Trump tilnefnir nýjan Hæstaréttardómara í nótt - Færist dómstóllinn lengra til hægri?

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnir tilnefningu sína til embættis Hæstaréttardómara í kvöld. Skipunin gæti breytt bandarísku samfélagi á ýmsa vegu þar sem fráfarandi dómari var oft úrslitaatkvæði í stórum málum og hneigðist bæði til hægri og vinstri.

Kennedy er næst lengst til vinstri í fremri röð.
Kennedy er næst lengst til vinstri í fremri röð.
Auglýsing

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna um tilnefningu sína til embættis Hæstaréttardómara klukkan níu í kvöld á staðartíma, klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma. Í dag tísti frá því dag segist forsetinn hafa heyrt lengi að mikilvægasta ákvörðun sem bandarískir forsetar geta tekið sé val á Hæstaréttardómara.

Hæstaréttardómarinn Anthony M. Kennedy tilkynnti óvænt í lok júní að hann hyggðist segja af sér embætti. Kennedy er fæddur árið 1936 og verður því 82 ára á þessu ári. Ronald Regan, þá forseti Bandaríkjanna, skipaði hann í embættið árið 1988.

Kennedy sveiflaðist frá hægri til vinstri

Ákvörðun Kennedy gefur Trump tækifæri til að gera réttinn, æðsta dómsvald Bandaríkjanna, enn íhaldssamara og hægri sinnaðra. Atkvæði Kennedy hefur oft og tíðum verið það sem kallast „swing vote“ eða úrslita atkvæði milli þeirra dómara sem hallast til hægri og vinstri, en Kennedy hefur í gegnum tíðina ýmist kosið með þeim íhaldssamari eða þeim frjálslyndari.

Auglýsing

Í Hæstarétti Bandaríkjanna sitja níu dómarar. Staðan hefur verið sú að þeir hægri sinnuðu hafa verið fjórir og þeir frjálslyndu fjórir. Kennedy, hinn níundi, hefur almennt flokkast í íhaldssamari armi réttarins og kosið með þeim í þeim málum sem koma fyrir réttinn. Á því hafa þó verið veigamiklar undantekningar og þar vega þyngst ákvarðanir réttarins þegar hjónabönd samkynhneigðra voru leyfð og þegar komið var í veg fyrir ákveðnar takmarkanir á fóstureyðingum. Að auki takmarkaði Kennedy bænahald í skólum og afnam dauðarefsingar fyrir unga afbrotamenn.

Kennedy hefur þó einnig verið mjög íhaldssamur og hægri sinnaður í öðrum þungavigtarniðurstöðum réttarins á embættistíð sinni. Má þar sem dæmi nefna dóm frá árinu 2010, hinn svokallaða Citizen United-dóm, þar sem fyrirtækjum var veitt svokallað tjáningarfrelsi, það er að segja til að frelsi til að leggja fram ótakmörkuð fjárframlög til halda ákveðnum frambjóðendum eða flokkum. Hann hefur einnig varið rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn og studdi ógildingu á Obamacare að hluta.

Kennedy var á sínum tíma ekki fyrsta val Regan. Hann hafði gert tvær tilraunir með aðra dómara sem hann kom ekki í gegnum þingið. Kennedy var því þriðja val Regan, var sagður vera mikill íhaldsmaður en úr varð að í ákveðnum málum olli hann mestu íhaldsmönnunum vonbrigðum.

Hverjir koma til greina?

Trump skipaði í fyrra Neil Gorsuch í embætti Hæstaréttardómara í stað Antonin Scalia sem lést árið 2016. Þar fór einfaldlega inn íhaldsmaður fyrir íhaldsmann.

Margir miðlar vestra spá því að dómarinn Thomas M. Hardiman sé ofarlega á lista Trump. Hann mun hafa verið næsta val hjá forsetanum í fyrra og mun njóta hylli forsetans. Hardiman var sá fyrsti í fjölskyldu sinni til að ljúka háskólarprófi og greiddi fyrir námið með því að keyra leigubíl. Ráðgjafar Trump eru samkvæmt umfjöllun New York Times um málið afar hrifnir af þessari sögu Hardiman. Hann mun einnig vera dyggur stuðningsmaður forsetans auk þess sem hann hefur unnið með systur hans.

Aðrir á lista Trump, sem mun innihalda fjóra dómara sem helst koma til greina samkvæmt amerískum miðlum, eru íhaldsmaðurinn Amy Coney Barrett og Brett M. Kavanaugh sem var starfsmaður hjá George W. Bush og að endingu Raymond M. Kethledge, sem þó þykir ólíklegur.

Gæti orðið mikil stefnubreyting

Hagsmunaðilar, eins og til að mynda talsmenn byssueigenda og harðari stefnu í innflytjendamálum og fóstureyðingum, eru nú þegar farnir að setja pressu á forsetann.

Ljóst þykir að hver sá sem verður fyrir valinu verði ekki eins frjálslyndur í ákveðnum málefnum og Anthony Kennedy. Trump er sagður ekki ætla að gera sömu „mistök“ og Regan með því að setja dómara í embætti sem gæti komið á óvart í einhverjum málum.

Það er því ekki ólíklegt að þessi æðsti og fordæmisgefandi dómstóll Bandaríkjanna muni draga landið í nokkuð aðrar áttir en verið hefur á næstu árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar