Bókavörðurinn blés á Kínverjana

Þegar Norðmenn buðu 40 kínverskum skíðamönnum að æfa fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Kína 2022, fékk norskur bókavörður kínverska embættismenn í heimsókn. Það var ekki kurteisisheimsókn.

Bókasafn
Auglýsing

Þann 8. októ­ber árið 2010 til­kynnti norska nóbels­nefndin að kín­verska skáldið og and­ófs­mað­ur­inn Liu Xia­obo fengi frið­ar­verð­laun Nóbels það árið. Í til­kynn­ingu nóbels­nefnd­ar­innar sagði að Liu Xia­obo fengi verð­launin fyrir langa bar­áttu fyrir grund­vall­ar­mann­rétt­indum almenn­ings í Kína. Liu Xia­obo hefði árum saman verið í far­ar­broddi frið­sam­legrar bar­áttu og að mati nefnd­ar­innar væri eng­inn betur að þessum verð­launum kom­inn.

Liu Xia­o­bo, sem var fæddur 1955, stund­aði nám í bók­mennt­um  og lauk meist­ara­prófi frá Beis­hida háskól­anum í Beijing árið 1984 og fékk í fram­hald­inu kenn­ara­stöðu við skól­ann. Hann var eft­ir­sóttur fyr­ir­les­ari og var gesta­pró­fess­or, meðal ann­ars  við Col­umbia háskól­ann í New York, Háskól­ann í Ósló og fleiri háskóla í Evr­ópu. Árið 1989 sneri Liu Xia­obo heim til Kína og tók þátt í mót­mæl­unum sem kennd eru við Tian­an­men torgið (Torg hins himneska frið­ar) í Beijing. 

Kín­versk stjórn­völd töldu Liu Xia­obo einn hug­mynda­fræð­ing­anna að baki mót­mæl­anna og hann var dæmdur til tveggja ára fang­els­is­vist­ar. Hann hlaut aftur dóm árið 1995, sat þá inni í sex mán­uði og ári síðar var hann dæmdur til þriggja ára betr­un­ar­vinnu (eins og það er nefnt) fyrir að trufla stöð­ug­leik­ann í sam­fé­lag­inu. Eftir að Liu Xia­obo hafði lokið afplánun fylgd­ust kín­versk yfir­völd grannt með honum en 8. des­em­ber árið 2008 var hann hand­tek­inn ásamt félaga sín­um. Þeir voru sak­aðir um að safna und­ir­skriftum á skjal sem nefn­ist Kafli 08 og til stóð að birta tveimur dögum síð­ar. Liu Xia­obo var síðar sak­aður um að hafa að miklu leyti skrifað text­ann í Kafla 08.

Auglýsing

Kafli 08

Þetta skjal, Kafli 08, er í stuttu máli ákall, krafa og áskorun til stjórn­valda um mann­rétt­indi og aukið frelsi almenn­ings. Liu Xia­obo var strax eftir hand­tök­una settur í ein­angr­un. Þar var hann fram að rétt­ar­höldum ári síð­ar, 23. des­em­ber 2009. Ákæran hljóð­aði upp á ,,ógnun við öryggi rík­is­ins og brot á kín­verskum lög­um.“ 

Sjálfur fékk Liu Xia­obo ekki leyfi til að tala við rétt­ar­höldin en fjölda erlendra sendi­ráðs­starfs­manna í Beijing var meinað að vera í rétt­ar­saln­um. Liu Xia­obo var sekur fund­inn og á jóla­dag 2009 dæmdur í ell­efu ára fang­elsi og skyldi sviptur öllum borg­ara­legum rétt­indum í tvö ár. Víða um heim voru kín­versk stjórn­völd harð­lega gagn­rýnd vegna dóms­ins en Kín­verjar létu það sem vind um eyru þjóta og sögðu sem svo að Liu Xia­obo hefði gerst brot­legur við kín­versk lög og slíkt væri refsi­vert.  

Nóbels­verð­launin og and­lát Liu Xia­obo

Þegar norska nóbels­nefndin til­kynnti að Liu Xia­obo myndi hljóta frið­ar­verð­laun Nóbels árið 2010 brugð­ust kín­versk stjórn­völd ókvæða við. Sendi­herra Nor­egs í Beijing var kall­aður á fund í kín­verska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu þar sem honum voru afhent mót­mæli kín­verskra stjórn­valda. Nóbels­nefndin væri með ákvörðun sinni að skipta sér af kín­verskum inn­an­rík­is­mál­um, Liu Xia­obo hefði brotið gegn kín­verskum lögum með skrifum sínum og þátt­töku í ólög­legum mót­mæl­um. Norski sendi­herr­ann svar­aði því til að norsk stjórn­völd hefðu ekki boð­vald yfir nóbels­nefnd­inn­i. 

Þann 9. októ­ber 2010, dag­inn eftir að nóbels­nefndin til­kynnti um val sitt flutti eig­in­kon­an, Liu Xia, honum tíð­indin í fang­els­ið. Hún sagði að hann hefði tár­ast en sagt að verð­launin væru til allra sem berð­ust fyrir umbótum á sviði mann­rétt­inda í Kína.   

Sæti Liu Xiaobo var autt við athöfnina í desember árið 2010.

Þann 9. des­em­ber 2010 voru frið­ar­verð­laun Nóbels afhent við hátíð­lega athöfn í Ósló. Verð­launa­þeg­inn sjálf­ur, Liu Xia­o­bo, var hins vegar víðs fjarri, sat í fang­els­inu heima í Kína. Eig­in­kona hans, Liu Xia, sem ekki fékk að fara til Nor­egs, og sat í raun í stofu­fang­elsi á heim­ili sínu, hafði komið ávarpi eig­in­manns­ins til nóbels­nefnd­ar­inn­ar. Leik­konan Liv Ull­mann las ávarpið við athöfn­ina, en auður stóll á svið­inu sýndi með tákn­rænum hætti fjar­veru Liu Xia­o­bo. 

Nóbels­verð­launin breyttu engu varð­andi Liu Xia­o­bo, hann sat áfram í fang­els­inu í Jinzhou. 

Í maí árið 2017 kom í ljós að Liu Xia­obo var illa hald­inn af krabba­meini í lif­ur. Í júní  það ár var hann fluttur á sjúkra­hús þar sem hann lést 13. júlí. Hann hafði þá afplánað átta ár og sex mán­uði af ell­efu ára fang­els­is­dómi. 

Fók minnist Liu Xiaobo í Hong Kong Mynd: EPA

Af ekkj­unni Liu Xia (fædd 1961) er það að segja að hún sat í stofu­fang­elsi þangað til í júlí 2018. Þá fékk hún leyfi til að fara til Þýska­lands til að leita sér lækn­inga. Þjóð­verjar höfðu þrýst mjög á kín­versk stjórn­völd í þessu skyni og í lok júlí í hitteð­fyrra kom hún til Berlín­ar. Í apríl á síð­asta ári birt­ist langt við­tal við hana í banda­ríska viku­rit­inu The New Yor­ker. Í við­tal­inu sem var tekið í Berlín, þar sem Liu Xia býr nú, sagð­ist hún smám saman vera að átta sig á til­ver­unni, hún er ljóð­skáld en hefur einnig lagt stund á mál­ara­list og ljós­mynd­un. 

Heim­sóknin í bóka­búð­ina

Allt frá því að Liu Xia­obo voru veitt frið­ar­verð­laun Nóbels árið 2010 hefur ríkt kuldi í sam­skiptum Kín­verja og Norð­manna. Norð­menn hafa reynt ýmis­legt til að bæta sam­skipt­in. Það eru ekki síst við­skipti sem Norð­menn horfa til. Við­skipta­sam­bönd við þessa fjöl­mennu þjóð eru mik­il­væg fyrir Norð­menn, sem eins og margar aðrar þjóðir vilja gjarna fá „gott veð­ur“ hjá kín­verskum ráða­mönn­um. Í því skyni hefur nokkrum hátt­settum kín­verskum stjórn­mála­mönnum að und­an­förnu verið boðið til Nor­egs og Har­aldur V Nor­egs­kon­ungur fór í opin­bera heim­sókn til Kína árið 2018. 

Fyrir skömmu var 40 kín­verskum skíða­mönn­um, ásamt 15 þjálf­urum boðið að koma til Nor­egs til æfinga. Hér er rétt að geta þess að Vetr­ar­ólymp­iu­leik­arnir fara fram í Kína árið 2022. Kín­verjarnir þáðu boðið en settu ýmis skil­yrði. Bóka­vörð­ur­inn á bæj­ar­bóka­safn­inu í Mer­á­ker í Þrænda­lög­um, þar sem fyr­ir­hugað er að kín­versku skíða­menn­irnir æfi, rak upp stór augu þegar kín­verskir emb­ætt­is­menn birt­ust á bóka­safn­inu. Ekki var undrun bóka­varð­ar­ins minni þegar þeir báru upp erind­ið: Þeir kröfð­ust þess að allar bæk­ur, sem ekki væru kín­verskum stjórn­völdum þókn­an­legar yrðu fjar­lægðar úr hillum safns­ins. Til dæmis bækur um Falun Gong-hreyf­ing­una. Bóka­vörð­ur­inn kikn­aði ekki í hnjálið­unum en sagði þessum sjald­séðu gestum á safn­inu að hér væri það hún (bóka­vörð­ur­inn er kona) sem réði og úr hillum safns­ins yrðu engar bækur fjar­lægðar þótt ein­hverjir skíða­menn kæmu til æfinga í bæn­um.  „Hér í Nor­egi búum við nefni­lega við tján­ing­ar­frelsi.“ Engum sögum fer af við­brögðum kín­versku sendi­mann­anna.    

Mörg dæmi um kröfur Kín­verja

Þessi litla saga frá Nor­egi er bara eitt dæmi um fram­komu Kín­verja og við­kvæmni þeirra gagn­vart öllu því sem ekki þókn­ast þar­lendum stjórn­völd­um. Fyrir skömmu hélt borg­ar­stjór­inn í Prag í Tékk­landi mót­töku fyrir erlenda diplómata þar í borg. Meðal við­staddra var full­trúi Taí­vans. Þegar kín­verski sendi­herr­ann mætti í boðið krafð­ist hann þess þegar í stað að taí­vanski emb­ætt­is­mað­ur­inn yrði rek­inn á dyr. Því neit­aði borga­stjór­inn. Það svar vakti ekki kátínu í Beijing.

Í júní árið 2012 kom Hu Jin­tao, þáver­andi for­seti Kína í opin­bera heim­sókn til Kaup­manna­hafn­ar. Rit­ari þessa pistils var þá búsettur í borg­inni og getur borið um að til­standið í kringum þessa þriggja daga heim­sókn var engu líkt. Danska lög­reglan fór offari við að halda uppi því sem yfir­menn­irnir köll­uðu „lög og reglu.“ Mikil áhersla var lögð á að koma í veg fyrir að for­set­inn sæi nokk­urs staðar glitta í fána Tíbets. 

Heim­sóknin hafði mikla eft­ir­mála, sem raunar sér ekki enn fyrir end­ann á. Tvær rann­sókn­ar­nefndir hafa farið í saumana á fram­gangi dönsku lög­regl­unnar og 90 manns hafa fengið greiddar skaða­bætur vegna ólög­mætrar hand­töku. Og búist er við að fleiri slíkar kröfur eigi enn eftir að koma fram.  

Um Dan­merk­ur­heim­sókn for­seta Kína árið 2012 og eft­ir­mál henn­ar, ekki síst fram­gang dönsku lög­regl­unnar hefur áður verið fjallað um hér í Kjarn­an­um, í tveimur pistl­u­m:  „Ekki benda á mig og hver sagði hvað við hvern“ árið 2016 og ári síðar „Eng­inn vill sitja uppi með apann.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar