Mynd: EPA

Hrunið: Þegar Glitnir í Noregi var seldur á slikk

Á sama hátt og Íslendingar voru ekki með hagsmuni útlendinga að leiðarljósi í sínum aðgerðum eftir hrunið var útlendingum nokkuð sama um hagsmuni Íslendinga eða kröfuhafa þeirra. Þeir gátu bent á mjög gott dæmi máli sínu til stuðnings: Glitni í Noregi.

Þann 21. októ­ber 2008, um tveimur vikum eftir að Glitnir féll, var dótt­ur­banki hans í Nor­egi, Glitnir Bank ASA, seldur á 300 millj­ónir norskra króna, sem þá voru um 5,5 millj­arðar króna, til hóps 20 norskra spari­sjóða.

Aðdrag­andi söl­unnar var sá að Trygg­inga­sjóður inn­stæðu­eig­enda í Nor­egi hafði veitt Glitni í Nor­egi lána­línu upp á fimm millj­arða norskra króna eftir að móð­ur­bank­inn á Íslandi féll til að hann gæti staðið af sér áhlaup. Þegar var búið að taka nokkur hund­ruð millj­ónir norskra króna út úr bank­anum þegar lána­línan var skyndi­lega aft­ur­kölluð eftir fund norska Seðla­bank­ans, norska fjár­mála­eft­ir­lits­ins og trygg­inga­sjóðs­ins um mál­efni Glitn­is. Í kjöl­farið var norski Glitnir settur í sölu­ferli sem stjórn hans í Nor­egi, ekki skila­nefnd Glitn­is, stýrði.

Nið­ur­staða þess sölu­ferlis varð sú að fyrr­nefndur spari­sjóða­hópur keypti á 5,5 millj­arða króna. Sá sem leiddi þær við­ræður fyrir spari­sjóða­hóp­inn var maður sem heitir Finn Haug­an. Hann var einnig fram­kvæmda­stjóri Spare­bank 1 SMN, spari­sjóðs sem keypti 25 pró­senta hlut í norska Glitni. Hann var einnig stjórn­ar­for­maður trygg­inga­sjóðs inn­stæðu­eig­enda í Nor­egi sem inn­kall­aði lána­línu Glitnis og krafð­ist þess að bank­inn yrði seld­ur. Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi Glitnis í Nor­egi var eig­in­fjár­staða bank­ans jákvæð um 3.147 millj­ónir norskra króna, 57,4 millj­arða króna, í lok sept­em­ber 2008. Kaup­verðið þegar hann var seldur þremur vikum síðar var þar af leið­andi um einn tíundi af eigin fé hans.

Það var því morg­un­ljóst að bank­inn hafði verið seld­ur, með vald­beit­ingu norskra yfir­valda, á verði sem var langt frá raun­virði hans. Það kom end­an­lega í ljós um ára­mótin 2008-2009 þegar nýju eig­end­urnir upp­færðu virði norska Glitn­is, sem þá hafði tekið upp nafnið BN Bank. Þá, tæpum tveimur mán­uðum eftir kaup­in, var bank­inn allt í einu verð­met­inn á tvo millj­arða norskra króna, eða um 36,5 millj­arða króna á þeim tíma. Norski við­skipta­vef­ur­inn www.DN.no kall­aði kaupin enda „ræn­ingja­kaup“.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði Finn Haugan að hann hefði vikið úr stjórn trygg­inga­sjóðs inn­stæðu­eig­enda þegar veit­ing lána­lín­unnar til Glitnis var veitt. „Ég veit ekki hversu lengi þessi lána­lína átti að vera í gildi en veit þó að hún átti að vera til staðar í tak­mark­aðan tíma. Móð­ur­bank­inn á Íslandi þurfti að selja Glitni hér í Nor­egi innan ákveð­ins tímara­mma sem var ákveð­inn af norskum stjórn­völd­um. Það gat hver sem er boðið í þennan banka og þónokkrir gerðu það. Hæsta til­boðið var 300 millj­ón­ir,“ sagði Haug­an. Hann taldi enn­fremur ekk­ert óeðli­legt við að virði norska Glitnis hefði hækkað jafn mikið á jafn skömmum tíma og raun bar vitni.

Þessi sala situr enn í mörgum á Íslandi og í þeim sem voru í kröfu­hafa­hópi Glitn­is. Þeim þykir enn sem norsk yfir­völd hafi beitt sér með óbil­gjörnum hætti til að kom­ast yfir verð­mæta eign. Salan átti sér hins vegar stað áður en kröfu­lýs­inga­frestur hófst og því gátu kröfu­haf­arnir sjálfir í raun ekki sagt að þeir hafi orðið fyrir tjóni.

Innan Glitnis var enn­fremur verið kannað ítar­lega hvort hægt sé að sækja ein­hvers konar bætur vegna þess­arar aðgerð­ar. Nið­ur­staða var sú að það þótti ráð­legt.

Frétta­skýr­ingin byggir að hluta til á efni sem birt­ist áður í bók­inni Ísland ehf - Auð­menn og áhrif eftir hrun eftir Magnús Hall­dórs­son og Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar