Sérfræðingar frá ÖSE ráðleggja Alþingi – Endurskoðun siðareglna stendur nú yfir

Tveir sérfræðingar frá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE munu heimsækja Alþingi í byrjun næstu viku til að ræða við þingmenn og skrifstofu Alþingis um endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Tveir sér­fræð­ingar frá Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu ÖSE, Örygg­is- og sam­vinn­u­­stofnun Evr­­ópu, munu heim­sækja Alþingi dag­ana 3. til 4. febr­úar næst­kom­andi í tengslum við vinnu sem nú stendur yfir við end­ur­skoðun siða­reglna fyrir alþing­is­menn. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþingis í dag.

Þá segir að drög að breyttum siða­reglum hafi farið til umsagnar siða­nefndar Alþingis og Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu ÖSE í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Í kjöl­far þess hafi ÖSE sent bréf í des­em­ber þar sem vakin hafi verið athygli á reynslu og sér­þekk­ingu stofn­un­ar­innar á málum sem varða sið­ferði­leg við­mið fyrir þjóð­kjörna full­trúa. Ýmiss konar aðstoð hafi verið boð­in, meðal ann­ars að fá til Íslands sér­fræð­inga ÖSE til að ræða við þing­menn og skrif­stofu Alþingis um end­ur­skoð­un­ina á siða­reglum fyrir alþing­is­menn.

Úr varð að tveir sér­fræð­ing­ar, Marcin Walecki, for­stöðu­maður skrif­stofu lýð­ræð­i­svæð­ing­ar, og Jacopo Leo­ne, sér­fræð­ingur á sviði lýð­ræð­is­stjórn­un­ar, munu koma til lands­ins og heim­sækja þing­ið. Sam­kvæmt skrif­stofu Alþingis munu þeir hitta og eiga fundi meðal ann­ars með for­seta Alþing­is, stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, for­sætis­nefnd og laga­skrif­stofu þings­ins, for­mönnum þing­flokka og ráð­gef­andi siða­nefnd Alþing­is.

Auglýsing

Langur aðdrag­andi til­lög­unnar

Alþingi Íslend­inga sam­þykkti nýjar siða­reglur fyrir þing­menn í mars 2016 en meðal þess sem stendur í þeim er að þeir skuli ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni. Til­­­gang­­ur­inn með siða­regl­unum var að efla gagn­­sæi í störfum þing­­manna og ábyrgð­­ar­­skyldu þeirra, og jafn­­framt að efla „til­­trú og traust almenn­ings á Alþing­i.“

Allir for­­setar Alþingis og þing­­flokks­­for­­menn allra flokka stóðu að til­­lög­unni, sem átti sér langan aðdrag­anda. Alþingi sam­­þykkti breyt­ingar á þing­­sköpum í júní árið 2011, og þar kom meðal ann­­ars fram að leggja ætti fram til­­lögu að siða­­reglum fyrir þing­­menn. For­­sæt­is­­nefnd hóf vinnu við slíkar reglur og skil­aði til­­lögum rétt fyrir þing­­lok árið 2013, þá var þegar ljóst að ekki myndi nást sam­komu­lag um að afgreiða mál­ið. Ný for­­sæt­is­­nefnd fjall­aði um siða­­reglur strax sum­­­arið 2013 og var meðal ann­ars horft til siða­reglna Evr­­ópu­ráðs­­þings­ins.

Sam­­kvæmt siða­regl­unum eiga þing­­menn að rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­­ar­­leika, taka ákvarð­­anir í almanna­þágu, ekki nýta opin­bera stöðu sína til per­­són­u­­legs ávinn­ings fyrir sig eða aðra og efla og styðja siða­regl­­urnar með því að sýna frum­­kvæði og for­­dæmi. Þing­menn skulu í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virð­ing­u. 

Við­bætur sam­þykktar

Við­bætur við siða­­reglur þing­­manna voru sam­­þykktar á Alþingi 5. júní 2018 með öllum greiddum atkvæð­­um. Í fyrsta lagi var lagt til að nýjum staf­lið yrði bætt við sem segir að alþing­is­­­menn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sín­um, þar sem hafnað er hvers konar kyn­­­ferð­is­­­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.

Í öðru lagi var lagt til að á eftir sjö­undu grein siða­regln­anna kæmi ný grein sem hljóði svo: „Þing­­­menn skulu ekki sýna öðrum þing­­­mönn­um, starfs­­­mönnum þings­ins eða gestum kyn­­­ferð­is­­­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.“

Umdeild fyrsta nið­ur­staða

Fyrsta nið­ur­staðan var kunn­gjörð í lok júní á síð­asta ári en þá féllst for­sætis­nefnd á nið­ur­stöðu siða­nefndar í máli Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Pírata. Siða­nefnd taldi að ummæli sem hún lét falla í Silfr­inu þann 25. febr­­úar 2018 hefðu ekki verið í sam­ræmi við siða­­reglur fyrir alþing­is­­menn.

Ásmundur Frið­­riks­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, óskaði eftir því við for­­sæt­is­­nefnd þann 10. jan­úar síð­­ast­lið­inn að tekið væri til skoð­unar hvort þing­­menn Pírata Björn Leví Gunn­­ar­s­­son og Þór­hildur Sunna hefðu með ummælum sínum á opin­berum vett­vangi um end­­ur­greiðslur þings­ins á akst­­ur­s­­kostn­aði Ásmundar brotið í bága við siða­regl­­urn­­ar.

N­ið­­ur­­staða siða­­nefndar var sem fyrr segir að ummæli Þór­hildar Sunnu frá 25. febr­­úar 2018 væru ekki í sam­ræmi við a- og c-lið 1. mgr.,. 5. gr. og 7 gr. siða­reglna fyrir alþing­is­­menn. Í þeim segir að alþing­is­­menn skuli sem þjóð­­kjörnir full­­trúar rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­­ar­­leika, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni. Þing­­menn skuli í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virð­ingu. Siða­­nefnd kom­ast aftur á móti að þeirri nið­­ur­­stöðu að ummæli Björns Levís hefðu ekki brotið í bága við siða­regl­­urn­­ar.

Nið­ur­staða siða­nefndar var væg­ast sagt umdeild og mót­mælti Þór­hildur Sunna henni sjálf á Face­book-­síðu sinni. „Siða­­nefnd Alþingis telur alvar­­legra að benda á sam­­trygg­ingu og sjálftöku heldur en að taka þátt í leikn­­um. Ég sætti mig ekki við það og mun nýta minn and­­mæla­rétt til þess að fá þessu hnekkt,“ skrif­aði hún.

Þór­hildur Sunna sagði að fengi þessi nið­­ur­­staða að standa væru skila­­boðin til okkar allra þau að það væri verra að benda á vanda­­málin en að vera sá sem skapar þau. „Ég er alger­­lega búin að fá nóg af slíkri með­­­virkn­i.“ For­sætis­nefnd féll­st, eins og áður seg­ir, á nið­ur­stöð­una.

Tveir Klaust­ur-­þing­menn gerð­ust brot­legir

Annað umdeilt mál kom á borð for­sætis­nefndar en í byrjun ágúst á síð­asta ári stað­festi hún álit siða­nefndar þess efnis að Berg­þór Óla­son og Gunn­ar Bragi Sveins­­son, þing­menn Mið­flokks­ins, hefðu brotið siða­regl­ur alþing­is­­manna með um­­mæl­um sín­um á Klaustur bar þann 20. nóv­­em­ber síð­ast­lið­inn.

Aðrir þing­­menn sem tóku þátt í téðu sam­tal­i, þau Sig­­mund­ur Davíð Gunn­laugs­­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir úr Mið­flokki og Karl Gauti Hjalta­­son og Ólaf­ur Ísleifs­­son, sem voru í Flokki fólks­ins þegar sam­talið átti sér stað en gengu síðar til liðs við Mið­flokk­inn, brutu ekki gegn siða­regl­um alþing­is­­manna, sam­kvæmt nefnd­inni.

Berg­þór og Gunn­ar Bragi þóttu með um­­mæl­um sín­um hafa brotið gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. og 8. gr. siða­reglna alþing­is­­manna, en þar seg­ir m.a. að alþing­is­­menn skuli sem þjóð­kjörn­ir full­­trú­ar „leggja sig fram um að skapa í störf­um sín­um heil­brigt starfs­um­hverfi inn­­an þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störf­um sín­um þar sem hafnað er hvers kon­ar kyn­­ferð­is­­­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða ann­arri van­v­irð­andi fram­komu“. Seg­ir einnig í regl­un­um að þing­­menn skuli ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni. Siða­nefnd Alþingis taldi aftur á móti að ummæli Önnu Kol­brúnar Árna­dótt­ur, þing­manns Mið­flokks­ins, um Freyju Har­alds­dóttur hafi ekki brotið gegn siða­reglum Alþing­is.

Skoða fram­kvæmd regln­anna og far­veg kvart­ana

Fram kom í fréttum í kjöl­farið að Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, und­ir­byggi end­ur­skoðun siða­reglna fyrir alþing­is­menn í sam­vinnu við Helgu Völu Helga­dótt­ur, þáver­andi for­mann stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þings­ins.

Í sam­tali við Vísi þann 3. ágúst síð­ast­lið­inn sagði hann að þau væru búin að kasta á milli sín hug­myndum og hefðu verið að sanka að sér gögn­um. „Nú er komin ákveðin reynsla á fram­kvæmd­ina og búið að reyna á ýmis­legt og það er nú aðal­lega sú umgjörð sem við erum að skoða og fram­kvæmd regln­anna,“ sagði hann. Stein­grímur sagð­ist ekki eiga von á því að sjálfar hátt­ern­is­regl­urnar yrðu teknar upp heldur aðal­lega fram­kvæmd þeirra og far­vegur kvart­ana.

Alþingi ræður ekki við hlut­verkið

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í kjöl­far nið­ur­stöðu siða­nefndar í máli Þór­hildar Sunnu að það fyr­ir­komu­lag sem stuðst er við á Alþingi í tengslum við siða­­mál væri full­komn­­lega ótækt – og Alþingi réði ekki við það hlut­verk eitt og sér að lag­­færa það.

Hann sagð­ist jafn­framt ætla að fara fram á það að Alþingi kall­aði eftir aðstoð Örygg­is- og sam­vinn­u­­stofnun Evr­­ópu við að koma þessum málum í sóma­­sam­­legt horf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar