Mynd: Wikicommons

Félag makrílveiðimanna stefnir íslenska ríkinu

Þær útgerðir sem veiða makríl á krókum segja að kvóti þeirra hafi verið helmingaður þegar makríll var kvótasettur í fyrra. Þær telja minni útgerðir vera látnar bera þunga misgjörða ríkisins eftir að stórútgerðir unnu mál gegn ríkinu í desember 2018. Stórútgerðirnar fóru samt í skaðabótamál.

Félag mak­ríl­veiði­manna hefur stefnt íslenska rík­inu til við­ur­kenn­ingar á því sem þau telja ólög­mætar tak­mark­anir á heim­ildum félags­manna þess til veiða á mak­ríl. 

Í stefnu félags­ins kemur fram að félagið vilji fá við­ur­kennt með dómi að úthlutun til ein­stakra skipa afla­hlut­deild á grund­velli tíu bestu afla­reynslu­ára þeirra á árun­unum 2008 til 2018, hafi verið óheim­il. 

Sú ráð­stöfun tryggði stór­út­gerðum sem veiða mak­ríl auknar heim­ildir en minnk­aði það sem var til skipt­anna fyrir félags­menn í Félagi mak­ríl­veiði­manna, sem eru þeir sem veiða mak­ríl úr Norð­aust­ur- Atl­ant­hafs­makríl­stofn­inum með krók­um, um helm­ing. 

Sam­hliða því að mak­ríll­inn var kvóta­settur með þessum hætti var sett inn ákvæði sem leyfir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að taka kvóta frá smærri bátum og færa til stærri skipa án end­ur­gjalds.

Telja ráð­herra hafa verið að bregð­ast við dómi

Félag mak­ríl­veiði­manna vill meina að grund­völlur þess frum­varps sem lagt var fram þegar mak­ríl var kvóta­settir í fyrra­vor hafi verið mjög hag­stæður fyrir stærstu útgerðir lands­ins. Hann mið­aði við rúm­lega þrefalt lengri afla­reynslu­tíma en gild­andi lög um veiðar á deilistofnum kveða á um. Þar sem stærstu útgerð­irnar höfðu staðið einar að mak­ríl­veiðum fyrstu árin sem lögð eru til grund­vallar í lög­unum þá stór­græða þær á þeirri aðferð­ar­fræði sem ákveðið var að beita. 

Í stefn­unni kemur fram að Félag mak­ríl­veiði­manna telji að það hafi bein­línis verið und­ir­liggj­andi mark­mið laga­setn­ing­ar­innar að auka hlut stór­út­gerða í mak­ríl­kvóta með því að hand­velja við­mið­un­arár sem þjón­uðu því mark­mið­i. 

Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, virð­ist ann­ars vegar hafa verið að „bregð­ast við dómi hæsta­réttar um að fram­kvæmd veiði­stjórn­unar stjórn­valda hafi ekki stað­ist lög frá 2011 og hins­vegar að ríkið ætti yfir höfði sér skaða­bætur vegna þess­ara mis­gjörða. Með nýju lög­unum eru minni útgerðir látnar bera þunga þess­ara mis­gjörða rík­is­ins sem er ósann­gjarnt og mögu­lega ekki lög­mætt mark­mið laga­setn­ingar almennt.“

Tug­millj­arðar króna undir

Í fyrra var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­­­­­gerða. Mak­ríl­kvót­inn er tal­inn vera 65 til 100 millj­­­­arða króna virð­i. 

Það var gert í kjöl­far tveggja dóma Hæsta­réttar Íslands frá 6. des­em­ber 2018 þar sem stað­fest var að stór­út­gerðir hefðu verið mis­rétti beittar við úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Margir við­mæl­endur Kjarn­ans innan sjáv­ar­út­vegs­ins telja að kvóta­setn­ingin á mak­ríl hafi verið til­raun til að færa stór­út­gerð­unum frið­ar­fórn. Ríkið myndi taka kvóta af minni útgerðum og færa til þeirra í von um að stór­út­gerð­irnar færu ekki í skaða­bóta­mál við rík­ið. 

Þrátt fyrir þetta ætla nokkur stór sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tæki í mál við íslenska ríkið vegna fjár­­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Sam­­­­kvæmt fréttum síð­­­­asta sumar munu bóta­­­­kröfur þeirra nema allt að 35 millj­­­­örðum króna. Verði þær sam­­­­þykktar geta útgerð­­­­irnar því náð til baka um 55 pró­­­­sent af því sem þær hafa greitt í veið­i­­­­­gjöld á und­an­­­­förnum árum. 

Langt ferli

Kjarn­inn hefur verið að reyna að kom­ast að því hverjar kröfur stór­út­gerð­anna á hendur rík­inu eru. Fyr­ir­spurn var fyrst send til upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar í fyrra­sum­­­ar. Í henni var óskað eftir því að fá stefnur þeirra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja sem stefnt hafa íslenskra rík­­inu til greiðslu skaða­­bóta afhentar auk þess sem beðið var um upp­­lýs­ingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar við­brögð komu fólst í þeim að áfram­­­senda erindið á emb­ætti rík­­­is­lög­­­manns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lög­­­­­menn fyr­ir­tækj­anna sem um ræddi hvort þeir myndu sam­­­þykkja að upp­­­lýs­ingar um málin yrðu veittar og stað­­­festi í kjöl­farið við Kjarn­ann að fyr­ir­­­spurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyr­ir­tæki.  

Síðan fékkst ekk­ert við­­­bót­­­ar­svar, þrátt fyrir að rúmir fimm mán­uðir liðu frá því að upp­­­haf­­­leg fyr­ir­­­spurn var send, þangað til 20. des­em­ber 2019.

Vilja ekki að að almenn­ingur fái gögnin

Þá sendi rík­­­is­lög­­­maður svar þess efn­ist að hann teldi ekki heim­ilt að afhenda stefn­­­urn­­­ar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyr­ir­tækja gagn­vart því að fjöl­miðlar myndu fá stefn­­­urnar með því að beina spurn­ingum til lög­­­­­manna þeirra. „Liggur ekki fyrir sam­­­þykki stefn­enda um að afhenda stefn­­­urnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni máls­liðar 9. gr. upp­­­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og telur emb­ættið því gögnin und­an­þegin upp­­­lýs­inga­rétt­i.“

Auk þess sagði í svar­inu að rík­­­is­lög­­­maður mæti það „óraun­hæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhend­ingu sé beint að stjórn­­­­­valdi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu sam­­­kvæmt und­an­þegin upp­­­lýs­inga­rétt­i.“

Kjarn­inn hefur kært synjun rík­­­is­lög­­­manns á aðgengi að umræddum upp­­­lýs­ingum til úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál.

Í frek­­ari rök­­stuðn­­ingi fyrir synj­un­inni, sem rík­­is­lög­­maður sendi til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mál 15. jan­úar 2019, kemur fram að synj­unin byggi á tvenns konar grunni. Ann­­ars vegar þeim að gögnin séu und­an­þegin upp­­lýs­inga­rétti vegna þess að umrædd sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki hafa ekki veitt heim­ild fyrir sitt leyti til afhend­ingar gagn­anna. „Í ljósi afstöðu útgerð­­ar­­fyr­ir­tækj­anna og við könnun á nefndum stefnum verður að líta svo á að í þeim séu greindar nákvæmar upp­­lýs­ingar um fjár­­hags- og við­­skipta- hags­muni þeirra[...]­Gögnin verður að meta án til­­lits til þess hvernig lög­­gjaf­inn hefur lýst mark­miðum og til­­­gangi laga um fisk­veið­i­­­stjórn með því að nytja­­stofnar sjávar telj­ist til sam­­eignar þjóð­­ar­inn­­ar,“ segir í bréfi rík­­is­lög­­manns.

Hins vegar byggði synjun hans á því að gögnin séu hluti af máls­skjölum í dóms­­máli sem rekið er fyrir Hér­­aðs­­dómi Reykja­vík­­­ur. Rík­­is­lög­­maður telur að sér­­stakar skorður séu á því sam­­kvæmt lögum að afhenda gagna úr dóms­­máli enda eru hugs­an­­legir hags­munir af afhend­ingu þeirra allt aðrir en að varða almenn­ing. Engu breytir þótt máls­­með­­­ferð í dóms­­málum sé opin­ber.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar