Flóttamaðurinn sem er að skrifa nýjan kafla í sögu NBA

Giannis Antetokounmpo er þjóðhetja í Milwaukee. Saga hans er þyrnum stráð. Ótrúlegt er að hugsa til þess að honum sé að takast að komast á toppinn í NBA.

giannis_antetokounmpo_.jpg
Auglýsing

Giannis Antetokoun­mpo skor­aði í gær 39 stig, tók 16 frá­köst og gaf fjórar stoðsend­ingar á félaga sína í Milwaukee Bucks í NBA deild­inni, þegar liðið vann sterkt lið Boston Celt­ics og komst í 3 - 1 í ein­vígi lið­anna í und­an­úr­slitum aust­ur­deild­ar­inn­ar. 

Það yrði magn­aður árangur hjá Milwaukee Bucks ef liðið kæm­ist í úrslit aust­ur­deild­ar­inn­ar, og auð­vitað enn meira afrek ef liðið færi alla leið í úrslit. 

Eitt er alveg öruggt: Leikur liðs­ins mun standa og falla með því hvernig Giannis Antetokoun­mpo mun spila. Hann hefur verið stór­kost­legur í allan vetur og sýnt og sannað að fáir - ef þá ein­hverjir - geta ráðið við hann þegar hann  er upp á sitt besta. 

Auglýsing

Þyrnum stráð

Óhætt er að segja að ferð Giannis á topp­inn í NBA deild­inni sé þyrnum stráð, og til marks um hversu mikið sumir þeirra sem ná langt í íþróttum þurfa að leggja á sig. 

Giannis er með grískt rík­is­fang, en fékk það ekki fyrr en seint og um síð­ir, þrátt fyrir að hafa verið alinn upp í Grikk­landi og fæðst þar 6. des­em­ber 1994. For­eldrar hans fluttu frá Lagos í Nígeríu og bjuggu við sára fátækt í Grikk­landi, í Sepolia hverf­inu í Aþen­u. 

Framan af ævinni eyddi Giannis drjúgum tíma á hverjum degi í að reyna að afla tekna fyrir fjöl­skyld­una, ásamt þremur bræðrum sín­um, með því að selja varn­ing á götu­horn­um. Svo sem úr og ýmis­legt smá­legt, sem faðir hans hafði kom­ist yfir. 

Í Grikk­landi öðl­ast fólk ekki sjálf­krafa grískan rík­is­borg­ara­rétt með fæð­ingu í land­inu, og því voru bræð­urnir - þrátt fyrir að hafa fæðst í Grikk­landi og alist þar upp - rík­is­fangs­lausir lengst af, og með stöðu flótta­fólks. Einn bróð­ir­inn var skil­inn eftir í Nígeríu en hann ólst upp hjá ömmu og afa. 

Í þessum aðstæðum dró fjöl­skyldan fram líf­ið, frá degi til dags. Í sárri fátækt, rík­is­fangs­laus og í raun alls laus. Litla vinnu var að fá fyrir for­eld­rana, alveg frá fyrsta degi þeirra í land­inu.

Miklir hæfi­leikar

Snemma varð ljóst að Giannis var eng­inn venju­legur hæfi­leika­maður þegar kom að körfu­bolta. Hann var hávax­inn eftir aldri og gríð­ar­lega kraft­mik­ill. 

Grikk­land hefur ára­tugum saman verið hálf­gerð vagga körfu­bolt­ans í Suð­ur­-­Evr­ópu, og lengi hafa verið þar sterk félags­lið og hefð fyrir miklum gæðum í deild­ar­keppni, líka á meðal yngri leik­manna. 

Giannis var réttur maður á réttum stað, í Aþenu.

Hann skar­aði fljótt fram úr og var orð­inn hluti af aðal­lið­i Fil­at­hliti­kos 18 ára gam­all, og spil­aði til að byrja með í grísku 2. deild­inni. Hann skrif­aði undir samn­ing við Real Zara­goza á Spáni árið 2013, en var með ákvæði í samn­ingnum um að inn­ganga í NBA væri mögu­leiki fyrir hann. Samn­ing­ur­inn gerði ráð fyrir að hann kæmi til Zara­goza fyrir tíma­bilið 2013/2014. 

Á þessum tíma­punkti gerð­ust hlut­irnir hratt, eins og stundum vill verða hjá mönnum á þessum aldri sem hafa mikla hæfi­leika. Mikið æði greip um sig í Grikk­landi, þar sem þessi 18 ára gamli leik­maður varð betri með hverjum leikn­um. 



Svo fór að lok­um, að hann varð hluti af nýliða­val­inu í NBA deild­inni fyrir tíma­bilið 2013/2014, og því varð ljóst að hann væri ekki á leið til Zara­goza. 

Saga Giannis heill­aði marga í Banda­ríkj­un­um, en samt sem áður er oft erfitt að keppa um athygli fjöl­miðla í nýliða­val­inu, ef þú kemur ekki úr banda­rískum háskól­um. Svo fór að lokum að Giannis var val­inn númer 15 í röð nýliða inn í deild­ina af Milwaukee Bucks, lið­inu sem hann hefur síðan leikið með. 

Ógn­vekj­andi leik­maður

Óhætt er að segja að Giannis sé óvenju­legur leik­mað­ur. Þjálf­ari hans, Mike Buden­holz­er, hefur sagt að Giannis sé ein­stakur og óút­reikn­an­legur sem leik­mað­ur. Hann er með ógn­vekj­andi hraða, miðað við hversu hávax­inn hann er, hefur góða bolta­með­ferð og gegn­umbrots­hæfi­leikar hans eru sér­stak­ir. 

Hann leitar ekki mikið eftir lang­skot­um, en hefur þó bætt sinn leik einkum með því að opna fyrir aðra og bæta ákvarð­ana­töku, þegar mest liggur við. 

Giannis er stór og stæðilegur - líka í samanburði við risana í NBA deildinni.

Þessi 24 ára gamli leik­maður er einnig orð­inn að leið­toga, sem dregur vagn­inn fyrir sitt lið þegar þess þarf. Oft lýkur hann sóknum með því að troða bolt­anum af afli í körf­una, án þess að nokkur geti gert neitt til að hindra það. Það virkar ein­falt, en er það ekki.

Á þessu keppn­is­tíma­bili skor­aði Giannis 27,7 stig að með­al­tali í leik, hitti úr 57,8 pró­sent skota sinna og tók 12,5 frá­köst. 

Hann hefur leikið enn betur í úrslita­keppn­inni og engin bönd hafa haldið honum í skefj­um. Framundan er síð­asti kafl­inn á tíma­bil­inu, þar sem bestu leik­menn­irnir stíga oftar en ekki upp og sýna listir sínar á stærsta svið­in­u. 



Flótta­mað­ur­inn frá Nígeríu - sem fékk grískt rík­is­fang 18 ára, eftir að hafa verið alinn upp rík­is­fangs­laus á götum Aþenu - er að skrifa nýjan kafla í NBA-­sögu­bæk­urnar með stór­brot­inni frammi­stöðu sinni á vell­in­um. 

Hvort sem hann stendur uppi sem sig­ur­veg­ari eða ekki, þegar úrslita­keppn­inni lýk­ur, þá hefur Giannis sýnt það á sínum ferli að draumar geta ræst, jafn­vel þó aðstæð­urnar í æsku gefi ekki mikla von um það. 

Að því leyt­inu til er Giannis mik­il­væg fyr­ir­mynd fyrir aðra sem eiga erfitt með að skilja erf­iðar aðstæður flótta­manna og inn­flytj­enda, ekki síst í stór­borg­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar