Mynd: skjáskot/Youtube

Árið 2018: United Silicon verður gjaldþrota, grunur um glæpi og átök um íbúalýðræði

Kísilmálmverksmiðja United Silicon var stöðvuð í fyrra, varð gjaldþrota í ár og fyrrverandi forvígismaður hennar er grunaður um margskonar glæpi. Lífeyrissjóðir hafa tapað milljörðum og íbúar vilja margir hverjir ekki sjá verksmiðjuna. Kjarninn fer yfir helstu fréttamál ársins 2018.

United Sil­icon, félag utan um rekstur kís­­il­­málm­­verk­smiðju, var sett í gjald­­­þrot 22. jan­úar síð­­­ast­lið­inn. Félagið hafði þá verið í greiðslu­­­stöðvun frá því í ágúst 2017.

Um miðjan febr­­úar náð­ist sam­komu­lag milli skipta­­­stjóra þrota­­­bús United Sil­icon og Arion banka um að bank­inn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félags­­­ins.

Hlut­hafar og kröf­u­hafar félags­­­­­ins hafa þurft að afskrifa stórar upp­­­­­hæðir vegna United Sil­icon það sem af er þessu ári. Arion banki hefur til að mynda þegar afskrifað 4,8 millj­­­­­­arða króna vegna verk­efn­is­ins. Bank­inn tók yfir hlutafé í United Sil­icon og bók­­­færir virði eign­anna á 5,4 millj­­­arða króna. Auk þess eru útistand­andi lánslof­orð  og ábyrgðir upp á um 900 millj­­­ónir króna.

Arion banki ábyrgð­ist rekstur United Sil­icon frá því að félagið var sett í greiðslu­­­stöðvun og fram að gjald­­­þroti og borg­aði um 200 millj­­­­­­ónir króna á mán­uði vegna rekstur þess á því tíma­bili.

En fleiri hafa tapað stórum fjár­­­hæð­­­um. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­­launa­­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­­manna (EF­Í­A). Þar nemur nið­­­­­­ur­­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­­sent­­­­­­um. Líf­eyr­is­­­­­­sjóð starfs­­­­­­manna Bún­­­­­­að­­­­­­ar­­­­­­banka Íslands (LS­BÍ) fjár­­­­­­­­­festir einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­­un­­­­­­ar­­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­­ar­­­­­túni.

Þá setti líf­eyr­is­­­­­sjóð­­­­­ur­inn Festa 875 millj­­­­­ónir króna í United Sil­icon. Hann hefur einnig fram­­­­­kvæmt var­úð­­­­­ar­n­ið­­­­­ur­­­­­færslu vegna verk­efn­is­ins.

Óásætt­an­leg mengun

Starf­­semi kís­­il­verk­smiðju United Sil­icon stöðvuð 1. sept­­em­ber í fyrra. eftir að Umhverf­is­­­­stofnun tók ákvörðun þess efn­­­­is. Óheim­ilt var að end­­­­ur­ræsa ofn verk­smiðj­unnar nema með skrif­­­­legri heim­ild frá stofn­un­inni að loknum full­nægj­andi end­­­­ur­­­­bótum og ítar­­­­legu mati á þeim. Það mat mun, líkt og áður sagði, taka allt að 20 mán­uði.

Í bréfi sem Umhverf­is­­­­stofnun sendi til for­svar­s­­­­manna United Sil­icon föst­u­dag­inn 19. jan­úar kom fram að ráð­­­­ast þurfi í úrbætur sem kosta um þrjá millj­­­­arða króna áður en að verk­­­­smiðjan fær að fara í gang að nýju. Í kjöl­farið var tekin ákvörðun um að setja félagið í þrot.

Marg­hátt­aðar afleið­ingar og nýjar deilur

Arion banki stofn­aði nýtt félagum starf­­­semi kís­­­il­verk­smiðj­unnar í Helg­u­vík sem fékk nafnið Stakks­berg. Mark­mið Arion banka var að vinna að úrbótum á verk­smiðj­unni og selja hana eins fljótt og auðið er. Fyrir lá að það myndi þó taka allt að 20 mán­uð­i. 

Og fleiri ljón reynd­ust í veg­inum en bara þau að gera verk­smiðj­una starfs­hæfa og láta hana upp­fylla sett skil­yrði. Mikil and­staða hefur byggst upp á meðal íbúa Reykja­nes­bæjar við frekarið stór­iðju í Helgu­vík. Sú and­staða snýr bæði að end­ur­ræs­ingu kís­il­málm­vers Stakks­bergs og fyr­ir­hug­aðri verk­smiðju félags­ins Thorsil á svæð­in­u. 

Vegna hennar hafa verið stofnuð félaga­sam­tökin „And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík“. Sam­tökin hafa staðið fyrir und­ir­skrifta­söfnun til að efna til bind­andi íbúa­kosn­inga vegna starf­semi Stakks­berg og Thorsil í Helgu­vík. Átakið fór m.a. fram á að beiðni Stakks­bergs um breyt­ingu á deiliskipu­lagi í Helgu­vík verði hafn­að.

Þá hafa sam­tökin falið lög­manni að óska eftir því við Umhverf­is­stofnun að starfs­leyfi Stakks­bergs verði aft­ur­kall­að. 

Sam­tökin telja einnig ljóst að stöðvun starf­sem­innar ein og sér sé ekki til þess fallin að ná því mark­miði að tryggja nauð­syn­legar úrbætur þannig að frá­vikin end­ur­taki sig ekki heldur sé nauð­syn­legt að starfs­leyf­is­veit­ing­ar­ferlið sé end­ur­tekið á réttum for­send­um. Aft­ur­köllun starfs­leyf­is­ins sé eina úrræðið sem getur náð því mark­miði að tryggja til fram­búðar að starf­semi verk­smiðj­unnar verði í sam­ræmi við lög.

Arion banki segir íbúa­kosn­ingu ólög­mæta og geta leitt til bóta­skyldu

Stakks­berg, og þar af leið­andi Arion banki, hefur ekki hug á því að beygja sig undir þessar ósk­ir. Kjarn­inn greindi frá því um miðjan des­em­ber að félagið teld­i að íbúa­kosn­ing um breyt­ingar á skipu­lagi á svæð­inu sem félagið hefur óskað eftir að láta vinna sé ekki lög­mæt. Í bréfi sem félagið sendi Skipu­lags­stofn­un, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að „slíkar umsóknir verði að afgreiða á grund­velli lög­mætra og mál­efna­legra sjón­ar­miða en ekki í vin­sæld­ar­kosn­ing­u.“ Nú stendur yfir und­ir­skrifta­söfnun Í Reykja­nesbæ þar sem kraf­ist er bind­andi íbúa­kosn­ingar vegna starf­semi kís­il­málm­verk­smiðja í Helgu­vík.

Í bréf­inu segir lög­maður Stakks­berg að þegar hafi verið fall­ist á starf­sem­ina sem hafi fengið öll leyfi og sé meðal ann­ars með gilt starfs­leyfi. „Verk­smiðjan hefur þegar verið byggð á lóð­inni fyrir um 22 millj­arða króna. Um er að ræða rétt­indi sem njóti verndar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar og atvinnu­rétt­indi sem njóti verndar 75. gr. stjórn­ar­skrár. Um slík rétt­indi verði ekki kosið í almennum kosn­ingum að mati Stakks­berg ehf.“

Verði kosið um mál­ið, og nið­ur­staða þeirrar kosn­ingar verði sú að starf­semi kís­il­málm­verk­smiðj­unnar verði hafn­að, þá telur Stakks­berg Reykja­nesbæ hafa bakað sér bóta­skyldu. Í bréf­inu segir að verði látin fara fram kosn­ing „og leiði hún til þess að ekki verði hægt að starf­rækja þá verk­smiðju sem þegar hefur verið byggð á lóð­inni mun það að mati Stakks­berg ehf. leiða af sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart eig­anda lóð­ar­inn­ar[...]­Sökin væri nokkuð aug­ljós enda um að ræða ásetn­ing til þess að koma í veg fyrir til­tekna starf­sem­i/­upp­bygg­ingu sem þegar hafði verið fall­ist á og hefði þegar leitt til veru­legrar fjár­fest­ing­ar.“

Ef skipu­lagi yrði breytt til að koma í veg fyrir starf­semi verk­smiðj­unnar myndi það leiða til veru­legs tjóns sem birt­ist meðal ann­ars í því að „verð­mæti fast­eign­ar­innar skerð­ist veru­lega, umfram það sem við á um sam­bæri­legar eignir í næsta nágrenni. Aug­ljóst má vera að skipu­lags­breyt­ing sem beind­ist beint gegn lóð­inni, einkum ef hún beind­ist ekki að lóð Thorsil, væri bóta­skyld. Mögu­legt væri einnig að krefj­ast yfir­töku eign­ar­innar í heild gegn greiðslu fulls verðs[...]Í þessu sam­bandi er minnt á að þegar unnin fjár­fest­ing í verk­smiðju Stakks­berg nemur um 22 millj­örðum króna.“

Grunur um glæpi

En ýmsir aðrir angar máls­ins eru óhnýtt­­ir. Í mars lögðu stjórnir þeirra líf­eyr­is­­sjóða sem fjár­­­fest höfðu í United Sil­icon fram kæru til hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara þar sem óskað var eftir það að emb­ættið tæki til rann­­­sóknar nokkur alvar­­­leg til­­­vik sem grunur leikur á að feli í sér refsi­verð brot af hálfu Magn­úsar Ólafs Garð­­­ar­s­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóra og stjórn­­­­­ar­­­manns United Sil­icon hf., og eftir atvikum ann­­­arra stjórn­­­enda, stjórn­­­­­ar­­­manna og starfs­­­manna félags­­­ins. 

Magnús Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Mynd: Skjáskot

Áður hafði stjórn United Sil­icon og Arion banki, stærsti kröf­u­hafi félags­­­ins, sent kærur vegna gruns um refsi­verða hátt­­­semi Magn­úsar til yfir­­­­­valda. Þetta var því þriðja kæran sem berst vegna gruns um brot hans.

í ágúst­lok greindi Kjarn­inn frá því að þrota­bú United Sil­icon hefði stefnt  Magn­úsi öðru sinni fyrir meint fjár­­­svik hans. Nýja málið sér­ist um 71 milljón króna sem Magnús á að hafa látið leggja inn á banka­­reikn­ing sinn í Dan­­mörku og nýtt í eigin þágu.

Þrota­­búið hafði áður stefnt Magn­úsi í byrjun árs 2018 vegna meints fjár­­­dráttar upp á rúm­­lega hálfan millj­­arð króna. Sam­­kvæmt skýrslu sem KPMG vann fyrir þrota­­bú­ið, og Kjarn­inn greindi ítar­­lega frá í jan­úar síð­­ast­liðnum í röð frétta­­skýr­inga, kom fram að alls sé Magnús grun­aður um að hafa dregið að sér 605 millj­­ónir króna.

Sam­­kvæmt skýrsl­unni er rök­studdur grunur um að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­­stjóri United Sil­icon, falsað reikn­inga og und­ir­­skrift­ir, átt við lána­­samn­inga og búið til gervi­­lén í við­­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar