Júlíus Vífill viðurkenndi skattalagabrot, en þau eru fyrnd

Við rannsókn á meintum skattalagabrotum Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, viðurkenndi hann að hafa ekki gefið umtalsverðar tekjur upp til skatts. Hann átti um tíma 131 til 146 milljónir á aflandsreikningi.

júlíus vífill ingvarsson
Auglýsing

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, við­ur­kenndi við rann­sókn á meintum efna­hags­brotum hans að hann hefði framið skatta­laga­brot. Þetta kemur fram í ákærðu hendur honum sem hér­aðs­sak­sókn­ari gaf út 28. júní síð­ast­lð­inn.Í þeirri játn­ingu fólst að Júl­íus Víf­ill við­ur­kenndi að hann gaf ekki upp til skatts tekjur sem honum hlotn­uð­ust árið 2005, eða fyrr, og geymdar eru á aflands­reikn­ingi. Júl­íus Víf­ill hefur ekki viljað upp­lýsa um hvenær umræddra tekna var aflað og því er ekki hægt að segja með vissu hver ávinn­ingur hans af skatta­laga­brot­unum hefur ver­ið.

Skatta­laga­brot fyrn­ast hins vegar á sex árum. Það þýðir að ef við­kom­andi fremur slík, og kemur sér þannig undan að greiða lög­bund­inn skatt eins og aðrir þegnar ríkja þurfa að gera, en nær að hylja þau í þann tíma þá kemst hann upp með það.

All­margir þeirra Íslend­inga sem földu fé í aflands­fé­lögum á árunum fyrir banka­hrun­ið, og voru opin­beraðir í Panama­skjöl­unum eins og Júl­íus Víf­ill, munu því sleppa ákæru fyrir þau brot. Í þeim til­fellum sem um er að ræða meiri­háttar skatta­laga­brot liggur allt að sex ára fang­els­is­vist auk þess sem við­kom­andi þarf að greiða háa sekt sé hann sak­felld­ur.

Ávinn­ingur 49 til 57 millj­ónir króna

Öðru máli gegnir hins vegar um pen­inga­þvætti. Lögum lands­ins var breytt árið 2009 þannig að refsi­vert var að þvætta ávinn­ing af eigin afbrot­um. Því er Júl­íus Víf­ill ákærður fyrir pen­inga­þvætti frá þeim tíma sem lögin tóku gildi, eða frá 30. des­em­ber 2009.  

Auglýsing
Í ákæru segir að borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi hafi á árunum 2010 til 2014 „geymt á banka­reikn­ingi sínum nr. 488380 hjá UBS banka á Ermar­sunds­eyj­unni Jersey, and­virði 131 til 146 millj­óna króna, í banda­ríkja­döl­um, evrum og sterl­ingspund­um, sem að hluta voru ávinn­ingur refsi­verðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem ákærða höfðu hlotn­ast nokkrum árum fyn, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekju­skatt og útsvar af í sam­ræmi við ákvæði skatta­laga, ásamt vöxtum af því fé, og hafa árið 2014 râôstafað umræddum fiár­munum af fyrm­efndum banka­reikn­ingi hjá UBS banka inn á banka­reikn­ing nr. 0260.1020 02.01, hjá bank­anum Julius Bär í Sviss, sem til­heyrði vörslu­sjóðnum Silwood Founda­tion, en rétt­hafar vörslu­sjóðs­ins voru ákærði, eig­in­kona hans og börn.“

Sú fjár­hæð sem er talin vera ólög­mætur ávinn­ingur vegna þvætt­is­ins, þ.e. þeir skattar sem Júl­íus Víf­ill átti að greiða og vextir af því fé, er áætluð á bil­inu 49 til 57 millj­ónir króna. Refsiramm­inn fyrir slík brot er allt að sex ára fang­elsi.

Langur aðdrag­andi

Kjarn­inn greindi frá því 17. ágúst síð­ast­lið­inn að Júl­íus Víf­ill hefði verið ákærður í mál­inu. Í þeirri umfjöllun kom fram að hann hefði verið einn þeirra stjórn­­­­­mála­­­manna sem voru opin­beraðir í Pana­ma­skjöl­unum og greint var frá í sér­­­­­stökum Kast­­­ljós­þætti sem sýndur var 3. apríl í 2016. Þar kom meðal ann­ars fram að hann hefði í árs­­­byrjun 2014 stofnað félagið Silwood Founda­tion á Panama. Rík áhersla var lögð á það við stofnun félags­­­ins að nafn Júl­í­usar Víf­ils kæmi hvergi fram í tengslum við félag­ið, sam­kvæmt umfjöll­un­inni.

Tveimur dögum áður en að Kast­ljós­þátt­ur­inn var sýndur sendi Júl­íus Víf­ill frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann sagði að til­gang­ur­inn með stofnun aflands­fé­lags­ins væri að stofna eft­ir­launa­sjóð í Sviss. „Allt sem við kemur þessum sjóði er í sam­ræmi við íslensk lög og regl­ur, enda naut ég sér­fræði­ráð­gjafar til að tryggja að rétti­lega og lög­lega væri að málum stað­ið. Mér var ráð­lagt að skrá stofnun sjóðs­ins í Panama. Ég hef hvorki fengið neitt greitt úr sjóðnum né haft af honum ann­ars konar tekjur og hef ekki heim­ild til að ráð­stafa fjár­munum úr hon­um.”

Auglýsing
Júlíus Víf­ill sagði af sér sem borg­ar­full­trúi 5. apríl 2016, tveimur dögum eftir að þátt­ur­inn var sýnd­ur.

Syst­k­ini Júl­í­usar Víf­ils og erf­ingjar for­eldra hans hafa sakað hann og bróður hans, Guð­mund Ágúst Ingv­ars­son, um að komið ætt­­­ar­auð for­eldra þeirra undan og geymt hann á aflands­­reikn­ing­­um. Þessum ávirð­ingum hefur Júl­íus Víf­ill ávallt hafnað með öllu.

Sagði ákæruna von­brigði

Eftir að Kjarn­inn birti frétta­skýr­ingu sína um að Júl­íus Víf­ill hefði verið ákærður birti hann yfir­lýs­ingu á Face­book-­síðu sinni. Þar sagði hann að ákæran kæmi honum á óvart og væri von­brigði. Hann teldi „engar laga­­legar for­­sendur vera fyrir ákærunni og mun auð­vitað takast á við hana fyrir dóm­stól­­um. Það mál verður útkljáð á þeim vett­vangi. Það krist­all­­ast margt í líf­inu við mót­­læti og átök. Eftir stendur að lokum það sem er mik­il­vægast: fjöl­­skyld­an, vin­áttan og kær­­leik­­ur­inn.“

Þar sagði Júl­íus Víf­ill einnig að honum finn­ist sem að á und­an­­förnum tveimur árum hafi hann staðið í veð­­ur­báli. „Á mig voru bornar ótrú­­legar og frá­­­leitar sakir í æsifrétta­stíl um að fjár­­munir á erlendum banka­­reikn­ingum væru illa fengnir og ekki mín eign. Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari hefur nú kannað sann­­leiks­­gildi máls­ins og kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að ekki sé fótur fyrir þeim ásök­un­­um. Hann hefur hins vegar birt mér ákæru sem snýr að skatta­­mál­u­m.“

Hægt er að sjá ákæruna á hendur Júl­íusi Vífli hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar