Mynd: Bára Huld Beck

Svona ætlar ríkisstjórnin að leysa húsnæðisvandann

Átakshópur forsætisráðherra um bætta stöðu á húsnæðismarkaði hefur skilað 40 tillögum til úrbóta. Þær fela m.a. í sér aukin stofnfjárframlög í almenna íbúðakerfið, auknu samstarfi um frekari uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulága og hröðun á lagningu Borgarlínu. Þá stendur til að einfalda regluverk, lækka byggingarkostnað og auka leiguvernd.

Átaks­hópur sem for­sæt­is­ráð­herra skip­aði um aukið fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næð­is­mark­aði hefur skilað af sér til­lögum. Þær voru kynntar á frétta­manna­fundi í Hann­es­ar­holti klukkan 14 í dag. Skýrsl­unnar hefur verið beðið með umtals­verðri eft­ir­vænt­ingu enda þykja mögu­legar aðgerðir yfir­valda í hús­næð­is­málum vera lyk­il­breyta í því að höggva á þann hnút sem er til staðar í kjara­við­ræð­um. Full­trúar stórra laun­þega­hreyf­inga hafa ítrekað sagt að ríkið verði að koma að borð­inu í þeim við­ræðum með aðgerðir í hús­næð­is-, skatta- og bóta­málum ef draga eigi úr þeim launa­kröfum sem fram hafa verið settar í kröfu­gerð­um. Því veltur mikið á því hver við­brögð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar verða við til­lög­un­um.

Í tengslum við vinnu hóps­ins var unnin grein­ing á þörf fyrir íbúðir á lands­vísu. Nið­ur­staðan var sú að óupp­fyllt íbúða­þörf á land­inu öllu sé nú á bil­inu fimm til átta þús­und íbúð­ir. Mikil upp­bygg­ing sé hins vegar fyr­ir­huguð á næstu árum og er áætlað að um tíu þús­und íbúðir verði byggðar á árunum 2019 til 2021. Það muni skila því að íbúða­þörf muni minn­ka, en verði samt sem áður um tvö þús­und í byrjun árs 2022.

Fyrir liggur að mikið af þeim íbúðum sem nú eru í bygg­ingu henta ekki þeim hópum sem eru í mestum vand­ræðum á hús­næð­is­mark­aði, þ.e. tekju- og eigna­lág­um. Til merkis um það er til að mynda stór hluti lít­illa íbúða sem eru í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í hverfum þar sem fer­metra­verð er hvað hæst. Í sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem fer­metra­verð er lægra eru hins vegar byggðar stærri íbúð­ir, sem henta við­kvæm­asta hópnum ekki held­ur.

Hóp­ur­inn hóf störf 5. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Hann skip­uðu full­trúar heild­ar­sam­taka á vinnu­mark­aði, full­trúar sveit­ar­fé­laga og full­trúar for­sæt­is-, fjár­mála- og efna­hags- og félags­mála­ráðu­neyt­is. For­menn hóps­ins voru Anna Guð­munda Ingv­ars­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs, og Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna. 

Til­lög­urnar sem hóp­ur­inn setur fram eru 40 tals­ins í sjö mis­mun­andi flokk­um. Að uppi­stöðu er um að ræða til­lögur sem hafa áður komið fram í umræð­unni um hús­næð­is­vand­ann, annað hvort form­lega eða óform­lega, eða eru þegar komnar í fram­kvæmd að ein­hverju leyti. Hér að neðan verða til­lögur hvers flokks raktar sér­stak­lega.

Almennar íbúðir

Almenna íbúða­kerfið er til­raun til að end­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­lega hús­næð­is­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­legum íbúðum fækk­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

Almennar íbúðir fá stofn­fram­lög sam­kvæmt lögum og til­gangur þeirra er að auka hús­næð­is­ör­yggi efna­minni fjöl­skyldna. Hug­myndin er að skapa fram­boð af íbúðum sem hægt er að leigja þannig að kostn­að­ur­inn verði ekki umfram 25 pró­sent af tekj­um.

Í skýrsl­unni kemur skýrt fram að hjá Bjargi íbúða­fé­lagi, sem er stór­tæk­ast í upp­bygg­ingu almennra íbúða, sé það þannig að umsækj­endur séu margir hverjir það tekju­lágir að það mark­mið náist ekki. Til að ýta hús­næð­is­kostn­aði þeirra niður fyrir fjórð­ung af tekjum þá þarf annað hvort hag­kvæm­ari fjár­mögnun á upp­bygg­ingu hús­næð­is­ins eða að hækka stofn­fram­lag­ið.

Til­lögur hóps­ins í þessum flokki eru nokkr­ar. Hann leggur til að að ríki og sveit­ar­fé­lög auki stofn­fram­lög sín til almennra íbúða á næstu árum, að verk­efni sem eru í námunda við góðar almenn­ings­sam­göngur verði sett í for­gang við ráð­stöfun slíkra fram­laga, að lög­festa skyldu sveit­ar­fé­laga til að taka þátt í upp­bygg­ingu á almennum leigu­í­búðum og að ráð­stafa í skipu­lagi fimm pró­sent af bygg­inga­magni á nýjum reitum til upp­bygg­ingar á félags­legu leigu­í­búða­hús­næð­i., að tekju­mörk þeirra sem geta nýtt sér almenna íbúða­kerfið verði end­ur­skoðuð og muni taka mið af tveimur lægstu tekju­fimmt­ung­um, að fjár­magns­kostn­aður stofn­fram­laga verði lækk­að­ur, að stærri hluti þeirra komi til útgreiðslu við sam­þykkt umsóknar og að stofn­fram­lags­höfum verði heim­iluð að fjár­magna sig með útboði sér­tryggðra skulda­bréfa.

önnur upp­bygg­ing fyrir tekju­lága

Þá verður leitað eftir sam­starfi stétt­ar­fé­laga, Sam­taka atvinnu­lífs­ins og líf­eyr­is­sjóða um fjár­mögnun á hús­næð­is­fé­lag­inu Blæ, sem er óhagn­að­ar­drifið leigu­fé­lag sem stofnað var af ASÍ og BSRB til að tryggja fram­boð á við­un­andi hús­næði á við­ráð­an­legu verði fyrir milli­tekju­hópa til leigu eða kaups.

Engin útfærsla er þó lögð til um hvernig það félag verði fjár­magnað en gert er ráð fyrir því að óhagn­að­ar­drifin hús­næð­is­fé­lög verði hluti af upp­bygg­ingu hús­næð­is­mark­aðar á næstu árum, meðal ann­ars með því að koma að upp­bygg­ingu íbúða sem henta úrræðum stjórn­valda um sér­tækar aðgerðir til að auð­velda ungu og tekju­lágu fólki að kaupa sér íbúð­ar­hús­næði.

Leigu­vernd

Um 35 þús­und heim­ili á Íslandi eru á leigu­mark­aði og heim­ilum sem eru á honum fjölg­aði um 60 pró­sent milli áranna 2006 og 2016 á meðan að heild­ar­fjöldi heim­ila í land­inu jókst um 14 pró­sent. Því liggur fyrir að þeim sem eru á leigu­mark­aði hefur fjölgað gríð­ar­lega á örfáum árum og flestir þeirra sem þar eru myndu helst ekki vilja vera á þeim mark­aði.

Ástæða þess er tví­þætt: ann­ars vegar er hús­næð­is­ör­yggi mun minna á leigu­mark­aði en eigna­mark­aði og hins vegar hefur leigu­verð hækkað mikið á und­an­förnum árum sem hefur komið verst við tekju­lægstu hópa sam­fé­lags­ins. Þá hópa sem þurfa að vera á leigu­mark­aði.

Til­lögur átaks­hóps­ins miða að því að auka leigu­vernd og tryggja þar með örugg­ari leigu­mark­að. Hann leggur til að ákvæði húsa­leigu­laga verði end­ur­skoðuð þannig að rétt­ar­staða leigj­enda verði bætt, að hafið verði fræðslu­á­tak um rétt­indi og skyldu leigj­enda og leigusala, að áhersla verði lögð á skrán­ingu leigu­samn­inga í opin­bera gagn­runna, að sveigj­an­leiki í útleigu á hluta hús­næðis verði auk­inn, veita sveit­ar­fé­lög um heimil til að breyta flokkun íbúða og auka stuðn­ing við hags­muna­sam­tök leigj­enda.

Skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál

Hóp­ur­inn telur að stór­auka þurfi sam­vinnu stjórn­valda og ann­arra sem koma að skipu­lags-, bygg­ing­ar- og hús­næð­is­mál­um, meðal ann­ars með því að auka þátt raf­rænnar stjórn­sýslu. Þá þurfi að ráð­ast í sér­tækar aðgerðir til að lækka bygg­ing­ar­kostnað og að sveit­ar­fé­lögum verði gert heim­ilt að setja skil­yrði um hlut­fall leigu­hús­næðis líkt og þekk­ist í Dan­mörku. Í skýrsl­unni segir að fyrir liggi „að tals­verður fjöldi fólks býr við óvið­un­andi aðstæður í ósam­þykktu og óskráðu hús­næði og heim­il­is­leysi hefur auk­ist til muna. Nauð­syn­legt er að bregð­ast við þess­ari stöðu og í því skyni er lagt til að heim­ildir í lögum fyrir búsetu­úr­ræði sem geti gagn­ast til skamms tíma verði aukn­ar“.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshópinn.
Mynd: Bára Huld Beck

Hóp­ur­inn leggur til að mynd­aður verði  sam­starfs­vett­vangur stjórn­valda og ann­arra hags­muna­að­ila til að auka yfir­sýn yfir skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál og raf­ræna stjórn­sýslu, að ráð­ist verði í ein­földun á reglu­verki skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála, að hið flókna ferli á breyt­ingum á deiliskipu­lagi verði ein­fald­að, að sveigj­an­leiki í deiliskipu­lagi og skipu­lags­málum verði auk­inn, að ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerðar verði færð nær því sem þekk­ist á Norð­ur­lönd­unum og að hönn­un­ar­gögnum verði skilað raf­rænt, til dæmis í gegnum bygg­ing­ar­gátt.

Þá er lagt til að mat á þörf fyrir rýni hönn­unar og fram­kvæmda­eft­ir­lit verði látið styðj­ast við ákveðna flokkun mann­virkja, að komið verði á útvistun bygg­inga­eft­ir­lits að fyr­ir­mynd Norð­manna, að í skipu­lags­lög­gjöf verði skil­greint og heim­ilt að útbúa íbúð­ar­hús­næði til skamm­tíma­nota á athafna­svæð­um, að end­ur­greiðsla virð­is­auka­skatts af vinnu á verk­stað verði aukin í 100 pró­sent og að sveit­ar­fé­lögum verði tryggðar heim­ildir í lögum til að gera kröfu um að allt að 25 pró­sent af bygg­ing­ar­magni sam­kvæmt nýju deiliskipu­lagi verði fyrir almennar íbúð­ir, félags­legar íbúðir eða aðrar leigu­í­búð­ir.

Sam­göngur

Hóp­ur­inn kemst að þeirri nið­ur­stöðu að það þurfi að huga að hag­kvæmri sam­göngu­þjón­ustu með auknu og betra fram­boði á almenn­ings­sam­göng­um. ÞAð dragi úr umhverf­is­á­hrif­um, kostn­aði við bíla­stæði og sam­göngu­kostn­aði íbúa.

Hann leggur því til að upp­bygg­ing leigu­í­búða fyrir tekju­lága taki fyrst og fremst mið af þörfum fjöl­skyldna og ein­stak­linga með til­liti til atvinnu og hag­kvæmni búsetu, að upp­bygg­ingu borg­ar­línu verði hraðað í ljósi mik­illar upp­bygg­ingar íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og vaxta­svæðum á næstu árum, að fram­kvæmdum á stofn­brautum umhverfis höf­uð­borg­ar­svæðið verði hrað­að, að gjald­svæði almenn­ings­sam­gangna á vaxt­ar­svæðum verði sam­ræmd og ein­földuð og að tek­inn verði upp sér­stakur sam­göngupassi sem veittur sé náms­mönnum og leigj­endur undur  tekju- og eign­ar­mörkum almenna hús­næð­is­kerf­is­ins.

Rík­i­s­lóðir

Hóp­ur­inn horf­ir, líkt og aðrir hafa áður gert,  til Keldna og Keldna­holts, stórs land­svæðis innan borg­ar­marka Reykja­víkur sem er í eigu rík­is­ins, sem þró­un­ar­svæðis fyrir íbúð­ar­byggð.

Hann leggur til að ríkið og Reykja­vík­ur­borg nái sam­komu­lagi um að hefja skipu­lagn­ingu Keldna­lands, m.a. með mark­mið um félags­lega blönd­un, og semji í fram­haldi um eign­ar­hald og fram­kvæmd­ir. Tekið verði mið af því að hefja skipu­lagn­ingu á land­inu á árinu 2019 og að til bygg­ingar komi sam­hliða öðrum áfanga Borg­ar­línu.

Upp­lýs­inga­miðlun

Að lokum leggur hóp­ur­inn til að utan­um­hald og söfnun upp­lýs­inga um hús­næð­is­mál verði bætt. Þær upp­lýs­ingar liggi nú og víða og séu oft ósam­an­burð­ar­hæfar eða óað­gengi­leg­ar.

Lagt er til að sam­starf opin­berra stofn­ana sem safna slíkum upp­lýs­ingum verði auk­ið, að notkun bygg­ing­ar­gáttar Mann­virkja­stofn­unar verði gerð að laga­skyldu, að stjórn­völd og sveit­ar­fé­lög leggi sér­staka áherslu á vinnslu hús­næð­is­á­ætl­ana og að hafið verði átak til að safna upp­lýs­ingum um fjölda óskráðra íbúða og að hag­rænir hvatar sem leiða til þess að eig­endur óskráðra íbúða sjái sér haf í því að íbúð komi fram í opin­berum skrán­ingum verði skil­greind­ir.

Þá e lagt til að lög­festar verði bygg­ing­ar­gáttar Mann­virkja­stofn­unar verði gerð að laga­skyldu, að skil­grein­ingar á mats­stigum og bygg­ing­ar­stigum verði yfir­farnar með ein­földun í huga og að almennar hús­næð­iskann­anir á lands­vísu verði reglu­bund­inn þáttur í upp­lýs­inga­öflun hins opin­bera sem hægt verði að leggja til grund­vallar við þarfa­grein­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar