Mynd: Úr safni

Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum

Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda. Í kjölfarið, seint á árinu 2018, felldi félagið niður fimm dómsmál sem það hafði höfðað gegn fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Núverandi stjórnendur félagsins neita að tjá sig um dómsmálin sem voru felld niður.

Kaup­þing ehf., eign­ar­halds­fé­lagið sem myndað var utan um eft­ir­stand­andi eignir Kaup­þings banka, náði sam­komu­lagi við vátryggj­endur í sept­em­ber 2018 um stjórn­enda­á­byrgðir fyrir árin 2008 og 2009 sem keypt hafði verið af Kaup­þingi á árinu 2008. Sam­komu­lagið var í tengdum „ við marg­vís­legan ágrein­ing aðila varð­andi umfang og gildi vátrygg­ing­ar­inn­ar.“

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Kaup­þings ehf. fyrir árið 2018. 

Í árs­reikn­ingnum segir að í kjöl­far sam­komu­lags­ins hafi fimm dóms­mál milli Kaup­þings og vátryggj­enda felld nið­ur. Þar segir enn fremur að Kaup­þing hafi jafn­framt fellt niður þrjú mál á hendur fyrr­ver­andi stjórn­endum félags­ins sem rekin voru fyrir hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. 

Kjarn­inn sendu fyr­ir­spurn á Kaup­þing og bað um upp­lýs­ingar um ann­ars vegar um hvað hafi falist í sam­komu­lag­inu við vátryggj­end­urna og hins vegar um hvaða mál gegn hvaða fyrr­ver­andi stjórn­endum hefðu verið felld nið­ur. 

Í svari starfs­manns félags­ins sagði: „Kaup­þing er ekki reiðu­búið að tjá sig um þau dóms­mál sem felld hafa verið niður né að veita nán­ari upp­lýs­ingar um sam­komu­lagið við vátryggj­end­ur.“

Ágrein­ingur sem staðið hefur yfir árum saman

Á vef Hér­aðs­dóms Reykja­víkur má hins vegar finna dóm í alls fjórum málum sem þing­fest voru 25. sept­em­ber 2014 þar sem Kaup­þing stefndi nokkrum erlendum trygg­inga­fé­lög til greiðslu hárra upp­hæða vegna stjórn­enda­á­byrgð­ar­trygg­inga sem keyptar hefðu verið í gegnum vátrygg­ing­ar­miðl­ar­ann Howden ins­urance Brokers Ltd. snemma árs 2008. ­Dóm­arnir eru frá því í mars 2017.

Um var að ræða trygg­ingu vegna brota starfs­manna, trygg­ingu vegna tölvu­glæpa og starfs­á­byrgð­ar­trygg­ingu. Eftir að Fjár­mála­eft­ir­litið tók yfir Kaup­þing haustið 2008 reyndi vátrygg­ing­ar­miðl­ar­inn að fella trygg­ing­arnar úr gildi og end­ur­greiða þau iðgjöld sem greidd höfðu ver­ið. Það var gert með ávísun sem send var til Kaup­þings í apríl 2012. 

Kaup­þing hafn­aði þessu og gerði þess í stað bóta­kröfu vegna nokk­urra fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaup­þings og eins hlut­hafa. Sam­hliða rak félagið mál gegn þessum sömu aðilum fyrir dóm­stól­um. Kaup­þing tap­aði mál­inu á þeim for­sendum að krafa félags­ins gagn­vart trygg­inga­fé­lög­unum væri fyrnd. Ástæðan væri m.a. sú að fyrn­ing­ar­frestur hefði haf­ist þegar skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, sem opin­ber­aði flest allt sem átti sér stað inni í bönk­unum fyrir hrun, kom út í apríl 2010 en krafan hefði ekki verið sett fram fyrr en seint á árinu 2014.

Ljóst er þó á upp­lýs­ing­unum sem fram komu í árs­reikn­ingi Kaup­þings fyrir árið 2018 að dóms­málin voru enn lif­andi þegar sam­komu­lag náð­ist um þau í sept­em­ber í fyrra.

Lán og greiðslur til einka­hluta­fé­lags for­stjóra

Í nið­ur­stöðum Hér­aðs­dóms Reykja­víkur í ofan­greindum fjórum málum kemur fram hvaða mál Kaup­þing hafði höfð­að, og rekið fyrir dóm­stóln­um, gegn fyrr­ver­andi stjórn­endum og stjórn­ar­mönnum bank­ans, vegna þeirrar hátt­semi sem Kaup­þing taldi sig eiga rétt á bótum fyr­ir, annað hvort frá trygg­inga­fé­lög­unum eða ein­stak­ling­unum sem sýndu af sér þá hátt­semi.

Þar sagði að eitt málið hafi snú­ist um lán­veit­ingar Kaup­þings til Kjal­ars, félags Ólafs Ólafs­son, eins stærsta eig­anda bank­ans fyrir hrun. Kaup­þing ehf. höfð­aði á sínum tíma skaða­bóta­mál á hendur sjö fyrr­ver­andi stjórn­endum og stjórn­ar­mönnum í bank­anum vegna þess­arar lán­veit­ingar og krafð­ist 381 milljón evra greiðslu. Þeir voru fyrr­ver­andi stjórn­end­urnir Bjarki H. Diego, Guð­mundur Þór Gunn­ars­son og Hreiðar Már Sig­urðs­son og fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn­irnir Gunnar Páll Páls­son, Hjör­leifur Þór Jak­obs­son, Bjarn­freður Ólafs­son, og Sig­urður Ein­ars­son. Fallið var frá mála­rekstri geng Hjör­leifi Þór Jak­obs­syni með bréfi sem sent var til hans 18. mars 2013. 

Annað málið sner­ist um hátt­semi Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, og eig­in­konu hans vegna lán­veit­ing til félags­ins Hreið­ars Más Sig­urðs­sonar ehf. Kaup­þing taldi að hjónin hefðu með sak­næmum og ólög­mætum hætti bakað Kaup­þingi tjóni með því að koma því til leiðar að bank­inn ráð­staf­aði fjár­munum beint til for­stjór­ans fyrr­ver­andi án þess að hann bæri per­sónu­lega ábyrgð á því að end­ur­greiða þá. Bótakrafan í mál­inu var 933 millj­ónir króna auk vaxta.

12,8 millj­arða lán og greiðsla á kostn­aði vegna hús­næðis

Þriðja málið sem Kaup­þing höfð­aði, með stefnu sem var útgefin 1. októ­ber 2012, sner­ist um 12,8 millj­arða króna lán­veit­ingu til félags­ins Ger­land, sem var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar. Þar var Hreið­ari Má og Ólafi upp­haf­lega stefnt til að greiða Kaup­þingi tæpa 12,9 millj­arða króna auk vaxta. Málið var upp­haf­lega fellt niður árið 2014 en ný stefna gefin út síðar það sama ár þar sem sömu kröfur voru settar fram. Árið 2017 var fallið frá kröfum á hendur Ólafi í mál­in­u. 

Fjórða málið sner­ist síðan um greiðslur til Sig­urðar Ein­ars­son­ar, sem var starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings fyrir banka­hrun, vegna greiðslna á kostn­aði vegna hús­næðis sem hann bjó í í London. Nánar til­tekið keypti Sig­urður fast­eign í London sem bank­inn greiddi svo skatta, gjöld og annan kostnað af auk þess sem hann fékk greidda leigu fyrir eigin afnot af fast­eign­inni. Kaup­þing taldi að þessar greiðslur hefðu ekki verið sam­þykktar í stjórn bank­ans áður en hann féll og hefðu því ekki átt rétt á sér. Alls sner­ist málið um 80 millj­ónir króna.

Leið­rétt­ing:Við frétta­skýr­ing­una hefur verið bætt upp­lýs­ingum um að skila­nefnd Kaup­þings hefði fallið frá stefnu gegn Hjör­leifi Þór Jak­obs­syni þann 18. mars 2013 eftir að upp­lýs­ingar bár­ust um það.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar