Landeigandi vill láta stjórnina borga fyrir bjórinn

Landeigandi á Vestur- Jótlandi segir dönsku ríkisstjórnina ábyrga fyrir skemmdum sem bjór hefur valdið á eigum hans. Bjórinn, sem hvorki heitir Carlsberg né Tuborg, kærir sig kollóttan og heldur iðju sinni áfram.

wildlife-zoo-mammal-rodent-fauna-whiskers-625683-pxhere.com.jpg
Auglýsing

18. des­em­ber sl. hófust í Lands­rétt­inum í Viborg á Jót­landi rétt­ar­höld. Stefn­and­inn er Finn And­er­sen-Fruedahl land­eig­andi, búsettur í Møborg á Vest­ur­-Jót­landi en þar eð sá stefndi, bjór­inn, kann hvorki að lesa né skrifa, hvað þá að hlýða, er danska Umhverf­is­stofn­unin full­trúi hans við rétt­ar­höld­in. 

Land­eig­and­inn tap­aði mál­inu fyrir bæj­ar­rétti en ætlar ekki að gef­ast upp fyrir bjórn­um. Eða betur sagt bjór­un­um, því kæran bein­ist gegn fleirum en ein­um.

Kom fyrst til Dan­merkur fyrir 10 – 12 þús­und árum

Talið er að bjór­inn (Castor fiber á lat­ínu, evr­ópski bjór­inn) hafi komið frá Þýska­landi til Dan­merkur um það leyti sem síð­ustu ísöld lauk eða fyrir 10 til 12 þús­und árum. Hann var ekki eini land­nem­inn því ásamt honum komu birn­ir, elgir og lík­lega fleiri dýr. Sér­fræð­ingar telja öruggt að bjór­inn hafi verið víðs­vegar um Dan­mörku, þar á meðal á Borg­und­ar­hólmi. Ekki er vitað um stærð stofns­ins, en talið að hann hafi verið mjög stór.

Auglýsing
Bjórinn er nag­dýr, sem lifir í vötnum og ám og er græn­metisæta. Heldur sig yfir­leitt nálægt landi og er iðinn við stíflu­gerð. Hrúgar þá saman trjá­grein­um, stórum og smá­um, er mjög iðinn og vinnu­sam­ur. Þegar bjór hefur fundið sér maka heldur parið saman meðan bæði lifa. Parið eign­ast yfir­leitt afkvæmi, oft­ast tvö til þrjú, einu sinni á ári og með­göngu­tím­inn er rúmir hund­rað dag­ar. Líf­tími hvers dýrs er að jafn­aði um það bil átta ár. 

Bjór­inn er græn­met­is- og trj­á­æta nær­ist einkum á berki og lauf­blöð­um, hrifn­astur af birki. Hann fellir tré til að ná sér í fæðu, og stíflu­gerð­ar­efni, velur gjarna lítil og grann­vaxin tré en vílar ekki fyrir sér að fella tré allt að sex­tíu senti­metrum í þver­mál. Þegar hann ræðst til atlögu við stærri tré nagar hann oft­ast mjög nákvæm­lega út frá „byrj­un­ar­reitn­um“ í hring bæði ofan og neðan þannig að nag­svæðið lík­ist helst stunda­glasi. Sér­fræð­ingar róma snilli hans við þessa iðju og segja nákvæmni hans við nagið aðdá­un­ar­verða. 

Tré sem fellt hefur verið af bjór. Þ.e. dýrinu bjór. Mynd: WikipediaBjór­inn vill helst halda sig á sama svæði en flytur sig til ef nauð­syn kref­ur, til dæmis vegna fæðu­öfl­un­ar. Bjór­inn gætir þess ætíð að inn­gang­ur­inn að „heim­il­inu“ sé undir vatns­borði, þannig koma engir óboðnir og óæski­legir gestir í heim­sókn.

Var næstum útrýmt fyrir þús­und árum

Fyrir um það bil þús­und árum var bjórnum útrýmt í Dan­mörku eins og reyndar mörgum öðrum lönd­um. Dýrin voru eft­ir­sótt vegna kjöts­ins og ekki síður felds­ins (bjórs­ins) sem er bæði þykkur og hlýr. 

Snemma á síð­ustu öld var bjór­inn alfrið­aður í Evr­ópu, þá var ein­ungis vitað um til­vist hans í Nor­egi, Rúss­landi, Þýska­landi og Frakk­landi, lít­ill stofn í hverju landi. Eftir frið­un­ina náði stofn­inn sér smám saman á strik og telur nú í heild um það bil 350 þús­und dýr.

18 dýr til Dan­merkur árið 1999

Dönsk stjórn­völd fengu, árið 1999, leyfi hjá þýskum stjórn­völdum til að flytja níu bjórpör, sem haldið höfðu til við Sax­elfi, til Vest­ur­-Jót­lands, á svæði við Kloster­hede. Rök­semdin fyrir því að fá þessi dýr til Dan­merkur var fyrst og fremst sú að auka fjöl­breytni dýra­lífs­ins. Nokkrum árum síðar voru nokkur dýr, einnig frá Þýska­landi, flutt til Norð­ur­-­Sjá­lands. 

Auglýsing
Talið er að danski bjór­stofn­inn telji nú rúm­lega 200 dýr, á Vest­ur­-Jót­landi heldur hann sig að mestu á þeim svæðum þar sem honum var komið fyrir árið 1999 en eftir því sem dýr­unum fjölgar stækkar útbreiðslu­svæð­ið.

Land­eig­andi fer í mál

Þegar bjór­arnir átján voru fluttir til Vest­ur­-Jót­lands var þeim komi fyrir á stóru nátt­úru­vernd­ar­svæði í eigu rík­is­ins við Kloster­hede. Hafi það verið ætlun stjórn­valda að bjór­arnir héldu sig ein­ungis á þess­ari rík­is­jörð og ætu og nög­uðu ein­ungis tré í eigu danska rík­is­ins varð fljót­lega ljóst að bjór­arnir virtu slíkar hug­myndir að vettugi.

Fjórum árum eftir kom­una til Kloster­hede voru þeir farnir að sækja í tré og runna á landi Finn And­er­sen- Frueda­hl, þrettán hekt­ara trjá­rækt­ar­svæði, skammt frá Kloster­hede. Hann kvart­aði til dönsku Umhverf­is­stofn­un­ar­inn­ar, starfs­maður þaðan kom og stað­festi að kvörtunin væri á rökum reist, bjór­arnir létu sér ekki nægja rík­is­gróð­ur­inn heldur sæktu í tré á land­ar­eign Finn And­er­sen- Fruedahl. 

Þegar land­eig­and­inn spurði hvað væri til ráða var fátt um svör, annað en að bjór­inn væri friðuð skepna. Ítrek­aðar kvart­anir Finn And­er­sen- Fruedahl báru engan árang­ur, bjór­arnir kunnu ber­sýni­lega vel við trjá­gróður hans og föllnu og nög­uðu trjánum fjölg­aði sífellt. Að lokum fór svo að Finn And­er­sen-Fruedahl var nóg boðið og ákvað að stefna bjór­un­um, eða rétt­ara sagt full­trúa þeirra, danska rík­inu, og fara fram á bæt­ur.

Tap­aði í bæj­ar­rétt­inum

Stefna Finn And­er­en- Fruedahl gegn dönsku Umhverf­is­stofn­un­inni (fyrir hönd rík­is­ins og bjór­anna) kom fyrir Bæj­ar­rétt í Hol­stebro fyrir rúmu ári. Þar tap­aði Finn And­er­sen- Fruedahl mál­inu og í nið­ur­stöðu dóm­ara sagði að þar sem bjór­inn væri friðuð skepna bæri rík­inu ekki að greiða bætur vegna skemmda og tjóns sem hann kynni að valda. Við rétt­ar­höldin kom fram að ef Finn And­er­sen- Fruedahl hefði sett girð­ingar á til­tekna staði á land­ar­eign­inni, væri ólík­legt að bjór­arnir hefðu valdið tjóni á trjá­gróðri. 

Land­eig­and­inn gaf lítið fyrir þessa rök­semda­færslu, sagði engar sann­anir fyrir því að bjór­arnir létu af hátt­semi sinni þótt ein­hverjar girð­ingar væru til stað­ar. Auk þess hefði aldrei verið á það minnst að hann þyrfti að girða til­tekin svæði á land­ar­eign­inni. Hann myndi áfrýja nið­ur­stöðu Bæj­ar­rétt­ar­ins.

Ætlar ekki að gef­ast upp

Eins og áður var getið hófust mála­ferlin fyrir Lands­rétti í Viborg 18. des­em­ber. Finn And­er­sen- Fruedahl sagð­ist í við­tali við Lem­vig Fol­kebla­det vera mjög bjart­sýnn á að Lands­rétt­ur­inn myndi snúa nið­ur­stöðu Bæj­ar­rétt­ar­ins við. 

Dóm­ur­inn í Lands­rétti verður kveð­inn upp 15. jan­úar 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar