Trump stígur í vænginn við Færeyinga

Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.

Færeyski fáninn
Auglýsing

Þegar banda­ríska dag­blaðið New York Times greindi frá því í ágúst í fyrra að Don­ald Trump hefði lýst yfir að Banda­ríkin vildu kaupa Græn­land af Dönum héldu margir að for­set­inn hefði sagt þetta í gríni. Svo var hins vegar ekki og for­set­inn stað­festi það í sjón­varps­við­tali. Sagði slíka sölu ein­fald­lega fast­eigna­við­skipti og sala á Græn­landi myndi spara Dönum mikið fé. Eftir að Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sló þessa hug­mynd Don­ald Trump útaf borð­inu hætti for­set­inn við Dan­merk­ur­heim­sókn sína. „Fór í fýlu,“ sögðu dönsk dag­blöð. 

Þótt Banda­ríkja­for­seta hafi ekki orðið að ósk sinni varð­andi „fast­eigna­við­skipt­in“ er áhug­inn á Græn­landi enn til stað­ar. Í apríl á þessu ári var til­kynnt að Banda­ríkin hefðu ráð­stafað rúmum 12 millj­ónum doll­ara (1700 millj­ónum íslenskum) til ýmissa verk­efna á Græn­landi. Þetta var gert í tengslum við opnun banda­rískrar ræð­is­skrif­stofu í Nuuk, sem var opnuð 10. júní sl.  

Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað ítar­lega um þessi mál og stjórn­mála­skýrendur þeirra eru allir sam­mála um að til­gangur Banda­ríkj­anna sé að „bæta and­rúms­loft­ið“ eins og það er orðað og reyna að hindra aukin sam­skipti Græn­lend­inga við Rússa og Kín­verja.  

Auglýsing

Vilja nú ving­ast við Fær­ey­inga

Í lið­inni viku var  Carla Sands sendi­herra Banda­ríkj­anna í Dan­mörku í nokk­urra daga heim­sókn í Fær­eyj­um. Fær­eyskir fjöl­miðlar greindu ítar­lega frá heim­sókn sendi­herr­ans sem, auk þess að skoða eyj­arn­ar, hitti fær­eyska ráða­menn. Vita­skuld er sendi­herr­anum heim­ilt að ræða við hvern sem er, en ekki um hvað sem er. Til dæmis ekki um varn­ar- og örygg­is­mál. Slíkt ber að fara eftir form­legum leið­um, í slíkum til­vikum eru það danska utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, og varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið, sem málið heyrir und­ir. Carla Sands sendi­herra kærði sig koll­ótta um slíkt og hafði ekki sam­ráð við dönsk stjórn­völd vegna þess­ara við­ræðn­a. Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku

Um hvað var rætt

Banda­ríski sendi­herr­ann hefur lítt eða ekki tjáð sig um Fær­eyja­heim­sókn­ina umfram að segja að það sé fal­legt í Fær­eyjum og fólkið við­kunn­an­legt. Fær­eyskir stjórn­mála­menn, þeir sem ræddu við sendi­herrann, hafa ekki verið jafn fámál­ir. 

Jenis av Rana, utan­rík­is­mála­stjóri fær­eysku lands­stjórn­ar­innar sagði í við­töl­um, við fær­eyska og danska fjöl­miðla, að við­ræð­urnar hafi ekki bein­línis snú­ist um hern­að­ar­sam­vinnu Fær­eyja og Banda­ríkj­anna en hins vegar um aukna sam­vinnu, svona almennt, eins og utan­rík­is­mála­stjór­inn komst að orði. Hann nefndi í því sam­bandi fær­eyska sendi­skrif­stofu í Was­hington. Fær­eyski frétta­mið­ill­inn In.fo greinir frá því að Carla Sands hafi lagt áherslu á að Fær­eyjar séu vel stað­settar með til­liti til Norð­ur­skauts­svæð­is­ins. Þess vegna hafi Banda­ríkin lýst yfir áhuga á að nota fær­eyskt haf­svæði. „Þeir eru mjög áhuga­samir að gera Fær­eyjar að eins­konar mið­stöð fyrir banda­ríska flot­ann,“ sagði Jenis av Rana í við­tali við In.­fo. 

Carla Sands ræddi einnig við fær­eyska stjórn­mála­menn um sam­vinnu varð­andi 5G háhraða­teng­ing­una, mögu­leik­ana á banda­rískri ræð­is­skrif­stofu í Fær­eyjum og sam­vinnu á sviði mennt­unar og rann­sókna. Svip­aðar áherslur og Banda­ríkja­menn hafa viðrað við Græn­lend­inga.

Umhugs­un­ar­efni

Danskir hern­að­ar­sér­fræð­ingar segja þá stað­reynd að Banda­ríkja­menn ræði varn­ar- og örygg­is­mál við Græn­lend­inga og Fær­ey­inga, án þess að Danir komi þar nærri, sé umhugs­un­ar­efni.

„Er ætlun Banda­ríkja­manna að etja okkur í ríkja­sam­band­inu (Græn­landi, Fær­eyjum og Dan­mörku) sam­an?“ Þessa spurn­ingu lagði blaða­maður dag­blaðs­ins Berl­ingske fyrir Steen Kjærgaard hern­að­ar­sér­fræð­ing og yfir­mann hjá danska varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Hann svar­aði því til að Banda­ríkin hefðu engan hag af því að skapa slíkan klofn­ing. Banda­ríkja­mönnum stendur stuggur af hern­að­ar­brölti Rússa ekki síst auknum umsvifum þeirra á Norð­ur­-Atl­ants­hafi. Einkum auk­inni umferð kaf­báta á þessu svæði. Steen Kjærgaard seg­ist í áður­nefndu við­tali ekki telja að Banda­ríkin hafi áhuga á að koma upp flota- eða her­stöð í Fær­eyj­um. „Þótt Banda­ríkin séu stór og sterk geta þau ekki verið alls stað­ar. Til­gangur þeirra með við­ræðum við Fær­ey­inga og Græn­lend­inga er að mínu mati sá að þrýsta á Dani um aukið eft­ir­lit á dönsku haf­svæð­i,“ sagði Steen Kjærgaard.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar