­ur.

Dóm­stóll göt­unnar á ekki að ráða

Bet­ina Hald Eng­mark, verj­andi Peter Mad­sen lagði höf­uð­á­herslu á að ákæru­vald­inu hefði ekki tek­ist að sýna fram á dán­ar­or­sök Kim Wall og „dóm­stóll göt­unn­ar“ ætti ekki að ráða nið­ur­stöðu máls­ins.

Varð­andi dóm­ara við bæj­ar­rétt­inn eru tveir mögu­leik­ar. Ann­ars vegar sá að dóm­arar séu þrír tals­ins og auk þess sex með­dóm­arar (ólög­lærð­ir) hinn mögu­leik­inn er einn dóm­ari og tveir (ólög­lærð­ir) með­dóm­end­ur. Sá ákærði getur í raun ráðið hvort fyr­ir­komu­lagið gild­ir. Peter Mad­sen valdi seinni kost­inn. Undir lok þessa fyrsta dags rétt­ar­hald­anna sagði Peter Mad­sen við sak­sóknar­ann „viltu ekki segja til ef þú treystir ekki ein­hverju af því sem ég seg­i“. Sak­sókn­ari svar­aði um hæl „ég trúi ekki sér­lega mörgu af því sem þú seg­ir“.

Rétt­ar­höld­unum verður fram haldið 21. mars.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar