Mynd: Bára Huld Beck Lilja Alfreðsdóttir
Mynd: Bára Huld Beck

Greiða á út styrki til einkarekinna fjölmiðla fyrir 1. september

Efnahags- og viðskiptanefnd vill afmarka það frelsi sem mennta- og menningarmálaráðherra hafði til að útdeila rekstrarstyrkjum til einkarekinna fjölmiðla með því að setja skilyrði fyrir þeim. Formaður Miðflokksins telur afgreiðsluna fráleita og veita ráðherranum heimild til „að verðlauna þá fjölmiðla sem kunna að vera ráðherra að skapi umfram aðra með vísan til fjölbreytileika.“

Efna­hags- og við­skipta­nefnd telur nauð­syn­legt að afmarka heim­ild Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, til að ákveða hvernig greiðslu sér­staks rekst­ar­stuðn­ings til einka­rek­inna fjöl­miðla verði hátt­að. Greiða á styrk­ina út í síð­asta lagi 1. sept­em­ber næst­kom­andi.

Þegar til­kynnt var um fram­lag­ið, sem á að nema 350 millj­ónum króna, átti Lilja að fá að útfæra hvernig þeim fjár­munum yrði ráð­stafað með því að semja reglu­gerð þess efn­is. ­Stjórn­völd sögðu þá að gripið væri til aðgerð­anna til að styðja við fjöl­ræði og fjöl­breytni á fjöl­miðla­mark­aði. Það þurfi að tryggja einka­reknum fjöl­miðlum sér­stakan rekstr­ar­stuðn­ing „á yfir­stand­andi ári, en þeir hafa tapað miklum tekjum á sama tíma og eft­ir­spurn eftir þjón­ustu þeirra hefur auk­ist.“

Heim­ildir Kjarn­ans herma að hart hafi verið tek­ist á um málið við vinnslu þess. Hluti þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þing­menn Mið­flokks­ins eru mót­fallnir þeirri aðferð­ar­fræði sem ráð­herr­ann vill inn­leiða varð­andi styrkja­kerfi einka­rek­inna fjöl­miðla, og birt­ist í fjöl­miðla­frum­varpi hennar sem situr fast í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Sú aðferð­ar­fræði snýst um að endur greiða ákveðið hlut­fall af kostn­aði við rekstur rit­stjórna þeirra fjöl­miðla sem upp­fylla þau skil­yrði að miðla fréttum og frétta­tengdu efni.

Auglýsing

Vilji hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­manna hefur staðið til þess að styrkirnir yrðu fremur ákvarð­aðir út frá greiddu trygg­inga­gjaldi. Sá vilji birt­ist meðal ann­ars í frum­varpi sem fjórir þeirra lögðu fram í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Með þeim hætti myndi uppi­staða styrkj­anna fara til þriggja stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins: Árvak­urs, Torgs og Sýn­ar. Með hinni leið­inni dreifast þeir víðar og þak er sett á greiðslur til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna. 

Skorður settar á hvernig ráð­herra megi útdeilda styrkj­unum

Í breyt­ing­ar­til­lögu efna­hags- og við­skipta­nefndar um þann hluta band­orms­ins svo­kall­aða, frum­varps um marg­hátt­aðar laga­breyt­ingar sem þarf að gera til að lög­festa annað aðgerð­ar­pakka stjórn­valda vegna COVID-19, segir að nefndin telji „nauð­syn­legt að tíma­bundin heim­ild ráð­herra til greiðslu sér­staks rekstr­ar­stuðn­ings til einka­rek­inna fjöl­miða verði afmörkuð nán­ar“ en gert var í frum­varp­inu. Það verði gert með bráða­birgða­á­kvæði sem bætt verði í lög um fjöl­miðla. 

Í nefnd­ar­á­lit­inu segir að það ákvæði feli í sér að kveðið verði á um skil­yrði þess að geta notið sér­staks rekstr­ar­stuðn­ings. Þannig megi fjöl­mið­ill til dæmis ekki vera í van­skilum með opin­ber gjöld, skatta eða skatta­sektir og þær upp­lýs­ingar sem lagðar verða fram með umsókn um rekstr­ar­stuðn­ing þurfa að vera stað­festar af lög­giltum end­ur­skoð­anda. „Í sam­ræmi við fram­an­greind skil­yrði skuli ráð­herra í reglu­gerð til­greina sér­stak­lega hvaða upp­lýs­ingar skuli fylgja umsóknum fjöl­miðla um rekstr­ar­stuðn­ing, þ.m.t. að umsóknum fylgi upp­lýs­ingar um greitt trygg­inga­gjald, með­al­fjölda stöðu­gilda, fjölda verk­taka og heild­ar­fjár­hæð greiðslna til starfs­manna og verk­taka vegna miðl­unar á fréttum og frétta­tengdu efni árið 2019.“

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, var einn þeirra fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokks sem lagði fram tryggingagjaldsleiðarfrumvarpið í desember í fyrra.
Mynd: Bára Huld Beck

Við ákvörðun um fjár­hæð sér­staks rekstr­ar­stuðn­ings skuli meðal ann­ars litið til launa, fjölda starfs­manna og verk­taka­greiðslna vegna miðl­unar á fréttum og frétta­tengdu efni á rit­stjórnum árið 2019, útgáfu­tíðni og fjöl­breyti­leika fjöl­miðla. End­an­legt hlut­fall skuli ráð­ast af fjölda umsókna og að setja skuli hámark á stuðn­ing til ein­stakra fjöl­miðla. Margt í þessum skil­yrðum er sam­hljóma þeim sem sett voru fram í fjöl­miðla­frum­varpi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem legið hefur óaf­greitt í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd frá því í des­em­ber 2019. 

Í til­kynn­ingu sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið sendi út eftir kynn­ing­ar­fund­inn um annan aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar þann 21. apr­íl, sagði að gert væri ráð fyrir því að fjöl­miðlar myndu sækja um stuðn­ing með form­legum hætti og stuðn­ing­ur­inn tæki mið af launa­kostn­aði fjöl­miðla vegna frétta­miðl­un­ar. Þak yrði sett á fjár­hæð styrkja til ein­stakra fjöl­miðla, svo stuðn­ing­ur­inn nýt­ist bæði stórum og litlum miðl­um.

Auglýsing

Úthlutun sér­staks rekstr­ar­fram­lags á að fara fram eigi síðar en 1. sept­em­ber 2020. 

Sig­mundur Davíð veru­lega ósáttur

Allir nefnd­ar­menn í efna­hags- og við­skipta­nefnd skrifa undir nefnd­ar­á­lit­ið, þótt nefnd­ar­menn úr röðum stjórn­ar­and­stöðu­flokka geri það allir með fyr­ir­vara. Sér­stak­lega er gert grein fyrir þeim fyr­ir­vörum í álit­inu sem birt­ist í kvöld. Þar kemur fram að Einn nefnd­ar­mað­ur, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins, gerir sér­stakar athuga­semdir við fyr­ir­komu­lag greiddra rekstr­ar­styrkja til fjöl­miðla í fyr­ir­vara sín­um.

Sig­mundur segir afgreiðslu þess þáttar frum­varps­ins sem snýr að fjöl­miðlum frá­leita og „veru­legum vafa und­ir­orpið að hún geti talist til eðli­legra stjórn­sýslu­hátta.“

Hann telur mik­il­vægt að veita einka­reknum fjöl­miðlum stuðn­ing og jafna stöðu þeirra gagn­vart rík­is­miðl­inum RÚV en telur það að ráð­herra fjöl­miðla­mála skuli „veitt heim­ild til að útdeila fjár­magni til fjöl­miðla nán­ast að geð­þótta gengur gegn grund­vall­ar­við­miðum um fjár­reiður rík­is­ins og vald­heim­ildir ráð­herra. Ann­markar afgreiðsl­unnar eru slíkir að efast má um að for­svar­an­legt sé að skrifa undir álit­ið.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði þann þátt frumvarpsins sem snúi að fjölmiðlum fráleita og veita ráðherra geðþóttavald.
mynd: Bára Huld Beck

Sig­mundur telur við­bæt­urnar sem kynntar eru í áliti efna­hags- og við­skipta­nefndar síður en svo til þess fallnar að lag­færa mál­ið. „Kvöð um hámarks­stuðn­ing gengur gegn mark­mið­inu um að vernda störf og vand­aða „fram­leiðslu“ fjöl­miðla. Heim­ild til ráð­herra um að líta til fjöl­breyti­leika fjöl­miðla er algjör­lega óút­skýrð og getur orðið til þess að ráð­herra telji sér heim­ilt að verð­launa þá fjöl­miðla sem kunna að vera ráð­herra að skapi umfram aðra með vísan til fjöl­breyti­leika.“

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, er á annarri skoð­un. Hann segir að kostn­aður lít­illa fyr­ir­tækja við að sækja fé í opin­bera sjóði sé vit­an­lega hærri sem hlut­fall af heild­ar­veltu en hjá stærri fyr­ir­tækj­um, og því hefði verið gott að koma til móts við minni einka­rekna fjöl­miðla þar. „Þegar efna­hags­á­föll verða bitna þau alltaf mest á smæstu og verst settu aðil­un­um, sem jafn­framt njóta síst góðs af eðli­legu árferði. Það væri því ágætis til­breyt­ing ef aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar end­ur­spegl­uðu áhyggjur af afkomu þeirra, frekar en að leggja alltaf aðal­á­herslu á stærri eða fjár­sterk­ari aðila sem hafa eðli máls­ins sam­kvæmt betri bjarg­ir.“

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­ings­greiðslum eins og frum­varpið er í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar