Réttarhöld aldarinnar í Danmörku

„Réttarhöld aldarinnar” er heitið sem danskir fjölmiðlar hafa gefið réttarhöldum yfir kafbátseigandanum Peter Madsen. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í ágúst í fyrra. Réttarhöldin hófust sl. fimmtudag, 8. mars.

Gríðarlegur fjöldi blaða- og fréttamanna fylgist með réttarhöldunum.
Gríðarlegur fjöldi blaða- og fréttamanna fylgist með réttarhöldunum.
Auglýsing

Óhætt er að full­yrða að aldrei hafi dóms­mál í Dan­mörku hafi vakið við­líka athygli umheims­ins og nýhafin rétt­ar­höld fyrir Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar. Málið sem rétt­ar­höldin snú­ast um vakti mikla athygli um víða ver­öld. Ástæður þess eru fleiri en ein: málið sjálft er óhugn­an­legt Kim Wall, sú látna, var þekkt blaða­kona og Peter Mad­sen, sá ákærði, var sömu­leiðis þekktur vegna upp­finn­inga sinna, kall­aður Raket Mad­sen, eld­flauga Mad­sen. Hann er sjálf­lærður upp­finn­inga­maður sem hafði árum saman unnið að til­raunum með eld­flauga­mót­ora og síðar fékk hann mik­inn áhuga fyrir kaf­bátum og kaf­báta­smíði og hef­ur, einn og í félagi við aðra, smíðað þrjá slíka. Sá nýjasti og stærsti er UC3 Nautilus, 17.5 metra lang­ur, stærsti heima­smíð­aði kaf­bátur í heimi. UC3 Nautilus var vett­vangur þeirra atburða sem dóms­málið snýst um.  

10. og 11. ágúst 2017

Sænska blaða­konan Kim Wall hafði um nokk­urt skeið ráð­gert að fá við­tal við Peter Mad­sen fyrir tíma­ritið Wired. Hún hafði haft sam­band við hann vorið 2017 vegna þessa og gefið honum síma­númer sitt. Kim Wall bjó með dönskum unnusta sínum á Refs­haleøen í Kaup­manna­höfn, skammt frá þeim stað sem Peter Mad­sen var með verk­stæði sitt, og kaf­bát­inn. Að kvöldi 10. ágúst voru gestir hjá Kim Wall og unnust­an­um, til­efnið var að parið var á förum til Beijing í Kína þar sem unnust­inn hafði  fengið pláss í háskóla en Kim Wall hugð­ist starfa þar sem blaða­mað­ur. 

Kim Wall og Peter Madsen.Um átta­leytið það kvöld hafði Peter Mad­sen sam­band og bauð henni að fara með í sigl­ingu á kaf­bátn­um. Kim Wall var á báðum átt­um, var með tíu gesti í heim­sókn, en ákvað síðan að þiggja boðið og tal­aði um það við unnust­ann að koma líka. Hann vildi ekki skilja gest­ina eina eftir og Kim Wall fór því ein. Til er mynd af kaf­bátnum á sigl­ingu í kvöldsól­inni og þau Kim Wall og Peter Mad­sen standa í turn­in­um. Nokkru síðar sendi Kim Wall unnust­anum skila­boð og sagði að allt gengi vel, þau væru nú að fara í kaf og „hann tók kaffi og kökur með“. Kim Wall gerði ráð fyrir tveimur klukku­tímum í við­talið og sigl­ing­una. Sími Kim Wall hefur ekki fund­ist, þrátt fyrir mikla leit og sama gildir um síma Peter Mad­sen en lög­reglu hefur tek­ist að kalla fram upp­lýs­ingar úr síma hans.

Þegar unnust­ann tók að lengja eftir að Kim Wall sneri heim og ekk­ert heyrð­ist frá henni hafði hann sam­band við lög­regl­una. Hún hóf þegar að svip­ast um eftir kaf­bátn­um.

Sökkti bátnum

Að morgni 11. ágúst 2017 hófst leit að kaf­bátn­um. Fljót­lega sást til hans á Køgeflóa en þegar bátur leit­ar­manna nálg­að­ist stökk Peter Mad­sen  frá borði en kaf­bát­ur­inn sökk. Peter Mad­sen sagði að hann hefði sett Kim Wall á land á Refs­haleøen og hefði verið einn um borð þegar bát­ur­inn sökk. Lög­reglan trúði ekki þess­ari frá­sögn og hand­tók Peter Mad­sen og hann var hand­tek­inn, grun­aður um að hafa orðið Kim Wall að bana. 

Einum degi síðar var hann úrskurð­aður í gæslu­varð­hald, en áður en sá úrskurður var kveð­inn upp hafði Peter Mad­sen sagt lög­regl­unni að Kim Wall væri látin og hann hefði „grafið hana til sjó­s“, varpað lík­inu í sjó­inn. Neit­aði að hafa orðið henni að bana. Síðar greindi lög­reglan frá því að sam­kvæmt frá­sögn Pet­ers Mad­sen hefði þung lúga sem lokar bátnum hefði lent á höfði Kim Wall, hún við það fallið niður á botn báts­ins og lát­ist. Bát­ur­inn lá á litlu dýpi á Køgeflóa og var hífður upp (vegur tæp 40 tonn) og tek­inn á land. Mikil leit hófst þegar í stað að líki Kim Wall, þar naut lög­reglan aðstoðar sænsku lög­regl­unn­ar, sem kom með sér­þjálf­aða hunda.

Marg­saga

21. ágúst fannst kven­manns­lík, án höf­uðs og útlima, í fjöru á Ama­ger.  Líkið reynd­ist vera af Kim Wall, síðar fundust, með dyggri aðstoð sænsku hund­anna, hand­leggir hennar og fætur og enn síðar höf­uð­ið. Þung járn­rör höfðu verið bundin við alla lík­ams­hlut­ana, lög­reglan telur að það hafi Peter Mad­sen gert til að lík­ams­hlut­arnir sykkju til botns. Síðar kom fram að mörg stungu­sár voru á búkn­um, að mati lög­reglu gerð til að gas sem mynd­að­ist í búknum slyppi út og hann flyti síður upp. 

Auglýsing
Á höfð­inu fund­ust engin merki þess að það hefði orðið fyrir þungu höggi, einsog Peter Mad­sen hafði haldið fram. Hann neit­aði að hafa hlutað líkið sundur og kom nú með nýja skýr­ingu á hvernig dauða Kim Wall hefði borið að. Hún hefði lát­ist vegna eitr­unar sem mynd­að­ist í bátn­um, meðan hann sjálfur var ofan­þilja og und­ir­þrýst­ingur sem mynd­að­ist inni í bátnum gerði það að verkum að hann gat ekki opnað hler­ann (þann sem hann hafði áður sagt að hefði lent á höfði Kim Wall). Þegar hann hafði loks getað opnað var það um sein­an. Þetta kom fram við yfir­heyrslur í októ­ber en síðan hefur hann ekki rætt við lög­reglu. Við upp­haf rétt­ar­hald­anna kom hann síðan með mjög nákvæma útlistun á hvers vegna hin ban­væna eitrun hefði mynd­ast.

Peter Mad­sen hefur setið í gæslu­varð­haldi síðan 11. ágúst í  fyrra. Gæslu­varð­halds­úr­skurð­ur­inn hefur marg­sinnis verið fram­lengdur án mót­mæla hans.

Upp­haf rétt­ar­hald­anna

Eins og áður sagði hófust rétt­ar­höldin yfir Peter Mad­sen í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafnar (lægsta dóm­stig) fimmtu­dag­inn 8. mars sl. Frétta­menn víða að voru komnir til Kaup­manna­hafnar af þessu til­efni og fyrir utan þá 130 sem fengu að vera í dóm­hús­inu (flestir sátu í mat­saln­um) voru tugir frétta­manna utandyra. Sam­tals er reiknað með 12 dögum í rétt­ar­höldin og dómur verði kveð­inn upp 25. apríl nk. Yfir­vof­andi verk­fall, eða verk­bann, opin­berra starfs­manna gæti þó orðið til þess að sú dag­setn­ing breyt­ist. Alls hafa rúm­lega 200 manns verið yfir­heyrðir vegna máls­ins og 37 þeirra munu bera vitni fyrir dóm­in­um. Í stuttum pistli er engin leið að gera nákvæma grein fyrir þessum fyrsta degi rétt­ar­hald­anna og því skulu ein­ungis nefnd nokkur atriði sem að dómi sér­fróðra töld­ust sér­stak­lega athygl­is­verð.

Fyrst skal nefna að sak­sókn­ar­inn (Jacob Buch-Jep­sen) greindi frá nið­ur­stöðum geð­rann­sókna á Peter Mad­sen. Þar kom fram að Peter Mad­sen væri ekki geð­veik­ur, en hins vegar algjör­lega sið­blind­ur, sjúk­leg­ur, og sam­visku­laus lyg­ari. Auk þess væri hann óeðli­legur (per­vers) varð­andi kyn­hegð­un. Nánar verður greint frá nið­ur­stöðum geð­rann­sókn­ar­innar síðar í rétt­ar­höld­un­um.

Í öðru lagi kom fram í máli sak­sókn­ara að sár í and­liti og á búk Kim Wall kæmu ekki heim og saman við þær útskýr­ingar Peter Mad­sen að hún hefði lát­ist vegna eitr­un­ar.

Í þriðja lagi skýr­ingar Peter Mad­sen á því hvers vegna hann hefði bútað líkið sund­ur. Ástæð­una sagði hann þá að þegar honum var ljóst að hann kæmi ekki lík­inu í heilu lagi fyrir borð hefði hann brugðið á það ráð að búta það sund­ur.

Í fjórða lagi vakti athygli skýr­ing Peter Mad­sen á því hvers vegna hann hefði upp­haf­lega sagt að Kim Wall hefði dáið af völdum höf­uð­höggs. Ástæðu þess sagði Peter Mad­sen að hann hefði viljað hlífa fjöl­skyldu hennar við þeirri vit­neskju að hún hefði liðið þann kvala­fulla dauð­daga að deyja úr gaseitr­un. En sagði jafn­framt að ef líkið hefði ekki fund­ist hefði hann haldið sig við upp­haf­legu frá­sögn­ina (með hlerann).

Auglýsing
Saksóknari greindi enn fremur frá því að um borð í bátnum hefðu fund­ist rifnar nær­buxur og sokka­buxur Kim Wall. Þar hefðu enn fremur fund­ist sund­ur­skornar nælon­reimar, sams­konar og not­aðar voru til að festa járn­rör við lík­ams­hlut­ana, eins og áður var nefnt. Í tölvu, og í síma, Peter Mad­sen sást að sama dag og hann bauð Kim Wall í sigl­ing­una skoðað mynd­band sem sýndi afhöfðun konu, ásamt ýmsu fleiru af slíku tagi. Margt fleira kom fram í máli sak­sókn­ara, meðal ann­ars tölvu­sam­skipti Peter Mad­sen við aðrar kon­ur.

Dóm­stóll göt­unnar á ekki að ráða

Bet­ina Hald Eng­mark, verj­andi Peter Mad­sen lagði höf­uð­á­herslu á að ákæru­vald­inu hefði ekki tek­ist að sýna fram á dán­ar­or­sök Kim Wall og „dóm­stóll göt­unn­ar“ ætti ekki að ráða nið­ur­stöðu máls­ins.

Varð­andi dóm­ara við bæj­ar­rétt­inn eru tveir mögu­leik­ar. Ann­ars vegar sá að dóm­arar séu þrír tals­ins og auk þess sex með­dóm­arar (ólög­lærð­ir) hinn mögu­leik­inn er einn dóm­ari og tveir (ólög­lærð­ir) með­dóm­end­ur. Sá ákærði getur í raun ráðið hvort fyr­ir­komu­lagið gild­ir. Peter Mad­sen valdi seinni kost­inn. Undir lok þessa fyrsta dags rétt­ar­hald­anna sagði Peter Mad­sen við sak­sóknar­ann „viltu ekki segja til ef þú treystir ekki ein­hverju af því sem ég seg­i“. Sak­sókn­ari svar­aði um hæl „ég trúi ekki sér­lega mörgu af því sem þú seg­ir“.

Rétt­ar­höld­unum verður fram haldið 21. mars.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar