MYND:EPA Ísland
MYND:EPA

EM 2016: Árið sem landsliðið bjargaði þjóðinni frá sjálfri sér

Árið 2016 náði Ísland eiginlega að vinna EM án þess að vinna það raunverulega. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, var á mótinu og skrifaði ítarlega um það sem fram fór, áhrif þess á íslenskt samfélag og allt hitt sem skiptir öllu en samt engu máli. Þetta sumar, sem allir muna, er hér rifjað upp í tilefni þess að HM hefst á morgun.

Það hefur ekki alltaf verið auð­velt að vera Íslend­ingur síð­­asta ára­tug­inn. For­­dæma­­laust efna­hags­hrun og erfitt upp­­­gjör þess hafa séð til þess að þjóðin hefur rif­ist inn­­­byrðis um allt og ekk­ert nær linn­u­­laust.

Vorið 2016 var staðan lík­lega verri en hún hafði nokkru sinni ver­ið, að minnsta kosti frá því að bús­á­hald­ar­bylt­ingin var og hét. Opin­berun Pana­ma­skjal­anna, sem sýndu að hund­ruð efn­aðra Íslend­inga, m.a. þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra lands­ins, áttu millj­­arða króna falda í þekktum skatta­­skjólum var ástæð­an. Stærstu mót­­mæli Íslands­­­sög­unnar - þar sem venju­­legt milli­­­stétt­­ar­­fólk hóp­að­ist saman fyrir framan þing lands­ins - leiddu af sér afsögn valda­­mesta manns lands­ins og ýttu úr vör stjórn­­­mála­­legri kreppu sem vand­­séð var hvernig ætti að leys­­ast. Svo virt­ist sem hið djúpa sár á þjóð­­arsál­inni væri að rifna enn meira upp frekar en að gróa. En svo byrj­­aði EM í Frakk­landi.

Gullna kyn­­slóðin

Fyrst skulum við spóla aðeins til baka. Íslensk knatt­­spyrna hefur tekið ótrú­­legum fram­­förum á und­an­­förnum árum. Það þekkja ansi margir sög­una um litlu eyþjóð­ina, með aðeins fleiri íbúa en Bergen, sem átt­aði sig á því rétt fyrir alda­­mótin síð­­­ustu að hún myndi lík­­­lega ekki ná neinum árangri í knatt­­spyrnu með því að spila á mal­­ar­­völlum í aftaka­veðri og myrkri átta mán­uði á ári. Þess vegna var ráð­ist skipu­­lega í að byggja tíu knatt­­spyrn­u­hallir og á þriðja tug gervi­­gras­valla. Sam­hliða bættri aðstöðu þá hefur menntun þjálf­­ara verið aukin þannig að meira segja þeir sem þjálfa yngstu iðk­enda eru margir með UEFA A- eða B-gráðu. ­Upp­­skeran lét þó á sér standa. Íslenska lands­liðið hélt áfram að geta ekk­ert árum sam­­an. Eitt­hvað var samt sem áður að gerj­­ast í mold­­inni sem sáð hafði verið í. Sá árangur birt­ist fyrst í und­ankeppni úrslita­keppni EM U-21 árs liða, sem fram fór í Dan­­mörku sum­­­arið 2011.

Íslenska liðið vann leik eftir leik og tryggði sig á loka­­mót­ið. Burða­rás­­arnar í lið­inu voru strákar sem notið höfðu góðs af bættu aðstöð­unni, bættu þjálfun­inni og hinum aukna metn­aði sem settur hafði verið settur í íslenska knatt­­spyrnu. Á meðal þeirra sem léku lyk­il­hlut­verk í þessu liði voru Gylfi Sig­­urðs­­son, Aron Einar Gunn­­ar­s­­son, Birkir Bjarna­­son, Jóhann Berg Guð­­munds­­son og Kol­beinn Sig­þór­s­­son. Nær allir aðrir leik­­menn þessa U-21 árs liðs hafa síðar leikið A-lands­liðs­­leiki. Þótt lið­inu hafi ekki gengið neitt sér­­stak­­lega vel á mót­inu í Dan­­mörku þá var flestum ljóst að þetta voru sér­­stakir dreng­­ir. Gullna kyn­slóð íslenskrar karlaknatt­­spyrnu var að fæð­­ast.

Þetta sama sumar var Lars Lag­er­bäck ráð­inn lands­liðs­­þjálf­­ari Íslands. Hann var fyrsti útlend­ing­­ur­inn til að þjálfa liðið frá því að landi hans Bo Johans­­son lét af störfum 20 árum áður. Íslenska knatt­­spyrn­u­­sam­­bandið hafði gefið það út að stórt nafn yrði ráðið og á meðal þeirra sem rætt var við var Roy Kea­­ne. Í dag eru Íslend­ingar ákaf­­lega fegnir að þær áætl­­­anir hafi verið lagðar á hill­una. Lars og gullna kyn­­slóðin breyttu nefn­i­­lega öllu.

Í fyrstu und­ankeppni sinni byggði Lars Lag­er­bäck liðið sitt í kringum þessa ungu leik­­menn. Hann bland­aði þeim saman við veðr­aða og granít­harða járn­­menn eins og Kára Árna­­son og Ragnar Sig­­urðs­­son og skóp vel smurða 4-4-2 vél sem hefur ekki slegið feiltakt síð­­­an. Leik­­menn­irnir báru áður óþekkta virð­ingu fyrir Sví­­anum og hann inn­­­leiddi bæði fag­­mennsku og aga sem hafði ekki verið til stað­­ar. Í und­ankeppni síð­­asta heims­­meist­­ara­­móts komst liðið alla leið í umspil gegn Kró­a­­tíu þar sem grát­­legt tap á úti­­velli stóð á milli þess og Bras­il­­íu. Margir héldu að þar með hefði eina tæki­­færi Íslands til að kom­­ast á loka­­mót runnið lið­inu úr greip­­um. Þeir höfðu rangt fyrir sér.

Bestir í að spila ljóta knatt­­spyrnu

Fyrir EM þurfti ekk­ert umspil. Ísland vann sjálft Hol­land tvisvar á leið sinni til að tryggja sér rétt­inn til að spila í Frakk­landi sum­arið 2016. Þrátt fyrir það átti eng­inn von á því að liðið gerði neinar rósir á mót­inu. Flestir sér­­fræð­ingar voru sam­­mála um að Ísland, ásamt mög­u­­lega Ung­verj­um, væri það lið sem hefði minnst gæði.

Gæði eru hins vegar alls kon­­ar. Það eru til að mynda gæði að geta fylgt skipu­lagi út í þaula. Það eru gæði að búa yfir nægum klókindum og skyn­­semi til að stýra þróun leikja án þess að vera með bolt­ann nema tæp­­lega 30 pró­­sent leiks­ins. Það eru gæði að geta bætt upp fyrir skort á hraða og tækni með því að nýta hvern ein­asta eig­in­­leika sem hver leik­­maður hefur til hins ítrasta. Það eru gæði að geta myndað sterk per­­són­u­­leg sam­­bönd við liðs­­fé­laga sína sem gera það að verkum að leik­­menn eru til­­­búnir að ganga í gegnum veggi fyrir hvern ann­­an. Það eru gæði að vera ekki bara menn sem spila saman í liði, heldur nánir vin­­ir. Íslenska liðið leikur kannski öðru­­vísi knatt­­spyrnu en þykir hefð­bundið í dag. En það spilar ekk­ert annað lið í heim­inum hina full­komnu ljótu knatt­­spyrnu jafn vel og það ger­­ir.

Allt breytt­ist...um tíma

Árangur íslenska lands­liðs­ins í Frakk­landi breytti Íslenskri knatt­­spyrnu um ókomna tíð. Frá því móti vissu allir af Íslandi og íslenskum leik­­mönn­­um. Verð­­gildi þeirra hækk­aði og virð­ingin söm­u­­leið­­is. Allt var breytt.

Víkingaklappið varð heimsfrægt eftir EM í Frakklandi.
Mynd: EPA

Sam­hliða því að íslensku strák­­arnir spil­uðu sig inn í hug og hjörtu heims­ins, og sjálfa sig í hærri knatt­­spyrn­u­­legar hæð­ir, þá unnu þeir líka tíma­bundið sam­­fé­lags­­legt afrek. Á Íslandi var um stund ekki rif­ist lengur enda var ekk­ert talað um neitt annað en knatt­­spyrnu. Og þegar kom að henni voru allir sam­­mála. ­Ís­lenskt sam­fé­lag var vart starf­hæft sökum spennu og áhuga. Nær tíu pró­sent þjóð­ar­innar fór til Frakk­lands til að hvetja liðið áfram og önnur tíu pró­­sent reyndu árang­urs­laust að verða sér úti um flug og miða á síð­ustu leik­ina. Lands­menn söfn­uð­ust þús­undum saman á torgum til að horfa á liðið á risa­skjám og orsök­uðu þjóð­há­­tíð­­ar­­stemmn­ingu á götum úti í kjöl­far sigra sinna. Fyrsta verk nýs for­­seta lands­ins var að mæta á leik liðs­ins gegn Eng­­lend­ingum í 16-liða úrslitum EM.

Eftir að hafa leitað að lækn­ingu við sundr­ung­unni sem hefur skaðað okkur svo mjög áriná undan í allskyns ein­stak­l­ing­um, stjórn­­­mála­­stefnum og sam­­fé­lags­breyt­ingum fannst hún í knatt­­spyrn­u­liði. Þetta litla, hug­aða, heið­­ar­­lega, harða og hrein­skilna, en pín­u­­lítið ljóta, lið var orðið að sam­ein­ing­­ar­­tákni heillar þjóð­­ar. Og bjarg­aði um leið þjóð sinni frá sjálfri sér. Að minnsta kosti á meðan þetta stóð allt saman yfir.

Hér að neðan má lesa umfjöllun Þórðar Snæs um hvern leik fyrir sig á EM 2016. Og allt hitt sem hann skrif­aði líka.

Skýr­ingin byggir á sam­an­tekt sem birt­ist fyrst á Kjarn­anum í lok árs 2016.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar