Hagnaður af íþróttaviðburðum á vegum ÍBR rúmar 14 milljónir

Hagnaður af fimm íþróttaviðburðum árið 2016 á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur var rúmar 14 milljónir. Kjarninn kannaði þátttökugjöld í tveimur af þessum viðburðum og óskaði eftir svörum í hvað hagnaðurinn færi.

Hlaupari
Auglýsing

Hlaup njóta sívax­andi vin­sælda hjá lands­mönnum og hefur til að mynda þátt­taka í mara­þonum hér á landi auk­ist síð­ast­liðin ár. ­Í­þrótta­banda­lag Reykja­víkur sér um sex stóra íþrótta­við­burði á Íslandi: Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka í ágúst, Lauga­vegs­hlaupið í júlí, WOW Tour of Reykja­vik og Mið­næt­ur­hlaup Suzuki í júní, WOW Northern Lights Run í febr­úar og WOW Reykja­vik International Games í jan­ú­ar. 

Kjarn­inn skoð­aði þátt­töku­gjald hjá tveimur af þessum vin­sælu hlaupum og hvað fælist í því gjaldi, sem og hverjir kostn­að­ar­liðir eru hjá Íþrótta­banda­lagi Reykja­víkur varð­andi þá íþrótta­við­burði sem það sér um. 

Hagn­aði skipt í tvennt

Heild­ar­kostn­aður við­burð­anna fyrir utan laun var 86.974.000 krónur fyrir árið 2016, segir í svari ÍBR við fyr­ir­spurn Kjarn­ans og var hagn­aður af við­burð­unum rúmar 14 millj­ón­ir.

Auglýsing

„Hér er miðað við árs­reikn­ing árið 2016 en það er síð­asti sam­þykkti árs­reikn­ingur ÍBR. Árs­reikn­ingur 2017 hefur verið kynntur á for­manna­fundi og verður lagður fyrir til sam­þykktar á þingi í ÍBR í byrjun næsta árs ásamt árs­reikn­ingi 2018. Þess ber jafn­framt að geta að fyrsta Norð­ur­ljósa­hlaupið fór fram í jan­úar 2017 og er því ekki inni í þessum töl­u­m,“ segir í svar­inu.

Jafn­framt kemur fram að hagn­aði síð­ustu ára hafi verið skipt í tvennt. Helm­ingur hafi verið settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á bún­aði og/eða með þróun og hinn helm­ing­ur­inn not­aður til að styðja starf íþrótta­fé­lag­anna í Reykja­vík í gegnum tvo sjóði sem aðild­ar­fé­lögin geta sótt um styrki í, Verk­efna­sjóð ÍBR og Afreks­sjóð ÍBR.

Áætl­aður launa­kostn­aður vegna við­burða var 66,4 millj­ónir króna. Í svar­inu segir að áætl­aður fjöldi stöðu­gilda vegna við­burða ÍBR sé sjö en föst stöðu­gildi á skrif­stofu ÍBR átta. Yfir sum­arið bæt­ist við starfs­menn sem vinna við við­burði. Heild­ar­fjöldi stöðu­gilda er þrett­án, sam­kvæmt ÍBR.

Hvað kostar að taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu?

Til þess að fá að taka þátt í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu þarf ein­stak­lingur að borga þátt­töku­gjald. Í for­skrán­ingu kostar 2.900 krónur að hlaupa 3 kíló­metra, 6.500 krónur 10 kíló­metra, 7.900 krónur hálf­mara­þon og 12.900 krónur mara­þon.

Hlauparar - Reykjavíkurmaraþon Mynd: Íslandsbanki

Á vef­síðu mara­þons­ins stendur að inni­falið í þátt­töku­gjöldum Reykja­vík­ur­mara­þons Íslands­banka sé meðal ann­ars rás­núm­er, leiga á tíma­tökuflögu og tíma­taka í keppn­is­vega­lengd­um, þátt­töku­verð­laun, sund­ferð í ein­hverja af sund­laugum Reykja­vík­ur, drykkir frá Powerade í marki og á drykkj­ar­stöðv­um.

Enn fremur stendur að ÍTR bjóði öllum þátt­tak­endum í sund í sund­laugum Reykja­víkur á hlaupa­dag­inn eða dag­inn eft­ir. Sér­stakur aðgöngu­miði fylgi hlaupa­gögnum sem þurfi að afhenda í sund­laug­un­um.

Þátt­tak­endum gefst einnig færi á að velja sér bol í boði hlaups­ins á skrán­ing­ar­há­tíð­inni á meðan birgðir end­ast.

Þátt­töku­gjald tæpar 50.000 krónur

Lauga­vegs­hlaupið er 55 kíló­metra langt utan­vega­hlaup sem haldið verður í 22. sinn þann 14. júlí næst­kom­andi en Lauga­veg­ur­inn tengir saman Land­manna­laugar og Þórs­mörk á sunn­an­verðu hálendi Íslands. Þátt­töku­gjaldið er heldur hærra en í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Skrán­ing í Lauga­vegs­hlaupið er frá 12. jan­úar og til 30.júní. Þann 28. mars hækkar þátt­töku­gjaldið úr 35.200 krónum í 46.800 krón­ur.

Laugavegshlaupið Mynd: www.marathon.is

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu hlaups­ins er inni­falið í þátt­töku­gjald­inu bolur frá Cin­ta­mani, braut­ar- og örygg­is­gæsla, drykkir á drykkj­ar­stöðvum í Hrafn­tinnu­skeri, Álfta­vatni, Emstrum, Ljósá og í Húsa­dal, sal­ern­is­að­staða í Hraun­eyj­um, Land­manna­laug­um, Hrafn­tinnu­skeri, Álfta­vatni, Emstrum og Húsa­dal, flutn­ingur á far­angri í Blá­fjalla­kvísl og í Húsa­dal, þátt­töku­verð­laun, sig­ur­verð­laun, ald­urs­flokka­verð­laun, sveita­verð­laun og sturtu­að­staða í Húsa­dal ásamt húsa­skjóli í tjald­búðum hlaups­ins til að mat­ast og hafa fata­skipti, tíma­taka og núm­er. Einnig er læknir og hjúkr­un­ar­fólk til staðar ef á þarf að halda í Húsa­dal.

Rútu­ferðir frá Reykja­vík í Land­manna­laugar og til Reykja­víkur frá Þórs­mörk, morg­un­verður í Hraun­eyjum og heit mál­tíð að hlaupi loknu eru ekki inni­falin í þátt­töku­gjald­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar