Ráðist á konur í stjórnmálum fyrir það eitt að vera konur

Evr­ópu­ráðs­þingið hefur samþykkt þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­rríkja Evrópuráðs­ins um aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi í póli­tík í álfunni. Kjarninn leit betur á þetta stóra og mikilvæga mál.

Evrópuráðsþingið í Strassborg
Evrópuráðsþingið í Strassborg
Auglýsing

Evr­­ópu­ráðs­­þingið sam­þykkti á vor­þingi sínu í Strass­borg í síð­ustu viku þings­á­­lyktun og til­­­mæli til aðilda­r­ríkja Evr­­ópu­ráðs­ins um aðgerðir til þess að berj­­ast gegn kyn­­ferð­is­­legri áreitni og ofbeldi í póli­­tík. Nokkuð var fjallað um málið í íslenskum fjöl­miðlum en ætla má að það sé gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir fjölda fólks sem starfar á þjóð­þingum víðs­vegar um Evr­ópu.

Þing­flokks­for­maður Pírata og for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings, Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, var fram­sögu­maður skýrslu um aðgerðir gegn kyn­ferð­is­of­beldi og -áreitni á þjóð­þing­um. Hún mælti jafn­framt fyrir þings­á­lykt­un­inni og kom fram með til­mælin til aðild­ar­ríkj­anna.

Auglýsing

Kyn­ferð­is­leg áreitni snýst frekar um völd

Þór­hildur Sunna segir í sam­tali við Kjarn­ann að skýrslan hafi mikið vægi fyrir ríki sem ekki eru komin jafn langt í jafn­rétt­is­málum og Ísland. „Á mörgum stöðum er kyn­ferð­is­leg áreitni ekki einu sinni við­ur­kennd,“ segir hún.

Á mörgum stöðum er kyn­­ferð­is­­leg áreitni ekki einu sinni við­ur­kennd.


„Þess vegna er þetta svona mik­il­vægt fyrir konur í póli­tík – sér­stak­lega í miðri og aust­an­verðri Evr­ópu,“ segir hún og bætir því við að kyn­ferð­is­leg áreitni og ofbeldi hafi lítið með kyn­líf að gera og snú­ist frekar um völd. „Það er ráð­ist á þær fyrir það eitt að vera konur í póli­tík,“ segir Þór­hildur Sunna. Þess vegna sé þessi sam­þykkt svo mik­il­væg því þarna fái þessar konur ákveðin verk­færi í hend­urn­ar. Hún seg­ist vera stolt­ust af því að fá að taka þátt í að gefa þeim það.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Brynjar Snær

Slá­andi nið­ur­stöður

Skýrsla Þór­hildar Sunnu byggir á rann­sókn Evr­ópu­ráðs­ins og Alþjóða­þing­manna­sam­bands­ins. Í henni voru tekin við­töl við 123 konur frá 45 Evr­ópu­löndum en 85,2 pró­sent þing­kvenna sögð­ust hafa orðið fyrir and­legu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi og 25 pró­sent kyn­ferð­is­of­beldi. Tæp 47 pró­sent kvenna sem spurðar voru höfðu orðið fyrir líf­láts­hót­unum og/eða hót­unum um bar­smíðar og 58 pró­sent þeirra höfðu orðið fyrir árásum á net­inu sem höfðu kyn­ferð­is­legan und­ir­tón.

Tæp 15 pró­sent kvenn­anna sögð­ust hafa orðið fyrir lík­am­legu ofbeldi og 40,5 pró­sent þeirra kváð­ust hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitni á meðan þær voru við störf í þing­inu. Í 69 pró­sent til­fella voru karl­kyns þing­menn að verki sam­kvæmt svörum kvenn­anna í rann­sókn­inni.

Áhersla lögð á við­ur­lög við brotum

Aðgerð­irnar sem sam­þykktar voru í síð­ustu viku eru þrí­þætt­ar. Í fyrsta lagi stendur til að efla fræðslu og rann­sóknir og koma á fót átaks­verk­efnum til vit­und­ar­vakn­ing­ar. Átakið #Not­In­MyP­ar­li­ament hefur þegar verið sett á lagg­irnar en það snýst um að hvetja þing­menn til að for­dæma áreitni og ofbeldi á þingi.



Í öðru lagi eru gerð til­mæli til aðild­ar­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins að setja upp óháða nefnd eða stofnun fyrir þá sem verða fyrir áreitni eða ofbeldi. Sá vett­vangur yrði hugs­aður sem stuðn­ingur við þolend­ur.

Í þriðja lagi verður lagt til að þing upp­færi siða­reglur sínar og setji lög sem muni ná yfir þing­menn sem og starfs­menn þjóð­þing­anna. Enn fremur verður lögð áhersla á að við­eig­andi við­ur­lög verði sett við slíkri ósæmi­legri hegðun í sam­ræmi við brot­ið.

Málið í gegn á met­hraða

Þór­hildur Sunna seg­ist gríð­ar­lega ánægð með til­mæl­in. Liðin séu næstum tvö ár frá því metoo-um­ræður hófust fyrir alvöru án þess að telj­andi við­brögð hafi borist frá Evr­ópu­ráð­inu. Hún bendir á að málið hafi farið í gegnum þingið á met­hraða og telur hún þann árangur vera ærinn. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sjálf hafi fengið mjög góð við­brögð en 75 þing­menn voru á henni og sam­þykkti yfir­gnæf­andi meiri­hluti hana. „Þetta var tekið alvar­legar og fast­ari tökum en ég átti von á,“ segir hún.

Þetta var tekið alvar­legar og fast­ari tökum en ég átti von á.


Hún segir það skipta máli að tala hátt og skýrt um hlut­ina eins og þeir eru en hún hafði upp­lifað að jafn­rétt­is­mál fengju minni athygli á þing­inu.

Varð­andi það hvernig Íslend­ingar standa sig í þessum málum þá segir Þór­hildur Sunna að þeir upp­fylli ekki þær kröfur sem ætl­ast sé til. Til að mynda séu engin við­ur­lög við að brjóta gegn fólki og engin sjálf­stæð stofnun sem tekur við ferl­inu. Hún bendir á að sjálf­stæð rann­sókn sé í burð­ar­liðnum um hvernig málum sé nákvæm­lega háttað á Alþingi Íslend­inga og fagnar hún því. Þó sé ýmis­legt ógert.

Evrópuráðið

Alþingi hefur átt aðild að Evr­ópu­ráðs­þing­inu síðan 1950. Stofn­ríki Evr­ópu­ráðs­ins voru tíu en upp úr lokum kalda stríðs­ins fjölg­aði þeim veru­lega og um mitt ár 2007 voru aðild­ar­ríkin orðin 47. Í þessum ríkjum búa um 804 millj­ónir manna. Auk þeirra eiga þrjú ríki áheyrn­ar­að­ild með rúm­lega 570 millj­ónir manna. Eitt ríki, Hvíta-Rúss­land, hefur stöðu sér­staks gests. Þá eiga tvö ríki, Palest­ína og Marokkó, í sér­stöku lýð­ræð­is­sam­starfi við Evr­ópu­ráðs­þingið og senda þau full­trúa sína á fundi þings­ins.



Á vef Alþingis kemur fram að mark­mið Evr­ópu­ráðs­ins sé að standa vörð um hug­sjónir aðild­ar­­­ríkj­anna um mann­rétt­indi og lýð­ræði og stuðla að efna­hags­legum og félags­legum fram­förum innan þeirra. Starf­semi Evr­ópu­ráðs­ins nái í reynd til allrar ríkja­sam­vinnu, að und­an­skildum örygg­is- og varn­ar­málum í her­fræði­legum skiln­ingi. Skil­yrði til inn­göngu í Evr­ópu­ráðið sé að við­kom­andi ríki hafi full­gilt mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og sé ráðið þannig við­miðun fyrir þær þjóðir sem eru að stofna eða end­ur­reisa lýð­ræði og rétt­ar­ríki í sínu landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar