Hagnaður af íþróttaviðburðum á vegum ÍBR rúmar 14 milljónir

Hagnaður af fimm íþróttaviðburðum árið 2016 á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur var rúmar 14 milljónir. Kjarninn kannaði þátttökugjöld í tveimur af þessum viðburðum og óskaði eftir svörum í hvað hagnaðurinn færi.

Hlaupari
Auglýsing

Hlaup njóta sívax­andi vin­sælda hjá lands­mönnum og hefur til að mynda þátt­taka í mara­þonum hér á landi auk­ist síð­ast­liðin ár. ­Í­þrótta­banda­lag Reykja­víkur sér um sex stóra íþrótta­við­burði á Íslandi: Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka í ágúst, Lauga­vegs­hlaupið í júlí, WOW Tour of Reykja­vik og Mið­næt­ur­hlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febr­úar og WOW Reykja­vik International Games í jan­ú­ar. 

Kjarn­inn skoð­aði þátt­töku­gjald hjá tveimur af þessum vin­sælu hlaupum og hvað fælist í því gjaldi, sem og hverjir kostn­að­ar­liðir eru hjá Íþrótta­banda­lagi Reykja­víkur varð­andi þá íþrótta­við­burði sem það sér um. 

Hagn­aði skipt í tvennt

Heild­ar­kostn­aður við­burð­anna fyrir utan laun var 86.974.000 krónur fyrir árið 2016, segir í svari ÍBR við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og var hagn­aður af við­burð­unum rúmar 14 millj­ón­ir.

Auglýsing

„Hér er miðað við árs­reikn­ing árið 2016 en það er síð­asti sam­þykkti árs­reikn­ingur ÍBR. Árs­reikn­ingur 2017 hefur verið kynntur á for­manna­fundi og verður lagður fyrir til sam­þykktar á þingi í ÍBR í byrjun næsta árs ásamt árs­reikn­ingi 2018. Þess ber jafn­framt að geta að fyrsta Norð­ur­ljósa­hlaupið fór fram í jan­úar 2017 og er því ekki inni í þessum töl­u­m,“ segir í svar­inu.

Jafn­framt kemur fram að hagn­aði síð­ustu ára hafi verið skipt í tvennt. Helm­ingur hafi verið settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á bún­aði og/eða með þróun og hinn helm­ing­ur­inn not­aður til að styðja starf íþrótta­fé­lag­anna í Reykja­vík í gegnum tvo sjóði sem aðild­ar­fé­lögin geta sótt um styrki í, Verk­efna­sjóð ÍBR og Afreks­sjóð ÍBR.

Áætl­aður launa­kostn­aður vegna við­burða var 66,4 millj­ónir króna. Í svar­inu segir að áætl­aður fjöldi stöðu­gilda vegna við­burða ÍBR sé sjö en föst stöðu­gildi á skrif­stofu ÍBR átta. Yfir sum­arið bæt­ist við starfs­menn sem vinna við við­burði. Heild­ar­fjöldi stöðu­gilda er þrett­án, sam­kvæmt ÍBR.

Hvað kostar að taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu?

Til þess að fá að taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu þarf ein­stak­lingur að borga þátt­töku­gjald. Í for­skrán­ingu kostar 2.900 krónur að hlaupa 3 kíló­metra, 6.500 krónur 10 kíló­metra, 7.900 krónur hálf­mara­þon og 12.900 krónur mara­þon.

Hlauparar - Reykjavíkurmaraþon Mynd: Íslandsbanki

Á vef­síðu mara­þons­ins stendur að inni­falið í þátt­töku­gjöldum Reykja­vík­ur­mara­þons Íslands­banka sé meðal ann­ars rás­núm­er, leiga á tíma­tökuflögu og tíma­taka í keppn­is­vega­lengd­um, þátt­töku­verð­laun, sund­ferð í ein­hverja af sund­laugum Reykja­vík­ur, drykkir frá Powerade í marki og á drykkj­ar­stöðv­um.

Enn fremur stendur að ÍTR bjóði öllum þátt­tak­endum í sund í sund­laugum Reykja­víkur á hlaupa­dag­inn eða dag­inn eft­ir. Sér­stakur aðgöngu­miði fylgi hlaupa­gögnum sem þurfi að afhenda í sund­laug­un­um.

Þátt­tak­endum gefst einnig færi á að velja sér bol í boði hlaups­ins á skrán­ing­ar­há­tíð­inni á meðan birgðir end­ast.

Þátt­töku­gjald tæpar 50.000 krónur

Lauga­vegs­hlaupið er 55 kíló­metra langt utan­vega­hlaup sem haldið verður í 22. sinn þann 14. júlí næst­kom­andi en Lauga­veg­ur­inn tengir saman Land­manna­laugar og Þórs­mörk á sunn­an­verðu hálendi Íslands. Þátt­töku­gjaldið er heldur hærra en í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Skrán­ing í Lauga­vegs­hlaupið er frá 12. jan­úar og til 30.júní. Þann 28. mars hækkar þátt­töku­gjaldið úr 35.200 krónum í 46.800 krón­ur.

Laugavegshlaupið Mynd: www.marathon.is

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu hlaups­ins er inni­falið í þátt­töku­gjald­inu bolur frá Cin­ta­mani, braut­ar- og örygg­is­gæsla, drykkir á drykkj­ar­stöðvum í Hrafn­tinnu­skeri, Álfta­vatni, Emstrum, Ljósá og í Húsa­dal, sal­ern­is­að­staða í Hraun­eyj­um, Land­manna­laug­um, Hrafn­tinnu­skeri, Álfta­vatni, Emstrum og Húsa­dal, flutn­ingur á far­angri í Blá­fjalla­kvísl og í Húsa­dal, þátt­töku­verð­laun, sig­ur­verð­laun, ald­urs­flokka­verð­laun, sveita­verð­laun og sturtu­að­staða í Húsa­dal ásamt húsa­skjóli í tjald­búðum hlaups­ins til að mat­ast og hafa fata­skipti, tíma­taka og núm­er. Einnig er læknir og hjúkr­un­ar­fólk til staðar ef á þarf að halda í Húsa­dal.

Rútu­ferðir frá Reykja­vík í Land­manna­laugar og til Reykja­víkur frá Þórs­mörk, morg­un­verður í Hraun­eyjum og heit mál­tíð að hlaupi loknu eru ekki inni­falin í þátt­töku­gjald­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka ríkissjóð til að aðstoða launþega í yfirstandandi kreppu. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar