Mynd: Mannlíf

Nýtt Ísland og nýjar valdablokkir

Á Íslandi er að finna ansi kröftugar fjárfestingablokkir einkafjárfesta sem hafa verið að láta á sér kræla í fjárfestingum í atvinnulífinu. Og hafa getu til að gera enn meira.

Á árunum 2012 til 2018 átti sér stað mesta efna­hags­lega upp­sveifla í Íslands­sög­unni. Hún var að grunni til sköpuð með fjár­magns­höft­um. Gjald­eyrir flæddi inn í land­ið, ekki síst frá erlendum ferða­mönn­um, en lítið sem ekk­ert úr land­inu á sama tíma vegna hafta. 

Pen­ing­arnir sem voru fastir innan hafta voru að uppi­stöðu í eigu líf­eyr­is­sjóða, fag­fjár­festa á borð við trygg­inga­fé­laga og erlendra aðila sem höfðu annað hvort verið festir inni með hafta­upp­setn­ingu eða valið að fjár­festa í kröfum á fallin íslensk fyr­ir­tæki og banka með von um óða­hagn­að. Fjár­munir þess­ara aðila flæddu því inn í íslenskar fjár­fest­ing­ar.

Þegar höft­unum var lyft, sem gerð­ist að stærstu leyti vorið 2017, gátu fag­fjár­fest­arnir farið með fjár­muni sína í ann­ars­konar fjár­fest­ing­ar. Það hafa þeir margir hverjir gert. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa verið að taka fjár­muni úr virkri stýr­ingu hjá verð­bréfa­sjóðum til að fjár­festa meira erlendis og erlendu fjár­fest­inga­sjóð­irnir hafa minnkað nær allar stöður sínar nema í Marel og Arion banka. Lít­ill sem eng­inn áhugi virð­ist vera erlendis frá á mik­illi fjár­fest­ingu hér­lend­is, eins og sást ljós­lega þegar bindi­skylda var lækkuð niður í núll fyrr á þessu ári, aðgerð sem var til þess fall­inn að reyna að örva erlenda fjár­fest­ingu. Síðan að það var gert hefur erlend fjár­fest­ing verið minni en hún var á sama tíma í fyrra. Þetta er hið nýja Ísland. 

Eftir stendur mark­aður sem þarf þá virki­lega á nýju blóði að halda en virð­ist í erf­ið­leikum með að trekkja að nýja fjár­fest­ingu. Hér inn­an­lands er hins vegar að finna ansi kröft­ugar fjár­fest­inga­blokkir einka­fjár­festa sem hafa verið að láta á sér kræla í fjár­fest­ingum í atvinnu­líf­inu. Og hafa getu til að gera enn meira. 

Stærstu leik­end­urnir í íslensku við­skipta­lífi:

Stoðir

Umsvifa­mesti einka­fjár­festir­inn á hluta­bréfa­mark­aðnum í dag er gam­al­kunn­ur: Stoð­ir. Félagið hét áður FL Group og var meðal ann­ars stærsti eig­andi Glitnis banka fyrir hrun. 

Félagið fór í greiðslu­­stöðvun þegar sá banki fór á haus­inn og kröf­u­hafar þess tóku það yfir. Vorið 2017 keyptu svo félög, í eigu stórra hlut­hafa í TM sem voru margir hverjir lyk­il­­­menn í FL Group á árunum fyrir hrun, ráð­andi hlut í Stoð­u­m.

Þá áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­­lenska drykkj­­­ar­vöru­fram­­­leið­and­­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­­­tökutil­­boð og eftir sátu um 18 millj­­arðar króna í Stoð­­um. Þeir fjár­­munir hafa verið not­aðir í fjár­­­fest­ingar á und­an­­förnum mis­s­er­­um.Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.

Eigið fé Stoða var 23,2 millj­­arðar króna í lok júní síð­­ast­lið­ins. Hlut­hafar Stoða eru 54 tals­ins. Stærstu hlut­haf­arnir eru S121 ehf. (64,5 pró­sent), Lands­bank­inn og sjóðir í stýr­ingu Stefn­is, sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækis Arion banka.

Stærstu end­an­legu eig­endur S121 hafa margir tengsl við gamla FL Group, annað hvort störf­uðu þar eða sátu í stjórn. Má þar nefna félög tengd Magn­úsi Ármann, sem var hlut­hafi í FL Group og sat í stjórn félags­ins, Örv­ari Kjærne­sted, sem var yfir starf­semi FL Group London fyrir hrun, og Bern­hard Boga­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs FL Group. Þá á Einar Örn Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs, líka stóran hlut. 

Auk þess á eig­in­kona Jóns Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra FL Group/­Stoða og núver­andi stjórn­ar­for­manns Stoða, og fjöl­skylda hennar stóran hlut. Með Jóni í stjórn­inni sitja Sig­­­ur­jón Páls­­­son og Örvar Kjærne­sted. Fram­­­kvæmda­­­stjóri félags­­­ins er Júl­­­íus Þor­finns­­­son.

Helstu eignir Stoða eru 4,96 pró­sent hlutur í Arion banka, 14,05 pró­sent hlutur í Sím­anum og 9,97 pró­sent hlutur í trygg­inga­fé­lag­inu TM. Stoðir eru stærsti ein­staki eig­and­inn í bæði Sím­anum og TM, og langstærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í Arion banka. Örvar og Einar Örn sitja báðir í stjórn TM, og Jón Sig­urðs­son sæk­ist nú hart eftir því að kom­ast í stjórn Sím­ans. 

Sam­herji

Sjáv­ar­út­vegs­ris­inn er þekkt­astur fyrir umfang sitt í þeim geira, enda stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins. Sam­herj­a-­sam­stæðan á alls 7,1 pró­sent af úthlut­uðum kvóta hér­lendis beint. Síld­­ar­vinnslan heldur svo á 5,3 pró­­sent allra afla­heim­ilda, en hún er í 44,6 pró­­sent eigu Sam­herja auk þess sem Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unn­i. 

Berg­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. Þá er ótalið Útgerð­­ar­­fé­lag Akur­eyr­inga, sem heldur á 1,3 pró­­sent kvót­ans, og er að öllu leyti í eigu Sam­herja. Sam­an­lagt er afla­hlut­­deild þess­­ara félaga 16 pró­­sent. Auk þess á Sam­herji vit­an­lega umfangs­mikla sjáv­ar­út­vegs­starf­semi í Evr­ópu og Afr­ík­u. 

Sam­herj­a-­sam­stæðan ,sem sam­anstendur af tveimur félög­um, átti eigið fé upp á 110,7 millj­arða króna í lok síð­asta árs og því í mjög góðri stöðu til að láta líka vel til sín taka á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði þegar tæki­færi opn­ast. Það hefur hún gert nokkrum sinnum nú þeg­ar.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mynd: Samherji

Sam­herji hf. keypti stóran hlut í Olís fyrir nokkrum árum. Það félag rann síðan saman við smá­söluris­ann Haga og í kjöl­farið eign­að­ist Sam­herji alls 9,26 pró­sent hlut í Hög­um. Í síð­ustu viku var greint frá því að Sam­herji hefði selt helm­ing hluta­bréfa sinna í Högum og að eftir við­skiptin standi eign­ar­hlutur sam­stæð­unnar í 4,22 pró­sent­u­m. 

Sam­herji Hold­ing er líka stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­­­skip, með 27,1 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. Bald­vin Þor­­­­steins­­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri við­­­skipta­­­þró­unar hjá sam­stæð­unni, er stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður Eim­­­skips og í jan­úar í ár var Vil­helm Már Þor­­­steins­­­son, frændi hans, ráð­inn sem for­­­stjóri skipa­­­fé­lags­ins. 

Helstu eig­endur og stjórn­­endur Sam­herja eru frænd­­­­­urn­ir, for­­­­­stjór­inn Þor­­­­­steinn Már Bald­vins­­­­­son og útgerð­­­­­ar­­­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­­­son. Þeir eiga sam­tals 65,4 pró­­sent í sam­­stæð­unni. Helga S. Guð­­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­­kona Þor­­steins Más, á 21,3 pró­­sent. 

Auk þess er SVN eigna­fé­lag, félag í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, lang stærsti einka­fjár­festir­inn í Sjóvá með 13,97 pró­sent hlut. Sam­herji á 44,6 pró­sent í eigu Sam­herja auk þess sem Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni. Þor­­steinn Már er stjórn­­­ar­­for­­maður Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. 

Þá er Sam­herji líka stór eig­andi í Jarð­bor­unum í gegnum Kald­bak ehf. 

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sam­vinnu­fé­lag með um 1.600 félags­menn, er risa­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða. Þórólfur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri, hefur leitt félagið um ára­bil sem for­stjóri og var afkoma félags­ins á árinu 2018 sú besta í 130 ára sögu félags­ins. Upp­bygg­ing kaup­fé­lags­ins hefur verið veru­lega umfangs­mikil á und­an­förnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félags­ins rúm­lega 35 millj­arðar og heild­ar­eignir námu 62,3 millj­örðum króna. 

Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga á FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­­sent heild­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­sent í Vinnslu­­stöð­inni í Vest­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­sent heild­­ar­afla­hlut­­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­­ías Cecils­­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­ar­kvóti þess­­ara þriggja ótengdu aðila 10,6 pró­­sent. 

Kaup­fé­lagið hefur tekið þátt á skráðum hluta­bréfa­mark­aði, meðal ann­ars með því að eiga um tíma hlut í bæði Högum og Brim. Þá á Kaup­fé­lag Skag­firð­inga 20 pró­sent hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. 

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur

Brim er eina félagið sem skráð er í Kaup­höll sem á kvóta. Alls fer það með 10,4 pró­­sent af öllum kvóta sem úthlutað hefur ver­ið. Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, sem á allt að 56 pró­­sent hlut í því félagi. Það félag var 1. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­sent afla­hlut­­deild. Stærstu ein­­stöku eig­endur þess eru Guð­­mundur Krist­jáns­­son, aðal­­eig­andi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur og for­­stjóri Brims, og tvö syst­k­ini hans með sam­an­lagðan 36,66 pró­­sent end­an­­legan eign­­ar­hlut.

Sam­an­lagður kvóti þess­­ara þriggja félaga var því 15,6 pró­­sent í byrjun sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins. Útgerð­ar­fé­lagið hefur ein­beitt sér að fjár­fest­ingum innan síns geira og á líka 1,96 pró­sent hlut í Iceland Seafood, sem var skráð á markað fyrir nokkrum vik­um. 

Guðmundur Kristjánsson í Brimi.
Mynd: Brim

Eignir Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur voru metnar á 59,7 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót og eigið fé þess 27,3 millj­arðar króna.

Eyrir Invest

Eigið fé var 366 millj­ónir evrur um síð­ustu ára­mót. Á gengi dags­ins í dag er það 50,4 millj­arðar króna í íslenskum krón­um. Langstærsta eign félags­ins er Mar­el, en Eyrir Invest á 24,69 pró­sent hlut í því langstærsta félagi í íslensku Kaup­höll­inni. Marel var líka skráð í Kaup­höll­inni í Amster­dam fyrr á þessu ári.  Bréf í Marel hafa hækkað um 59 pró­sent á þessu ári og mark­aðsvirði félags­ins er nú 453 millj­arðar króna. Miðað við það er eign­ar­hlutur Eyris Invest í Marel 111,8 millj­arða króna virði. Eign Eyris Invest var metin á 72,6 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Mynd: Marel

Stærstu eig­endur Eyris Invest um síð­ustu ára­mót voru feðgarnir Þórður Magn­ús­son (20.6 pró­sent) og Árni Oddur Þórð­ar­son (17,9 pró­sent), en Árni Oddur er einnig for­stjóri Mar­el. 

Hvalur ehf.

Hinn 18. apríl var til­kynnt um það að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hefði keypt rúm­lega þriðj­ungs­hlut í HB Granda af félög­unum Vogun hf. og Fisk­veiði­fé­lag­inu Venusi fyrir 21,7 millj­arða króna, en við­skiptin voru form­lega frá­gengin í byrjun maí. Hvalur hf. er eig­andi Vog­unar en Venus á 43 pró­sent hlut í Hval hf. Eig­endur Venusar eru Krist­ján Lofts­son og Birna Lofts­dótt­ir.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Hvals fyrir árið 2018 var eigið fé þess 26,5 millj­arðar króna í lok þess árs. Hvalur er meðal ann­ars stærsti ein­staki eig­andi Origo (11 pró­sent) og á 1,45 pró­sent hlut í Arion banka. Þá keypti Hvalur fyrir einn millj­arð króna í Marel í byrjun árs, en sú fjár­fest­ing hefur marg­borgað sig.  Auk þess er Hvalur langstærsti hlut­haf­inn í Hamp­iðj­unn­i. 

Kristján Loftsson.
Mynd: Úr safni

Hvalur hf. rekur líka hval­­­stöð­ina í Hval­­­firði, gerir út hval­veið­i­­­­skip og vinnur afurð­irn­­­ar. Sá hluti starf­sem­innar hefur skilað miklu tapi árum sam­an. 

Aðrir stórir leik­endur

Tölu­vert hefur farið fyrir hópnum sem ráðið hefur í trygg­inga­fé­lag­inu VÍS á und­an­förnum árum. Þar er um að ræða hjónin Svan­hildi Nönnu Vig­fús­dóttur og Guð­mund Örn Þórð­ar­son, sem eiga 7,25 pró­sent hlut í VÍS, 6,93 pró­sent í Kviku banka og hlut í Korta­þjón­ust­unni í gegnum félag sitt K2B ehf. Innan VÍS hafa þau myndað blokk með nokkrum öðrum einka­fjár­fest­um, meðal ann­ars Óska­beins­hópnum, sem á 2,48 pró­sent í VÍS, og er í eigu Gests Breið­fjörð Gests­­son­­ar, Sig­­urðar Gísla Björns­­son­­ar, Andra Gunn­­ar­s­­sonar og Fann­­ars Ólafs­­son­­ar. 

Brim­garðar, félag í eigu systk­in­anna Egg­erts Árna, Guð­nýjar Eddu, Gunn­ars Þórs og Hall­dórs Páls Gísla­barna, er nokkuð umfangs­mikið í skráðum eign­um, sér­stak­lega í fast­eigna­fé­lög­um. Það á í Eik (6,9 pró­sent), Reitum (2,1 pró­sent), í Reg­inn (2,73 pró­sent) og Heima­völlum (3,01 pró­sent). Brim­garðar hafa líka átt hlut í Icelanda­ir. Eigið fé Brim­garða nam 2.959 millj­ónum króna í lok síð­asta árs en á sama tíma átti félagið eignir upp á 10.998 millj­ónir króna.

Snæ­ból er fjár­fest­inga­fé­lag í jafnri eigu hjón­anna Finns Reyrs Stef­áns­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­ur. Það á stóran hlut í Sjóvá (8,64 pró­sent), í Heima­völlum (7,47 pró­sent) auk þess sem það á þrjú pró­sent hlut í Eyri Invest, stærsta eig­anda Mar­el. Alls átti Snæ­ból um tíu millj­arða króna í eigin fé um síð­ustu ára­mót.

Félagið Storm­tré er að stærstu leyti í eigu Hregg­viðs Jóns­son­ar. Það er aðal­eig­andi Ver­itas Capi­tal sem á meðal ann­ars Vistor, sem flytur inn til Íslands lyf og aðrar tengdar vör­ur. Auk þess á Storm­tré 2,5 pró­sent hlut í smá­sölu­fé­lag­inu Fest­i. 

Eigið fé Storm­trés var 6,8 millj­arðar króna í lok síð­asta árs.

Stál­skip var stofnað sem útvegs­fyr­ir­tæki árið 1970 en seldi frysti­togar­ann sinn og allan kvóta árið 2014. Í kjöl­farið var því breytt í fjár­fest­inga­fé­lag, en það er í eigu hjón­anna Guð­rúnar Lár­us­dóttur og Ágústs Sig­urðs­sonar og þriggja barna þeirra. Guð­rún er fram­kvæmda­stjóri, en hún er 86 ára göm­ul. Á meðal fjár­fest­inga Stál­skipa má nefna 8,59 pró­sent hlut í Heima­völlum en alls voru eignir félags­ins metnar á 11,9 millj­arða króna í lok síð­asta árs. Þar af voru verð­bréf sem metin voru á 3,1 millj­arð króna en uppi­stað­an, 6,3 millj­arðar króna, voru geymdar á banka­bók. 

Guðrún Lárusdóttir.
Mynd: Skjáskot.

Þá verður að telja til félagið 365 ehf., sem er að eiga end­ur­komu í heim hluta­bréfa­fjár­fest­inga, fyrst með kaupum í Högum og svo í Skelj­ungi eftir að það los­aði sig út úr fjöl­miðla­rekstri eftir 16 ár í slík­um. Eig­andi þess er Ingi­björg Pálma­dóttir og eig­in­maður henn­ar, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sett­ist nýverið í stjórn Skelj­ungs þar sem 365 á 4,32 pró­sent hlut. 

365 seldi fjöl­miðla sína til tveggja aðila. Ann­ars vegar til fjar­skipta­fé­lags­ins Sýn­ar, þar sem Heiðar Guð­jóns­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður og núver­andi for­stjóri, er stærsti ein­stak­lings­hlut­haf­inn í gegnum Ursus (9,2 pró­sent). Heiðar á líka stóran hlut í HS Veit­um. Sýn keypti ljós­vaka­miðla 365 og vef­inn Vísi.­is.

Hinn aðil­inn sem keypti fjöl­miðla af 365 var Helgi Magn­ús­son, sem á nú Frétta­blaðið og tengda miðla að öllu leyti. Hann hefur verið mjög umsvifa­mik­ill í íslensku athafna­lífi á und­an­förnum árum í gegnum félögin Hof­garða, Varð­berg og Eign­ar­halds­fé­lagið Hörpu, sem hann á með öðr­um. Hann hefur til að mynda átt hluti í Bláa lón­inu, þar sem hann er stjórn­ar­for­mað­ur, og hefur lengi átt vænan hlut í Mar­el, en hann hefur verið að selja sig niður þar und­an­far­ið. Helgi hefur fjár­fest í Iceland Seafood, Stoðum og Kviku banka á þessu ári. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar