Öryrkjar skildir eftir í fátækragildru
Þegar verið er að taka ákvarðanir um hækkun á örorkulífeyri milli ára er stuðst við spá um launaþróun. Sú spá er oftast nær lægri en raunveruleg hækkun launa milli ára. Auk þess hafa stjórnvöld ítrekað breytt þeim viðmiðum sem þau styðjast við þegar þau skammta öryrkjum bótahækkunum. Niðurstaðan er sú að gríðarlega kjaragliðnun hefur átt sér stað. Framfærsla öryrkja hefur setið eftir og aukið á þegar slakar aðstæður flestra þeirra sem treysta á hana til að hafa í sig og á.
Um 21 þúsund manns eru með 75 prósent örorku- og endurhæfingarmat á Íslandi. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast frá aldarmótum, eða um 500 að meðaltali á ári. Um 30 prósent hópsins eru undir fertugu. Þessi hópur á mjög erfitt með að sækja sér bjargir annars staðar en í almannatryggingakerfið, þar sem íslenskur vinnumarkaður tekur lítið sem ekkert við fólki með skerta starfsgetu og bætur sem ríkissjóður greiðir skerðast mjög hratt ef öryrkjar reyna að vinna. Þannig er frítekjumark atvinnutekna til að mynda 109.600 krónur og hefur verið óbreytt í áratug. Ef það hefði fylgt verðlagshækkunum væri frítekjumarkið rúmlega 151 þúsund krónur.
Lágmarksframfærslutrygging þeirra sem fá örorku- og endurhæfingarlífeyri er 247.183 krónur hjá þeim sem fá ekki greidda heimilisuppbót, en 310.800 krónur hjá þeim sem fá slíka.
Það þarf ekki að leggja lengi saman til að komast að þeirri niðurstöðu að um fátæktrargildru sé að ræða sem erfitt er að komast út úr. Ytri aðstæður, eins og hækkandi húsnæðiskostnaður, sem fjallað er um hér í hliðarefni að neðan, ýkja síðan þessa stöðu enn frekar.
Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður kjarahóps Öryrkjabandalags Íslands, skrifaði pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni þann 29. janúar síðastliðinn þar sem hann lýsti aðstæðum öryrkja sem vill vinna, og hvað það þýðir fyrir slíkan.
Tl;dr: Ef hið opinbera vill að öryrkjar vinni meira gerið kerfið þá þannig að það borgi sig fyrir öryrkjann. Að venju...
Posted by Bergþór H. Þórðarson on Tuesday, January 29, 2019
Lífeyrir hækkar ekki í samræmi við lög
Á Íslandi eru í gildi lög um almannatryggingar, sem ákvarða hver örorkulífeyrir eigi að vera. Í þeim, nánar tiltekið í 69. grein þeirra, er fjallað um hver almenn hækkun bóta almannatrygginga eigi að vera. Þar segir að þær bætur skuli „breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“
Ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sem flutt var vegna málsins sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. [...] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“
Textinn í lögunum er nokkuð skýr. Lífeyrinn á að fylgja launaþróun í landinu og verðbólga, sem er mæld með vísitölu neysluverðs, á ekki að geta étið virði bótana upp. Ef allt væri í samræmi við lagatextann ættu því kjarabætur öryrkja á hverju ári að vera hið minnsta hærri en verðbólga hvers árs, og ef hún er lægri hlutfallstala en hækkun launa þá eiga bæturnar að halda í við þá launaþróun.
Þannig hefur málum þó ekki verið háttað. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands,sem sýna þróun vísitalna milli ára frá janúarmánuði hvers árs, kemur skýrt fram að örorkulífeyrir hefur hækkað langtum minna en önnur laun í landinu á síðustu 20 árum. Frá árinu 1998 hefur hækkun örorkulífeyris einungis þrívegis verið hærri en annað hvort launaþróun eða verðbólga. Í alls 19 ár á því tímabili hefur hækkun örorkulífeyris hins vegar verið lægri en þróun þessara tveggja viðmiða. Við það hefur átt sér stað kjaragliðnun.
Á mannamáli þýðir það að kjör öryrkja hafa oftar en ekki setið eftir á meðan að kjör annarra hafa batnað. Frá árinu 1998 nemur þessi kjaragliðnun 59,4 prósentum, samkvæmt tölum sem unnar hafa verið fyrir Málefnahóp Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál. Frá árinu 2007 hefur gliðnunin verið 28,4 prósent.
Mikið ógagnsæi
Öryrkjar og aðrir lífeyrisþegar hafa lengi bent á þessa stöðu, að þeir hafi verið skildir eftir í kjaraþróun á nánast hverju ári. Þrátt fyrir að talsmenn þessara hópa telji ákvæði laga nokkuð skýrt þá hefur þessi þróun haldið áfram.
Ástæðuna er að finna í því að hækkun bóta almannatrygginga er breytt í samræmi við fjárlög hverju sinni. Þar sem fjárlög eru eðli málsins samkvæmt gerð fyrir komandi ár byggja ákvarðanir á hækkun bóta því á mati um hver launaþróun mögulega verði. Hver skilgreining á launaþróun sé er ekki fjallað um í lögunum. Öryrkjabandalagið hefur talið að eina rökræna leiðin til að finna slíka út sé að miða einfaldlega við vísitölu launa. Því hafa fjármálaráðherrar hvers tíma verið ósammála, þótt ekki hafi verið samræmi í því hvernig þeir hafa hagað sínum útreikningum.
Í skýrslu sem Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun, sem síðar settist um stund í stól fjármála- og efnahagsráðherra, vann fyrir Öryrkjabandalagið á árunum 2012 og 2013 kom fram að hann hefði leitað eftir skýringum um hvernig staðið væri að útreikningi á breytingunni á ári víða. Hvorki velferðarráðuneytið né Tryggingastofnun sögðust búa yfir vitneskju um hvernig það væri gert. Í skýrslu Benedikts segir: „Í lok mars 2012 fékk Öryrkjabandalag Íslands svar við fyrirspurn um málið frá Fjármálaráðuneytinu. Af því svari má ráða að ekki eru nákvæmar, handfastar reglur um hvernig þetta skuli gert, heldur miðað við mat á ári hverju. Þó virðist sem litið sé til almennra, umsaminna launahækkana, spár um launahækkanir og verðlagsbreytingar næsta árs skv. forsendum fjárlagafrumvarps.“
Benedikt sagði í skýrslunni að þetta fyrirkomulag á útreikning bóta væri ekki heppilegt því það væri ekki gagnsætt hvernig bótagrundvöllurinn væri metinn. Hann taldi mikilvægt að stuðst væri við viðmið sem reiknað væri af öðrum en fjármálaráðuneytinu, t.d. Hagstofu Íslands sem reiknar út vísitölu launa.
„Ef reglurnar eru gagnsæjar er auðvelt að sjá hvort bætur hafi verið skertar eða bætt við þær með pólitískum ákvörðunum, en með núverandi fyrirkomulagi er þetta óþörfum vafa undirorpið. Einnig þarf að hafa í huga að greiddar bætur ráðast af ýmsu, t.d. öðrum tekjum bótaþega og skerðingarreglum,“ skrifaði Benedikt.
Stuðst við óskilgreint launaskrið
Ljóst má vera að lítið hefur verið gert með þessar ábendingar Benedikts. Fyrir rúmu ári spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um það með skriflegri fyrirspurn hvaða forsendur lægju að baki útreikningum hækkunar á bótum almannatrygginga, sem voru 4,7 prósent samkvæmt fjárlögum þess árs.
Í svari Bjarna sagði að það væri mat hverju sinni í fjárlagagerðinni „hvernig taka skuli mið af launaþróun en almennt má segja að gengið sé út frá meðalhækkunum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að teknu tilliti til þess hvenær hækkanirnar taka gildi á árinu. Þessi viðmið hafa því falið í sér að tekið hefur verið mið af meðalbreytingum á vinnumarkaðnum í heild fremur en af hækkun einstakra hópa, t.d. hinna lægst launuðu. Líkt og fram kemur í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2018 var gengið út frá 4,7 prósent hækkun á bótum almannatrygginga fyrir árið 2018 með hliðsjón af spá um launaþróun. Ákvörðun um hækkun bótanna tók mið af spá Hagstofu Íslands um þróun launavísitölu milli áranna 2017 og 2018 að frádregnu launaskriði.“
Kjarninn hefur undir höndum fyrirspurn frá Öryrkjabandalagi Íslands til Hagstofu Íslands, sem send var með tölvupósti í nóvember 2018, þar sem leitað er eftir því hvort fyrir liggi skilgreining á hugtakinu launaskriði hjá stofnuninni. Í svari Hagstofunnar kemur fram að Hagstofan hafi „því miður“ ekki lagt mat á svokallað launaskrið umfram kjarasamninga. Þar segir enn fremur að engin ein skilgreining sé til um hugtakið launaskrið og að skilningur sé oft ólíkur milli aðila.
Með öðrum orðum er notkun á hugtakinu „launaskrið“ undir þeim komið sem setur það fram.
Kvartað til umboðsmanns
Öryrkjabandalagið hefur verið mjög ósátt með það að óskilgreint „launaskrið“ hafi verið dregið frá launavísitölu þjóðhagsspár Hagstofu Íslands þegar hækkun greiðslna til skjólstæðinga þeirra var ákveðin við fjárlagagerð síðasta árs. Og raunar er það mjög ósátt með það að ekkert samræmi virðist vera í því hvernig breytingar á lífeyri milli ára. Árið 2018 var til að mynda lögð til hækkun um 4,7 prósent en samkvæmt fjárlagafrumvarpi átti launaþróun að hækka um 6,3 prósent. Ástæðan fyrir þessari lækkun var að áðurnefnt en óskilgreint „launaskrið“ yrði dregið frá launaþróuninni.
Húsnæðismarkaður gerir slæma stöðu verri
Samhliða því að greiðslur til öryrkja hafa ekki hækkað í samræmi við almenna launaþróun þá hefur átt sér stað þróun á íslenskum húsnæðismarkaði sem hefur reynst þessum hópi afar óhagstæð. Birtingarmyndir þess eru nokkrar. Til dæmis hefur leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu tvöfaldast á rúmlega átta árum. Á síðustu tveimur árum hefur það hækkað um meira en 30 prósent. Í könnun sem gerð var fyrir Íbúðalánasjóð í fyrra kom fram að þriðji hver leigjandi borgi meira en helming af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og fáir þeirra geta safnað sér sparifé vegna hás leigukostnaðar. Einungis 14 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði vilja vera þar. Þeir sem eru líklegastir til að vera á leigumarkaði eru lágtekjuhópar, eins og t.d. öryrkjar.
Staðan er ekkert mikið betri á kaupendamarkaði. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði til að mynda um 105 prósent í krónum talið frá byrjun árs 2011 og fram í desember 2018, eða á átta árum. Það hefur gert það að verkum að til þess að kaupa sér fasteign þarf nú helmingi fleiri krónur í útborgun en áður, sem erfitt er að safna sér upp þegar tekjurnar duga vart fyrir framfærslu.Í fjárlagafrumvarpi ársins 2019, sem samþykkt var í desember síðastliðnum, var lagt til að lífeyrir myndi hækka um 3,4 prósent en þá var stuðst við allt annan rökstuðning og sagt að um væri að ræða 0,5 prósent kjarabót umfram áætlaða 2,9 prósent verðbólgu.
Í desember 2018 sendi það kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna málsins og sagði þar að það teldi framkvæmd og tillögugerð ráðuneytisins vegna breytinga á fjárhæðum
lífeyris almannatrygginga við fjárlagagerð væri ekki í samræmi við lög um almannatryggingar. „Engin festa er í framkvæmdinni sem er ógagnsæ og virðist oft á tíðum sem það sé háð tilviljunum hvernig niðurstaða er fengin. Telur ÖBÍ því fullt tilefni til þess að umboðsmaður Alþingis taki til skoðunar stjórnsýslu ráðuneytisins við ákvörðun þeirrar tillögu að fjárhæð lífeyris sem lögð er fyrir Alþingi í formi fjárlagafrumvarps ár hvert. Þótt endanlegt ákvörðunarvald sé í höndum Alþingis þá er ljóst að Alþingi á að geta treyst því að tillögur ráðuneytisins séu í samræmi við lög.“
Ráðuneytið ekki svarað erindinu
Umboðsmaður sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf dagsett 18. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði frekari skýringa á málinu áður en tekin yrði frekarið ákvörðun um meðferð á kvörtuninni. Í því óskaði embættið eftir því að ráðuneytið rökstyðji afstöðu sína til viðhorfs Öryrkjabandalagsins sem fram kemur í kvörtun þess, að það skýri nánar hvers vegna þau viðmið sem notuð voru fyrir rökstuðningi á hækkun bóta í síðasta fjárlagafrumvarpi hafi orðið fyrir valinu, hvort að hækkun bóta í sama fjárlagafrumvarpi hafi tekið mið af sömu forsendum og launahækkanir ríkisstarfsmanna og þess einnig óskað að ráðuneytið lýsi afstöðu sinni til þess hvort framsetning þess á tillögu um hækkun bóta almannatrygginga í fjárlagafrumvarpinu 2019 hafi verið nægjanlega skýr í ljósi fyrirliggjandi laga.
Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir því að allar upplýsingar og skýringar sem hann bað ráðuneytið um myndu berast ekki síðar en 8. febrúar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Kjarnans höfðu svör ekki borist mánuði eftir að sá frestur rann út og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafði ekki óskað eftir viðbótarfresti. Næstu skref í málinu yrðu því sú að embætti Umboðsmanns Alþingis myndi senda ítrekun.
Í fjárlagafrumvarpi ársins 2019, sem samþykkt var í desember síðastliðnum, var lagt til að lífeyrir myndi hækka um 3,4 prósent en þá var stuðst við allt annan rökstuðning og sagt að um væri að ræða 0,5 prósent kjarabót umfram áætlaða 2,9 prósent verðbólgu.
Í desember 2018 sendi það kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna málsins og sagði þar að það teldi framkvæmd og tillögugerð ráðuneytisins vegna breytinga á fjárhæðum
lífeyris almannatrygginga við fjárlagagerð væri ekki í samræmi við lög um almannatryggingar. „Engin festa er í framkvæmdinni sem er ógagnsæ og virðist oft á tíðum sem það sé háð tilviljunum hvernig niðurstaða er fengin. Telur ÖBÍ því fullt tilefni til þess að umboðsmaður Alþingis taki til skoðunar stjórnsýslu ráðuneytisins við ákvörðun þeirrar tillögu að fjárhæð lífeyris sem lögð er fyrir Alþingi í formi fjárlagafrumvarps ár hvert. Þótt endanlegt ákvörðunarvald sé í höndum Alþingis þá er ljóst að Alþingi á að geta treyst því að tillögur ráðuneytisins séu í samræmi við lög.“
Ráðuneytið ekki svarað erindinu
Umboðsmaður sendi Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf dagsett 18. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði frekari skýringa á málinu áður en tekin yrði frekarið ákvörðun um meðferð á kvörtuninni. Í því óskaði embættið eftir því að ráðuneytið rökstyðji afstöðu sína til viðhorfs Öryrkjabandalagsins sem fram kemur í kvörtun þess, að það skýri nánar hvers vegna þau viðmið sem notuð voru fyrir rökstuðningi á hækkun bóta í síðasta fjárlagafrumvarpi hafi orðið fyrir valinu, hvort að hækkun bóta í sama fjárlagafrumvarpi hafi tekið mið af sömu forsendum og launahækkanir ríkisstarfsmanna og þess einnig óskað að ráðuneytið lýsi afstöðu sinni til þess hvort framsetning þess á tillögu um hækkun bóta almannatrygginga í fjárlagafrumvarpinu 2019 hafi verið nægjanlega skýr í ljósi fyrirliggjandi laga.
Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir því að allar upplýsingar og skýringar sem hann bað ráðuneytið um myndu berast ekki síðar en 8. febrúar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Kjarnans höfðu svör ekki borist mánuði eftir að sá frestur rann út og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafði ekki óskað eftir viðbótarfresti. Næstu skref í málinu yrðu því sú að embætti Umboðsmanns Alþingis myndi senda ítrekun.
Lestu meira:
-
11. janúar 2023Vatn á myllu kölska
-
10. janúar 2023Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
-
7. janúar 2023Með hverjum stendur þú?
-
26. desember 2022Árið 2022: Húsnæðismarkaðurinn át kaupmáttinn
-
23. desember 2022Íslensk veðrátta dæmd í júlí
-
22. desember 2022Verðbólgan upp í 9,6 prósent – Einungis tvívegis mælst meiri frá 2009
-
21. desember 2022VR búið að samþykkja kjarasamninga – 82 prósent sögðu já
-
20. desember 2022Hvers vegna Efling þarf öðruvísi samning
-
19. desember 2022Kjarasamningur SGS samþykktur hjá öllum 17 aðildarfélögunum
-
18. desember 2022Kaupmáttur ráðstöfunartekna ekki dregist jafn mikið saman í næstum tólf ár