Liverpool-aðdáendur eiga erfiðan HM-dag í vændum

Aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Liverpool á Íslandi, sem eru miðað við höfðatölu, líklega flestir í heimi, eiga tilfinningalega erfiðan HM dag fyrir höndum. Leikmennirnir Luis Suarez og Mo Salah mætast nú í hádeginu og síðar í dag Ronaldo og Ramos.

Liverpool HM
Auglýsing

Aðdá­endur enska knatt­spyrnu­liðs­ins Liver­pool á Íslandi, sem eru miðað við höfða­tölu, lík­lega flestir í heimi, eiga til­finn­inga­lega erf­iðan HM dag fyrir hönd­um.

Í hádeg­inu mæt­ast liðin Úrúgvæ og Egypta­land en þar fara fyrir sínum liðum leik­menn­irnir Luis Suarez, fyrr­ver­andi fram­herji Liver­pool frá Úrúgvæ og Egypt­inn og núver­andi fram­herji liðs­ins Mohamed (eða Mo) Salah sem skor­aði 32 mörk fyrir Liver­pool á síð­asta tíma­bili.

Suarez, sem nú er leik­maður Barcelona á Spáni spil­aði með Liver­pool á árunum 2011 til 2014 og skor­aði 69 mörk fyrir lið­ið. Hann var sér­lega lit­ríkur sókn­ar­maður og leik­maður almennt og naut mik­illar hylli aðdá­enda þar til hann yfir­gaf lið Bítla­borg­ar­inn­ar. Suarez, sem er frá­bær knatt­spyrnu­mað­ur, hefur í að minnsta kosti þrí­gang bitið mótherja sína á vell­in­um, sem honum hefur ítrekað verið refsað fyr­ir, enda ekki gert ráð fyrir því í reglum knatt­spyrn­unnar að fólk bíti frá sér.

Auglýsing

Að auki mæt­ast síðan í síð­asta leik dags­ins stór­liðin Spánn og Portú­gal. Þar er aug­ljós­lega stjarnan í liði Portú­gal, Crist­i­ano Ron­aldo, sem er Íslend­ingum vel kunnur frá Evr­ópu­meist­ara­mót­inu, frá því að honum var „pakkað sam­an“ af Kára Árna­syni varn­ar­manni íslenska liðs­ins í sögu­legu jafn­tefli lið­anna. Ron­aldo hefur upp frá því verið í litlu upp­á­haldi hjá íslenskum fót­boltaunn­end­um. Í liði Spánar fer hins vegar fyrir sínum mönnum í varn­ar­múr­num leik­maður Real Madrid, Sergio Ramos. Flestir heitir stuðn­ings­menn Liver­pool eru Ramos enn mjög reiðir eftir úrslita­leik Meist­ara­deild­ar­innar frá því í maí þar sem Salah meidd­ist illa á öxl­inni eftir að hafa lent harka­lega á henni þegar Ramos tog­aði hann nið­ur. Egypt­inn fór grát­andi af velli eftir að hafa farið úr axl­ar­lið og hefur þurft að hafa sig allan við til að koma sér í stand fyrir mótið nú.

Kjarn­inn ræddi við nokkra eld­heita stuðn­ings­menn Liver­pool um leik­ina í dag og með hverjum þau ætla að halda og hvernig þau sjá leik­ina fara.

Dýfur næst verstar í bolt­an­um, á eftir mann­áti

Lára Björg Björns­dóttir er upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­innar og Liver­pool-­kona. Heima hjá henni hefur nýlega verið reist fána­stöng í garð­in­um, í þeim eina til­gangi að hægt sé að draga Liver­pool­fána að húni þegar liðið spil­ar, þó íslenska fán­anum verði reyndar flaggað nú næstu vik­ur. Valið er auð­velt fyrir Láru.

Öll fjölskylda Láru styður sína menn í Liverpool.„Ég var aldrei Suarez mann­eskja, var aldrei að tengja mikið við hann. Suarez, ofan á til­hneig­ingu til mann­áts, á hann það til að dýfa sér sem er það næst ljótasta sem maður sér í fót­bolta, þá er mannát í fyrsta sæti. Annað með hinn vin okk­ar, Salah. Þar hrær­ast til­finn­ingar og það eru heitar til­finn­ing­ar. Salah þarf ekki að bíta og láta sig detta, nú eða bein­brjóta menn, hann er bara nógu góð­ur. Punkt­ur,“ segir Lára sem spári Egyptum því sigri í leikn­um.

Valið er ekki alveg jafn aug­ljóst í til­felli Láru þegar kemur að leik Spánar gegn Portú­gal. „Hvort hatar maður meira Ron­aldo eða Ramos?“ En svarið er þó ekki lengi að koma hjá henni. „Það er þetta grimmdar ofbeldi hjá Ramos sem að gerir úts­lag­ið. Það toppar ein­hvern gelskúlp­t­úrahaus-hatur á Ron­aldo,“ segir Lára að lokum og spáir Portú­göl­unum því sigri í síð­asta leik dags­ins.

Ramos „brutal“ leik­maður

Hall­grímur Ind­riða­son frétta­maður á Rík­is­sjón­varp­inu er einnig for­maður Liver­pool­klúbbs­ins á Íslandi. Hann segir það til­hneig­ingu að styðja þá menn sem séu leik­menn Liver­pool þá stund­ina. „Plús það að maður hefur alltaf gaman að því þegar „litlu“ liðin gera ein­hverja góða hluti þá hugsa ég að ég haldin nú meira með Egypt­um.

Hall­grímur segir úrslit leiks­ins muni algjör­lega ráð­ast af því í hvaða standi Mo Salah er. „Hann er svo mik­ill lyk­il­maður í þessu liði. Ég hef pínu áhyggjur af því að öxlin sé við­kvæm. Við­kvæm öxl er ekk­ert grín. Ef ég á að vera raun­sær þá finnst mér nú séns Egypta vera lít­ill en ég vona að þeir geri eitt­hvað.“

Hall­grímur er hins vegar í svo­lítið meiri til­finn­inga­flækju vegna viður­eignar Spán­verja og Portú­gal. „Þessi leikur verður pínu erf­iður út af Ramos. Ég hef alltaf haldið með Spán­verjum á stór­mót­um, alltaf verið „svag“ fyrir þeim og fyrir utan það hef ég aldrei getað haldið með Ron­aldo. Þó að mér finn­ist Ramos óþol­andi, leið­in­legur og allt að því „brutal“ leik­maður þá held ég að ég muni nú halda með Spán­verjum í kvöld. Þessi leikur verður líka ofsa­lega for­vitni­legur út af þeirri drama­tík sem hefur verið í kringum spænska lið­ið. Ef þeim gengur vel í kvöld þá á þeim held ég bara eftir að ganga vel á þesu móti. Í því ljósi verður mjög athygl­is­vert að sjá hvernig spán­verjar mæta í þennan leik.“

Áhyggjur af öxl­inni á Salah fyrir næstu leik­tíð

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra er svo heitur stuðn­ings­maður Liver­pool grín­ast með það við blaða­mann að hann langi til að færa íslenska sendi­ráðið í Englandi frá London til Liver­pool. En þó að það sé engin alvara á bak við það er Guð­laugi ekki skemmt þegar kemur að Sergio Ramos. „Ég mun halda með öllum á móti Ramos. Öll­um. Þó hvor­ugur þeirra, Ramos og Ron­aldo, sé í ein­hverju upp­á­haldi þá er þetta engin spurn­ing.“ Guð­laugur spáir þeim leik jafn­tefli, marka­lausu jafn­vel eða 1-1.

Guð­laugur segir heldur engan vafa uppi um það með hverjum hann heldur í leik Úrúgvæ og Egypta­lands. „Salah allan dag­inn. Mér er alveg hlýtt til Suarez en hann fór bara eitt­hvað annað og þá er bara þakkað fyrir vel unnin störf. Nú er Salah okkar mað­ur.“ Hann hefur þó svolitlar áhyggjur af öxl­inni á Salah í þessu móti. „Hann má alls ekki skadd­ast eitt­hvað í þess­ari keppni. Hann verður að koma til leiks í ágúst eins og hann var síð­asta vet­ur,“ segir ráð­herra sem spáir Úrúgvæ sigri í leikn­um.

Leikur Úrúgvæ og Egypta­lands hefst klukkan 12.00 en leikur Spán­verja og Portú­gal klukkan 18.00 og báðir leik­irn­ir, eins og allt mót­ið, sýnt á RÚV.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar