Ný virkjun í neðri hluta Þjórsár í forgangi hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur sett fimm virkjanahugmyndir í forgang. Ein þeirra er Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Tvær virkjanir til viðbótar eru svo fyrirhugaðar í ánni. Fyrirtækið áformar auk þess stækkun þriggja virkjana á hálendinu.

Hvammsvirkjun er fyrirhuguð í neðri hluta Þjórsár. Myndað yrði lón í farvegi árinnar.
Hvammsvirkjun er fyrirhuguð í neðri hluta Þjórsár. Myndað yrði lón í farvegi árinnar.
Auglýsing

Lands­virkjun er með að minnsta kosti sextán virkj­ana­kosti til skoð­un­ar, ýmist stækk­anir á eldri virkj­unum eða nýj­ar. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar eru átta hug­mynd­ir Lands­virkj­unar í nýt­ing­ar­flokki og fimm í bið­flokki. Að auki áformar fyr­ir­tæk­ið ­stækkun þriggja virkj­ana á hálend­inu og hafa gögn þar um verið send verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga áætl­un­ar­innar til með­ferð­ar.

Af mögu­legum fram­tíð­ar­kostum hefur Lands­virkjun skil­greint fimm for­gangs­verk­efni og eru þeir lík­legir sem næstu virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir ­fyr­ir­tæk­is­ins. Í nýrri árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins kemur fram að í for­gang hafi verið settar hug­myndir að Hvamms­virkjun í Þjórsá, virkj­anir í Blöndu­veitu, end­ur­hönn­un ­Búr­fellslund­ar, aflaukn­ing Kröflu- og Þeista­reykja­virkj­ana og stækk­un Þeista­reykja­virkj­un­ar.

Vilja stækka þrjár ­virkj­anir á hálend­inu

Orku­stofnun hefur sent verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða tólf virkj­ana­hug­myndir sem ekki hafa áður verið teknar til með­ferð­ar. Um er að ræða eina jarð­varma­virkj­un, fimm vatns­afls­virkj­anir og sex vind­orku­ver. Stækkun þriggja virkj­ana Lands­virkj­un­ar eru meðal þess­ara hug­mynda. Stofn­unin hyggst senda verk­efn­is­stjórn­inni fleiri nýjar virkj­ana­hug­myndir í apr­íl.

Auglýsing

Sam­an­lagt upp­sett afl sjö virkj­ana Lands­virkj­unar á Þjórs­ár- og Tungna­svæð­inu er 1.037 MW. Fyr­ir­tækið áformar nú að stækka þrjár þeirra; Hraun­eyja­foss­stöð, Vatns­fells­stöð og Sig­öldu­stöð. Með því að bæta við einni vél í þeim öllum yrði afl þeirra sam­an­lagt aukið um 210 MW án þess að til stækk­un­ar lóna, breyt­inga á stíflum og leng­ingu aðrennsl­is- og frá­rennsl­is­skurða þyrft­i að koma. Þá yrðu teng­ingar við flutn­ings­kerfið einnig óbreyttar sem og vegir um ­svæð­in. Stöðv­ar- og inn­taks­hús yrðu hins vegar stækkuð og þrýsti­pípum bætt við.

Lands­virkjun rekur nítján virkj­anir um allt land og er ­upp­sett afl þeirra 2.155 MW. Sú stærsta, Fljóts­dals­stöð (Kára­hnjúka­virkj­un) er 690 MW, en sú minnsta er vinda­fls­stöðin Haf­ið, 1,9 MW. Um 80% orku­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins er seldur til orku­freks iðn­aðar og eru stærstu við­skipta­vin­irnir m.a. Alcoa, El­kem, Norð­ur­ál, Rio Tinto og PCC BakkiSil­icon.

­Sala Lands­virkj­unar til gagna­vera jókst um 50% á milli­ ár­anna 2018 og 2019. Við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins í þeim geira eru nú fjór­ir: Reykja­vík­ DC, Etix Everywhere Iceland, Advania Data Centers og Verne Global. Í lok síð­asta árs var svo skrifað undir nýjan raf­magns­samn­ing upp á 12 MW við Reykja­vík DC, nýtt gagna­ver í Reykja­vík í eigu Opinna kerfa, Sýn­ar, Reikni­stofu bank­anna og Korpu­torgs.

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem byggir á nið­ur­stöðum loka­skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar, og til stendur að leggja fram á Alþingi til afgreiðslu í þriðja sinn nú á vor­þingi, eru þrettán virkj­ana­hug­myndir Lands­virkj­unar í orku­nýt­ing­ar- eða bið­flokki. Flestar myndu nýta vatns­afl en sumar jarð­hita eða vind­orku. Í nýt­ing­ar­flokki eru átta hug­myndir og sam­an­lagt afl þeirra áætlað 706 MW. Í bið­flokki eru fimm ­fyr­ir­hug­aðar virkj­anir og sam­an­lagt afl þeirra 522 MW.

Ásýnd tæki miklum breyt­ingum

Lagt er til að þrjár hug­myndir að nýjum virkj­unum í Þjórs­á fari í orku­nýt­ing­ar­flokk: Hvamms­virkj­un,  Ur­riða­foss­virkjun og Holta­virkj­un. Allar eru þær í byggð og allar voru þær í bið­flokki ann­ars áfanga áætl­un­ar­inn­ar. Hvamms­virkjun var hins vegar færð í nýt­ing­ar­flokk með sér­stakri þings­á­lyktun um mitt ár 2015. 

Í áliti Skipu­lags­stofn­unar frá árinu 2018 vegna frum­mats­skýrslu um Hvamms­virkjun sagði að um væri að ræða fram­kvæmd sem sam­an­stæði af mörgum fram­kvæmda­þátt­um, s.s. stíflu­mann­virkj­um, varn­ar­görð­um, vegum og lóni í far­vegi Þjórs­ár. Fram kom að ljóst væri að ásýnd og yfir­bragð á stóru svæði komi til með að taka miklum breyt­ingum með til­komu Hvamms­virkj­un­ar. Áhrifa­svæðið ein­kenn­ist af land­bún­aði og að mestu ósnort­inni nátt­úru. Þá væri virkj­unin fyr­ir­huguð í mik­illi nálægð við byggð.

Sam­an­lögð afl­geta virkj­ana­þrenn­unnar yrði 290 MW. Yrðu þær allar að veru­leika myndu virkj­anir Lands­virkj­unar á Þjórs­ár- og Tungna­svæð­in­u verða tíu.

Meðal ann­arra virkj­ana­hug­mynda Lands­virkj­unar sem lagt er til­ að fari í nýt­ing­ar­flokk er Skrokkalda, virkjun á hálend­inu milli Hofs­jök­uls og Vatna­jök­uls. Fleiri virkj­ana­kostir fyr­ir­tæk­is­ins eru einnig á hálend­inu, s.s. 150 MW jarð­varma­virkjun við Hágöng­ur. Sú hug­mynd er í bið­flokki.

Þá er lagt til að 26 virkj­ana­hug­myndir fari í vernd­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar, þar með talið hug­myndir að fjórum virkj­unum í Skjálf­anda­fljót­i. Einnig er lagt til að Kjalöldu­veita, hug­mynd Lands­virkj­unar að virkjun í efri­ hluta Þjórs­ár, fari í þann flokk.

Heim­ilt að hafa nýjar virkj­anir innan þjóð­garðs

Sam­hliða þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ramma­á­ætlun hyggst um­hverf­is­ráð­herra leggja fram á vor­þingi frum­varp um hálend­is­þjóð­garð. Í drög­um frum­varps­ins er lögð til ákveðin stefna fyrir virkj­ana­kosti innan þess svæð­is ­sem til stendur að frið­lýsa. Sam­kvæmt þeim verður heim­ilt að ráð­ast í þær ­virkj­ana­hug­myndir sem falla munu í nýt­ing­ar­flokk í 3. áfanga nú að und­an­gengn­u mati á umhverf­is­á­hrifum og lög­bundnum leyf­is­veit­ing­um, þó með þeim for­merkj­u­m að þær virkj­anir hafi lág­marks rask í för með sér og lág­marks sýni­leika á yf­ir­borði.

Að sama skapi verður sam­kvæmt drög­unum leyfi­legt að þær hug­myndir sem enda í bið­flokki nú geti verk­efna­stjórn tekið til skoð­unar í næstu áætl­unum sín­um.

„Við erum með þessar leik­reglur sem ramma­á­ætl­unin er og Al­þingi hefur sett,“ sagði Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í jan­ú­ar. „Við erum sam­kvæmt henni að flokka í nýt­ingu og vernd og svo í bið þær hug­myndir sem við þurf­um frek­ari upp­lýs­ingar um. Við þurfum hins vegar þegar um þjóð­garð er að ræða að ­draga ein­hverja línu í sand­inn. Við getum ekki til fram­tíðar litið alltaf ver­ið að skoða nýja virkj­ana­kosti innan þessa svæð­is. Þess vegna er í frum­varps­drög­unum gert ráð fyrir því að lína verði dregin í sand­inn við þenn­an 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar­[.]“

Ekki allir virkj­ana­kostir verða að veru­leika

Gangi allar þær hug­myndir Lands­virkj­unar eft­ir, sem lagt er til að verði í nýt­ing­ar- eða bið­flokki 3. áfanga ramma­á­ætl­unar sem og stækk­an­ir ­virkj­ana sem verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga hefur nú fengið til umfjöll­un­ar­, ­myndi virkj­unum fyr­ir­tæk­is­ins fjölga um þrettán og þrjár eldri stækka og ­upp­sett afl þar með aukast sam­tals um rúm­lega 1.400 MW.

Í nýrri árs­skýrslu Lands­virkj­unar kemur fram að til að mæta „orku­þörf fram­tíð­ar­innar á hverjum tíma sé fjöl­breytt úrval virkj­un­ar­kosta til­ ­skoð­un­ar“. Tekið er fram að ein­ungis hluti þeirra kosta sem séu skoð­aðir verð­i að veru­leika.

Einnig er bent á að und­ir­bún­ingur virkj­ana sé langt ferli ­sem spanni oft mörg ár og jafn­vel ára­tugi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar