Hagnaður af íþróttaviðburðum á vegum ÍBR rúmar 14 milljónir

Hagnaður af fimm íþróttaviðburðum árið 2016 á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur var rúmar 14 milljónir. Kjarninn kannaði þátttökugjöld í tveimur af þessum viðburðum og óskaði eftir svörum í hvað hagnaðurinn færi.

Hlaupari
Auglýsing

Hlaup njóta sívax­andi vin­sælda hjá lands­mönnum og hefur til að mynda þátt­taka í mara­þonum hér á landi auk­ist síð­ast­liðin ár. ­Í­þrótta­banda­lag Reykja­víkur sér um sex stóra íþrótta­við­burði á Íslandi: Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka í ágúst, Lauga­vegs­hlaupið í júlí, WOW Tour of Reykja­vik og Mið­næt­ur­hlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febr­úar og WOW Reykja­vik International Games í jan­ú­ar. 

Kjarn­inn skoð­aði þátt­töku­gjald hjá tveimur af þessum vin­sælu hlaupum og hvað fælist í því gjaldi, sem og hverjir kostn­að­ar­liðir eru hjá Íþrótta­banda­lagi Reykja­víkur varð­andi þá íþrótta­við­burði sem það sér um. 

Hagn­aði skipt í tvennt

Heild­ar­kostn­aður við­burð­anna fyrir utan laun var 86.974.000 krónur fyrir árið 2016, segir í svari ÍBR við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og var hagn­aður af við­burð­unum rúmar 14 millj­ón­ir.

Auglýsing

„Hér er miðað við árs­reikn­ing árið 2016 en það er síð­asti sam­þykkti árs­reikn­ingur ÍBR. Árs­reikn­ingur 2017 hefur verið kynntur á for­manna­fundi og verður lagður fyrir til sam­þykktar á þingi í ÍBR í byrjun næsta árs ásamt árs­reikn­ingi 2018. Þess ber jafn­framt að geta að fyrsta Norð­ur­ljósa­hlaupið fór fram í jan­úar 2017 og er því ekki inni í þessum töl­u­m,“ segir í svar­inu.

Jafn­framt kemur fram að hagn­aði síð­ustu ára hafi verið skipt í tvennt. Helm­ingur hafi verið settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á bún­aði og/eða með þróun og hinn helm­ing­ur­inn not­aður til að styðja starf íþrótta­fé­lag­anna í Reykja­vík í gegnum tvo sjóði sem aðild­ar­fé­lögin geta sótt um styrki í, Verk­efna­sjóð ÍBR og Afreks­sjóð ÍBR.

Áætl­aður launa­kostn­aður vegna við­burða var 66,4 millj­ónir króna. Í svar­inu segir að áætl­aður fjöldi stöðu­gilda vegna við­burða ÍBR sé sjö en föst stöðu­gildi á skrif­stofu ÍBR átta. Yfir sum­arið bæt­ist við starfs­menn sem vinna við við­burði. Heild­ar­fjöldi stöðu­gilda er þrett­án, sam­kvæmt ÍBR.

Hvað kostar að taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu?

Til þess að fá að taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu þarf ein­stak­lingur að borga þátt­töku­gjald. Í for­skrán­ingu kostar 2.900 krónur að hlaupa 3 kíló­metra, 6.500 krónur 10 kíló­metra, 7.900 krónur hálf­mara­þon og 12.900 krónur mara­þon.

Hlauparar - Reykjavíkurmaraþon Mynd: Íslandsbanki

Á vef­síðu mara­þons­ins stendur að inni­falið í þátt­töku­gjöldum Reykja­vík­ur­mara­þons Íslands­banka sé meðal ann­ars rás­núm­er, leiga á tíma­tökuflögu og tíma­taka í keppn­is­vega­lengd­um, þátt­töku­verð­laun, sund­ferð í ein­hverja af sund­laugum Reykja­vík­ur, drykkir frá Powerade í marki og á drykkj­ar­stöðv­um.

Enn fremur stendur að ÍTR bjóði öllum þátt­tak­endum í sund í sund­laugum Reykja­víkur á hlaupa­dag­inn eða dag­inn eft­ir. Sér­stakur aðgöngu­miði fylgi hlaupa­gögnum sem þurfi að afhenda í sund­laug­un­um.

Þátt­tak­endum gefst einnig færi á að velja sér bol í boði hlaups­ins á skrán­ing­ar­há­tíð­inni á meðan birgðir end­ast.

Þátt­töku­gjald tæpar 50.000 krónur

Lauga­vegs­hlaupið er 55 kíló­metra langt utan­vega­hlaup sem haldið verður í 22. sinn þann 14. júlí næst­kom­andi en Lauga­veg­ur­inn tengir saman Land­manna­laugar og Þórs­mörk á sunn­an­verðu hálendi Íslands. Þátt­töku­gjaldið er heldur hærra en í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Skrán­ing í Lauga­vegs­hlaupið er frá 12. jan­úar og til 30.júní. Þann 28. mars hækkar þátt­töku­gjaldið úr 35.200 krónum í 46.800 krón­ur.

Laugavegshlaupið Mynd: www.marathon.is

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu hlaups­ins er inni­falið í þátt­töku­gjald­inu bolur frá Cin­ta­mani, braut­ar- og örygg­is­gæsla, drykkir á drykkj­ar­stöðvum í Hrafn­tinnu­skeri, Álfta­vatni, Emstrum, Ljósá og í Húsa­dal, sal­ern­is­að­staða í Hraun­eyj­um, Land­manna­laug­um, Hrafn­tinnu­skeri, Álfta­vatni, Emstrum og Húsa­dal, flutn­ingur á far­angri í Blá­fjalla­kvísl og í Húsa­dal, þátt­töku­verð­laun, sig­ur­verð­laun, ald­urs­flokka­verð­laun, sveita­verð­laun og sturtu­að­staða í Húsa­dal ásamt húsa­skjóli í tjald­búðum hlaups­ins til að mat­ast og hafa fata­skipti, tíma­taka og núm­er. Einnig er læknir og hjúkr­un­ar­fólk til staðar ef á þarf að halda í Húsa­dal.

Rútu­ferðir frá Reykja­vík í Land­manna­laugar og til Reykja­víkur frá Þórs­mörk, morg­un­verður í Hraun­eyjum og heit mál­tíð að hlaupi loknu eru ekki inni­falin í þátt­töku­gjald­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar