Þingmenn Miðflokks: Alþingi í sama hlutverki og öryggislögregla í ógnarstjórnarríkjum

Þingmenn Miðflokksins telja stjórnarandstæðinga nýta sér aðstöðu sína sem kjörnir fulltrúar til að bæta í þá grimmilegu refsingu sem þeir hafi þegar hlotið.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Gunn­ar Bragi Sveins­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir og Bergþór Ólason.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Gunn­ar Bragi Sveins­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir og Bergþór Ólason.
Auglýsing

Sig­­mund­ur Davíð Gunn­laugs­­son, Gunn­ar Bragi Sveins­­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir og Berg­þór Óla­son, ­þing­­menn Mið­­flokks­ins, telja Alþingi í sama hlut­verki og örygg­is­lög­regla í ógn­ar­stjórn­ar­ríkj­um. Þau segja stjórn­ar­and­stæð­inga nýta sér aðstöðu sína sem kjörnir full­trúar að bæta í þá grimmi­legu refs­ingu sem þau hafi þegar hlot­ið, auk þess telja þau sig þolendur glæps en ekki ger­end­ur. Þetta kemur fram í andsvörum þeirra við áliti siða­nefndar Alþingis sem þau sendu for­sætis­nefnd.

Berg­þór og Gunnar Bragi, brutu siða­­reglur alþing­is­­manna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn, að því er kemur fram í áliti siða­­nefnd­­ar. 

Auglýsing
Aðrir þing­­­menn sem tóku þátt í sam­tal­inu, Sig­­­mund­ur Davíð Gunn­laugs­­­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­­menn Mið­­flokks­ins, og Karl Gauti Hjalta­­­son og Ólaf­ur Ísleifs­­­son, sem voru í Flokki fólks­ins þegar sam­talið átti sér stað en gengu síðar til liðs við Mið­­flokk­inn, brutu ekki gegn siða­regl­um að mati nefnd­­ar­inn­­ar. Morg­un­­blaðið greindi fyrst frá og hefur birt álit siða­­nefndar auk and­svara þing­­mann­anna.

Telja full­trúar lög­gjafans refsa þolendum

Í sam­eig­in­legu bréfi Önnu Kol­brún­ar, Berg­þórs, Gunn­ars Braga og Sig­mundar Dav­íðs segir að í máls­með­ferð siða­nefndar felist alvar­leg brot á lögum og grund­vall­ar­reglum rétt­ar­ríkja. „Í stað þess að verja þolendur alvar­legs glæps hafa full­trúar lög­gjafans leitað allra leiða til að refsa þolend­un­um,“ segir orð­rétt í bréf­in­u. 

„Þolendur afbrots­ins sem mála­til­bún­að­ur­inn byggir á, vinir þeirra og vanda­menn, hafa þegar mátt þola grimmi­legri refs­ingu en heim­iluð er í nútíma sam­fé­lagi. Mark­mið póli­tískra and­stæð­inga virð­ist vera að nýta aðstöðu sína sem kjörnir full­trúar til að bæta þar í,“ segir í bréf­inu. Þá segir jafn­framt að málið hafi ekki heyrt undir siða­reglur Alþingis og það að litið hafi verið fram hjá því und­ir­striki „ein­beittan vilja til að nýta málið með póli­tískum hætt­i.“

„Slíkt á ekki að geta gerst í lýð­ræð­is­ríki“

„Frá upp­hafi hefur málið verið póli­tísks eðlis og gengið út á að nýta opin­bera stöðu til að refsa flokki í minni­hluta án stoðar í lögum og regl­um. Slíkt á ekki að geta gerst í lýð­ræð­is­rík­i,“ segir í sam­eig­in­lega bréfi þing­mann­anna fjög­urra. Þau skrifa að for­dæmið sem gefið sé með því að lög­gjaf­inn „nýti lög­brot í þágu póli­tískra mark­miða“ muni óhjá­kvæmi­lega skaða störf þings­ins.

Í bréf­inu seg­ir: „Af hálfu hlut­að­eig­andi var Alþingi Íslend­inga í raun sett í sama hlut­verk og örygg­is­lög­regla í ógn­ar­stjórn­ar­ríkjum með því að reyna að finna í illa feng­inni upp­töku af einka­sam­tali tæki­færi á að koma póli­tísku höggi á and­stæð­inga.“

Telja sig þolendur tvö­falds brots

„Ekki aðeins er leit­ast við að refsa þolendum alvar­legs afbrots heldur einnig að refsa mönnum fyrir að hafa í einka­sam­tali sagt frá áreitni sem þeir urðu fyr­ir. Þannig er leit­ast við að refsa þolendum tvö­falds brots,“ skrifa fjór­menn­ing­arn­ir.

„Af þremur full­trúum í siða­nefnd, sem allir tóku sæti eftir að máls­með­ferð hóf­st, hafði einn fall­ist á að málið félli ekki undir siða­regl­urn­ar. Annar fékk ekki tæki­færi til að leggja mat á það en sagði sig svo frá mál­inu af póli­tískum ástæð­um. Nið­ur­staðan byggir því á mati minni­hluta siða­nefnd­ar­inn­ar, eins full­trúa sem var skip­aður til verks­ins af aðilum sem þegar höfðu lýst sig van­hæf­a,“ segir í bréf­inu. „Í ljósi þess að Jón Krist­jáns­son, sem skip­aður var for­maður vara­siða­nefndar í mál­inu sagði sig frá því af póli­tískum ástæðum vekur undrun að 7. og 8. vara­for­seti (ólög­lega kjörn­ir) skuli telja sig bæra til að úrskurða um málið en báðir eru þeir starf­andi póli­tískir and­stæð­ingar allra þeirra sem um er fjall­að.“

„Í ljósi þess hvernig hluti vara­siða­nefndar nálg­ast málið má velta fyrir sér hvort frá upp­hafi hafi verið ætl­unin að styðj­ast fyrst og fremst við póli­tíska umfjöllun um mál­ið. Gild­is­hlaðnar athuga­semdir um hug­ar­far þeirra sem um var fjallað gefa það til kynna. Í hand­riti því sem Alþingi sjálft lét vinna sést enda að ótal full­yrð­ingar um eðli sam­tals­ins voru vill­andi og rang­ar. Klipptir voru út bútar til að draga upp þá mynd að sam­talið hefði fyrst og fremst markast af „for­dómum í garð minni­hluta­hópa“. Að minnsta kosti einn full­trúi í vara­siða­nefnd virð­ist nálg­ast málið út frá þeirri fyrir fram gefnu mynd í stað þess að líta á heild­ar­sam­heng­ið. Þetta er til að mynda áber­andi þar sem þing­menn fá ákúrur fyrir að lýsa áreitni sem þeir urðu fyr­ir,“ skrifa þing­menn­irn­ir.

Fjór­menn­ing­arnir telja að brotin hafi verið ein mik­il­væg­asta regla rétt­ar­rík­is­ins gegn þeim vegna þess að þeir hafi ekki fengið að hlýða á þau gögn sem í upp­hafi voru lögð til grund­vallar máls­með­ferð­inn­i. 

Málið vekur óhug Klaust­urs­manna

„Mál þetta allt vekur óhug af fjöl­mörgum ástæð­um. Með því er leit­ast við að refsa þolendum glæps. Það er rekið áfram af póli­tískum and­stæð­ingum þeirra sem fyrir urðu og lög­gjaf­ar­sam­koman notuð í þeim til­gangi. Eðli­legri máls­með­ferð hefur hvergi verið fylgt. Farið hefur verið á svig við lög eftir að upp­haf­legir aðilar höfðu gert sig van­hæf­a. Hinir sömu hafa þó áfram hlut­ast til um máls­fram­vind­una. Sam­ræmis er hvergi gætt. Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið. Skað­inn fyrir okkur og fjöl­skyldur okkar er mik­ill en verst er að þeir sem fara með vald skuli hafa leit­ast við að mis­nota það með svo alvar­legum hætti. Við verðum að vona að slíkt sé ekki til marks um það sem koma skal í íslensku sam­fé­lag­i,“ skrifa fjór­menn­ing­arn­ir.

„Póli­tísk rétt­ar­höld“ siða­nefndar

Í and­svari Sig­mundar Dav­íðs skrifar hann að það hljóti að slá ein­hvers konar met í aðför að per­sónu- og mál­frelsi þegar leit­ast sé við að nýta ólög­mæta upp­töku af einka­sam­tal­i. 

Í bréfi Gunn­ars Braga seg­ir: „Hin póli­tískt skip­aða siða­nefnd kemst að þeirri nið­ur­stöðu að und­ir­rit­aður hafi brotið siða­reglur Alþing­is. Því hafna ég alger­lega sem og aðdrótt­unum um við­horf mitt til kvenna.“ Hann skrifar einnig að hvergi í lýð­ræð­is­ríki geti það talist eðli­legt að póli­tískir and­stæð­ingar fái vald til að dæma and­stæð­inga sína.

Anna Kol­brún segir í and­svari sínu að allur mála­til­bún­aður þessa máls hafi verið mjög sér­stakur og „virð­ist rek­inn af sér­stak­lega miklum þrótti af for­seta Alþingis svo ekki er annað hægt að álykta sem svo en að for­seti Alþingis sé á per­sónu­legri póli­tískri veg­ferð. Haldið var áfram með málið þrátt fyrir að Per­sónu­vernd hafi dæmt gögnin og öflun þeirra ólög­mæt. Ég viðr­aði álit mitt á ferli máls­ins í við­tali við RÚV. 16. jan­úar 2019.“

Í bréfi Berg­þórs seg­ir: „Það vekur undrun og óhug ef það að ég leyfi mér að fá dálitla útrás fyrir það sem ég hef gengið í gegnum og tjái mig um málið með þeim hætti sem ég treysti mér til, að því er ég taldi í öruggu umhverfi, sé það notað gegn mér í póli­tískum rétt­ar­höld­um.“

Berg­þór fer hörðum orðum um siða­nefnd og segir það hryggja sig að ­nefnd Alþingis skuli ætla sér að hans mati nýta sér glæp til að refsa þolendum brots­ins og um leið þolendum kyn­ferð­is­brots. Hann sagði álit siða­nefndar jafn­framt hafa „gild­is­hlað­inn tón.“

Berg­þór vill leysa upp siða­nefnd

„Stjórn­mála­menn eru í þeirri stöðu að kveða upp dóm yfir póli­tískum and­stæð­ingum sínum og ein­hvern vegin hefur þeim sem á hafa haldið tek­ist að klúðra málum þannig að öll eðli­leg við­mið hvað rétt­indi þeirra sem mála­rekstur bein­ist að hafa verið látin víkja,“ segir í bréfi Berg­þór­s. 

„Í kjöl­far þeirra tveggja mála sem for­sæt­is-og siða­nefnd hafa klárað og kannski sér­stak­lega vegna þeirra mála sem for­sætis­nefnd hefur ekki klárað, tel ég rétt að það verði skoðað alvar­lega að leysa upp siða­nefnd Alþingis og þann feril sem nefnd­inni fylgir,“ skrifar hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar