Mynd: EPA

Deutsche Bank taldi „skaðlega umfjöllun“ um samkomulag valda kerfisáhættu fyrir heiminn

Deutsche Bank fór fram á algjöra leynd yfir innihaldi samkomulags sem bankinn gerði við Kaupþing í lok árs 2016, vegna hins svokallaða CLN-máls. Mjög mikilvægt væri að innihald samkomulagsins myndi ekki koma fyrir augu almennings og að það myndi ekki spyrjast út hvað bankinn hefði gert. Afleiðingarnar gætu valdið kerfislægri áhættu gagnvart efnahag Þýskalands, Evrópusambandsins og heimsins alls.

Í des­em­ber 2016 var skrifað undir óvænt sam­komu­lag. Í því fólst að þýski stór­bank­inn Deutsche Bank sam­þykkti að greiða Kaup­þingi ehf., félag­inu utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­bús fallna bank­ans, og sex gjald­þrota aflands­fé­lögum sem Kaup­þing var einni kröfu­haf­inn hjá, sam­tals 425 millj­ónir evra. Á gengi dags­ins í dag er sú upp­hæð 58,5 millj­arðar króna. 

Greiðslan var vegna fjár­muna sem höfðu runnið frá Kaup­þingi til Deutsche Bank síð­ustu vik­urnar fyrir fall íslenska bank­ans vegna hins svo­kall­aða CLN-strúkt­úrs. Alls nam heild­ar­upp­hæð þeirra fjár­muna sem fóru frá Kaup­þingi til þýska bank­ans vegna þessa 510 millj­ónum evr­a. 

Ekki hafði verið reiknað með að hægt yrði að end­ur­heimta féð og Kaup­þing hafði höfðað mál vegna þessa í Bret­land, fyrir dóm­stólum í Karí­ba­haf­inu og á Íslandi. Auk þess var fram­kvæmd saka­mála­rann­sókn og þrír lyk­il­menn innan bank­ans fyrir hrun á end­anum ákærðir fyrir umboðs­svik vegna þess mikla fjár­tjóns sem lán­veit­ing­arnar áttu að hafa valdið Kaup­þing­i. 

Nán­ast níu árum upp á dag frá því að Kaup­þing féll, eða snemma í októ­ber 2016, náð­ist skyndi­lega sam­komu­lag, sem síðar var form­gert í des­em­ber sama ár þegar dóm­stólar stað­festu það. Deutsche Bank vildi greiða stóran hluta þeirrar upp­hæðar sem Kaup­þing hafði beint og óbeint fal­ast eftir að fá greidda. 

Sam­kvæmt áður óbirtum máls­skjölum úr Hæsta­rétti Aust­ur-kar­ab­íska­hafs­ins, þar sem mál tengd Bresku Jóm­frú­areyj­unum – heima­ríki aflands­fé­lag­anna er Tortóla-eyja sem til­heyrir klas­anum – sem Kjarn­inn hefur undir höndum var sam­komu­lagið grund­vallað á því að fullum trún­aði yrði haldið um það. Ástæðan var sú, sam­kvæmt mál­skjöl­un­um, að fjár­hags­legt mik­il­vægi Deutsche Bank væri svo mikið að opin­ber vand­ræði hans gætu valdið kerf­is­legri áhættu gagn­vart efna­hagi Þýska­lands, Evr­ópu­sam­bands­ins og heims­ins alls. 

Mikil áhersla var lögð á að sem allra fæstir myndu vita um hvað sam­komu­lagið sner­ist og af hverju Deutsche bank ákvað að gera það. Beiðni um að sam­komu­lagið yrði sam­þykkt fyrir breskum dóm­stólum var til að mynda lögð fram í formi mynd­bands og máls­gögn þess svo sam­stundis inn­sigluð til að tryggja sem mestan trún­að. 

Í skjöl­unum seg­ir: „Að teknu til­liti til þeirrar umfangs­miklu upp­hæða sem eru undir í þessu sam­komu­lagi, stöðu Deutsche sem skráðs félags (sem gerir sam­komu­lagið að mark­aðs­lega við­kvæmum atburð­i), og kerf­is­lægu mik­il­vægi Deutsche í alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu, þá eru Deutsche og skipta­stjór­arnir með réttu áhyggju­fullir um að inni­hald þessa sam­komu­lags eigi ekki að koma fyrir augu almenn­ings nema við mjög þröngt stýrðar aðstæð­ur.“

Þar segir enn fremur að ákvörðun um Deutsche Bank um að semja sé fyrst og síð­ast grund­völluð á því að forð­ast „skað­lega umfjöll­un.“ Því sé lyk­il­at­riði að full leynd yrði yfir ástæðum sem gefnar voru fyrir því að vilja skrifa undir sam­komu­lag­ið. 

Deutsche Bank, sem var mjög umsvifa­mik­ill á Íslandi fyrir hrun, en ekki síður eftir það þegar hrægamma­sjóðir komu hingað til lands og reyndu að hagn­ast sem mest á óförum Íslend­inga, hefur verið í tölu­verðum vand­ræðum síð­ast­lið­inn ár. Bank­inn hefur til að mynda við­ur­kennd að hafa tekið þátt í stór­felldu pen­inga­þvætti og enn er verið að rann­saka starf­semi hans víða um heim.

„Það er eins og þú sért að tala kín­versku“

Á árinu 2008 réðst Kaup­þing í marg­hátt­aðar til­raunir til að bjarga sér fyrir horn. Ein flókn­asta áætl­unin var sú sem gekk út á að kaupa láns­hæf­istengd skulda­bréf (e. Credit Lin­ked Notes eða CLN) á Kaup­þing til að reyna að lækka skulda­trygg­inga­á­lag bank­ans. Þessir snún­ingar voru það flóknir að nán­ast allir vild­ar­við­skipta­vinir Kaup­þings sem voru beðnir um að taka þátt í þeim skildu ekk­ert um hvað þeir snér­ust. Einn þeirra sem átti að vera með var Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al-T­hani, maður sem einnig var gerður tíma­bundið að hlut­hafa í Kaup­þingi í gegnum fléttu sem íslenskir dóm­stólar hafa dæmt sem mark­aðs­mis­notk­un. Þegar hann var spurður út í CLN-við­skiptin við skýrslu­töku sagði hann: „Getur þú útskýrt þetta, ég skil ekki hvað þú ert að segja[...]það er eins og þú sért að tala kín­versku.“

Fjár­festar vilja stundum tak­marka áhættu sína á fjár­fest­ing­um. Ein leið sem þeir geta gripið til er sú að kaupa ein­fald­lega trygg­ingu á því að hún gangi eft­ir. Ef t.d. Norski olíu­sjóð­ur­inn hélt að Kaup­þing gæti ekki borgað skuld­irnar sínar í fram­tíð­inni þá gátu þeir keypt skulda­trygg­ingu á bank­ann. Ef Kaup­þing borg­aði ekki skuldir sínar til baka á ákveðnum gjald­dögum fékk olíu­sjóð­ur­inn greitt en trygg­inga­fé­lagið sem seldi honum trygg­ingu tekur á sig tap­ið. Um er að ræða veð­mál á að ein­hver geti ekki borg­að.

Til að standa í svona við­skiptum þá þarf trygg­inga­fé­lagið auð­vitað að hafa ein­hvern gróða­hvata. Sá felst í svoköll­uðu skulda­trygg­inga­á­lagi sem Norski olíu­sjóð­ur­inn greið­ir.

Ef álagið er hátt þýðir það að líkur á því að útgef­and­inn geti borgað skuld­irnar sínar eru litl­ar. Ef það er lágt þá eru góðar líkur á því að hann geti staðið við skuld­bind­ingar sín­ar. 

Árið 2005 var byrjað að versla með skulda­trygg­ingar á Kaup­þing. Þetta voru ekki hefð­bundin við­skipti enda eru slíkar trygg­ingar ekki skráðar á neinn markað og um þær gilda engar regl­ur. Mark­að­ur­inn var algjör­lega ógagn­sær.

Kaupþing vildi reyna að hafa áhrif á þróun skuldatrygginga á bankann.
Mynd: EPA

Skulda­trygg­ingar gátu hins vegar haft mikil áhrif á getu banka til að fjár­magna sig. Ef álagið hækk­aði varð miklu dýr­ara fyrir þann banka að nálg­ast pen­inga til að reka sig. Og það var hægt að hafa áhrif á álagið með ýmsum hætti, t.d. með því ein­fald­lega að dreifa slúðri um að ein­hver banki væri ekki allur það sem hann væri séð­ur. 

Vand­ræði í lok árs 2005

Íslensku bank­arnir þrír lentu fyrst í vand­ræðum vegna hækk­andi skulda­trygg­inga­á­lags í lok árs 2005. Þau vand­ræði stóðu fram á árið 2006 og voru oft­ast kölluð „Ís­lands­krepp­an“. Það voru þó ekki bara rætnar sögu­sagnir sem hækk­uðu álagið á íslensku bank­anna á þessum tíma, heldur líka rétt­mætar áhyggjur af því hvernig þeir voru upp­byggð­ir. Á þeim tíma voru þeir að langstærstu leyti fjár­magn­aðir á mark­aði, en að litlu leyti með inn­lán­um. Það gerði allt kerfið við­kvæmt fyrir sam­drætti á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um. Þá voru kross­eign­ar­tengsl innan Íslands, t.d. að Kaup­þing ætti í Existu og Exista væri stærsti eig­andi Kaup­þings, mikið gagn­rýnd auk hins mikla útlána­vaxt­ar, sér­stak­lega til tengdra aðila, sem hafði átt sér stað.

Íslensku bönk­unum þremur tókst að kom­ast í gegnum þessa krísu með því að taka að ein­hverju leyti mark á gagn­rýn­inni, að minnsta kosti í orði. Í kjöl­farið fóru þeir til dæmis allir að und­ir­búa stór­tæka inn­lána­söfnun út um alla Evr­ópu. Sá sem var kom­inn lengst þegar allt hrundi 2008 var Lands­bank­inn með Ices­a­ve-­reikn­ing­anna sína. 

Rúmu ári síð­ar, um mitt ár 2007, hófst hins vegar önnur og stærri kreppa, sem átti eftir að enda með ósköp­unum haustið 2008. Upp­haf hennar fyrir íslensku bank­anna þrjá var hægt að rekja til hækk­andi skulda­trygg­inga­á­lags.

Töldu mark­að­inn ekki raun­veru­legan

Helstu stjórn­endum Kaup­þings fannst þessi staða, hækkun á skulda­trygg­inga­á­lagi á bank­ann, mjög ósann­gjörn og fóru að leita leiða til að mæta henni. Hreiðar Már Sig­urðs­son, þáver­andi for­stjóri Kaup­þings, lýsti stöð­unni þannig í einni yfir­heyrsl­unni sem fór fram yfir honum hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, í tengslum við saka­mála­rann­sókn gegn hon­um, að ráð­gjafar bank­ans hefðu sagt þeim að um væri að ræða fjóra vog­un­ar­sjóði hefðu ákveðið að vinna saman og orsök­uðu þessa hækkun með því að taka stöðu gegn Kaup­þingi. „Þetta er nú svipað eins og að kaupa góða bruna­trygg­ingu á hús sem þú átt ekki. Það er nákvæm­lega eins. Búnir að kaupa trygg­ingar og veðja á það að bank­inn falli og þeir nýti sér það að í hvert skipti sem eng­inn aðili sé inni á mark­aðnum sem vilji taka áhættu í íslensku bönk­unum að þá ýti mark­að­ur­inn upp og hann taldi að það þyrfti ekki marga aðila til þess að taka á móti þessu til þess að sjá það að mark­að­ur­inn væri ekk­ert raun­veru­leg­ur.“

Í byrjun febr­­úar 2008 fund­aði Sig­urður Ein­ars­son, þáver­andi starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, ásamt sænskum starfs­manni Kaupt­hing Sin­ger & Fried­lander með þremur full­trúum Deutsche Bank, sem hafði um áraraðir haft fínar tekjur af því að ráð­leggja Kaup­þings­sam­stæð­unni. Á meðal þeirra sem sátu fund­inn var Venky Vis­hwan­athan, starfs­maður Deutsche Bank í London.

Til­gangur fund­ar­ins var að fá ráð­gjöf frá þýska stór­bank­anum um hvernig Kaup­þing gæti haft áhrif á síhækk­­and­i skulda­­trygg­ing­­ar­á­lag sitt. Upp­runa­lega snérist sú ráð­gjöf um að nota það reiðufé sem Kaup­þing kæm­ist yfir, t.d. vegna Edge-­reikn­ing­anna, til að kaupa upp skulda­bréf á bank­ann, sem þá var hægt að kaupa með afföll­um. Með því myndi bæði útistand­andi skuld Kaup­þings lækka og kostn­aður Kaup­þings vegna greiðslu þeirra drag­ast umtals­vert sam­an. Og, sam­kvæmt plan­inu, ætti skulda­trygg­inga­á­lagið að lækka hratt. 

Lækk­aði ekki, heldur hækk­aði

Sum­arið 2008 hóf skulda­trygg­inga­á­lagið hins vegar að hækka skarpt. Sig­urður Ein­ars­son hélt því fram í bréfi til vina og vanda­manna, sem sent var 26. jan­úar 2009, að á sama tíma hafi Kaup­þings­mönnum borist „fjöl­margar ábend­ingar um að verið væri að spila með trygg­ingar á bank­ann. Blaða­menn erlendis létu okkur vita að röngum upp­lýs­ingum og sögu­burði um bank­ann væri haldið mjög stíft að þeim oft af almanna­tenglum sem virt­ust ráðnir í þeim til­gangi. Umræða um að verið væri að spila með þennan skulda­trygg­inga­markað varð almenn­ari og ekki ein­ungis bundin við Ísland. Okkur bár­ust líka ábend­ingar um að við­skipti með skulda­trygg­ingar bank­ans væra sára­lít­il, við­skiptin færu fram í tölvu­kerfi þar sem þrír aðilar sendu kaup- og sölu­til­boð einu sinni á dag. Við­skipti yrðu síðan ef til­boðin mætt­ust og við vissum til þess að álagið hafði hækkað tíu daga í röð án þess að nokkur við­skipti hefðu orð­ið! Þær hækk­anir Iíkt og aðrar voru til­efni nei­kvæðra frétta um stöðu bank­ans jafnt inn­an­lands sem utan.“

Þann 13.  júní 2008 fund­uðu Kaup­þings­menn aftur með Venky Vis­hwan­ath­an. Á þeim fundi spurðu þeir meðal ann­ars hvort að íslenskir fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóðir eða trygg­inga­fé­lög gætu haft áhrif á skulda­trygg­inga­mark­að­inn með því að kaupa ein­hverjar fjár­mála­af­urðir sem tengd­ust hon­um. Á meðal þeirra sem sátu þann fund fyrir hönd Kaup­þings var Sig­urður Ein­ars­son. 

Í júlí hitt­ust svo Venky og Hreiðar Már á ráð­stefnu í Barcelona. Umræðu­efnið var það sama, leiðir til að hafa áhrif á skulda­trygg­ing­ar­mark­að­inn. Á þeim fundi hafi líf­eyr­is­sjóðir og trygg­inga­fé­lög ekki lengur verið inni í mynd­inni sem vænt­an­legir fjár­festar heldur nýir en ónefndir „fag­fjár­fest­ar“ sem Kaup­þing myndi koma með að borð­in­u. 

Á þessum fundi var rætt um mögu­leik­ann á því að eiga við­skipti með láns­hæf­istengd skulda­bréf, eða CLN, til að lækka álag­ið. Venky sagði við yfir­heyrslur hjá sér­stökum sak­sókn­ara að hug­myndin um upp­setn­ingu við­skipt­anna hafi komið frá Hreið­ari Má. „Við settum upp strúktúr sem myndi gera þessum fjár­festum kleift að láta pen­ing­ana þeirra vinna og hafið í huga að við vissum ekki annað en þetta væri þeirra eigið fé.“

Deilt um hver ætti hug­mynd­ina

Kaup­þings­menn hafa hins vegar alltaf haldið því fram að hug­myndin hefði komið frá Deutsche Bank. Sig­urður Ein­ars­son sagði í áður­nefndu vina og vanda­manna-bréfi að Deutsche Bank hefði lagt til við Kaup­þing að bank­inn ætti að reyna að kaupa sjálfur þessar skulda­trygg­ingar og sjá hvaða áhrif það myndi hafa á álag­ið. „Það var hins vegar ekki ein­falt mál, þar sem bank­inn gat ekki gefið út trygg­ingar á sjálfan sig. Því var gripið til þess ráðs að fá við­skipta­vini okkar sem við treystum vel og höfðum átt langvar­andi sam­skipti við sem byggð­ust á trausti og holl­ustu til að eiga þessi við­skipti fyrir hönd bank­ans. Vit­an­lega hefðum við aldrei átt þessi við­skipti nema vegna þess­ara sér­stöku aðstæðna. Við­skiptin voru gerð með hags­muni bank­ans að leið­ar­ljósi og í fullu sam­ræmi við lög og regl­ur.“

Þetta bréf Sig­urðar varð kveikjan af því að skila­nefnd Kaup­þings fór að skoða sér­stak­lega CLN-strúkt­úr­inn. Hann hafði ekki verið sér­stak­lega tor­tryggður fram að þessum tíma. Sá áhugi leiddi til þess að mál­inu var vísað til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem vís­aði því til sér­staks sak­sókn­ara. Hann var ekki sam­mála Sig­urði um að allt í mál­inu hefði verið í sam­ræmi við lög og regl­ur. Sig­urður „gleymdi“ nefni­lega að nefna ýmis smá­at­riði í þessum snún­ingi sem gera hann ekki jafn sak­leys­is­legan og hann virð­ist í bréf­inu.

Ráð­ist í fléttu

Hver svo sem átti hug­mynd­ina að við­skipt­un­um, þá voru þau að minnsta kosti fram­kvæmd. Og þau voru fram­kvæmd þannig að bank­inn sjálfur fjár­magn­aði og fann til fólkið sem var fengið til að taka þátt svo hægt yrði að fela aðkomu Kaup­þings. 

Planið var eft­ir­far­and­i: 

Ann­ars vegar myndi Kaup­þingi lána þremur aflands­fé­lögum skráðum til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­unum 130 millj­ónir evra. Þau myndu svo lána 125 millj­ónir evra áfram til ann­ars aflands­fé­lags sem hin þrjú áttu, sem myndi kaupa láns­hæf­istengd skulda­bréf á Kaup­þing af Deutsche Bank. Þær fimm millj­ónir evra sem eftir stæðu færu til þýska bank­ans sem þókn­un. 

Félögin þrjú sem fengu lánin hétu Charbon Capi­tal (í eigu Ant­onis Yer­olemou), Holly Beach (í eigu Skúla Þor­valds­son­ar) og Tren­vis Ltd. (í eigu Kevin Stan­ford og Karen Mil­len). Saman áttu þessi þrjú félög svo aflands­fé­lagið Chesterfi­eld, líka skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, sem keypti hin láns­hæf­istengdu skuld­bréf með Kaup­þings­pen­ing­un­um. 

Hins vegar myndi Kaup­þing lána Harlow Equities, félagi í eigu Ólafs Ólafs­sonar með heim­ils­festi á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, 130 millj­ónir evra. Það félag myndi sömu­leiðis lána 125 millj­ónir evra áfram til félags sem hét Partridge (að fullu í eigu Harlow og auð­vitað skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um) og borga Deutsche Bank sínar þóknana­greiðsl­ur. Pat­ridge keypti svo láns­hæf­istengdu skulda­bréf­in, líkt og Chesterfi­eld. 

Öll félögin voru eign­­ar­­laus. Eig­end­ur þeirra voru vild­­ar­við­­skipta­vinir Kaup­­þings sem áttu líka stóra hluti í bank­an­um. Þeir hefðu grætt sví­virði­lega ef við­­skiptin hefð­u skilað arði en gátu aldrei tapað krónu. Eða líkt og haft var eftir Ólafi Ólafs­syni, ann­ars stærsta hlut­hafa Kaup­þings og eins umfangs­mesta skuld­ara hans, í einni af yfir­heyrsl­unum yfir honum hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara: „Við skoðun var ljóst að áhættan var mjög tak­mörkuð og „díl­inn“, svo ég noti það góða íslenska orð, góður fyrir mig.“ Hann tók það þó reyndar sér­stak­lega fram að sá hagn­aður sem gæti mynd­ast myndi renna til félaga í hans eigu sem væru skuld­sett hjá Kaup­þingi til að minnka áhættu bank­ans. Það hefði verið skýr fyr­ir­vari sem Hreiðar Már hefði sett. Og sá átti líka við um hina vild­ar­við­skipta­vin­ina sem áttu að vera með. 

Fjár­mála­leg kjarn­orku­sprengja

Kevin Stan­ford kall­aði við­skiptin eft­irá „fjár­mála­lega kjarn­orku­sprengju“. Aðspurður um af hverju hann hefði verið „val­inn“ til að vera eig­andi eins félags­ins sem notað var verks­ins sagði Kevin að hann héldi að það hefði verið vegna þess að hann „var eini hvíti mað­ur­inn í þorp­in­u“. Það hafi verið mik­il­vægt að hann væri útlend­ing­ur, ekki Íslend­ing­ur, svo að það liti út fyrir að alþjóð­legur fjár­festir væri að kaupa.

Ástæðan fyrir þvi að þeir gátu grætt var sú að ef skulda­trygg­inga­á­lagið hefði lækkað þá hefðu láns­hæf­istengdu skulda­bréfin skilað þeim reglu­legum vaxta­greiðsl­um. Alls átti Chesterfi­eld að geta hagn­ast um sam­tals 60 millj­ónir evra áður en yfir lauk ef allt hefði gengið upp. Partridge gat hagn­ast meira, eða sam­tals um 71,5 millj­ónir evra. Á gjald­daga bréfanna, sem átti að vera fimm árum síð­ar, myndi svo höf­uð­stóll þeirra end­ur­greið­ast. 

Kevin Stanford kallaði fléttuna „fjármálalega kjarnorkusprengju“
Mynd: Aðsend

Hagn­að­ur­inn sem myndi skap­ast hefði verið eign þeirra við­skipta­vina Kaup­þings sem fengnir voru til að fronta við­skipt­in. Kaup­þing hefði ekki fengið neitt af hon­um, þrátt fyrir að taka alla áhætt­una.

Upp­haf­lega lán­aði Kaup­þing í Lúx­em­borg til við­skipt­anna en sú áhætta var færð yfir á móð­ur­bank­ann á Íslandi 29. ágúst 2008. Um var að ræða svokölluð pen­inga­mark­aðs­lán án trygg­inga, án þess að láns­hæfi félag­anna sem fengu lánin væru metin og án þess að fyrir lægi sam­þykkt lána­nefnda Kaup­þings. 

Það verður að hafa í huga að á þessum tíma átti Kaup­þing á Íslandi lít­inn sem engan erlendan gjald­eyri og gat aldrei greitt þá skuld­bind­ingu sem bank­inn tók á sig í við­skipt­un­um. Allt var borgað með pen­ingum sem komu frá dótt­ur­bank­anum í Lúx­em­borg sem hafði fengið pen­inga úr Edge-inn­lána­sjóð­un­um. Þess vegna áttu sér ekki stað neinar alvöru lán­veit­ingar þennan dag, 29. ágúst, heldur var búin til milli­banka­staða innan Kaup­þings­sam­stæð­unn­ar. Félögin skuld­uðu ekki lengur Kaup­þingi í Lúx­em­borg heldur Kaup­þingi á Íslandi og bank­inn greiddi fyrir með því að skilja eftir skulda­við­ur­kenn­ingu í skúffu í Lúx­em­borg. Því fóru engir alvöru pen­ingar frá Íslandi til að borga fyrir CLN-­snún­ing­inn.

Með belti og axla­bönd

Til að flækja þessa flækju enn frekar voru þessi láns­hæf­istengdu skulda­bréf tvö­falt voguð, sem þýddi að Deutsche Bank tók upp­haf­lega áhættu í við­skipt­unum til jafns á móti Chesterfi­eld og Partridge. Þýski bank­inn var hins vegar með belti og axla­bönd í mál­inu. Hann setti nefni­lega skil­mála í samn­ing­inn þess efn­ist að bank­inn gæti kallað eftir við­bót­ar­fram­lögum frá Chesterfi­eld og Partridge ef skulda­trygg­inga­á­lag Kaup­þing færi yfir ákveðin mörk. Það gerð­ist eftir miðjan sept­em­ber og næstu vik­urnar kall­aði Deutsche Bank eftir slíkum greiðsl­um. Hvorki Chesterfi­eld né Partridge áttu neinar eignir eða fé og því ljóst að ein­hver þyrfti að hjálpa til við að mæta þessum greiðsl­um. Sá ein­hver var að sjálf­sögðu Kaup­þing, sem lán­aði félög­unum tveimur sam­tals 250 millj­ónum evra til að mæta veð­köll­un­um. Í rann­sókn­ar­gögnum sést að hvorki Chesterfi­eld né Partridge, né raun­veru­legir eig­endur félag­anna, voru krafin um þessar greiðslur eða beðin um að sam­þykkja lán­tökur vegna þeirra. Deutsche Bank sendi ein­fald­lega tölvu­póst til Kaup­þings þar sem yfir­menn bank­ans tóku ákvörðun um lán­veit­ing­arn­ar. 

Dæmi um þetta eru tölvu­póst­sam­skipti sem áttu sér stað þann 20. sept­em­ber, þegar fyrir lá að CLN-æv­in­týrið var ekki að fara á þann veg sem lagt hafði verið upp með og mik­ill þrýst­ingur var frá Deutsche Bank á Kaup­þing að mæta veð­köll­um. Í tölvu­pósti sem Magnús Guð­munds­son, þá banka­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg sendi á þrjár stjórn­endur innan Kaup­þings: þá Guðna Níels Aðal­steins­son, Hreiðar Má Sig­urðs­son og Guð­mund Þór Gunn­ars­son, og snérist um að láta leggja 100 milljón evrur inn á Deutsche Bank til að mæta veð­köllum sagði: „Vid hofum ekk­ert val. Sjaum til hvort mohammed hjalpi  okkur a manu­dag :-).“ 

Mohamed var vit­an­lega Seikh Al Thani, en tölvu­póst­ur­inn var sendur út tveimur dögum áður en að kaup hans á stórum hlut í bank­anum voru til­kynnt.

Í síð­ari pósti bætti Magnús við: „Eg reyni ad gra­eja meira cash I lux a manu­dag med ad repo vid uk (sny upp a armann i kvold) kem pen­ingum til ykkar og thid svo afram“. Sá Ármann sem hann nefnir er Þor­valds­son og var fram­kvæmda­stjóri Kaupt­hing Sin­ger&Fried­lander í Bret­landi. Repo er enskt bankaslangur sem á íslensku þýðir end­ur­hverf við­skipti. Það þýðir að Magnús ætl­aði að „lána“ ein­hverjar eignir frá Lúx­em­borg til Bret­lands tíma­bundið gegn því að fá reiðufé í stað­inn. Reiðufé sem væri ekki íslenskar krón­ur. 

Guðní Níels svar­aði og sagði að Deutsche Bank væru fer­lega erf­iðir við Kaup­þing ann­ars­staðar á þessum tíma og lagði til að bjóða þeim að leggja inn íslenskar krónur frekar en evr­ur. 

Magnús svar­aði strax og sagði að það myndi ekki ganga. 

Guðni Níels svar­aði til­baka og sagði: „Ju, ver­dur ad virka. Ann­ars geta their hringt i mig. Numerid er 1-800 -IDONT-CARE“.

Lán­uðu 70 millj­arða á rúmum mán­uði

Frá 29. ágúst til 8. októ­ber 2008 lán­aði Kaup­­þing á Íslandi því alls 510 millj­­ónir evra í þessi skulda­­trygg­inga­við­­skipti, sem jafn­gilti nálægt 70 millj­örðum króna miðað við gengi evru 7. októ­ber 2008. Hin láns­hæf­istengdu skulda­bréf voru orðin verð­laus í lok ofan­greinds tíma­bils. Á nokkrum vikum hafði rúm­lega hálfur millj­arður evra tap­ast og eftir stóð ekk­ert nema risa­skuld eign­ar­lausra aflands­fé­laga við Kaup­þing.

Greiðslur frá Kaup­þingi vegna veð­kalla frá Deutsche Bank hófust 22. sept­em­ber, sama dag og til­kynnt var að Sheikh Al Thani hefði keypt hlut í bank­an­um. Þorri greiðsln­anna fór fram eftir að Glitnir hafði verið þjóð­nýttur og síð­ustu tvær, sam­tals upp á 50 millj­ónir evra, voru milli­færðar 7. októ­ber 2008, dag­inn eftir að Kaup­þing fékk neyð­ar­lán frá Seðla­banka Íslands og tveimur dögum áður en bank­inn fór á haus­inn. 

Ofan­greind við­skipti eru þó ein­ungis ⅔ af þeim CLN-strúkt­úrum sem átti að fram­kvæma. Sá þriðji átti að vera í eigu Sheikh Al Thani, vera jafn stór og hinir og átti líka að vera fjár­magn­aður að fullu af Kaup­þingi. Vegna þessa hafði Kaup­þing þegar lánað eign­ar­lausu félagi Sheikh Al Thani, Brooks limited, 50 millj­ónir dala inn á reikn­ing í Lúx­em­borg, sem átti að vera fyr­ir­fram­greiðsla á hagn­aði hans vegna við­skipt­anna. Það var sem­sagt búið að greiða út hagnað áður en við­skiptin voru fram­kvæmd. Þessir pen­ingar voru síðan not­aðir til að lág­marka tjón Sheikhs­ins af kaup­unum á bréfum í Kaup­þingi í miðju banka­hruni.

Hreiðar Már ­sagði við skýrslu­­töku hjá rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis að það hefði ekki verið neitt ­nema hagn­að­­ar­von hjá við­­skipta­vinum bank­ans sem fékk þá til að taka þátt í við­skipt­un­um. Ef bank­inn færi í greiðslu­­þrot þá væri hagn­aður núll en ef hann væri enn í rekstri í októ­ber 2013 þá myndu þessir við­­skipta­vinir hagn­­ast veru­lega. „Við töldum að þetta væri þess virði að ­gera þetta, eins og ég segi, við töldum að við værum að nota fjár­­muni bank­ans á á­gæt­­legan hátt, fá ágætis tekjur af þeim fjár­­mun­­um. Við töldum að það væri ­mik­il­vægt að athuga hvort þessi mark­aður væri raun­veru­­legur eða ekki og við ­töldum að þetta væri gott fyrir þessa við­­skipta­vini, sem voru stór­ir við­­skipta­vinir og borg­uðu okkur fullar þókn­­anir og skuld­uðu okkur nátt­úru­­lega ­pen­inga, svo það að staða þeirra mundi batna væri gott fyrir bank­ann“.

Í títt­nefndu bréfi til vina og vanda­manna rétt­læti Sig­urður Ein­ars­son það að Kaup­þing hefði mætt veð­köllum Deutsche Bank á sama tíma og banka­kerfið var að hrynja. Hann sagði að ein­ungis hafi verið um tvennt að velja í stöð­unni: „Að reiða fram meiri trygg­ingar eða að gef­­ast upp, láta selja skulda­bréfin og tapa hluta eða allri upp­­haf­­legri fjár­­­fest­ing­unni. Seinni kost­­ur­inn var ein­fald­­lega frá­­­leitur í mínum huga. Lausa­­fjár­­­staða Kaup­­þings var góð og ekk­ert sem benti til­ ann­­ars en að bank­inn mundi standa þessa ágjöf af sér, rétt eins og bank­inn hafði gert árið 2006 og á vor­­dögum 2008. 

Ef hins vegar skulda­bréfin hefðu verið seld hefði bank­inn orð­ið ­fyrir tjóni og hætt við að aukið fram­­boð skulda­bréfa hefði enn frekar grafið undan bank­an­um og veikt aðgang að hans að lána­lín­­um. Í fjöl­miðlum er nú efast um skyn­­semi þess sem er kallað að færa fjár­­muni út úr bank­an­um vik­­urnar fyrir fall hans. Þetta er skýr­ing þeirra fjár­­­magns­­flutn­inga. Til­­­gangur þeirra var að við­halda Kaup­­þingi sem „going concern“ og allt útlit var fyrir að það tæk­ist í lok sept­­em­ber. ­Ná­­kvæm­­lega hvenær for­­sendur breyt­­ast er erfitt að segja til um. 

En ég full­yrði að með þessu var unnið að hags­munum allra kröf­u­hafa sem og hlut­hafa Kaup­­þings, því um leið og banki hættir að vera „going concern“ tap­­ast gríð­­ar­­legir fjár­­munir þegar allar eignir bank­ans sem aðrir eiga að veði eru seldar eða not­aðar til skulda­­jöfn­un­ar".

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Sig­urður sagð­ist vilja und­ir­strika að engir fjár­munir hefðu verið færðir með óeðli­legum eða ólög­mætum hætti úr sjóðum bank­ans, hvorki til eig­enda hans né ann­arra. „Eng­inn hagn­aður hefur orðið til vegna sér­stakra samn­inga við val­inn hóp við­skipta­vina bank­ans eða eig­enda og engar fyr­ir­fram­greiðslur hafa átt sér stað eða voru fyr­ir­hug­aðar til við­skipta­vina eins og látið hefur verið í veðri vaka í fjöl­mið­um. Kaupin á skulda­trygg­ingum á Kaup­þing og kaup Sheikh AI Thani voru í huga okkar ekki ein­hver loka­við­brögð fallandi banka heldur miklu frekar ákvarð­anir sem áttu að tákna upp­haf nýrrar sókn­ar.“

Í stað nýrrar sóknar fór Kaup­þing á haus­inn.

„Það verður að gera þessum mönnum ein­hvern greiða“

Í yfir­heyrslum yfir starfs­mönnum Kaup­þings kom nokkuð skýrt fram að ekki voru allir á einu máli um hversu góð hug­mynd þessi CLN-við­skipti hefðu ver­ið. 

Þann 6. ágúst 2008 ræddu Sölvi Sölva­son, sem var lög­fræð­ingur hjá Kaup­þingi í Lúx­em­borg, og Guð­mundur Þór Gunn­ars­son, sem var við­skipta­stjóri á útlána­sviði hjá Kaup­þingi á Íslandi, saman í síma. Umræðu­efnið var lán sem Kaup­þing í Lúx­em­borg átti að veita Chesterfi­eld. Hvor­ugum þótti mikið til máls­ins koma.

Sölvi sagði að „Hrað­lyg­inn Guð­munds­son CEO hérna í Lux sagði mér að þú sæir um skjala­gerð vegna þess, vegna lán­veit­inga, kannastu eitt­hvað við málið og hversu mikið veist­u?“ Síðar í sam­tal­inu sagði Sölvi að það væru „ekk­ert margir að vita um þetta, ég held að þetta þoli ekk­ert óskap­lega mikið dags­ljós.“

Enn síðar í sama sam­tali sagði Sölvi: „Þetta er svona einkadíll. Hreið­ar, Magnús og við þræl­arnir á gólf­inu að búa til skjöl­in. Og á ekk­ert að fara hátt greini­lega. Það verður að gera þessum mönnum ein­hvern greiða.“ 

„Þessir menn“ voru þeir aðilar sem valdir voru til að eiga félögin í CLN-strúkt­úrnum og áttu að fá hagnað af honum ef slíkur yrði. Þ.e. helstu vild­ar­við­skipta­vinir Kaup­þings: Ólafur Ólafs­son, hjónin fyrr­ver­andi Kevin Stan­ford og Karen Mil­len, Ant­on­ios Yer­olemou og Skúli Þor­valds­son.

Guð­mundur tók undir með Sölva og sagði bank­ann bara vera „að búa til equity fyrir þessa aðila svo við þurfum ekki að afskrifa á þá skuld­ir, þetta er ósköp ein­falt.“ 

Sölvi svar­aði: „Það þarf nú ekk­ert að afskrifa á Skúla, Skúli á fullt af pen­ing­um.[...]Bara að leyfa honum að vera með svo, af því að hann er búinn að tapa ein­hverju und­an­farið eins og aðr­ir.[...]Af því að hann er að, ja það er reyndar engin lygi hann er að hjálpa bank­anum ansi mikið hann er að taka að sér hitt og þetta sem að ekki er gott varð­andi bank­ann hann er að súrna út af öðrum[...]En hann og Maggi eru...eig­in­lega of nán­ir.“

Sölvi bað síðar í sam­tal­inu um að fá upp­lýs­ingar um fram­kvæmd­ina senda á tölvu­pósti en Guð­mundur var tregur til þar sem að málið væri „top secret“. 

Þá svar­aði Sölvi: „Ég lofa að það verði self destructed in 10 seconds og þá fuðrar tölvan mín upp.“

„Harð­asti business­maður sem ég þekki“

Málið var enn að trufla Sölva dag­inn eft­ir, þann 7. ágúst. Hann átti þá fyrst sam­tal við Egg­ert J. Hilm­ars­son, fram­kvæmda­stjóra lög­fræðis­viðs hjá Kaup­þingi í Lúx­em­borg. Eftir að hafa rætt um golf snéru þeir sér Sölvi sér að CLN-­mál­inu og sagði að það væri „svona Magn­ús­ar­legt sko“. Hann útskýrði þessa hug­taka­notkun með því að hún næði yfir að „senda pen­ing­ana þó að það séu engin skjöl til­bú­in.“

Sölvi ræddi málið aftur síðar sama dag við Guð­mund og sagði: „Þetta er einka business, einka, þetta er einka­vina­væð­ing, að mínu mati sko, eitt­hvað sem myndi ekk­ert sér­stak­lega þola skoðun hlut­hafa­fundar að bank­inn lætur pen­ing inn í þetta dæmi án raun­veru­legra trygg­inga, kúnn­inn fær allt upside-ið, ef að bank­inn gengur vel og álagið lækkað þá eru allir glaðir og við fáum end­ur­greitt ef ekki þá fer bank­inn á haus­inn og tapar líka þessum pen­ingum í stærra gjald­þrot­i.[...]við erum búin að segja við kúnn­ana að við ætlum að gera þetta fyrir ykk­ur, þið getið orðið voða­lega ríkir og, ef þið eruð voða­lega ríkir þá getið þið borgað skuld­irnar af ykk­ur, við erum betur settir og, og Skúli þú átt þetta skil­ið.“

Sölvi sagði að Magnús Guð­munds­son væri „harð­asti business maður sem ég þekki“ en að hann væri búinn að pirra marga í bank­anum í Lúx­em­borg með fram­göngu sinni í CLN-­mál­inu. Hann hafi heimtað „að við bók­uðum lán upp á 130 millj­ónir og greiðslu­deildin bíddu hvar er sam­þykktin og hvar er bók­un­in, og ég sagði, það er ekk­ert, það er bara SMS frá Magga[...]Þetta er ekki alvöru banka business að gera þetta svona, ég er nú ekki sáttur við það, menn hefðu átt bara að gefa sér tíma, ég veit ekki af hverju það lá svona rosa­lega á.“ 

Þeir ræddu síðan um hækk­andi skulda­trygg­inga­á­lag Kaup­þing og Sölvi sagði að ef „þetta end­ur­speglar ein­hverja raun­veru­lega áhættu, þetta segir það að það séu veru­legar líkur á því að bank­inn verði gjald­þrota á 12 mán­uð­u­m.“ 

Hann reynd­ist allt of bjart­sýnn. Bank­inn varð gjald­þrota tveimur mán­uðum síð­ar.

Greiða út þegar „allt var í steik“

Hall­dór Bjarkar Lúð­víks­son, fyrr­ver­andi við­skipta­stjóri á útlána­sviði Kaup­þings sem fram­kvæmdi útlán vegna CLN-­máls­ins, hafði líka sterkar skoð­anir á því. Hann sagði til að mynda í yfir­heyrslum í októ­ber 2009 að honum hefði alltaf þótt þessir strúkt­úrar „mjög und­ar­leg­ir“. „Að greiða út, greiða út vel yfir 500 milljón evrur þessa daga sem að voru, þar sem allt var í steik sko að hérna, og eina trygg­ingin væru und­ir­liggj­andi skulda­bréf bank­ans, fannst manni afar und­ar­leg ákvörðun og[...]­klár­lega umtals­verð áhætta í því. Og aftur líka að vera að greiða þetta allt saman út án þess að þetta væri properly skjalað og þetta væri skjalað á við­eig­andi hátt, var nú ekki beint til að minnka áhætt­una hei­d­ur.“

Þegar hann var spurður um hvað honum fynd­ist um það þegar Kaup­þing fór að mæta veð­köllum Deutsche Bank á síð­ustu metrum til­veru sinnar sagð­ist Hall­dór Bjarkar bara hafa klórað sér í hausnum yfir því. „Maður vissi að allt var á helj­ar­þröm, að væri verið að borga út 250 millj­ónir í hvorn strúkt­úr­inn og svo fór CDS bara upp og menn halda áfram að greiða út pen­inga og síð­ustu pen­ing­arnir fara út, ef ég man rétt, eftir að lán Seðla­bank­ans til Kaup­þings er afgreitt, þannig að menn skyldu enn á þeim tíma­punkti vera að streyma út pen­inga í eitt­hvað svona strúkt­úra, það er voða­lega erfitt finnst manni að rétt­læta það.“

Í skjali sem Hall­dór Bjarkar útbjó og afhenti sér­stökum sak­sókn­ara, með punktum um það helsta sem átti sér stað á síð­ustu metr­unum í starf­semi Kaup­þings, sagði að það væri allt of algengt, sér­stak­lega undir það síð­asta, að lyki­l­eig­endur og vild­ar­vinir væru að fá óeðli­legar fyr­ir­greiðsl­ur. Yfir­leitt hafi fyr­ir­mæli um slíkt komið beint frá Hreið­ari Má og þau keyrð í gegn án sam­þykki lána­nefnda. CLN-­snún­ing­arnir hafi verið dæmi um það. „Það er engin leið að rétt­læta það að þessir aðilar hafi átt að fá þennan hagnað án áhætt­u.“ 

Sann­færður um að þeir hafi verið „tekn­ir“

Ýmsir úr efsta lagi Kaup­þings­stjórn­enda virð­ast líka hafa skipt um skoðun á því hversu góð CLN-við­skiptin voru. Þann 17. mars 2010 ræddu Hreiðar Már og Guð­mundur Þór Gunn­ars­son til að mynda saman í síma. Undir lok sím­tals­ins, sam­kvæmt hlust­un­araf­riti, ræddu þeir CLN-við­skipt­in. 



Sam­tal 17. mars 2010:

Guð­mundur: „Ég hef svolí­tíð verið að hugsa þarna... Ég held að við höfum verið tekn..., teknir þarna af Deutsche Bank í þessu CLN-i. 

Hreiðar Már: Teknir af þeim? 

Guð­mundur: Já. Þeir hafa ekk­ert „hed­ge-að“ sig sjálf­ir. 

Hreiðar Már: Ég er, ég er... Nei, nei. Ég er sann­færður um það. 

Guð­mundur: Þeir hafa bara... 

Hreiðar Már: Þeir græddu 500 millj­ónir á okk­ur. 

Guð­mundur: Já. Það er bara mál­ið. 

Hreiðar Már: Hann laug að mér sko - Ven­ky. 

Guð­mundur: Já. 

Hreiðar Már: Margoft sko. Þeir þarna.. það er greini­lega út af þessu sem Venky er hetja. 

Guð­mundur: Já.

Hreiðar Már: Þess vegna er Venky ekki búinn að missa djobbið held ég. 

Guð­mundur: Já. 

Hreiðar Már: Og, og, og ég held að þetta sé hluti af því af hverju Venky er mjög svona „fri­end­ly“ gagn­vart mér. 

Guð­mundur: Já.

Hreiðar Már: Ég held það. 

Guð­mundur: Sam­visku­bit? 

Hreiðar Már: Jahh…, hann vill svona, hann vill frekar hafa mig, skil­urðu, „on his side“ sko. Þú veist þetta er bara, ég er bara, þú veist ég veit ekk­ert um þetta skil­urðu. Þú veist, ég bara..., þetta er bara svona…,ég er að leggja saman tvo og tvo.

„Þessi ákæra er röng og ég er sak­laus“

Ljóst var nokkuð fljót­lega eftir hrun að eft­ir­lits­að­ilar og rann­sak­endur töldu ýmis­legt athuga­vert við CLN-­mál­ið. Þrátt fyrir full­yrð­ingar Sig­urðar um að engir fjár­munir hefðu verið færðir með óeðli­legum eða ólög­mætum hætti úr sjóðum Kaup­þings í mál­inu var það eitt þeirra sem til­greint var í grein­ar­gerð sem fylgdi bréfi sem Davíð Odds­son, þáver­andi seðla­banka­stjóri, sendi til rík­is­lög­reglu­stjóra 9. des­em­ber 2008. Þar sagði að í þeim málum sem farið var yfir í bréf­inu, sem snéru öll að meintum lög­brotum innan Kaup­þings, hafi um 750 millj­ónir evra farið út úr Kaup­þingi síð­ustu þrjár til fjórar vik­urnar fyrir þrot hans. Stærstur hluti þeirrar upp­hæðar hafi verið vegna CLN-við­skipt­anna. „Of­an­greindir snún­ingar voru gerðir að fyr­ir­mælum for­stjóra bank­ans,“ sagði í nið­ur­lagi grein­ar­gerð­ar­inn­ar.

Ákæra var gefin út i CLN-­mál­inu í apríl 2014. Hreiðar Már, Sig­urður og Magnús voru þeir sem voru ákærð­ir. Tveimur fyrst­nefndu var gefið að sök að hafa framið stór­felld umboðs­svik en Magnús var ákærður fyrir hlut­deild í þeim.

Þar sagði að láns­­féð, 510 millj­­ónir evra, væri Kaup­­þingi glatað og „ljóst að ákærðu hafa með hátt­­semi sinni valdið Kaup­­þingi hf. gríð­­ar­­legu og fáheyrð­u tjóni. Umboðs­svika­brot ákærðu eru því stór­­fellt, hvernig sem á það er litið og sakir ákærðu mikl­­ar.“

Þegar Hreiðar Már var spurður um afstöðu sína til­ á­kærunn­ar sagði hann: „Hátt­virt­ur dóm­­­ari. Ég get upp­­­lýst dóm­inn um það að ég starf­aði í fimmtán ár hjá Kaup­­þingi, þar af tíu sem for­­­stjóri eða að­­stoð­­ar­­for­­­stjóri. Ég tók á þess­um tíma aldrei ákvörðun gegn hags­mun­um ­Kaup­­þings. Þessi ákæra er röng og ég er sak­­­laus.“

Hér­aðs­dómur var sam­mála Hreið­ari Má og sýkn­aði menn­ina þrjá í jan­úar 2016. Mál­inu lauk hins vegar ekki þá þar sem Hæsti­réttur ómerkti dóm­inn í októ­ber 2017 og vís­aði mál­inu aftur heim í hér­að. Ástæðan var ansi hreint magnað sam­komu­lag sem gert var í milli­tíð­inni. Sam­komu­lagið sem fjallað var um hér í byrj­un.

Eign sem metin var á ekk­ert

Eftir að Kaup­þing fór í gjald­þrota­með­ferð og bank­anum var skipt upp í gamlan og nýjan eign­að­ist sá gamli alls kyns kröfur sem í besta falli yrði afar erfitt að inn­heimta. Á meðal þeirra var krafa á eigna­lausu félögin tvö Chesterfi­eld og Partridge. Þau gátu eðli­lega ekki greitt þær kröfur og því voru bæði félög sett í gjald­þrota­með­ferð í mars 2010. Í kjöl­farið eign­að­ist eini kröfu­hafi þeirra, Kaup­þing ehf., í raun félög­in. Og nýi eig­and­inn fól skipta­stjórum félag­anna, lög­mönn­unum Stephen John Akers og Mark McDon­ald, að höfða skaða­bóta­mál til að reyna að end­ur­heimta þá fjár­muni sem töp­uð­ust vegna við­skipta Chesterfi­eld og Partridge við Deutsche Bank. Kjarn­inn hefur þær stefnur undir hönd­um, en í þeim er rakin atburð­ar­rás sem hefur ekki áður komið fram opin­ber­lega. 

Alls voru þrjú mál verið höfðuð gegn Deutsche Bank í þessum til­gangi, meðal ann­ars í Bret­landi og á Íslandi. Málin voru höfðuð í nafni Kaup­þings ann­ars vegar og í nafni Chesterfi­eld og Partridge hins veg­ar. Í stefnu vegna þeirra, sem dag­sett er í nóv­em­ber 2014, kemur meðal ann­ars fram að skaða­bótakrafan sé sett fram á grund­velli þess að aðilar máls hafi saman gerst sekir um að fremja mark­aðs­mis­notkun og að CLN-fjár­mála­gern­ing­arnir hefðu verið seldir á fölskum for­send­um. 

Ljóst var að þessi mála­rekstur stakk Deutsche Bank. Bank­inn vildi ekki þurfa að takast á við það að tapa mál­inu. Í maí 2015 greindi Bloomberg frétta­veitan frá því að Venky Vis­hwan­athan hefði verið sendur í leyfi. Ástæðan var CLN-­mál­ið. Hann var síðar rek­inn frá bank­anum og höfð­aði mál á hendur honum í sept­em­ber 2016 vegna órétt­mætrar upp­sagn­ar. 

Þann 12. des­em­ber 2016 gerði Deutsche Bank sam­komu­lag við Kaup­þing um að ljúka ágrein­ingi sín­um. Í sam­komu­lag­inu fólst að Deutsche Bank skuld­batt sig til að greiða ann­ars vegar búi Kaup­þingi, og hins vegar aflands­fé­lög­unum Chesterfi­eld og Partridge, sitt hvorar 212,5 millj­ónir evra, eða sam­tals 425 millj­ónir evra. Helm­ingur upp­hæð­ar­innar fór beint til Kaup­þings. Hinn helm­ing­ur­inn fór til Chesterfi­eld og Partridge, þar sem Kaup­þing var eini kröfu­haf­inn. Um 10 pró­sent af 212,5 millj­ónum evra varð þó eftir hjá skipta­stjórnum þeirra félaga og eru enn fastir þar, vegna þess að Kevin Stan­ford tókst að láta frysta þá pen­inga vegna deilna um eign­ar­hald á Tren­vis.

Við gerð sam­komu­lags­ins minnk­aði tap Kaup­þings á CLN-við­skipt­unum því úr 510 millj­ónum evra í um 400 millj­ónir evra, þótt hluti þeirrar upp­hæðar myndi reyndar fara í að greiða máls­kostn­að. Eftir stóð þó að Kaup­þingi tókst að end­ur­heimta um 400 millj­ónir evra af pen­ingum sem taldir voru með öllu tap­að­ir. 

Af hverju var Deutsche Bank að gera þetta? Jú, við­mæl­endur sem tengj­ast mál­inu segja það vera vegna þess að að gögn máls­ins sýndu með óyggj­andi hætti að bank­inn var beinn þátt­tak­andi í CLN-við­skipt­un­um, að starfs­menn hans vissu að Kaup­þing hefði fjár­magnað þau og að mark­að­ur­inn hafi þar með aug­ljós­lega verið blekkt­ur. Innan bús Kaup­þings var litið svo á að sam­komu­lagið væri ein­fald­lega við­ur­kenn­ing á því að þarna hefðu lög­brot átt sér stað. Í máls­skjöl­unum kemur einnig skýrt fram að bank­inn hafi talið það betri val­kost að greiða þessa háu upp­hæð til baka frekar en að inni­hald máls­ins yrði gert opin­bert alþjóð­lega. Það myndi leiða af sér „slæmt“ umtal fyrr Deutsche Bank og þar af leið­andi kerf­is­á­hættu fyrir Þýska­land, Evr­ópu­sam­bandið og fjár­mála­heim­inn allan, að mati bank­ans.

Mál­inu var aftur vísað frá í hér­aði í sept­em­ber 2018 vegna þess að eng­inn þeirra sem gerði sam­komu­lagið milli Kaup­þings og Deutsche Bank fékkst til að tjá sig um að í því fælist skaða­bóta­greiðsla, og þar með við­ur­kenn­ing á því að þýski risa­bank­inn hefði gert eitt­hvað rangt. Þeirri nið­ur­stöðu var áfrýjað til Lands­réttr sem sendi málið aftur til hér­aðs­dóm­stóla. Þar voru allir ákærðu sýkn­aðir í júlí 2019. Þeirri ákvörðun hefur verið áfrýjað til Lands­rétt­ar. 

Þegar málið var tekið fyrir í hér­­aðs­­dóm síð­ast­liðið sumar full­yrti Hreiðar Már að eftir að sam­komu­lagið milli Deutsche Bank og Kaup­­þings hafi verið gert lægi ljóst fyrir að Kaup­­þing hefði ekki orðið fyrir tjóni af völdum við­­skipt­anna. Í frétt RÚV um málið var eft­ir­far­andi haft eftir hon­um: „Ég vona að ég sé ekki ómál­efna­­legur en þetta er svona eins og maður yrði ákærður fyrir manns­hvarf. Svo finnst sá horfni og það varð ekk­ert manns­hvarf. Og samt myndi maður sitja í dóms­­sal ákærður fyrir hvarf.“

Vert er að taka fram að Kaup­þing varð fyrir tjóni vegna við­skipt­anna. End­ur­greiðslur til félags utan um eft­ir­stand­andi eignir bank­ans og skipta­stjóra hans námu vissu­lega stórum hluta þeirra upp­hæðar sem lánað var til CLN-við­skipt­anna, en dug­uðu ekki til að greiða til baka alla upp­hæð­ina.

Því meira sem inn­heimtist, þvi hærri verða launin

Í þeim gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum kemur fram að Paul Cop­ley, for­stjóri Kaup­þings á Íslandi, hafi skrifað undir sam­komu­lagið fyrir hönd félags­ins. 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að stjórn og for­­stjóri Kaup­­þings hafi sam­tals verið með 1.216 millj­­ónir króna í laun í fyrra. Alls námu greiðslur til starfs­­manna félags­­ins, sem voru 17 tals­ins, í heild rúm­­lega 3,5 millj­­örðum króna á árinu 2018 og hækk­­uðu um 900 millj­­ónir króna þrátt fyrir að starfs­­fólki hefði fækk­­að. Frá árinu 2016 hafa greiðslur til starfs­­fólks Kaup­­þings auk­ist um 1,9 millj­­arð króna en starfs­­fólk­inu sjálfu fækkað úr 30 í 17. 

Greiðslur til þessa hóps ráð­ast meðal ann­ars af því hversu vel tekst að hámarka virði eigna sem Kaup­þing heldur á. Á meðal þeirra eigna var auð­vitað krafan á Deutsche Bank sem var lengi vel metin á krónur núll en skil­aði svo tugum millj­arða króna til félags­ins.

Í sím­tali milli Dav­íðs Odds­sonar og Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands, sem fór fram 6. októ­ber 2008, þar sem þeir ræða 500 milljón evra lán­veit­ingu Seðla­banka Íslands til Kaup­þing í svoköll­uðu neyð­ar­lána­sím­tali, þá ræða þeir um að þarna sé um að ræða pen­inga sem voru settir til geymslu inni í Seðla­bank­anum og höfðu veirð ætl­aðir til ann­arra verka. Meðal ann­ars var um að ræða það fé sem ríkið fékk fyrir söl­una á Sím­anum þegar hann var einka­vædd­ur. Davíð sagði í sím­tal­inu: „Við megum ekki setja íslenska ríkið á galeið­una.“ Geir svar­aði: „Nei, nei þetta eru 100 millj­­arð­­ar, spít­­al­inn og Sunda­braut­in.“ 

Þar vísar Geir til þess að fjár­mun­irnir höfðu verið eyrna­merktir stór­fram­kvæmd­um, sér­stak­lega bygg­ingu nýs lands­spít­ala, sem átti eftir að tefj­ast um mörg ár, og lagn­ingu Sunda­braut­ar, sem hefur enn ekki orðið að veru­leika.

Segir neyð­ar­lánin hafa endað hjá banda­rískum áhættu­sjóðum

Svein Har­ald Øygard, sem um tíma var seðla­banka­stjóri á Íslandi, fjallar um þessi mál í bók sinni „Í víg­línu íslenskra fjár­­­mála“ sem kom nýverið út á íslensku. Þar bendir hann meðal ann­ars á að þegar greiðslan frá Deutsche Bank bar­st, á fyrsta árs­fjórð­ungi 2017, hafi verið búið að leysa upp slita­stjórn Kaup­þings. „Áður hafði hún náð „sam­settum samn­ingi“ við skuldu­naut­ana[...]Þannig bær­ust allar greiðslur skuldu­naut­um. Þegar samn­ing­ur­inn var gerður var krafan á Deutsche Bank skráð sem núll. Nú var hún allt í einu 425 millj­óna evra virð­i. 

Ekki nóg með það. Sagt var að greiðsla Kaup­þings til Deutsche Bank í októ­ber 2008 hefði verið fjár­mögnuð með fé sem Kaup­þing fékk frá Seðla­bank­an­um. Þessu fé tap­aði Seðla­bank­inn að nokkru leyti að lok­um. Þannig fóru pen­ingar skatt­greið­enda frá Seðla­bank­anum til Kaup­þings, til áður­nefndra fyr­ir­tækja á aflandseyj­un­um, og loks við upp­gjör til lána­drottna Kaup­þings, en það voru einkum banda­rískir áhættu­sjóð­ir.“ 



Frétta­skýr­ingin byggir að uppi­stöðu á nýjum og áður óbirtum gögnum um sam­komu­lag Kaup­þings við Deutsche Bank, á kafla um CLN-­málið sem birt­ist í bók­inni Kaupt­hink­ing – Bank­inn sem átti sig sjálfur eftir höf­und frétta­skýr­ing­ar­innar sem kom út haustið 2018, ann­arra gagna úr rann­sóknum á þessu máli og á sam­tölum við heim­ild­ar­mönnum sem komu að mál­inu á mis­mun­andi stig­um.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar