Barnið sem benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum

Sænski unglingurinn Greta Thunberg hefur nú aldeilis náð að setja mark sitt á umræðu um loftslagsmál í heiminum öllum. Ekki er nema ár síðan hún fór í fyrsta verkfallið sitt, ein fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi og nú prýðir hún forsíður stærstu fjölmiðla um heim allan.

Þegar nafni Gretu Thun­berg er flett upp í leit­ar­vél­inni Google þá birt­ast 240 millj­ónir nið­ur­staðna. Til sam­an­burðar má nefna að þegar nafn Kim Kar­dashian er slegið inn þá koma 167 millj­ónir nið­ur­staðna í ljós. Þessi tala hækkar um millj­ónir á hverjum degi sem lýsir vel athygl­inni sem þessi unga kona fær. En hver er Greta Thun­berg og hvað vill hún segja heim­in­um?

Greta er fædd í Stokk­hólmi þann 3. jan­úar 2003 og er dóttir leik­­ar­ans Svante Thun­berg og söng­kon­unnar Malena Ern­man. Afskipti hennar af lofts­lags­­málum byrj­uðu fyrir alvöru í maí árið 2018 þegar hún var meðal vinn­ings­hafa í rit­­gerða­­sam­keppni sem Svenska Dag­bla­det efndi til. Þar á eftir höfðu ýmsir sam­­band við hana og næstu vikur var lagt á ráðin um aðgerðir sem skólakrakkar gætu gripið til til að vekja athygli á lofts­lags­­mál­­um.

Hún hafði hins vegar aðrar hug­myndir en hún sá ekki fram á að þær aðgerðir myndu gera mikið gagn, þannig að hún ákvað að gera þetta eins síns liðs. Það fyrsta sem hún gerði var að útbúa stórt spjald á stofu­­gólf­inu heima hjá sér með áletr­un­inni „Skol­strejk för klima­tet“ eða „Skóla­verk­­fall fyrir lofts­lag­ið“.

Verk­fall á hverjum föstu­degi

Þann 20. ágúst árið 2018 skróp­aði Thun­berg í skól­­anum og sat ein með spjaldið fyrir utan þing­­húsið í Stokk­hólmi. Hún var ákveðin í að vera þar á skóla­­tíma hvern ein­asta dag fram yfir sænsku þing­­kosn­­ing­­arnar þann 9. sept­­em­ber. Krafa hennar var ein­­föld: Að rík­­is­­stjórn Sví­­þjóðar myndi draga úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í sam­ræmi við Par­ís­­ar­­sam­komu­lag­ið.

Eftir 9. sept­­em­ber fór Thun­berg að mæta í skól­ann fjóra daga í viku og ákvað hún að vera í verk­­falli á föst­u­­dög­­um. Eftir því sem tím­inn leið fór fólk að taka eftir Thun­berg og veita verk­fall­inu athygli, ekki ein­ungis í Stokk­hólmi eða Sví­­þjóð, heldur út um allan heim.

Malena Ernman, móðir Gretu. Mynd: Wiki Commons/Daniel KruczynskiBókin Húsið okkar brennur kom út í fyrra en hana skrifar fjöl­skylda Thun­berg. Hægt er að nálg­ast hana á íslensku en Eyrún Edda Hjör­leifs­dóttir þýddi. Í bók­inni segir Thun­berg og fjöl­skylda hennar sögu sína, sögu af dag­legu lífi sem snýst um Asperger­heil­kenni, átrösk­un, ADHD, óperu­söng og – ekki síst – umhverf­is­vernd.

Í lýs­ingu á bók­inni á vef­síðu útgef­and­ans segir að Húsið okkar brennur sé ein­læg og óhefð­bundin frá­sögn af glímu fjöl­skyld­unnar við óvægið sam­fé­lag nútím­ans. Það sé móðir Gretu, Eurovision­stjarnan Malena Ern­man, sem lýsir því hvernig dóttir hennar yfir­steig mikla erf­ið­leika til að berj­ast gegn stærstu ógn sem nokkurn tím­ann hefur steðjað að mann­kyn­inu.

„Þetta er fyrst og fremst sagan um það neyð­ar­á­stand sem ríkir í heim­inum og snertir okkur öll. Neyð­ar­á­stand sem við mann­kynið höfum kallað yfir okkur með lífs­háttum okk­ar; ósjálf­bærum lífs­háttum sem eru úr tengslum við nátt­úr­una sem við erum öll hluti af. Við getum kallað það ofneyslu eða ham­fara­hlýn­un. Flestir virð­ast telja að þetta neyð­ar­á­stand ríki ein­hvers staðar langt héðan og að það muni ekki hafa áhrif á okkur fyrr en eftir langan tíma. En það er ekki rétt,“ segir í inn­gangi bók­ar­inn­ar. 

Flestir virðast telja að þetta neyðarástand ríki einhvers staðar langt héðan og að það muni ekki hafa áhrif á okkur fyrr en eftir langan tíma. En það er ekki rétt.
Húsið okkar brennur

Neit­ar að ferð­­ast með flug­­­vél

Thun­berg hefur verið harð­á­kveðin að fljúga ekki til að sýna öðrum for­dæmi en athygli vakti þegar Greta ferð­að­ist með lest til Katowice í des­em­ber síð­­ast­liðnum – þar sem hún ávarp­aði aðild­­ar­­ríkja­fund­inn COP-24 – og aftur til Davos í jan­úar til að ávarpa árlegan fund Alþjóða­við­­skipta­ráðs­ins.

Hún lét þó ekki þar við sitja í and­ófi sínu gegn flugi en hún ferð­að­ist með umhverf­is­vænni skútu til Banda­ríkj­anna í lok sum­ars. Hún mætti til New York eftir fimmtán daga sigl­ingu yfir Atl­ants­hafið og var henni vel tekið á hafn­ar­bakk­an­um.

Skýr skila­boð

Á nýyf­ir­stað­inni lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í New York var Greta með skýr skila­boð til heims­leið­tog­anna: Að almenn­ingur væri að fylgj­ast með þeim. Thun­berg var gestur ráð­stefn­unn­ar. Til­finn­inga­þrungin ræða hennar fór sem eldur í sinu um hinn vest­ræna heim.

„Ég á ekki að þurfa að vera hér á svið­inu. Ég á að vera í skól­anum handan Atl­ants­hafs­ins. En þið snúið ykkur alltaf til okkar unga fólks­ins til þess að öðl­ast von. Hvernig dirf­ist þið?

Þið hafið rænt draumum mínum og æsku minni með inn­an­tómum orð­um. En ég er einna heppn­ust. Fólk þjá­ist og fólk deyr. Heilu vist­kerfin eru hrynja. Við sjáum fram á fjölda­út­rým­ingu og það eina sem þið getið talað um eru pen­ingar og trölla­sögur um enda­lausan hag­vöxt. Hvernig dirf­ist þið?“

„Í meira en þrjá­tíu ár hafa vís­indin verið á hreinu. Hvernig dirf­ist þið að líta undan og koma hingað og full­yrða að þið séuð að gera nóg, þegar stefnu­mörk­unin og lausn­irnar eru hvergi sjá­an­leg­ar?

50 pró­sent er kannski ásætt­an­legt fyrir ykk­ur, en sú tala gerir ekki ráð fyrir vendi­punkt­um, flestum svör­un­ar­kerfum og auk­inni hlýnun vegna meng­andi efna í and­rúms­loft­inu, eða sjón­ar­hornum sann­girni og loft­lags­rétt­læt­is.

Töl­urnar treysta einnig á að mín kyn­slóð sjúgi millj­arða tonna af ykkar koltví­sýr­ingi úr and­rúms­loft­inu með tækni sem naum­ast er til. Þetta er ein­fald­lega ekki ásætt­an­legt fyrir okkur sem þurfum að lifa með afleið­ing­un­um.

Hvernig dirf­ist þið að láta sem svo að vanda­málið verði leyst með hefð­bundnum við­skipta­háttum og tækni­legum lausnum? Það verða engar lausnir eða áætl­anir hér í dag því þessar tölur eru of óþægi­legar og þið eruð ekki enn nógu viss í ykkar sök til að vera hrein­skilin með það.

Þið eruð að bregð­ast okkur en unga fólkið er að átta sig á svikum ykk­ar. Augu allra fram­tíð­ar­kyn­slóða eru á ykk­ur. Ef þið veljið að svíkja okkur þá munum við aldrei fyr­ir­gefa ykk­ur,“ sagði Thun­berg og upp­skar klapp aft­ast í saln­um. „Við munum ekki leyfa ykkur að kom­ast upp með þetta. Hér og nú drögum við lín­una. Breyt­ing­arnar munu verða, hvort sem ykkur líkar það eða ekki!“

Þannig end­aði Thun­berg ræðu sína á lofts­lags­ráð­stefn­unni fyrr í vik­unni í New York. Eins og áður segir vakti ræðan gríð­ar­lega athygli og skipt­ist fólk í að mæra hana eða dæma.

Hvernig dirfist þið að líta undan og koma hingað og fullyrða að þið séuð að gera nóg, þegar stefnumörkunin og lausnirnar eru hvergi sjáanlegar?

Banda­ríkja­for­seti hæð­ist að Thun­berg

Einn af þeim sem gerðu grín að Thun­berg var for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, en hann hædd­ist að henni í Twitt­er-­færslu seinna um kvöld­ið.

„Hún virð­ist ham­ingju­söm ung stúlka, sem hlakkar til bjartrar og dásam­legrar fram­tíð­ar. Svo indælt að sjá!“

Ekki virð­ist sem Thun­berg hafi tekið þessi ummæli for­set­ans inn á sig en hún gaf lítið fyrir þau í við­tali við sænsku sjón­­varps­­stöð­ina SVT og sagði að hún hefði vitað að hann myndi segja eitt­hvað um sig og að það sem hann segir um hana skipti eig­in­lega eng­u ­máli.

Thun­berg á að vera sýnd virð­ing

Í kjöl­far hol­skeflu af niðr­andi ummælum um hina 16 ára gömlu Thun­berg á net­inu þótti UNICEF á Íslandi nóg um og setti stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem fólk var hvatt til að sýna henni virð­ingu. UNICEF von­að­ist til að fólk á sam­­fé­lags­miðlum svar­aði vin­­sam­­legu ákalli þeirra um að hugsa sig tvisvar um áður en það skrifar athuga­­semdir um Gretu Thun­berg.

Þá sögðu þau að Thun­berg væri mann­eskja sem njóti réttar síns sem barn og sem mann­eskja til að láta rödd sína heyr­­ast í lofts­lags­um­ræð­unn­i.

Fram kom í færslu UNICEF að því miður væru margir full­orðnir að skrifa niðr­andi og hat­­ur­s­­fullar athuga­­semdir um hana sem mann­eskju. Það væri ekki ásætt­an­­legt. Sem lofts­lags­að­­gerð­­ar­sinni, sem barn og sem mann­eskja ætti Greta, ásamt öðrum, rétt á að láta rödd sína heyr­­ast.

„Við viljum biðja fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það skrifar athuga­­semdir á sam­­fé­lags­miðla. Hér er um að ræða mann­eskja sem á að vera sýnd virð­ing. Líka á inter­­net­in­u,“ sagði í færsl­unni.

Jafn­­framt kom fram að UNICEF styddi börn sem berj­­ast fyrir betri fram­­tíð. Þau hefðu rétt á að vera vernduð gegn hatri. UN­ICEF impraði á að það væri á allra ábyrgð.

„Við vonum að þú munir hjálpa Gretu, og öllum þeim mögn­uðu og hug­rökku börnum sem eru að tjá sig, að njóta réttar síns og hlust­­a.“

Ungt fólk hér á landi fer í verk­fall

Íslend­ingar hafa ekki farið var­hluta af áhrifum Thun­berg en skóla­verk­föll á borð við þau sem hún boðar hafa verið haldin víða um land.

Til að mynda mót­mælti gríð­ar­legur fjöldi á Aust­ur­velli í mars síð­ast­liðnum aðgerðum stjórn­valda vegna lofts­lags­breyt­inga en þetta voru fjórðu mót­mælin sem haldin voru. Stemn­ingin var raf­mögnuð þegar hund­ruð barna og ung­linga hróp­uðu: „Að­gerð­ir: Nún­a!“

Mikil stemn­ing var meðal ung­menn­anna og voru kröf­urnar skýr­ar; þau vilja aðgerðir í lofts­lags­málum og þau vilja þær núna. Einnig hróp­uðu þau í takt: „Við erum bara börn, fram­tíð okkar skiptir máli!“

Á Face­book-­síðu við­burð­ar­ins kom fram að um verk­fall væri að ræða og að það væri inn­blásið af Thun­berg. „Við viljum sýna stjórn­völdum að almenn­ingur sé með­vit­aður um alvar­leika máls­ins og vilji rót­tækar aðgerð­ir,“ skrif­uðu þau.

Þau bentu á að stjórn­völd hefðu sett sér aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 sem geri meðal ann­ars ráð fyrir kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040. „Við viljum styðja við bakið á þeim aðgerð­um, en betur má ef duga skal. Núver­andi aðgerða­á­ætlun er ekki í sam­ræmi við mark­mið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heims­vísu og við krefj­umst aðgerða sem eru lík­legar til að skila þeim árangri.“

Ungmenni mótmæla á Íslandi
Bára Huld Beck

Ljóst væri að stór­auka þyrfti fjár­fram­lög til lofts­lags­að­gerða. Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál (IPCC) reikn­að­ist til að verja þyrfti 2,5 pró­sent af heims­fram­leiðslu til lofts­lags­mála á ári til árs­ins 2035 til að halda hlýnun innan við 1,5 gráð­ur. Núver­andi áætlun væru upp á 0,05 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu á ári næstu fimm árin.

Þau kröfð­ust þess að Ísland tæki af skar­ið, hlust­aði á vís­inda­menn, lýsti yfir neyð­ar­á­standi og léti hið minnsta 2,5 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu renna beint til lofts­lags­að­gerða. Þar yrði atvinnu­lífið jafn­framt að axla ábyrgð og til þess yrði ákveðin við­horfs­breyt­ing að eiga sér stað.

„Við viljum afdrátt­ar­lausar aðgerð­ir. Núna. Fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Fyrir lofts­lag­ið!“

Mót­mæla enn

Verk­föll ung­menna á Íslandi og víða um heim halda áfram en ennþá mót­mæla þau á hverjum ein­asta föstu­degi og ekki er fyr­ir­séð að þau hætti í náinni fram­tíð á meðan kröfum þeirra er ekki mætt. 

En hvað sem verður – hvort Thun­berg hverfi af sjón­ar­svið­inu eins fljótt og hún birt­ist – þá hafa áhrif henn­ar, boð­skapur og ímynd ræki­lega breiðst út og verður hugs­un­ar­háttur margra gagn­vart lofts­lags­málum ekki samur eftir komu hennar á sjón­ar­svið­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar