Þingveturinn framundan: „Stjórnvöld flækjast frekar fyrir“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.

Hanna Katrín Friðriksson Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­lega, nánar til­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­em­ber. Rík­­­is­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­lög þess­­­arar rík­­­is­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­lega má sjá stefn­u­­­mótun hennar þar sem fjár­­­lög síð­­­asta árs voru lögð fram sér­­­stak­­­lega seint vegna rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­­menn úr mis­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­ur­inn framundan og áherslu­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Hanna Katrín Frið­riks­son þing­­flokks­­for­­maður Við­reisn­ar.

Óbæri­leg vaxta­kjör

„Ég held að við munum fara bratt af stað. Efna­hags­málin og þær blikur sem eru á lofti þar verða í brennid­epli í allan vetur og munu strax mark sitt á fjár­lagaum­ræð­una. Sér­fræð­ingar eru að vara við að kuln­unin geti orðið jafn­vel harð­ari og sneggri en við bjugg­umst við,“ segir Hanna Katrín. Hún segir að þau í Við­reisn hafi talið fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar bjart­sýna. „Kjara­málin eru síðan líka nátengd þess­ari umræðu allri. Við í Við­reisn munum halda áfram okkar orð­ræðu um vaxta­kjörin sem fólk og fyr­ir­tæki hér þurfa að búa við og íslenska krónan leiðir af sér. Þessi óbæri­legu vaxta­kjör sem stjórn­völd þurfa að taka ábyrgð á.“

Auglýsing

Vantar stefnu

Hanna Katrín seg­ist eiga von á því í fjár­laga­frum­varp­inu að sjá áfram áherslu rík­is­stjórn­ar­innar á að leggja meiri pen­inga í ákveðna mála­flokka án þess að því fylgi skýr aðgerð­ar­á­ætlun eða stefna. „Ég tel til dæmis ástæðu til að hafa tölu­verðar áhyggjur af þeirri veg­ferð sem stjórn­völd eru á með heil­brigð­is­kerf­ið. Það verður mikil áhersla á þennan mála­flolkk í vet­ur. Við í Við­reisn höfum lagt áherslu á jafnan aðgang fólks að góðri þjón­ustu sama hvaðan hún kem­ur. Við teljum að þessu mark­miði verði ekki náð nema með skyn­sam­legri nýt­ingu þess fjár­magns sem fer í gegnum kerfið og ég ótt­ast að frum­varpið muni ekki end­ur­spegla þetta,“ segir Hanna Katrín og bætir því við að sama eigi við um mennta­mál­in. „Við erum með fullt af frá­bæru fag­fólki sem kann til verka í þessum risa mála­flokki en ein­hvern veg­inn er til­finn­ingin sú að stjórn­völd flæk­ist frekar fyrir þegar kemur að því að marka skýra fram­tíð­ar­sýn og aðgerð­ar­á­ætlun til lengri tíma. Áherslan virð­ist bara vera á hversu miklir pen­ingar fara í gengum kerfið í stað þess hvernig þeir eru best nýtt­ir.“

Vernd­ar­tollar skað­legir fyrir bændur og neyt­endur

Hún segir land­bún­að­ar­málin líka munu taka pláss. „Það liggur fyrir að það þarf að fara í mark­vissan stuðn­ing við bænd­ur. En jafn­framt er ég og við í Við­reisn ennþá meira sann­færð um að gam­al­dags vernd­ar­tollar séu bara skað­legir fyrir bæði bændur og neyt­endur og þetta verður mál sem verður mikið í umræð­unn­i.“

Hanna Katrín segir að ferða­þjón­ustan þurfi athygli. „Ég hljóma eins og biluð plata þegar ég tala um þetta stefnu­leysi enda­laust, en stefnu­leysi í ferða­þjón­ust­unni verður sífellt meira áber­andi. Allir aðil­ar, þeir sem starfa í ferða­þjón­ust­unni, nátt­úran, almenn­ing­ur, fjár­fest­ar, það þurfa allir á því að halda að það séu settar skýrar leik­regl­ur.“

Full harka gegn lækkun álagna á stór­út­gerðir

Fyrstu dagar þings­ins munu fara í hefð­bundar umræður um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra og fjár­lög­in. „En það er full ástæða til að ótt­ast að stjórn­völd mæti aftur til leiks á fyrstu dögum þings­ins með til­raunir til að lækka álögur á stór­út­gerð­ina og við munum mæta því a af fullri hörku í þing­in­u,“ segir Hanna.

Eiga að tryggja við­un­andi lífs­jör

Kjara­málin munu verða fyr­ir­ferð­ar­mikil á þessum þing­vetri og segir Hanna Katrín að það séu nátt­úru­lega aðilar vinnu­mark­að­ar­ins sem séu með bolt­ann hjá sér. „Að­koma stjórn­valda á nátt­úru­lega fyrst og fremst að vera sú að hafa rammann í lagi. Þar er fullt óunn­ið. Ekki síst í sam­bandi við óstöð­ug­leika geng­is­ins og vaxta­kjör­in. Mér fynd­ist miklu eðli­legra að stjórn­völd ein­beittu sér að þeim verk­efnum og leystu þau með hags­muni almenn­ings í huga. Jákvæðastsa skerfið sem stjón­völd gætu komið með inn í kjara­við­ræð­urnar er að tryggja hérna við­un­andi lífs­kjör fyrir almenn­ing sem er á pari við það sem ger­ist í nágranna­lönd­unum okk­ar.“

Ábyrgð í með­ferð opin­berra fjár­muna

Um þau mál sem Við­reisn hyggst leggja áherslu á í vetur vill Hanna Katrín lítið segja, það verði kynnt sér­stak­lega síð­ar. „Við erum að leggja loka­hönd á þau mál núna. Við munum leggja áherslu á frelsi, jafn­rétti, skyn­semi og viljum að gegn­sæi og ábyrgð í með­ferð opin­berra fjár­muna end­ur­speglist í öllum þeim málum sem við munum leggja fram.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar