Úr safni Framsókn lógó
Úr safni

Ráðuneyti framsóknarmanna

Framsóknarmenn hafa setið í ráðherrastól félagsmálaráðuneytisins í samanlagt sautján ár frá árinu 1995. Í dag gegna framsóknarmenn margvíslegum störfum fyrir ráðuneytið en tæplega þriðjungur nefnda, faghópa og ráða á vegum félagsmálaráðuneytisins eru skipuð formönnum með tengsl við Framsóknarflokkinn. Sex formenn stjórna stofnana og sjóða á vegum ráðuneytisins tengjast einnig flokknum.

Félags­mála­ráðu­neytið hefur fallið fram­sókn­ar­mönnum í skaut í hvert sinn sem þeir hafa tekið þátt í rík­is­stjórn frá árinu 1995. Fram­sókn­ar­menn hafa sam­tals stýrt ráðu­neyt­inu í um 17 ár á síð­ustu 24 árum. Sex ráð­herrar úr röðum Fram­sóknar hafa gegnt emb­ætti félags­mála­ráð­herra á þessu tíma­bili, þar á meðal núver­andi félags- og barna­mála­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son.

Á vegum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins störf­uðu í maí síð­ast­liðnum 70 nefnd­ir, stjórnir og ráð. Af þeim eru 21 skipuð for­mönn­um, án til­nefn­ing­ar, sem hafa tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Af þeim skip­aði Ásmundar Einar níu for­menn. For­veri hans Eygló Harð­ar­dótt­ir, sem gegndi emb­ætti félags­mála­ráð­herra á árunum 2013 til 2017, skip­aði hina tólf for­menn­ina. 

Frá því Ásmundar Einar tók við emb­ætt­inu hefur hann skipað for­menn þriggja stjórna á vegum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins með tengsl við Fram­sókn­ar­flokks­ins ásamt því að skipa aðstoð­ar­mann sinn for­mann Trygg­ing­ar­stofn­unar rík­is­ins. Þá hefur Ásmundur Einar verið gagn­rýndur fyrir að skipa í þrjár stöður innan félags­mála­ráðu­neyt­is­ins án þess að aug­lýsa stöð­urn­ar, þar á meðal stöðu ráðu­neyt­is­stjóra.

Ráðu­neyt­is­stjóri skip­aður án aug­lýs­ingar

Ásmundur Einar var fyrst kjör­inn á þing fyrir Vinstri hreyf­ing­una grænt fram­boð árið 2009 en hann sagði sig úr þing­flokki Vinstri grænna í apríl 2011. Hann gekk síðan til liðs við Fram­sókn­ar­flokk­inn í júní 2011 og árið 2017 var hann skip­aður félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra í núver­andi rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur.

Í sept­em­ber 2018 til­kynnti stjórn­ar­ráðið að vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu yrði skipt upp í félags­mála­ráðu­neyti og heil­brigð­is­ráðu­neyti. Jafn­rétt­is­mál færð­ust yfir á ábyrgð for­sæt­is­ráðu­neytis og mál­efni mann­virkja færð­ust úr umhverf­is­ráðu­neyti í félags­mála­ráðu­neyti. Sam­kvæmt stjórn­ar­ráð­inu var mark­miðið með þessum breyt­ingum að skýra verka­skipt­ingu, skerpa póli­tíska for­ystu og skapa aukin sókn­ar­færi í mála­flokkum sem rík­is­stjórnin hefur í for­gangi.

Félags­mála­ráðu­neytið tók síðan til starfa 1. jan­úar 2019 og fer félags- og barna­mála­ráð­herra, Ásmundur Ein­ar, með yfir­stjórn ráðu­neyt­is­ins og ber ábyrgð á öllum stjórn­ar­fram­kvæmdum þess. Verk­efni félags­mála­ráðu­neyt­is­ins varða félags- og fjöl­skyldu­mál, líf­eyr­is­trygg­ing­ar, almanna­trygg­ing­ar, hús­næð­is­mál, vinnu­mál, mann­virki og undir ráðu­neytið heyrir úrskurð­ar­nefnd vel­ferð­ar­mála.



Ásmundur Einar skip­aði í des­em­ber síð­ast­liðnum í þrjú ný emb­ætti innan ráðu­neyt­is­ins; emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra, emb­ætti skrif­stofu fjár­laga og emb­ætti for­stjóra Vinnu­eft­ir­lits rík­is­ins. Í til­kynn­ing­unni var greint frá því að ein­stak­ling­arnir sem í hlut ættu væru allir starf­andi emb­ætt­is­menn en urðu við ósk ráð­herra um að taka að sér fram­an­greindar stöður á grund­velli heim­ildar um flutn­ing emb­ætt­is­manna í starfi í lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­manna.

Þrátt fyrir að lög heimili annað þá eru það vandaðir stjórnsýsluhættir að auglýsa þegar til stendur að ráðstafa takmörkuðum gæðum, sem fyrirsjáanlegt er að færri geta fengið en vilja.

Þar á meðal var Gissur Pét­urs­son en hann var skip­aður ráðu­neyt­is­stjóri hins nýja félags­mála­ráðu­neyt­is. Ráðu­neyt­is­stjóri stýrir ráðu­neyt­inu undir yfir­stjórn ráð­herra. Gissur var áður for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, allt frá því að stofn­unin var sett á fót árið 1997. Áður veitti hann um skeið for­stöðu skrif­stofu vinnu­mála í félags­mála­ráðu­neyt­inu og árin 1986 til 1996 starf­aði hann sem sér­fræð­ingur í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu. Gissur er með meistara­gráðu í opin­berri stjórn­sýslu frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórn­mála­fræði. Gissur var for­maður Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna á árunum 1986 til 1990 og full­trúi Fram­sóknar í útvarps­ráði árið 1997.

Gagn­rýna að stöð­urnar voru ekki aug­lýstar

Í kjöl­farið sendi Banda­lag háskóla­manna, BHM, frá sér yfir­lýs­ingu þar sem gagn­rýnt var að Ásmundur Einar hefði ekki aug­lýst ofan­greindar þrjár emb­ætt­is­stöður lausar til umsókn­ar. Í yfir­­lýs­ingu frá BHM segir að ráð­herra hafi nýtt sér heim­ild í lögum um rétt­indi og skyldur starfs­­manna rík­­is­ins þar sem segir að ­stjórn­­­vald, sem skipað hefur mann í emb­ætti, geti flutt hann í annað emb­ætti sem undir stjórn­­­valdið heyrir og þurfi þá ekki að aug­lýsa það.

Banda­lag­ið benti hins vegar á að aug­lýs­inga­­skylda sé meg­in­regla við ráðn­­ingar í störfum hjá rík­­inu. „Aug­lýs­inga­­skylda er í sam­ræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórn­­völdum að gæta jafn­­ræðis milli borg­­ar­anna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæf­­ustu starfs­­fólki,“ segir í yfir­lýs­ingu. Jafn­framt segir í yfir­lýs­ing­unni  að þótt að til­­­teknar und­an­­tekn­ingar frá aug­lýs­inga­­skyldu geti átt rétt á sér í sér­­­stökum til­­vikum þá telji banda­lagið að of langt hafi verið gengið í því að lög­­­festa slíkar und­an­­tekn­ingar á síð­­­ustu árum á kostnað gagn­­særrar stjórn­sýslu.

Í yfir­­lýs­ing­unni segir að Banda­lag háskóla­­manna geri kröfu til stjórn­­­valda um vand­aða stjórn­­­sýslu­hætti við ráðn­­ingar í störf. „­Þrátt fyrir að lög heim­ili annað þá eru það vand­aðir stjórn­­­sýslu­hættir að aug­lýsa þegar til stendur að ráð­stafa tak­­mörk­uðum gæð­um, sem fyr­ir­­sjá­an­­legt er að færri geta fengið en vilja. Með aug­lýs­ingu er öllum sem áhuga hafa og upp­­­fylla skil­yrði gefið tæki­­færi á að sækja um. Að mati banda­lags­ins brjóta rúmar und­an­­tekn­ing­­ar­heim­ildir við aug­lýs­ingar á lausum störfum hjá hinu opin­bera í bága við jafn­­ræð­is­­reglur stjórn­­­sýslu­réttar ásamt því að draga úr gagn­­sæi í stjórn­­­sýsl­unn­i.“

Ásmundur Einar skipar í stjórnir

Félags­mála­ráð­herra ber sam­kvæmt lögum að skipa stjórn Trygg­ing­ar­stofn­unar rík­is­ins. Ráð­herra skipar fimm menn í stjórn og skal einn skip­aður for­maður stjórnar og annar vara­for­mað­ur, skip­aðir skulu jafn­margir menn til vara. 

Ásmundar Einar skip­aði Arnar Þór Sæv­ars­son sem for­mann stjórnar Trygg­ing­ar­stofn­unar rík­is­ins í maí í fyrra. Arnar Þór er aðstoð­ar­maður Ásmundar Ein­ars. Arnar er lög­­fræð­ingur að mennt og var sveit­­ar­­stjóri á Blönd­u­ósi áður en hann gekk til liðs við Ásmund Einar í vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­inu í jan­úar á síð­asta ári. Arnar var áður aðstoð­­ar­­maður Jóns Sig­­urðs­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­manns Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, þegar hann var iðn­­að­­ar- og við­­skipta­­mála­ráð­herra á árunum 2006 til 2007.

Félags­mála­ráð­herra skipar einnig stjórn Vinnu­mála­stofn­unar til fjög­urra ára í senn. Ráð­herra skipar án til­nefn­ingar tvo aðal­menn í stjórn­ina, for­mann og vara­for­mann. Ásmundar Einar skip­aði Ingvar Má Jóns­son sem for­mann stjórnar Vinnu­mála­stofn­un­ar. Ingvar Már er fyrr­ver­andi vara­borg­ar­full­trúi en hann leiddi lista flokks­ins í Reykja­vík í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í fyrra.

Ásmundur Einar skip­aði jafn­framt nýjan for­mann stjórnar Íbúða­lána­sjóðs í byrjun árs 2018. Hann skip­aði Hauk Ingi­bergs­son en Eygló Harð­ar­dótt­ir, þáver­andi félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, skip­aði hann í stjórn sjóðs­ins árið 2013. Haukur hefur sinnt störfum fyrir Fram­sókn en hann var meðal ann­ars for­maður kjör­stjórnar flokks­ins árið 2009.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Bára Huld Beck

Ásmundur Einar skip­aði enn fremur Aðal­stein Hauk Sverr­is­son sem nýjan for­mann stjórnar Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs án til­nefn­ingar í jan­úar 2019. Aðal­steinn Haukur er for­maður Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­víkur og var jafn­framt fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins í Alþing­is­kosn­ingum árið 2016. Aðal­steinn var einnig skip­aður for­maður stjórnar Trygg­ing­ar­sjóðs sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga árið 2014 af félags­mála­ráð­herra til fjög­urra ára en ekki má sjá á heima­síðu félags­mála­ráðu­neyt­is­ins að skipuð hafi verið ný stjórn.

Þriðj­ungur nefnda skip­aður for­mönnum úr Fram­sókn

Á vegum félags­mála­ráðu­neyt­is­ins starfar fjöldi nefnda, ráða og starfs­hópa. Í félags­mála­ráðu­neyt­inu í maí 2019 voru 28 lög­bundnar nefndir og ráð. Þá voru auk þess 42 verk­efna­tengdar nefndir og vinnu­hópar, sem skip­aðir eru af ráð­herra sér­stak­lega til þess að koma með ráð­gjöf um umbætur í ýmsum mál­um.

Í svari við fyr­ir­spurn á Alþingi frá Ingu Sæland, þing­konu Flokks fólks­ins, um nefnd­ir, starfs­hópa, fag­hópa og ráð á vegum ráðu­neyt­is­ins segir Ásmundur Einar að félags­mála­ráðu­neytið leit­ist ávallt við að móta stefnu þeirra mála­flokka sem heyra undir ráðu­neytið og að eiga vítt sam­ráð við hag­að­ila, fag­hópa og not­end­ur. Hann segir að slíkir hópar séu í eðli sínu nauð­syn­legir við fram­an­greinda vinnu.

Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það.

Ráð­herra skipar í þær nefnd­ir, starfs­hópa og ráð en oft á tíðum fá einnig ólíkir hags­muna­að­ilar að til­nefna einn eða fleiri nefnd­ar­mann. Nán­ast án und­an­tekn­ingar skipar þó ráð­herra for­mann án til­nefn­ing­ar. Af þeim 70 nefnd­um, stjórnum og ráðum sem starfa nú á vegum ráðu­neyt­is­ins eru 21 skipuð for­mönn­um, án til­nefn­ing­ar, sem hafa ein­hvers­konar tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Níu for­menn skip­aðir frá því að Ásmundur Einar tók við emb­ætt­inu

Af þeim nefndum sem Ásmundur Einar hefur skipað frá því að hann tók við emb­ætti í nóv­em­ber 2017 þá eru níu nefnd­ir, hópar eða ráð sem skipuð eru for­mönnum án til­nefn­ingar sem tengj­ast Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hann skip­aði Jóhann Frið­rik Frið­riks­son, vara­þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, for­mann tveggja aðgerða­hópa í fyrra. Auk þess skip­aði hann Lindu Hrönn Þór­is­dótt­ur, for­mann Lands­sam­bands Fram­sókn­ar­kvenna, for­mann fag­hóps um sam­fé­lags­lega virkni fyrir ein­stak­linga með geð­rænan vanda í fyrra.

Jafn­framt skip­aði Ásmundur Einar Frosta Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, for­mann verk­efn­is­stjórnar um aðgerðir til að lækka þrösk­uld ungs fólks og tekju­lágra á hús­næð­is­markað í fyrra. Auk þess var Linda Rós Alfreðs­dótt­ir, sér­fræð­ingur í félags­mála­ráðu­neyt­inu, skipuð for­maður starfs­hóps um mót­töku­á­ætl­anir sveit­ar­fé­laga í mars síð­ast­liðn­um. Hún bauð sig fram fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Alþing­is­kosn­ingum árið 2017.

Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, sést hér ganga við hlið Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Mynd: Birgir Þór Harðarson.
Birgir Þór Harðarson.

Þá var Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, fyrrum þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, skipuð for­maður sam­starfs­nefndar um mál­efni aldr­aðra til næstu Alþing­is­kosn­inga. Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, var skipuð af félags­mála­ráð­herra í fyrra sem for­maður próf­nefndar leigu­miðl­unar til næstu þriggja ára. Jón Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi iðn­að­ar­ráð­herra, var skip­aður for­maður starfs­hóps af Ásmundi Ein­ari um félags­legt und­ir­boð í októ­ber í fyrra.  Til við­bótar skip­aði Ásmundur Einar Líneik Önnu Sæv­ars­dótt­ur, þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, for­mann þing­manna­nefndar um mál­efni barna í októ­ber í fyrra. 

Auk þessa voru í febr­úar síð­ast­liðnum emb­ætti þriggja skrif­stofu­stjóra á fag­skrif­stofum í félags­mála­ráðu­neyt­inu aug­lýst laus til umsókn­ar. ­Sam­kvæmt lögum Stjórn­ar­ráðs Íslands skulu ráð­herrar skipa skrif­stofu­stjóra að fengnu mati þriggja manna hæfn­is­nefnd­ar. Einn þeirra þriggja sem sat í hæfn­is­nefnd­inni var Páll Magn­ús­son, bæj­ar­rit­ari í Kópa­vogi en hann meðal ann­ars gaf kost sér til for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokknum á lands­þingi árið 2008. Nefnd­ar­menn fengu greitt fyrir störf sín.

Eygló skip­aði þrettán for­menn sem enn eru að störfum

Á undan Ásmundi Ein­ari gegndi Eygló Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, emb­ætti félags­mála­ráð­herra, fyrir utan stutt stopp Þor­steins Víglunds­sonar í emb­ætt­inu í rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar í nokkra mán­uði árið 2017. Eygló Harð­ar­dóttir var félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra frá árinu 2013 til 2017. Eygló var fyrst kosin á þing sem vara­þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins árið 2008.

Eygló skip­aði fjölda nefnda, fagráða og hópa á meðan hún var ráð­herra. Af þeim sem enn eru starf­andi eru tólf sem skip­aðir eru, án til­nefn­ing­ar, for­mönnum með tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hún skip­aði einnig í stjórn Ábyrgð­ar­sjóðs launa sem enn er að störfum en þar skip­aði hún Þóreyju Önnu Matth­í­as­dóttur sem for­mann stjórn­ar­inn­ar. Þórey Anna er fyrr­ver­andi for­maður Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna og bauð hún sig jafn­framt fram fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Hafn­ar­firði í fyrra.

Ekkert óeðlilegt

Í samtali við Kjarnann segir Ásmundar Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að þegar um er að ræða nefndir, ráð og hópa á vegum ráðuneytisins sem taka stefnumótandi ákvarðanir sem tengjast pólitík þá séu formenn nefndanna pólitískt skipaðir.

„Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það,“ segir Ásmundur Einar. Hann segir aftur á móti að þegar um er að ræða nefndir sem ekki marka pólitíska stefnu þá séu þær yfirleitt skipaðar embættismönnum.

Aðspurður segist hann þó ekki vita í fljótu bragði hversu margar nefndir af þeim 70 sem eru á vegum ráðuneytisins séu svokallaðar pólitískar nefndir en sagði jafnframt að hægt væri að fara yfir það ef þess væri óskað.

Árið 2007 tóku sér­stök svæð­is­bundin vinnu­mark­aðs­ráð til starfa um land allt. Ráðin starfa á grund­velli laga um vinn­u­­mark­aðs­að­gerðir sem sam­þykkt voru á Alþingi árið 2006. Hlut­verk ráð­anna er meðal ann­ars að greina stöðu og þróun atvinnu­mála hvert á sínu starfs­svæði og gera til­lögur að vinnu­mark­aðsúr­ræð­um. Sam­kvæmt lögum um vinnu­mark­aðs­að­gerðir skipar ráð­herra sjö manna svæð­is­bundin vinnu­mark­aðs­ráð. Í hvert vinnu­mark­aðs­ráð eru til­nefndir tveir ráðs­menn af sam­tökum launa­fólks á hverju svæði og tveir af sam­tökum atvinnu­rek­enda. Jafn­framt er einn ráðs­maður til­nefndur af sveit­ar­fé­lögum á hverju svæði, einn af mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og einn skip­aður án til­nefn­ing­ar.

Félags­mála­ráð­herra skipar for­mann og vara­for­mann úr hópi þeirra sem til­nefndir eru sem aðal­menn. Í heild­ina eru vinnu­mark­aðs­ráðin átta og for­menn fjög­urra þeirra hafa á ein­hverjum tíma verið í fram­boði fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Til við­bótar er Guðný Sverr­is­dótt­ir, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Grýtu­bakka­hreppi, for­maður Vinnu­mark­aðs­ráðs Norð­ur­lands eystra en hún er systir Val­gerðar Sverr­is­dótt­ur, fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins. For­maður Vinnu­mark­aðs­ráðs Aust­ur­lands er Helga Þór­ar­ins­dóttir en hún er eig­in­kona Gunn­ars Þórs Sig­björns­son­ar. Gunnar Þór starf­aði innan Fram­sókn­ar­flokks­ins til fjölda ára og sat í ýmsum nefndum á vegum Fram­sóknar í sveit­ar­stjórn á Hér­aði. Eygló skip­aði alla átta for­menn ráð­anna og eru þeir enn að störf­um.

Fyrr­ver­andi ráð­herrar að störfum í ráðu­neyt­inu

Siv Frið­­­leifs­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, var ráðin í starf sér­­fræð­ings á skrif­­stofu félags­­­þjón­­ustu í félags- og hús­næð­is­­mála­ráðu­­neyt­inu í apríl árið 2016. Starfið var aug­lýst og alls sóttu 36 um það. Siv hafði áður verið fengin til að starfa sem ráð­gjafi fyrir félags- og hús­næð­is­­mála­ráðu­­neytið á árinu 2014. Um var að ræða aðstoð vegna nor­ræns sam­­starfs, for­­mennsku í Nor­rænu ráð­herra­­nefnd­inni og vinnu í Vel­­ferð­­ar­vakt­inni sem stofnuð var að frum­­kvæði stjórn­­­valda snemma árs 2009 til að fylgj­­ast með afleið­ingum efna­hags­hruns­ins á heim­ilin í land­inu.

Þegar starfið var aug­lýst í febr­úar 2016 vöktu tvær konur athygli á því að í aug­lýs­ing­unni um starf sér­fræð­ing á skrif­stofu félags­þjón­ustu var starfs­reynsla gerð að veiga­meiri skil­yrði en menntun í aðsendri grein á Vísi. Í aug­lýs­ing­unni var kraf­ist háskóla­­prófs eða sam­­bæri­­legrar mennt­unar á sviði félags­­­mála. Þá sagði einnig í aug­lýs­ing­unni að mik­il­vægt væri að við­kom­andi sér­­fræð­ingur hefði víð­tæka þekk­ingu og reynslu af opin­berri stjórn­­­sýslu og sam­­starfi þvert á ráðu­­neyti. Enn fremur væri æski­­legt að hann hefi sér­­þekk­ingu á þeim mála­­flokkum sem heyra undir skrif­­stofu félags­­­þjón­­ustu. Þá var einnig gerð krafa um víð­tæka þekk­ingu og reynslu af alþjóð­­legum sam­­skipt­um, ekki síst nor­rænu sam­­starfi innan stjórn­­­sýsl­unn­­ar.

Í grein kvenn­anna segir að aug­lýs­ingin sé eitt dæmi af fjöl­mörgum þar sem starfs­reynsla var gerð að veiga­meira skil­yrði en mennt­un. „Eina krafan um menntun sem sett er fram er krafa um háskóla­próf eða sam­bæri­lega menntun á sviði félags­mála. Háskóla­menntun virð­ist því ekki vera skil­yrði. Hins vegar skiptir viða­mikil og sér­hæfð starfs­reynsla höf­uð­máli.“

Siv Friðleifsdóttir sat á þingi fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn frá 1995 til 2013 og var tví­vegis ráð­herra.

Siv er með BS-­­próf í sjúkra­­þjálf­un. Hún sat á þingi fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn frá 1995 til 2013 og var tví­­­vegis ráð­herra. Siv var umhverf­is­ráð­herra og sam­­starfs­ráð­herra Norð­­ur­landa 1999 til 2004 og heil­brigð­is- og trygg­inga­­mála­ráð­herra 2006 til 2007.

Síð­ustu rúm þrjú ár hefur Siv starfað sem sér­fræð­ingur innan ráðu­neyt­is­ins og var hún jafn­framt stað­geng­ill skrif­stofu­stjóra um tíma. Siv er einnig for­maður Vel­ferð­ar­vakt­ar­innar en Eygló Harð­ar­dóttir skip­aði hana for­mann án til­nefn­ingar árið 2014.

Pólitískar stöðuveitingar tíðkast enn

Skiptar skoðanir eru um hvort pólitískar stöðuveitingar viðgangist enn hér á landi og ef svo er hvort þær séu réttlætanlegar. Lengi vel voru pólitískar stöðuveitingar meginreglan við ráðningar í störf hjá hinu opinbera. Stjórnmálaflokkar deildu út störfum og embættum til styrkja sinn eigin flokk í sessi. Þegar leið á níunda og tíunda áratug síðustu aldar gætti hins vegar við auknum óvinsældum með fyrirgreiðslu flokkanna og dvínandi mikilvægi þeirra fyrir flokkana sjálfa leiddi til þess að aukin áhugi var á faglegum sjónarmiðum við mannaráðningar. Árið 1996 voru síðan ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins samþykkt á Alþingi. Í þeim leysti fimm ára ráðningartími æðstu embættismanna af hólmi æviráðningu og eftirlaunakerfi opinberra starfsmanna breytt. Í dag eru pólitískar stöðuveitingar ekki opinberlega viðurkenndar hér á landi nema hvað það varðar að hverjum ráðherra er heimilt að ráða sér pólitískan aðstoðarmann sem hverfur úr ráðuneytinu þegar ráðherra lætur af störfum.

Þetta kemur fram í fræðigrein Gunnars Helga Kristinssonar, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, um umfang og sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Í greininni kemur jafnframt fram að ráðuneytin virðast síður en ýmsar aðrar greinar stjórnsýslunnar hafa þróast í átt að faghyggju á síðustu árum. Gunnar Helgi segir í greininni að það endurspegli eðli þeirra starfa sem þar séu unnin og mikilvægi þeirra fyrir ráðherra. Í ráðuneytunum sé þó ekki gert ráð fyrr því að starfsmenn ráðuneytanna séu pólitískt skipaðir, að frátöldum aðstoðarmanni ráðherra.

Gunnar Helgi segir í samtali við Kjarnann að þó að stjórnsýslan hafi í auknum mæli færst frá hefðbundnum pólitískum stöðuveitingum á síðustu áratugum þá komi þær þó enn fyrir. Að hans mati eiga pólitískar stöðuveitingar nú sér stað í þrengra samhengi elítu stjórnmála. Stjórnmálaflokkar séu nú meiri elítuflokkar sem reknir eru af atvinnumönnum sem fái frekar opinberar stöðuveitingar en óbreyttir flokksmenn.

Gunnar Helgi bendir jafnframt á að auk hefðbundinnar fyrirgreiðslu þá noti stjórnmálaflokkar einnig strategískar stöðuveitingar. Stöðuveitingar af þessu tagi miða ekki að því fyrst og fremst að verðlauna þá einstaklinga sem stöðurnar hljóta heldur að tryggja að einstaklingar sem flokkarnir geti treyst sitji í pólitískt mikilvægum embættum. Gunnar Helgi segir að rannsóknir hans á síðustu árum hafi bent til þess að stjórnmálamenn noti í vaxandi mæli stragetískar stöðuveitingar til að styrkja stöðu flokksins innan stjórnsýslunnar.

Jón Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi iðn­að­ar­ráð­herra, var skip­aður for­maður starfs­hóps af Ásmundi Ein­ari um félags­legt und­ir­boð í októ­ber í fyrra. Starfs­hóp­ur­inn skil­aði til­lögum til úrbóta í jan­úar síð­ast­liðn­um. Búið er að móta aðgerð­ar­á­ætlun út frá til­lög­unum og til­kynnti félags­mála­ráðu­neytið í maí síð­ast­liðnum að Ásmundur Einar hefði falið Jóni að hafa yfir­um­sjón með því að fram­fylgja aðgerðum sem byggja á til­lögum hóps­ins. Sömu­leiðis þeim aðgerðum sem snerta félags­leg und­ir­boð í stuðn­ingi stjórn­valda við lífs­kjara­samn­inga sem sam­þykktir voru í byrjun apríl síð­ast­liðn­um.

Stefna að auknu gagn­sæi í allri stjórn­sýsl­unni

Í rík­is­stjórn­ar­sátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórnar segir að í nýrri rík­is­stjórn munu flokkar sem spanna „hið póli­tíska lit­róf allt frá vinstri til hægri“ freista þess að slá nýjan tón, ein­henda sér í þau lyk­il­verk­efni sem koma Íslandi í fremstu röð og búa þannig um hnút­ana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna.

Bára Huld Beck

„Óvenju­legar aðstæður kalla á breytt vinnu­brögð, opn­ari stjórn­sýslu, gagn­sæi og virð­ingu gagn­vart verk­efn­um. Það er vilji flokk­anna sem nú taka þátt í sam­starfi um rík­is­stjórn og efl­ingu Alþingis að nálg­ast verk­efnin með nýjum hætti í þágu alls almenn­ings í land­inu, ekki síst með því að styrkja Alþingi með mark­vissum hætti og auka áhrif þess,“ segir í sátt­mál­an­um.

Enn­fremur er tekið fram að stefna þurfi að stöð­ug­leika til lengri tíma og auka gagn­sæi í athafna­lífi og allri stjórn­sýslu til að efla traust almenn­ings á rekstri fyr­ir­tækja, fjár­mála­lífi, stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins. „Frá efna­hags­hrun­inu hefur náðst marg­vís­legur árangur en enn skortir á þá félags­legu sátt sem þjóðin hefur lengi kallað eft­ir. Að henni þarf að vinna.“

Í nýlegri könnun MMR frá 3. maí 2019 um hvað veldur lands­mönnum mestum áhyggjum kom fram að líkt og síð­ustu þrjú ár voru það spill­ing í fjár­málum og/eða stjórn­málum sem reynd­ist vera eitt af helstu áhyggju­völdum þjóð­ar­inn­ar. Alls svör­uðu 44 pró­sent lands­manna að spill­ing í fjár­­­málum og/eða stjórn­­­mál­um valdi þeim mestum áhyggjum í síð­ustu könn­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar