Kæri nemandi, má bjóða þér félagslega einangrun eða farsótt?

Foreldrar víða um Bandaríkin hafa stofnað skólahópa og örskóla og ráðið kennara til að kenna börnum í litlum hópum. Þannig fái þau góða kennslu og félagslega örvun en séu í minni smithættu. En þessi þróun gæti skapað ný vandamál og ýtt undir mismunun.

Skólabörn í Bandaríkjunum fá fæst að ganga inn í skólabyggingar í haust heldur verður kennslan á netinu. Foreldrum líst ekki á blikun og þeir sem hafa efni á huga nú að því að ráða kennara og taka börn sín úr skólunum en koma þeim þess í stað í skólahópa.
Skólabörn í Bandaríkjunum fá fæst að ganga inn í skólabyggingar í haust heldur verður kennslan á netinu. Foreldrum líst ekki á blikun og þeir sem hafa efni á huga nú að því að ráða kennara og taka börn sín úr skólunum en koma þeim þess í stað í skólahópa.
Auglýsing

Þegar skóla­stjóri einn í San Francisco frétti af því að for­eldrar nem­enda hefðu reynt að bjóða vin­sælum kenn­urum skól­ans störf við sína eigin örskóla ákvað hún að sam­hliða fjar­kennslu verði nem­endum boðið að hitt­ast í litlum hópum utandyra, þrátt fyrir að yfir­völd í rík­inu boði að kennt skuli gegnum netið en skól­arnir sjálfir ekki opn­að­ir. Þetta gerir hún til að reyna að hindra brott­fall úr skól­an­um.

Aukin útbreiðsla kór­ónu­veirunnar í Banda­ríkj­unum hefur gert það að verkum að skóla­yf­ir­völd í grunn- og gagn­fræða­skólum í mörgum ríkjum hafa tekið ákvörðun um að kennsla í haust fari alfarið fram gegnum net­ið, í það minnsta fyrri hluta ann­ar­innar en sums staðar verða skólar ekki opn­aðir fyrr en um ára­mót í fyrsta lagi. Ekki er þó alveg ljóst hvernig opnun skól­anna verður hátt­að, hvernig verður kennt, hve margir mega vera í stofu eða hvort fjár­veit­ingar fást til að ráða fleiri kenn­ara til að hægt sé að kenna færri nem­endum í einu og halda uppi smit­vörn­um. Mikil óvissa ríkir og for­eldrar kann­anir hafa sýnt að margir for­eldrar eru smeykir við að senda börn sín í skóla meðan kór­ónu­veiru­far­aldur er enn í gangi. En þeim finnst heldur ekk­ert spenn­andi að þau fái ekki að læra nema í gegnum net­ið. 

Nýjar leiðir í kennslu að frum­kvæði for­eldra

Öll þessi ringul­reið hefur orðið til þess að for­eldrar leit­ast við að finna nýjar leiðir til að styðja við nám barna sinna utan skóla­kerf­is­ins. Svo­kall­aðir skóla­hópar (e. School pods) og örskólar (e. Microschools) hafa sprottið upp í mörgum ríkjum á síð­ustu vik­um. Hug­myndin að baki þeim er að kenna börnum heima í stað þess að senda þau í fjar­kennsl­una sem rík­is­skól­arnir bjóða upp á. Þró­unin er nokkuð hröð og áhug­inn virð­ist mik­ill, ótal hópar hafa verið stofn­aðir á sam­fé­lags­miðlum þar sem for­eldrar reyna að finna lausnir í sam­ein­ingu og ná saman um stofnun smærri hópa eða lít­illa for­eldra­rek­inna skóla. Nokkur fyr­ir­tæki hafa líka orðið til á skömmum tíma sem hafa þróað nokk­urs konar leit­ar­vélar til að hjálpa for­eldrum við að koma börnum sínum í réttan hóp og bjóða einnig upp á hug­búnað sem aðstoðar við skóla­hald­ið. 

Auglýsing

Ótti við ein­angrun og lélega kennslu

Það sem rekur for­eldra í Banda­ríkj­unum af stað í þessa vinnu eru áhyggjur af því að börn þeirra ein­angr­ist um of, fái ekki nægi­lega félags­lega örvun og læri ekki sam­skipti  á sama hátt og ef þau færu í skóla í raun­heim­um, þegar þeim er kennt svo lengi gegnum fjar­kennslu. Þá snúa áhyggj­urnar einnig að gæðum kennslu gegnum fjar­funda­búnað dag eftir dag.

Ólíkt heima­kennslu (e. Home school­ing) þá er hug­myndin með skóla­hóp­unum og örskólum að samnýta kennslu­krafta, þannig að til dæmis geti eitt for­eldri fjórum til átta börnum í einu í sama skóla­hópnum eða ráð­inn verði einka­kenn­ari til að kenna hópn­um. Þannig verði til litlir örskólar inni í hverfum sem börnin gangi í í stað þess að fara í sinn gamla skóla aftur í haust. For­eldrar deila svo kostn­aði við það að koma upp aðstöðu, greiða laun kenn­ara ef sú þjón­usta er keypt, kaupa náms­gögn og fleira. 

Skóla­stjór­inn í San Francisco sem minnst var á í upp­hafi grein­ar­innar taldi að for­eldrar hefðu nokkuð til síns máls og vill því skipu­leggja skóla­hópa á vegum skól­ans frekar en að þeir verði til hjá for­eldr­um. Þannig sé hægt að sinna félags­lega þætt­inum sam­hliða fjar­kennsl­unni og börnin ein­angr­ist síð­ur. Rooftop-­skól­inn ætlar því að bjóða upp á slíka hópa í þeirri von að for­eldrar ákveði að halda börnum sínum í skóla í stað þess að koma þeim í skóla­hóp eða örskóla. Skóla­stjór­inn, Nancy Bui, er nefni­lega sann­færð um að það verði aðeins börn þeirra vel stæðu sem hafi kost á því að kom­ast í slíka hópa, brott­hvarf úr skól­anum yrði því til að minnka fjöl­breytn­ina, og það vill hún ekki. Þá vill hún vit­an­lega ekki missa góða kenn­ara, og greip því til sinna ráða þegar for­eldrar reyndu að bjóða kenn­urum ný störf við einka­kennslu í örskóla. For­eldr­arnir höfðu meira að segja leigt íbúð til að nota undir kennsl­una.

Ekki skóli fyrir alla

Skóli er meira en bygging: hann er fólk, samskipti og dýnamík sem erfitt er að tengjast um tölvu.

Fræði­menn í mennta­vís­indum hafa svip­aðar áhyggjur og benda á að líkur séu til þess að svona hópar verði aðeins fyrir þá sem vel standa fyr­ir, bæði fjár­hags­lega og félags­lega. 

Börn sem nú þegar eru jað­ar­sett af ein­hverjum ástæðum eða eiga erfitt upp­dráttar í skóla eru ekki talin lík­leg til að eiga gott aðgengi að skóla­hópum eða vera vel tekið í örskóla sem for­eldrar stýra. Þetta eru til dæmis börn með hegð­un­ar­vanda­mál, fatl­anir eða námsörð­ug­leika, líkt og bent er á í grein New York Times um mál­ið. 

Þá er talin hætta á að hópar verði eins­leitir þegar horft er til stöðu í sam­fé­lag­inu. Í grein Bloomberg er bent á að t.d. í fínni hverfum í San Francisco sé verð fyrir það að vera með barn í skóla­hóp eða örskóla á bil­inu 1.200 dalir upp í 2.500 dali eða sem nemur 160.000 til 340.000 krónum á mán­uði. Það gefur auga leið að börn sem koma frá tekju­litlum heim­ilum geta ekki tekið þátt. Sums staðar mun þó kostn­aður vera lægri, þó ekki mikið lægri en sem nemur um 80 þús­und krónum á mán­uð­i. 

Flótti úr rík­is­skólum gæti skapað fjár­hags­vanda

Á bak við þau fyr­ir­tæki sem bjóða þjón­ustu fyrir skóla­hópana og örskól­ana eru gjarnan for­eldr­ar, sem sjálfir hafa verið að vand­ræð­ast með hvað eigi að gera í skóla­málum barna sinna. Áhyggjur for­eldr­anna eru skilj­an­legar og margir telja sig standa frammi fyrir von­lausum val­kost­um. Eng­inn vill að barnið sitt ein­angr­ist félags­lega, það gæti haft slæm áhrif á það fyrir lífs­tíð. En þó svo að skól­arnir opni þegar líður á önn­ina, þá spyrja for­eldrar sig líka: vil ég senda barnið mitt í skól­ann, er það öruggur staður útfrá sótt­vörn­um? Klemma for­eldra hefur því leitt þá að þess­ari lausn, að kenna börnum í smærri hóp­um. En þeir sem reka þessar skóla­hópa­leit­ar­vélar vilja gjarnan vinna með skóla­yf­ir­völd­um, frekar en að flótti verði úr skóla­kerf­inu. Óvíst er þó nákvæm­lega með hvaða hætti það verð­ur, en mögu­lega er hægt að finna lausnir í sam­ein­ing­u. 

Til mik­ils er að vinna fyrir skól­ana að hafa hraðar hendur og forða því að börn flykk­ist úr skól­un­um. Í mörgum ríkjum fylgir fjár­magn hverju barni og því minnka fram­lög til þeirra skóla sem fækkar í. 

Bent hefur verið á að nær væri að auka fram­lög til skól­anna svo þeir geti ráðið fleiri kenn­ara og jafn­vel bætt við sig hús­næði til að geta boðið kennslu í smærri hóp­um. Þannig verði hægt að gæta ítr­ustu var­úðar með smit­varnir en börnin fái þá félags­legu örvun sem þau þurfa án þess að for­eldrar þurfi að ótt­ast smit meira en í smærri kennslu­hóp utan skóla.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent