Hagnaður af íþróttaviðburðum á vegum ÍBR rúmar 14 milljónir

Hagnaður af fimm íþróttaviðburðum árið 2016 á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur var rúmar 14 milljónir. Kjarninn kannaði þátttökugjöld í tveimur af þessum viðburðum og óskaði eftir svörum í hvað hagnaðurinn færi.

Hlaupari
Auglýsing

Hlaup njóta sívax­andi vin­sælda hjá lands­mönnum og hefur til að mynda þátt­taka í mara­þonum hér á landi auk­ist síð­ast­liðin ár. ­Í­þrótta­banda­lag Reykja­víkur sér um sex stóra íþrótta­við­burði á Íslandi: Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka í ágúst, Lauga­vegs­hlaupið í júlí, WOW Tour of Reykja­vik og Mið­næt­ur­hlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febr­úar og WOW Reykja­vik International Games í jan­ú­ar. 

Kjarn­inn skoð­aði þátt­töku­gjald hjá tveimur af þessum vin­sælu hlaupum og hvað fælist í því gjaldi, sem og hverjir kostn­að­ar­liðir eru hjá Íþrótta­banda­lagi Reykja­víkur varð­andi þá íþrótta­við­burði sem það sér um. 

Hagn­aði skipt í tvennt

Heild­ar­kostn­aður við­burð­anna fyrir utan laun var 86.974.000 krónur fyrir árið 2016, segir í svari ÍBR við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og var hagn­aður af við­burð­unum rúmar 14 millj­ón­ir.

Auglýsing

„Hér er miðað við árs­reikn­ing árið 2016 en það er síð­asti sam­þykkti árs­reikn­ingur ÍBR. Árs­reikn­ingur 2017 hefur verið kynntur á for­manna­fundi og verður lagður fyrir til sam­þykktar á þingi í ÍBR í byrjun næsta árs ásamt árs­reikn­ingi 2018. Þess ber jafn­framt að geta að fyrsta Norð­ur­ljósa­hlaupið fór fram í jan­úar 2017 og er því ekki inni í þessum töl­u­m,“ segir í svar­inu.

Jafn­framt kemur fram að hagn­aði síð­ustu ára hafi verið skipt í tvennt. Helm­ingur hafi verið settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á bún­aði og/eða með þróun og hinn helm­ing­ur­inn not­aður til að styðja starf íþrótta­fé­lag­anna í Reykja­vík í gegnum tvo sjóði sem aðild­ar­fé­lögin geta sótt um styrki í, Verk­efna­sjóð ÍBR og Afreks­sjóð ÍBR.

Áætl­aður launa­kostn­aður vegna við­burða var 66,4 millj­ónir króna. Í svar­inu segir að áætl­aður fjöldi stöðu­gilda vegna við­burða ÍBR sé sjö en föst stöðu­gildi á skrif­stofu ÍBR átta. Yfir sum­arið bæt­ist við starfs­menn sem vinna við við­burði. Heild­ar­fjöldi stöðu­gilda er þrett­án, sam­kvæmt ÍBR.

Hvað kostar að taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu?

Til þess að fá að taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu þarf ein­stak­lingur að borga þátt­töku­gjald. Í for­skrán­ingu kostar 2.900 krónur að hlaupa 3 kíló­metra, 6.500 krónur 10 kíló­metra, 7.900 krónur hálf­mara­þon og 12.900 krónur mara­þon.

Hlauparar - Reykjavíkurmaraþon Mynd: Íslandsbanki

Á vef­síðu mara­þons­ins stendur að inni­falið í þátt­töku­gjöldum Reykja­vík­ur­mara­þons Íslands­banka sé meðal ann­ars rás­núm­er, leiga á tíma­tökuflögu og tíma­taka í keppn­is­vega­lengd­um, þátt­töku­verð­laun, sund­ferð í ein­hverja af sund­laugum Reykja­vík­ur, drykkir frá Powerade í marki og á drykkj­ar­stöðv­um.

Enn fremur stendur að ÍTR bjóði öllum þátt­tak­endum í sund í sund­laugum Reykja­víkur á hlaupa­dag­inn eða dag­inn eft­ir. Sér­stakur aðgöngu­miði fylgi hlaupa­gögnum sem þurfi að afhenda í sund­laug­un­um.

Þátt­tak­endum gefst einnig færi á að velja sér bol í boði hlaups­ins á skrán­ing­ar­há­tíð­inni á meðan birgðir end­ast.

Þátt­töku­gjald tæpar 50.000 krónur

Lauga­vegs­hlaupið er 55 kíló­metra langt utan­vega­hlaup sem haldið verður í 22. sinn þann 14. júlí næst­kom­andi en Lauga­veg­ur­inn tengir saman Land­manna­laugar og Þórs­mörk á sunn­an­verðu hálendi Íslands. Þátt­töku­gjaldið er heldur hærra en í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Skrán­ing í Lauga­vegs­hlaupið er frá 12. jan­úar og til 30.júní. Þann 28. mars hækkar þátt­töku­gjaldið úr 35.200 krónum í 46.800 krón­ur.

Laugavegshlaupið Mynd: www.marathon.is

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu hlaups­ins er inni­falið í þátt­töku­gjald­inu bolur frá Cin­ta­mani, braut­ar- og örygg­is­gæsla, drykkir á drykkj­ar­stöðvum í Hrafn­tinnu­skeri, Álfta­vatni, Emstrum, Ljósá og í Húsa­dal, sal­ern­is­að­staða í Hraun­eyj­um, Land­manna­laug­um, Hrafn­tinnu­skeri, Álfta­vatni, Emstrum og Húsa­dal, flutn­ingur á far­angri í Blá­fjalla­kvísl og í Húsa­dal, þátt­töku­verð­laun, sig­ur­verð­laun, ald­urs­flokka­verð­laun, sveita­verð­laun og sturtu­að­staða í Húsa­dal ásamt húsa­skjóli í tjald­búðum hlaups­ins til að mat­ast og hafa fata­skipti, tíma­taka og núm­er. Einnig er læknir og hjúkr­un­ar­fólk til staðar ef á þarf að halda í Húsa­dal.

Rútu­ferðir frá Reykja­vík í Land­manna­laugar og til Reykja­víkur frá Þórs­mörk, morg­un­verður í Hraun­eyjum og heit mál­tíð að hlaupi loknu eru ekki inni­falin í þátt­töku­gjald­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar