Mynd: Nasdaq Iceland

Það er eitthvað að gerast í Arion banka

Miklar breytingar hafa orðið hjá stærsta bankanum sem er einkaeigu á skömmum tíma. Innlendir einkafjárfestar, með sögu sem teygir sig aftur fyrir bankahrun, eru orðnir stórir eigendur í Arion banka. Á síðustu vikum hefur framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækis bankans hætt, skipt hefur verið um stjórnarformann og nýlega sagði bankastjórinn upp. Mestu hræringar í íslensku fjármálakerfi frá hruni eru að eiga sér stað.

Í byrjun árs 2018 var íslenskur banka­mark­aður enn í sama móti og hann hafði verið þorra þess tíma sem lið­inn var frá því að nýir bankar voru búnir til úr hræj­unum af þeim sem féllu með látum í hrun­inu haustið 2008. Stóru breyt­ing­arnar á lands­lag­inu sem átt höfðu sér stað voru ann­ars vegar þær að eign­ar­hald á Íslands­banka færð­ist frá kröfu­höfum sem gátu ekk­ert gert með bank­ann vegna skil­yrði stjórn­valda og til íslenska rík­is­ins. Hins vegar hafði Kvika banki orðið til sem lít­ill einka­banki með röð sam­ein­inga smærri fjár­mála­fyr­ir­tækja. 

Eng­inn banki var hins vegar skráður á markað á þessum tíma og einu einka­fjár­fest­arnir sem áttu hluti í stórum við­skipta­banka voru fyrr­ver­andi kröfu­hafar Kaup­þings, sem áttu 87 pró­sent í Arion banka, bæði beint og óbeint, á móti 13 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins.

Þetta breytt­ist allt í fyrra. Og þær breyt­ingar hafa leitt af sér mikla upp­stokkun það sem af er þessu ári.

Reynt við líf­eyr­is­sjóði

Í byrjun síð­asta árs var nokkrum líf­eyr­is­sjóðum boðið upp að kaupa allt að fimm pró­sent hlut í Arion banka. Til­boðið gerði Kvika banki sem hafði verið ráð­inn sem ráð­gjafi helsta eig­anda bank­ans, Kaup­þings, og hafði það hlut­verk að reyna að hrinda af stað eig­enda­breyt­ing­um. 

Í kynn­ingu Kviku banka á Arion banka kom fram að allt of mikið af pen­ingum væru inni í hon­um. Kvika banki mat stöð­una þannig að svig­rúm væri til að greiða yfir 80 millj­arða króna út úr bank­anum m.a. með arð­greiðsl­um, lækkun á hlutafé og útgáfu á víkj­andi skulda­bréf­um. Þetta var um þriðj­ungur alls eigin fjár Arion banka.

Í ein­földu máli var hægt að „tappa af“ eigin fénu gríð­ar­lega fjár­muni og greiða þá út til hlut­hafa. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir sögðu þrátt fyrir þessi gylli­boð, hver á fætur öðrum, nei við til­boð­inu sem sett var fyrir framan þá.

Síð­degis þann 13. febr­úar 2018 ákvað Kaup­þing þess í stað að virkja kaup­rétt sem félagið átti á 13 pró­sent hlut rík­is­ins á 23,4 millj­arða króna. Um þann kaup­rétt hafði verið samið í upp­gjöri milli íslenska rík­is­ins og kröfu­hafa föllnu bank­anna á sínum tíma. 

Ein helsta ástæða þess að vog­un­ar­sjóð­irnir sem áttu, og eiga, Kaup­þing, vildu kaupa hlut rík­is­ins var, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, að losna við full­trúa Banka­sýslu rík­is­ins, Kirstínu Þ. Flyger­ing, úr stjórn Arion banka áður en að ráð­ist yrði í skrán­ingu bank­ans á markað og frek­ari breyt­ing­ar. Þær breyt­ingar sem fyr­ir­hug­aðar voru snéru bæði að eign­ar­haldi, umfangi og fjár­mögnun bank­ans. 

Breyt­ingar á eign­ar­haldi

Á þessum tíma áttu fjórir aðil­ar: vog­un­­­­ar­­­­sjóð­irn­ir Taconic Capital, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­­­­­­­fest­inga­­­­bank­inn Gold­man Sachs sam­tals 29,18 pró­­­­­sent hlut í Arion banka sem þeir höfðu keypt af Kaup­­­­­þingi á 48,8 millj­­­­­arða króna í mars 2017. Þessir fjórir aðilar áttu á þeim tíma ⅔ af öllu hlutafé í Kaup­þingi og því voru þeir í raun að kaupa hlut­inn af sjálfum sér. 

Attestor Capi­tal og Gold­man Sachs bættu síðan við sig 2,8 pró­senta hlut í febr­úar 2018 auk þess sem 2,54 pró­sent hlutur var seldur til 20 sjóða í stýr­ingu fjög­urra af stærstu sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum Íslands: Stefn­is, Íslands­sjóða, Lands­bréfa og Júpít­er. 

15. febr­­úar var sam­­þykkt að Arion banki myndi kaupa 9,5 pró­­­sent hlut í sjálfum sér af Kaup­þingi, stærsta eig­anda bank­ans. Um var að kaup á eigin bréfum í sam­ræmi við ákvörðun hlut­hafa­fund­­ar. Til við­­bótar var greidd arð­greiðsla upp á 7,9 millj­­arða króna.

Á mjög stuttum tíma – nokkrum vikum – höfðu átt sér stað mestu breyt­ingar í eig­enda­hópi bank­ans frá því að hann var stofn­að­ur. 

Fyrstur á markað

Um miðjan maí 2018 var til­kynnt að Arion banki yrði fyrsti íslenski bank­inn sem yrði skráður á markað frá banka­hruni. Um tví­skrán­ingu yrði að ræða, á Íslandi og í Sví­þjóð. Sam­hliða hófst vinna við útboð á hlut af því sem Kaup­þing átti í bank­an­um. 

Í til­kynn­ing­unni kom fram að mark­mið Arion banka yrði að vera með arð­semi eigin fjár sem væri yfir tíu pró­sent, en hún hafði verið ein­ungis 3,6 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2018. Þessu mark­miði átti að ná með því að breyta fjár­mögnun bank­ans þannig að umtals­vert eigið fé yrði greitt út og að víkj­andi lán yrðu sótt. Auk þess átti að minnka rekstr­ar­kostn­að, meðal ann­ars með því að fækka starfs­fólki, og að end­ingu var stefnt að hóf­legum útlána­vexti.

Höskuldur H. Ólafsson náði ekki að stýra Arion banka í heilt ár eftir að hann hringdi bjöllunni frægu, til marks um skráningu bankans á markað.
Mynd: Nasdaq Iceland

Arion banki var svo skráður á markað í júní 2018. Lítið var um vend­ingar það sem eftir lifði þess árs. Eign­ar­haldið var áfram að mestu hjá Kaup­þingi, sem átti enn um þriðj­ung af öllu hlutafé um síð­ustu ára­mót, og hjá vog­un­ar­sjóð­unum sem stýra Kaup­þingi, sem áttu tæp­lega fjórð­ung bein­t. 

Vert er að taka fram að ekk­ert liggur fyrir um hverjir eru end­an­legir eig­endur þess­arra sjóða. Engar upp­lýs­ingar hafa verið gefnar um hvort t.d. ein­hverjir íslenskir fjár­festar eru á meðal þeirra sem hafa fjár­fest í þeim. 

Miklar breyt­ingar á örfáum vikum

Það sem af er þessu ári, 2019, hefur allt síðan verið á fleygi­ferð innan Arion banka. Upp­gjör bank­ans vegna síð­asta árs olli miklum von­brigð­um. Arð­semin var ein­ungis 3,7 pró­sent og hagn­aður árs­ins 7,8 millj­arðar króna. Það var 6,6 millj­örðum krónum minna en árið áður. 

Stór ástæða þessa var sú að þrír stórir við­skipta­vinir bank­ans lentu í veru­legum vand­ræð­um, eða fóru bein­línis á haus­inn með til­heyr­andi útlána­töpum og afskriftum á kröf­um. 

Þar var um að ræða United Sil­icon, Pri­mera Air og loks WOW air. 

Frá mars­byrjun hefur orðið kúvend­ing hjá Arion banka. Ein stærsta eign bank­ans er Stefn­ir, stærsta sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins. Sem slíkt er Stefnir mjög áhrifa­mik­ill leik­andi í íslensku við­skipta­lífi, enda fyr­ir­tækið með um 340 millj­arða króna í stýr­ingu. Þann 8. mars var til­kynnt að Flóki Hall­dórs­son, sem hafði verið fram­kvæmda­stjóri Stefnis í ára­tug, myndi láta af störf­um.

Tólf dögum síðar fór fram aðal­fundur Arion banka. Þar lét hin sænska Eva Ceder­balk af störfum sem stjórn­ar­for­maður Arion banka og Brynjólfur Bjarna­son kjör­inn í hennar stað. 23 dögum eftir aðal­fund­inn, 12. apr­íl, var greint frá því að banka­stjóra­skipti væru fyrir dyrum hjá Arion banka. Hösk­uldur H. Ólafs­son, sem hafði gegnt starf­inu í níu ár, væri að hætta. Hösk­uldur hefur síðan neitað því ítrekað að hann hafi verið rek­inn eða að þrýst hafi verið á hann um að hætta. Þrá­látur orðrómur hafði þó verið í gangi und­an­farna mán­uði um að hann yrði ekki mikið lengur í starf­in­u. 

Hvað sem veldur þá gerð­ist það á rétt rúmum mán­uði að ákveðið var að skipta um fram­kvæmda­stjóra sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis Arion banka, stjórn­ar­for­mann bank­ans og banka­stjóra hans. 

Arður og lækkun á hlutafé

Eigið fé bank­ans var 200,9 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Í sam­ræmi við þá stefnu sem kynnt var í aðdrag­anda skrán­ingu hafði bank­inn þegar byrjað að sækja víkj­andi lán. Það var gert bæði í nóv­em­ber í fyrra og í febr­úar síð­ast­liðn­um.

Á síð­asta aðal­fundi var einnig ákveðið að greiða út tíu millj­arða króna í arð til hlut­hafa og lækka hlutafé bank­ans um þann 9,3 pró­sent hlut sem Arion banki átti í sjálfum sér. Mark­aðsvirði þess hlutar var um 14 millj­arðar króna þegar aðgerðin var fram­kvæmd um miðjan apr­íl. Við það jókst eign­ar­hlutur ann­arra hlut­hafa og stór skref hafa verið stigin við að lækka eigið fé Arion banka, líkt og stefnt var að. Alls hafa 24 millj­arðar króna verið færðir frá bank­anum til hlut­hafa hans með þessum aðgerðum það sem af er árinu 2019.

Vandamálið með Valitor

Arion banki á greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor í gegnum dótturfélag og ætlar sér að selja Valitor á árinu 2019. Til þess hefur bankinn ráðið alþjóð­lega bank­ann Citi til að veita sölu­ráð­gjöf.

Í fjár­festa­kynn­ingu bank­ans vegna árs­reikn­ings hans kemur fram að Valitor sé nú flokkað „sem starf­semi til sölu frá og með fjórða árs­fjórð­ung­i.“ Þar segir enn fremur að fyr­ir­hugað sölu­ferli Valitor sé komið á næsta stig og stefnt sé að því að mark­aðs­setn­ing hefj­ist á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019. Það þýðir að það mun hefj­ast fyrir mars­lok.

Vandamálið er að Valitor lítur að mörgu leyti ekkert sérstaklega vel út um þessar mundir. Valitor Holding, dótturfélag Arion banka sem heldur á eignarhaldinu, tap­aði 1,9 millj­arði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagn­aði ári áður. Í árs­reikn­ingi Arion banka kom fram að tapið sé vegna fjár­fest­ingar í alþjóð­legri starf­semi Valitors og að það hafi haft tölu­verð áhrif á lak­ari afkomu sam­stæðu Arion banka. „Valitor er í mik­illi upp­bygg­ingu erlendis og hefur í þeim fasa verið rekið með rekstr­ar­tapi,“ segir í árs­reikn­ingn­um. Í þeirri upp­bygg­ingu hefur meðal ann­ars falist að ná í stóra við­skipta­vini á Írlandi og í Bret­landi.

Til viðbótar var greint frá því í vikunni að héraðsdómur Reykjavíkur hafi gert Valitor að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) 1,2 millj­arða króna í skaða­bætur fyrir að slíta samn­ingi um greiðslu­gátt fyr­ir­vara­laust. Fjöl­mið­ill­inn Wikileaks tók við styrkjum fyrir starf­semi sína í gegnum greiðslu­gátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslu­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samn­ingnum fyr­ir­vara­laust.

Á þessum síð­ustu vikum hafa líka orðið miklar breyt­ingar á hlut­hafa­hópi Arion banka.

Í vik­unni áður en Hösk­­uldur til­­kynnti um afsögn sína ákvað Kaup­­þing, stærsti eig­andi bank­ans, að selja tíu pró­­sent hlut í honum í lok­uðu útboði. Stoð­ir, sem einu sinni hétu FL Group, keyptu stóran hluta af því hlutafé auk þess sem Íslands­­­banki keypti umtals­verðan hlut fyrir við­­skipta­vini sína í fram­­virkum samn­ing­­um. 

Til við­­bótar við þessi tíu pró­­sent seldi Kaup­­þing ehf., félag utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­­bús bank­ans sem féll með látum í októ­ber 2008, einnig fimm pró­­sent hlut til vog­un­­ar­­sjóðs­ins Taconic Capi­tal á 6,5 millj­­arða króna.

Næstu skref

Mikið er rætt um hvað sé framundan í Arion banka. Margir við­mæl­enda Kjarn­ans, bæði innan fjár­mála­kerf­is­ins og innan stjórn­sýsl­unn­ar, telja að í bígerð séu til­raunir til að sam­eina Kviku banka við Arion banka. Þær hug­renn­ingar eru rök­studdar með því að stutt sé á milli margra hlut­hafa í bönk­unum tveim­ur. 

Ef af því yrði myndi slíkur sam­runi minna um margt á það þegar Kaup­þing og Bún­að­ar­banki Íslands sam­ein­uð­ust skömmu eftir að ríkið seldi sig út úr þeim síð­ar­nefnda. Þá tók í raun minni bank­inn yfir þann stærri og allir helstu stjórn­endur Kaup­þings sett­ust við stjórn­ar­tauman­anna í nýja bank­an­um. 

Hjá Kviku í eru margir stjórn­endur sem áður störf­uðu innan Kaup­þings. Banka­stjór­inn er til að mynda Ármann Þor­valds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings Sin­ger & Fried­land­er. Á meðal ann­arra má nefna Mar­inó Örn Tryggva­son, sem er aðstoð­ar­for­stjóri Kviku, og starf­aði í eigna­stýr­ingu Kaup­þings fyrir banka­hrun­ið. Fram­kvæmda­stjóri eign­ar­stýr­ingar Kviku er Hannes Frí­mann Hrólfs­son, sem var á árum áður aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri fjár­stýr­ingar og mark­aðsvið­skipta hjá Kaup­þingi. Og svo er Frosti Reyr Rún­ars­son sér­fræð­ingur í eigna­stýr­ingu hjá Kviku. 

Ýmsir nefndir í banka­stjóra­stól­inn

Ef Kviku verður ekki skeytt saman við Arion banka, og stjórn­enda­teymi hans sett yfir stærri bank­ann, þarf að ráða nýjan banka­stjóra. Stefán Pét­urs­son, næst­ráð­andi Hösk­uldar síð­ustu ár, mun sinna banka­stjóra­starf­inu tíma­bundið á meðan að eft­ir­manns verður leit­að.

Benedikt Gíslason er einn þeirra sem nefndur er sem mögulegur bankastjóri Arion banka. Hann var lykilmaður í haftahópi stjórnvalda áður en að hann réð sig til viðsemjenda þess hóps.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru aðal­lega þrjú nöfn nefnd í því sam­hengi. Ofar­lega á blaðið er Bene­dikt Gísla­son, sem unnið hefur mikið fyrir Kaup­þing og stærstu eig­endur þess félags á und­an­förnum árum, í kjöl­far þess að hann færði sig þangað eftir að hana unnið fyrir stjórn­völd við að semja við kröfu­hafa. Hann situr í stjórn Arion banka og nýtur trausts erlendu sjóð­anna sem eiga þar enn stóran hlut.

Annað nafn sem er mikið nefnt er Sig­urður Við­ars­son, for­stjóri Trygg­inga­mið­stöðv­ar­innar (TM), sér­stak­lega í ljósi þess að stórir hlut­hafar í því félagi, og félagið sjálft, er nú farið að gera sig veru­lega gild­andi í eig­enda­hópi Arion banka í gegnum Stoð­ir. 

Þriðja nafnið sem þykir koma til greina er Her­mann Björns­son, for­stjóri Sjó­vá­r. 

Stoðir aftur orðið stór fjárfestir í banka

Fjárfestingafélagið Stoðir, sem hét einu sinni FL Group, er stærsti einkafjárfestirinn í Arion banka eftir að félagið keypti stóran hluta þeirra tíu prósenta sem Kaupþing ehf., stærsti hluthafi bankans, seldi fyrr í þessum mánuði.

Stoðir voru stærsti eigandi Glitnis banka fyrir bankahrun. Félagið fór í greiðslustöðvun þegar sá banki fór á hausinn og kröfuhafar þess tóku það yfir. Vorið 2017 keyptu svo tvö félög, í eigu stórra hlut­hafa í Tryggingamiðstöðinni (TM) sem voru margir hverjir lyk­il­menn í FL Group á árunum fyrir hrun, ráðandi hlut í Stoðum. Formaður stjórnar Stoða er til að mynda Jón Sigurðsson, sem var forstjóri FL Group á síðustu metrunum í tilveru þess félags.

Þá áttu Stoðir einungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hollenska drykkj­ar­vöru­fram­leið­and­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfirtökutilboð og eftir sátu um 18 milljarðar króna í Stoðum. Þeir fjármunir hafa verið notaðir í fjárfestingar í Arion banka.

Stoðir eiga nú 4,22 prósent hlut í Arion banka. Félagið hefur lengi viljað eignast stóran hlut í bankanum. Í aðdraganda þess að Arion banki var skráður á markað í fyrra var haldið útboð þar sem Stoðir skráðu sig fyrir 100 milljónum hluta, sem hefði þýtt að það hefði átt um fimm prósent hlut.

Flestir þeirra innlendu aðila sem skráðu sig fyrir hlutum í útboðinu voru hins vegar skertir umtalsvert og á endanum fengu Stoðir einungis að kaupa 0,6 prósent hlut í bankanum.

Í apríl gat fjárfestingafélagið, sem er eitt það stærsta á Íslandi, svo bætt verulega við sig þegar Kaupþing ákvað að selja tæpan þriðjung af eignarhlut sínum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar