Ógnvænlegur sóknarher Argentínu

Ísland stendur frammi fyrir erfiðu verkefni á HM í Rússlandi, þegar kemur að því að hemja sóknarlínu Argentínu.

LionelMessi
Auglýsing

Argent­ína hefur valið 35 manna hóp fyrir HM. Þar er góður leik­maður í öllum stöð­um, en sókn­ar­her­inn hefur aldrei verið sterk­ari en núna. Skera þarf hóp­inn niður í 23 leik­menn fyrir 4. júní.

Fátt kom á óvart í vali á hóp Argent­ínu. Nema þá helst að þjálf­ar­inn, Jorge Sampoli, hafi ákveðið að velja Mauro Icardi frá Inter og Paulo Dybala frá Juvent­u­s.  

Sagði þá passa illa inn í leikk­erfin

Fyrir rúmum mán­uði síðan lét hann hafa eftir sér að lík­lega myndi hann ekki velja þá í hóp­inn, þar sem þeim hefur gengið illa að aðlag­ast leik­skipu­lag­inu sem Sampoli vill spila. Hann hefur spilað tvö leikk­erfi mest á sínum þjálf­ara­ferli hjá Argent­ínu.

Auglýsing

Ann­ars vegar 4-3-3 og hins vegar 3-3-3-1, eða 3-6-1, eftir því hvernig það er skil­grein­t. 

Í því leikk­erfi hefur Gonzalo Higu­aín, frá Juventus, verið fremsti mað­ur, og Lionel Messi í frjálsu hlut­verki, sem dæmi­gerð argentísk „tía“ sem stýrir sókn­ar­leik liðs­ins. Í því hlut­verki hefur borið liðið á herðum sín­um, oft á tíð­um, og dregið það áfram til sig­urs þegar það nauð­syn­lega þarf. 

Það verður að koma í ljós hvernig loka­hóp­ur­inn verð­ur, en ljóst er að sam­keppnin í sókn­ar­lín­unni er hörð.

Raða inn mörkum á Ítal­íu...

Icardi og Dybala end­uðu tíma­bilið vel og náðu að tryggja sér sæti í hópn­um. Þeir voru báðir meðal þriggja marka­hæstu manna í ítölsku Ser­í­a-A deild­inni. Icardi skor­aði 28 mörk en Dybala 22. Í heild­ina skor­aði Icardi 29 mörk á tíma­bil­inu, en Dybala 26. Higu­aín var sjötti marka­hæsi maður deild­ar­innar með 16 mörk en í öllum keppnum voru mörkin 27. Þessir þrír skor­uðu því sam­tals 82 mörk á tíma­bil­inu.

Diego Per­otti, leik­maður Roma, er einnig til­kall­aður í 35 manna hóp en hann skor­aði 11 mörk á tíma­bil­inu, þrátt fyrir að hafa verið lengi vel frá vegna meiðsla.

...og á Englandi

Í ensku úrvals­deild­inni á Argent­ína einn full­trúa sem er þegar kom­inn í hóp goð­sagna hjá meist­ur­unum í Manchester City, Sergio Agu­ero. Hann er marka­skor­ari af guðs náð, hefur raðað inn mörkum í ensku úrvals­deild­inni og er lík­lega sá Suð­ur­-Am­er­íku­maður sem á hvað glæsi­leg­astan feril í enskum fót­bolta. 

Á nýaf­stöðnu tíma­bili var Agu­ero þriðji marka­hæsti leik­maður deild­ar­innar á eftir Mo Salah hjá Liver­pool og Harry Kane hjá Totten­ham, með 21 mark. Sam­tals skor­aði hann 31 mark í öllum keppn­um.



Kóng­ur­inn á Spáni

Á Spáni er síðan sjálfur dýr­lingur þeirra Argent­ínu­manna - hin eina sanna tía - Lionel Messi hjá Barcelona. Hann var marka­hæsti leik­maður Evr­ópu þetta árið með 47 mörk, þar af 34 mörk í deild­inni. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í að lýsa snilli þessa leik­manns, enda afreka­list­inn á ferli hans með hreinum ólík­ind­um. 

Leikur Argent­ínu hefur oftar en ekki staðið algjör­lega og fallið með fram­lagi Messi, og þegar hann á slæman dag þá hafa aðrir leik­menn liðs­ins átt í erf­ið­leikum með að taka frum­kvæð­ið. Þetta hefur und­an­farin ár verið helsti veik­leiki liðs­ins.



Rað­aði inn mörkum í Frakk­landi

Margir bjugg­ust ekki við því að Ang­elo Di Maria, sem lengst af sínum ferli hefur spilað sem vinstri væng­mað­ur, myndi spila stórt hlut­verk í liði PSG í frönsku deild­inni á þessu tíma­bili, en annað kom á dag­inn. Meiðsli lyk­il­manna, meðal ann­ars Bras­il­íu­manns­ins Neymars, gáfu honum fleiri tæki­færi en búist var við, og hann leysti stöðu í fram­lín­unni og inn á miðri miðj­unn­i. 

Di Maria er þraut­reynd­ur, eftir að hafa spilað í fremstu röð meðal ann­ars með Man. Utd. og Real Madrid, áður en hann kom til PSG, og óx hann í hlut­verki sínu eftir því sem leið á tíma­bil­ið. Hann skor­aði 11 mörk í deild­inni og lagði upp 6 til við­bót­ar, en var einnig skæður í öðrum keppnum og urðu mörkin 22 þegar yfir lauk. 

Hann er með leik­reynd­ari leik­mönnum Argent­ínu og hefur spilað 93 lands­leiki á ferli sínu. Hann er lyk­il­maður í sókn­ar­leik liðs­ins.



Þeir sjö leik­menn sem Sampoli valdi í 35 manna hóp­inn sem sókn­ar­her Argent­ínu skor­uðu sam­tals 193 mörk í Evr­ópu­bolt­anum í vet­ur, sé Di Maria tek­inn með í sókn­ar­her­inn. Oft hefur sóknin verið sterk hjá Argent­ínu, en lík­lega aldrei eins sterk og nú. Hverjir það verða sem þurfa að sitja heim, þegar hóp­ur­inn verður skor­inn niður í 23 leik­menn, verður að koma í ljós. Sampoli stendur frammi fyrir erf­iðum ákvörð­unum þegar að þessu kem­ur.

Íslenskir áhorfendur voru tólfi maðurinn á EM í Frakklandi. Það verður eflaust þannig einnig í Rússlandi.

Það er ýmis­legt sem Ísland þarf að var­ast þegar liðin mæt­ast 16. júní á HM í Rúss­landi. Messi er þar ein­ungis hluti af ógn­væn­legu vopna­búri Argent­ínu­manna í sókn­ar­leikn­um.

Auk Argent­ínu, eru Króa­tía og Nígería með Íslandi í riðli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar