Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis

Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.

Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Auglýsing

Kon­urnar tvær sem Har­vey Wein­stein hefur verið sak­felld­ur ­fyrir að nauðga og brjóta gegn með öðrum kyn­ferð­is­legum hætti voru ekki „full­komin fórn­ar­lömb“. Þær áttu báðar í sam­skiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér­ ­stað, jafn­vel kyn­ferð­is­leg­um. Verj­endur kvik­mynda­fram­leið­and­ans töldu það sýna sak­leysi hans en sak­sókn­ar­inn sagði það einmitt til marks um hið gagn­stæða: Að ­valda­ó­jafn­vægi hafi gert það að verkum að kon­urnar töldu það sér fyrir bestu að halda áfram vina­legum sam­skiptum enda hafi hann hótað þeim með ýmsum hætt­i ­fengi hann ekki sínu fram­gengt.

Sér­fræð­ingur í kyn­ferð­is­brota­málum sagði í vitn­is­burði sínum við rétt­ar­höldin yfir Wein­stein í New York að það væri mýta að konur slitu öllum sam­skiptum sínum í kjöl­far of­beld­is. Flest kyn­ferð­is­brot ættu sér stað milli fólks sem þekkt­ist og að það væri algeng­ara en hitt að sam­skipti af ein­hverjum toga héldu áfram.

Ofbeld­is­full hegðun Har­vey Wein­stein, eins valda­mesta manns Hollywood síð­ustu ára­tugi, hefur verið kölluð „verst geymda leynd­ar­mál“ banda­rísku ­kvik­mynda­borg­ar­inn­ar. Árið 2017 hófu konur að stíga fram og segja frá­ ­sam­skiptum sínum við hann og mark­aði það upp­haf metoo-­bylt­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Yfir hund­rað konur hafa síðan þá ásakað hann um ósæmi­lega hegðun í gegnum árin og ára­tug­ina. Mörg mál­anna voru hins vegar fyrnd. Sum­ar kvenn­anna treystu sér ekki til að kæra hann og svo fór að sak­sókn­ari New York-­borgar ákærði hann fyrir brot gegn tveimur kon­um. Ákæran var í nokkrum lið­um. Hann var ákærður fyrir nauðgun og önnur alvar­leg kyn­ferð­is­brot gegn þeim og að auki fyrir kyn­ferð­is­lega og kerf­is­bundna mis­neyt­ingu gegn fleiri en t­veimur kon­um.

Rétt­ar­höldin hófust 22. jan­úar í dóms­húsi á Man­hatt­an. Þeim lauk nú í vik­unni með því að Wein­stein var fund­inn sekur um að hafa brotið gegn ­kon­unum tveimur en sýkn­aður af alvar­leg­asta ákæru­liðnum um kerf­is­bundið ofbeld­i ­gegn fleiri kon­um.

Sex meint fórn­ar­lömb báru vitni við rétt­ar­höld­in, m.a. kon­ur ­sem áttu með fram­burði sínum að styðja þá full­yrð­ingu sak­sókn­ar­ans að Wein­stein hefði oft og ítrekað nýtt völd sín, áhrif og yfir­burði til að ná til kvenna og beita þær svo ofbeldi, eins og Jackie Lacey sak­sókn­ari orð­aði það í opn­un­ar­ræð­u sinni.

Allar kon­urnar sem báru vitni sögðu sömu sögu: Þær hefð­u kynnst Wein­stein og treyst honum þar til hegðun hans hafi breyst og orð­ið kyn­ferð­is­leg. Þær sögðu hann hafa haft fram­tíð þeirra í höndum sér, að hann hefði getað rústað starfs­ferli þeirra og fjöl­skyldu ef þær færu ekki að óskum hans. Ein konan greindi frá því að Wein­stein hefði á fundi þeirra veifað skjöl­u­m ­sem hann sagði samn­inga um aðkomu hennar að næstu þremur kvik­myndum hans. Ef að hún stund­aði hóp­kyn­líf með honum myndi hann skrifa undir þá.

Þetta var tekið sem dæmi um hvernig hann beitti völdum sín­um ­gagn­vart kon­un­um.

Aðal­verj­andi Wein­steins, Donna Rot­unno, er þekkt fyrir að verja karl­menn sem sak­aðir eru um kyn­ferð­is­brot. Hún hefur lýst því yfir að hún­ telji metoo-­bylt­ing­una hafa gengið of langt. Í við­tali áður en rétt­ar­höld­in hófust sagð­ist hún aldrei hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­of­beldi af því að hún hefð­i „aldrei komið sér í“ þær aðstæð­ur.

Harvey Weinstein mætir til réttarhaldanna ásamt aðal verjanda sínum, Donnu Rotunno.

Rot­unno sótti hart að kon­unum tveimur og lagði fram ­tölvu­pósta og texta­skila­boð sem fóru milli þeirra og Wein­stein sem hún sagð­i sanna að kyn­ferð­is­mökin hefðu verið með sam­þykki beggja. Áhersla var einnig lögð á það að þær hefðu af fúsum vilja verið einar með hon­um.

Wein­stein nauðg­aði annarri kon­unni á hót­el­her­bergi í New York. Verj­end­urnir spurðu hana spjör­unum úr í þrjá daga. Einn dag­inn brotn­að­i hún algjör­lega niður og dóm­ar­inn varð að fresta rétt­ar­höld­unum til næsta dags. Rot­unno hafði meðal ann­ars spurt út í tölvu­póst sem hún sendi Wein­stein þar sem hún­ ­sagð­ist ánægð með að hafa kynnst hon­um.

Sagði Wein­stein fórn­ar­lambið

Konan sagð­ist hafa haldið sam­band­inu áfram í gegn­um ­tölvu­póst því það hefði hún talið örugga leið. Hún átti mikið undir því að halda honum góð­um. Við rétt­ar­höldin sagði hún að Wein­stein ætti sér góð­ar­ hlið­ar. Hann gæti byggt upp sjálfs­traust fólks en svo mulið það niður ef það þókn­að­ist honum ekki. Per­sónu­leik­inn væri í anda Dr. Jek­ill og Mr. Hyde.

Verj­end­urnir héldu því fram í gegnum öll rétt­ar­höldin að Wein­tein væri fórn­ar­lambið, kon­urnar hefðu verið í kyn­ferð­is­legu sam­bandi við hann þrátt fyrir að þær hefðu ekki lað­ast að eða hrif­ist af hon­um. Þær hefð­u notað hann til að ná frama. „Þú mis­not­aðir Har­vey Wein­stein í hvert skipti sem þú hélst áfram að hitta hann,“ sagði Rot­unno við aðra kon­una.

Sak­sókn­arar leiddu Bar­böru Ziv, geð­lækni og sér­fræð­ing í af­leið­ingum kyn­ferð­is­of­beld­is, fyrir dóm­inn til að ræða rang­hug­myndir um ­fórn­ar­lömb. Hún sagði mýt­una þá að fórn­ar­lömb hefðu ekki sam­band við ger­end­ur eftir að brot eru fram­in. Það væri rangt, almennt gerðu þau einmitt það vegna þess að flest kyn­ferð­is­brot eru framin af þeim sem fórn­ar­lömbin þekkja.

Þetta er sögð ein ástæðan fyrir því að margar konur sem ­upp­lifðu ofbeldi af hendi Wein­steins þögðu þunnu hljóði í fjölda ára.

Full­komið for­dæm­is­mál

Kvið­dóm­ur­inn, sem skip­aður var sjö körlum og fimm kon­um, tók ­sér nokkra daga til að kom­ast að nið­ur­stöðu. Á mánu­dags­morgun lá ákvörð­un­in ­fyr­ir. Wein­stein var sak­felldur fyrir að brjóta gegn kon­unum tveim­ur.

Vissu­lega eru þetta tíð­indi fyrir alla sem komu að mál­inu með­ einum eða öðrum hætti en nið­ur­staðan markar að margra mati stór­merki­leg tíma­mót í með­ferð kyn­ferð­is­brota­mála fyrir dóm­stól­um.

Konur sem höfðu átt í flóknu sam­bandi við ger­anda sinn eft­ir að hann braut á þeim voru teknar trú­an­leg­ar. Þó að hluti sam­skipt­anna hafi ver­ið ­með þeirra vilja breytti það ekki því að hann braut á þeim. „Að því leyti snérust þessi rétt­ar­höld um einn helsta boð­skap metoo-­bylt­ing­ar­inn­ar; um hver hef­ur ­valdið og hversu algengt það er að valdi sé mis­beitt með kyn­ferð­is­of­beld­i,“ ­segir Lauren Aratani, blaða­maður Guar­dian, sem fylgst hefur náið með­ rétt­ar­höld­unum í Banda­ríkj­un­um. Kvið­dóm­ur­inn hafi trúað kon­unum og það seg­i ­mikið um hversu langt metoo-hreyf­ingin hefur náð.

„Þetta er full­komið for­dæm­is­mál um hvað ger­ist þegar við­tek­in við­horf taka að breytast,“ segir Deborah Tuerk­heimer, laga­pró­fessor við Nort­hwestern-há­skóla við New York Times. Hingað til hafi það sjaldan gerst að sak­sókn­arar leggi í að sækja mál þegar fórn­ar­lömbin eru ekki „full­komin“, þ.e. ef þau hafa átt í frekara sam­bandi við mein­tan ger­anda. 

„Þessar konur trúðu því mjög lengi að hann væri ósnert­an­leg­ur og að það væri ekki hægt að draga hann til ábyrgðar en nú hefur hann ver­ið sak­felld­ur,“ segir Tar­ana Burke, einn af stofn­endum metoo-hreyf­ing­ar­inn­ar. „Það ­sendir gríð­ar­lega sterk skila­boð.“

Har­vey Wein­stein gæti átt 5-29 ára fang­els­is­dóm yfir höfð­i ­sér. Refs­ing yfir honum verður ákveðin 11. Mars. Þangað til þarf hann að dúsa í varð­haldi sem verj­endur hans hafa mót­mælt. Eftir upp­kvaðn­ingu refs­ingar er mál Wein­steins ekki frá. Sak­sókn­ari í Los Ang­eles hefur einnig ákært hann fyr­ir­ brot gegn tveimur konum og gera má ráð fyrir því að þau rétt­ar­höld hefj­ist áður­ en langt um líð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar