Mýta að rafmagnsbílar séu óumhverfisvænni

Rafbílavæðing er mikilvæg til að standast skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu, segir for­maður starfs­hóps­ um orkuskipti í samgöngum.

Sigurður Ingi Friðleifsson
Sigurður Ingi Friðleifsson
Auglýsing

Íslend­ingar spara hlut­falls­lega meira en aðrar þjóðir á því að skipta yfir í raf­bíla. Á­vinn­ingur á hverjum bíl er meiri en til dæmis í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins. Það væri enn fremur mýta að raf­magns­bílar séu óum­hverf­is­vænni. Þetta kom fram í máli Sig­urð­ar­ Inga Frið­leifs­sonar á blaða­manna­fundi þann 4. júní siðast­lið­inn.

Sig­urður kynnti meg­in­efni skýrslu starfs­hóps á vegum umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins, ásamt sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu á blaða­manna­fundi þann 4. júní.

Hann sagði stærsta hluta beinna skuld­bind­inga stjórn­valda þegar kemur að lofts­lags­málum vera olíu­notk­un, þar af væri stærsti hluti olíu­notk­unar bif­reið­ar. Olíu­notkun á Íslandi hefði minnkað alls staðar nema í vega­sam­göng­um, þar væri hún í vexti.

Sig­urður sagði lausnir við því vanda­máli vera skýr­ar, þ.e. minni notkun fólks­bíla og svo orku­skipti. Hann sagði enn fremur að Íslend­ingar spör­uðu hlut­falls­lega meira en aðrar þjóðir af því að skipta yfir í raf­bíla. 

Auglýsing
Sigurður sagði að kaup og rekstur nýorku­bíla verði að vera sam­keppn­is­hæfur gagn­vart neyt­end­um, inn­viðir þurfa að vera til stað­ar, auk þess sem neyt­endur þurfa einnig sjálfir að velja hrein­orku­bíla.

Raf­magns­bílar alltaf með minna kolefn­is­spor

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­urður telja að ýmsir fjöl­miðlar nýti sér þær stöku rann­sóknir sem sýni fram á að raf­bílar séu óum­hverf­is­vænni til þess að grípa athygli fólks. Hins vegar sýni meg­in­hluti rann­sókna fram á hið and­stæða.

„Eng­inn hefur áhuga á því að lesa eitt­hvað sem fer með meg­in­straumn­um. Fólk þráir eitt­hvað öðru­vísi. Alvöru rann­sóknir sýna að þegar allt er tekið í mynd­ina eru kolefn­is­spor raf­bíla miklu minna. Mis­mun­andi miklu minna eftir kerf­um, orkan er t.d. einna hrein­ust á Íslandi, þá er það afger­andi og mun­ur­inn mik­ill.”

„Í hraða heim­inum sem við búum við þá er litli sann­leik­ur­inn vissu­lega réttur þá getur raf­magns­bíll verið með örlítið stærra kolefn­is­spor. Það eru rosa­lega fáir bílar sem eru fram­leiddir og ekki keyrð­ir. Þegar bíll­inn fer af stað þá breyt­ist myndin hratt. Það er mis­mun­andi eft­ir ­kerfum en staðan er alls staðar betri. Það tekur mis­mun­andi tíma, en á end­anum er hann alltaf með minna kolefn­is­spor.”

Full­komin lausn að benda á aðra verri

Sig­urður segir sögu­sagnir um raf­hlöður í raf­bílum valdi áhyggjum og að slíkar sögu­sagnir séu lífs­seig­ar.

„Gott að menn séu að pæla í fram­leiðslu þess­ara málma sem fara í raf­hlöð­urn­ar. Til eru námur sem eru ekki nógu góð­ar, t.d. í Kongó fyrir kóbalt. Þá er verið að kenna raf­bílnum um það. Olían hefur aldrei þurft að þola þetta sem hefur valdið styrj­öld­um, deil­um, sýkt vatns­ból og óþarfa íkveikjuslysum í þró­un­ar­löndum því ekki er farið nógu vel með þetta. ­Maður vill ekki fara þar, við í umhverf­is­brans­anum viljum ekki gera það og vera að benda á aðra. Það er þessi flótti frá því að gera eitt­hvað því aðrir eru verri. Bíl­stjóri bendir á skemmti­ferða­skip sem bendir svo á bíla­flota heims­ins. Þetta er hin full­komna lausn ef þú þráir að gera ekki neitt.”

Svarið sé ekki að kaupa ekki raf­bíl

Sig­urður segir mik­il­vægt að velja raf­bíl í bíla­kaup­um.

„Fólk hefur áhyggjur af barna­þrælkun í Kongó sem er með 30 pró­sent af kóbalti sem fer í raf­hlöð­urn­ar. Svo eru ekki nema 20 pró­sent sem hafa verið skil­greindar sem barna­þrælk­un­ar­nám­ur. Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa lagt áherslu á að svarið sé ekki að stoppa kaup á kóbalti því það gerir aðstæð­urnar verri heldur að greina og finna þessar námur til að tryggja að þetta ger­ist ekki. Áhersla ætti að vera að breyta námunni frekar en að klippa á eft­ir­spurn­ina.“

„Ef alþjóða­sam­fé­lagið ætlar að taka á mis­notkun ákveð­inna aðila á hákarli við fisk­veiðar á Íslandi væru harka­legar aðgerðir að kaupa ekki fisk frá Íslandi í stað­inn fyrir að finna dýra­níðs­menn og koma í veg fyrir að það komi aft­ur.”

Skorar á gagn­rýnendur að koma með betri lausnir

„Það truflar mig ekki rosa­lega að menn séu per­sónu­lega á móti raf­bílum en það truflar mig hversu margir láta ekki þar við sitja heldur reyna að sann­færa fólk um að breyta ekki.

Ég hef fengið það hlut­verk að vinna að aðgerð­ar­á­ætlun þess­arar og fyrri rík­is­stjórnar gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Þegar kemur að beinum skuld­bind­ingum Íslands, sem er aðal­verk­efn­ið, þá eru vega­sam­göngur stærsti ein­staki bit­inn. Þegar maður er með töl­urnar fyrir framan sig gengur dæmið ekki upp nema með stór­tækri raf­bíla­væð­ingu. Þá meina ég það plús breyttar ferða­venj­ur. Maður er ein­angr­aður þegar það hrúg­ast gagn­rýni á raf­bíla, hún kemur víða og er fjöl­breytt. Eng­inn hefur þó komið með aðra hug­mynd um hvernig töl­fræði­lega er hægt að ná því án þess,“ ­segir hann. 

Auglýsing
Sigurður skorar á menn að koma fram með aðrar tölur sem sýni fram á að hægt sé að ná settum mark­miðum án raf­bíla­væð­ing­ar. Enn sem komið er hafi eng­inn komið fram með aðrar lausnir sem gangi töl­fræði­lega upp.

„Við þurfum að styðja þetta töl­fræði­lega en gagn­rýnendur ekki. Ef ein­hver lausn er þarna úti að við náum Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu töl­fræði­lega er ég galop­inn fyrir slík­u.“

Ef ekki við, hver þá?

Sig­urður segir að tækni­lega hafi Ísland alla burði til þess að ná settum árangri Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins árið 2030.

„Spurn­ing ef for­rík, vel menntuð tækni­vædd þjóð á ekki að taka á sig stórar skuld­bind­ing­ar, er þá betra að ein­hverjar fátæk­ari og van­þró­aðri ríki geri það í stað­inn?“ spyr hann.

„Við erum með mark­aðs­lausnir fyrir sam­göngur sem geta gert okkur kleift að ná þessu. Hvort póli­tískur vilji mun duga er svo eitt­hvað sem þarf að vona. Það hjálpar alls ekki þessi gagn­rýni á þessar tækni­lausn­ir. Ég hef verið lengi í þessum bransa og var í þessum pæl­ingum áður en tækni­lausn­irn­ar, sem voru ekki til eða voru hrika­lega dýr­ar, voru mark­aðs­lausn­ir. Þá var ég bjart­sýnn þegar ég sá raf­bíla og raf­magns­strætóa og allar þessar umhverf­is­lausn­ir. Þær hrynja í verði og þá fyllist maður bjart­sýni á meðan eru aðrir ennþá stífir er pínu merki­leg­t,“ sagði Sig­urð­ur.

„Eftir því sem úrvalið verður meira á bílum á hag­stæðu verði verður auð­veld­ara fyrir póli­tíkusa að hækka álögur á bensín og dísel­bíla því þá er það ekki svo harka­leg aðgerð.“

Raf­bílar nú þegar hag­stæð­ari

Sig­urður segir stærsta hlut lands­manna vera mót­tæki­legan fyrir upp­töku ann­arra orku­gjafa í sam­göng­um.

„Úr­valið er mik­il­vægt núna því maður vonar að raf­bíll­inn lækki. Hann er þegar hag­stæð­ari miðað við kaup og rekst­ur. Fólk er ennþá að horfa á upp­hafs­kostn­að­inn og reiknar ekki dæmið til enda. Það mun batna með lækk­andi kostn­aði og úrvali.“

Auglýsing
Sigurður segir erfitt að skipta yfir í eitt­hvað sem hafi meiri tak­mark­anir en hlut­ur­inn sem fólk á fyr­ir. Það eigi t.d. við umhverf­is­væna snjall­síma sem fólk væri hik­andi að kaupa ef hann gæti ekki tekið mynd­ir, jafn­vel þó hann sé umhverf­is­vænni kost­ur.

Stærsta ein­staka umhverf­is­á­kvörð­unin

Sig­urður segir mark­miðið vera að þjón­usta á land­inu öllu verði á pari við það sem fyrir er og inn­viða­upp­bygg­ing sé hluti af því. Hrað­hleðslu­stöðvar úti á landi muni hafa áhrif á val bíla­kaup­enda.

Hann segir bíla­kaup vera stærstu ein­stöku ein­staka umhverf­is­á­kvörðun sem við tök­um. Nú þegar séu raf­bílar með 400 km drægni. Allir raf­bílar eru háðir því að geta stoppað á leið­inni og því þurfi að fjölga stöðvum og stækka þær. Á Íslandi séu 50 kw stöðvar en á mark­aði séu þær komnar upp í 150 til 350 kw stöðv­ar.

Verst ef menn gera ekk­ert

Sig­urður segir sumar bíla­leigur sýna raf­bíla­væð­ingu áhuga en það geti verið erfitt fyrir þær að skipta yfir í raf­bíla. Þrep verði tekin til þess að raf­bíla­væð­ing bíla­leiga verði raun­hæf. Vinna sé nú hafin að koma upp hleðslu­stöðvum á gisti­stöðum um allt land.

Hann segir fullan skiln­ing vera á því að annað sé fyrir íbúa að hlaða bíla heima hjá sér eða að þjón­usta þús­undir ferða­manna.

„Stóru bíla­leig­urnar munu ekki skipta út sínum þús­und bílum á einu bretti. Mik­il­vægt er að þeir taki 5-10-20-30-100 bíla í þrepum og búi til þessa vöru sem er raf­bíla­leiga sem er geggjuð vara. Von­andi nær hún svo flugi en það verður ein­hvern tím­ann að byrja. Verst er ef menn gera ekki neitt,“ sagði Sig­urður Ingi að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal