Að leggja hönd á læri

Það getur reynst dýrkeypt að leggja hönd á læri manneskju sem ekki kærir sig um slíkt. Og reyna mörgum árum síðar að leyna því. Slíkt athæfi kostaði danskan stjórnmálamann leiðtogasætið í flokki sínum.

Morten Østergaard, fyrrverandi leiðtogi Radikale Venstre í Danmörku.
Morten Østergaard, fyrrverandi leiðtogi Radikale Venstre í Danmörku.
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn mið­viku­dag 7. októ­ber hélt þing­flokkur Radikale Ven­stre fund. Leið­togi flokks­ins Morten Østergaard boð­aði til fund­ar­ins. Þing­flokks­fundir telj­ast sjaldn­ast til tíð­inda en þessi fundur var langt frá því að telj­ast venju­leg­ur. Þing­flokks­fundir fara yfir­leitt fram í fund­ar­her­bergjum í Krist­jáns­borg­ar­höll en þannig var það ekki í þetta sinn. Fundur þing­flokks­ins fór fram í Kon­ung­lega bóka­safn­inu, skammt frá Krist­jáns­borg. 

Það var ekki það eina sem var óvenju­legt við þennan fund, hann var mjög lang­ur, stóð í rúma sex klukku­tíma. Þetta töldu frétta­menn merki um að eitt­hvað sér­stakt væri á seyði. Sem kom á dag­inn. Og átti sér aðdrag­anda.

Fjöl­miðla­konan Sofie Linde

Sunnu­dags­kvöldið 6. sept­em­ber sendi danska sjón­varps­stöðin TV2 út skemmti­þátt­inn Zulu Comedy Galla, árlega upp­skeru­há­tíð danskra grín­ara. Kynnir og þátta­stjórn­andi var Sofie Linde. Sofie þessi Linde er þekkt leik­kona, og þátta­stjórn­andi í heima­land­inu, Dan­mörku. Hún greindi frá því í ávarpi sínu í þessum þætti að þegar hún var fyrir skömmu komin til starfa hjá danska útvarp­inu, DR, hefði þekktur sjón­varps­mað­ur­,­sem hún nafn­greindi ekki, komið til hennar á jólafagn­aði starfs­manna og sagt orð­rétt: „Hvis du ikke går med ud og sutter min pik, så fuck­ing ødelæg­ger jeg din karri­er­e.“ 

Auglýsing

Þessi hót­un­ar­orð þarfn­ast ekki þýð­ing­ar. Sofie Linde sagð­ist strax hafa sagt nei, en hótun þessa þekkta sjó­varps­manns hafði hins­vegar engin áhrif á starfs­frama Sofie Linde. En frá­sögn hennar vakti mikla athygli. Dag­inn eftir útsend­ingu þátt­ar­ins skrif­uðu konur sem starfa á TV2 bréf til stuðn­ings Sofie Linde og á næstu dögum skrif­uðu rúm­lega 1600 kon­ur, fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­menn á dönskum fjöl­miðl­um, undir bréf­ið. 

Flóð­bylgja

Ekki er ofmælt að frá­sögn Sofie Linde og stuðn­ings­bréfið hafi hrundið af stað flóð­bylgju. Stjórn­endur fjöl­margra, fjöl­miðla, fjár­mála­fyr­ir­tækja, versl­ana­sam­steypa og mennta­stofn­ana, svo eitt­hvað sé nefnt, lýstu yfir að þeir myndu bregð­ast við, til að „upp­ræta þetta ill­gresi“ eins og einn for­stjóri komst að orði, áreitni gegn kon­um. Og stjórn­mála­menn­irnir tóku und­ir. Mest áber­andi í þeim hópi voru þing­menn Radikale Ven­stre. Þeir beindu einkum spjótum sínum að Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra. Ástæða þess er sú að árið 2008, þegar hann var 34 ára, og sat á þingi, sæng­aði hann hjá 15 ára gam­alli stúlku. Þetta gerð­ist í gleð­skap að lok­inni ráð­stefnu ungra jafn­að­ar­manna. Jeppe Kofod sagði að fram­koma sín hefði verið óaf­sak­an­leg, þarna hefði áfengi og dóm­greind­ar­leysi tekið völd­in.

Samira Nawa, tals­maður Radikale Ven­stre í jafn­rétt­is­málum á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, sagði að maður sem hefði sýnt slíkt dóm­greind­ar­leysi og not­fært sér stöðu sína gagn­vart ungri stúlku, ætti ekki að vera utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Samira Nawa sagði að Radikale Ven­stre myndi beita sér fyrir rann­sókn á, og reyna að upp­ræta kynja­mis­rétti og úrelt við­horf í garð kvenna, á þing­inu. „Við viljum vera í for­ystu í þessum efn­um.“



Þing­konan Lotte Rod    

Þann 16. sept­em­ber greindi Lotte Rod, þing­maður Radikale Ven­stre opin­ber­lega frá því að áhrifa­menn (mænd med magt) í Radikale Ven­stre og í ung­liða­hreyf­ingu flokks­ins hefðu káfað á sér (taget paa hende) og hún hefði þurft að ýta óvel­kominni hönd af lær­inu á sér. „Það gerð­ist árið 2010, ég var þá 25 ára. Og ég gæti nefnt fleiri til­vik.“

Sofie Carsten Niel­sen leið­togi Radikale Ven­stre sagði frá því að áður­nefndan dag, þann 16. sept­em­ber, hefði Lotte Rod greint sér frá því hvaða maður það væri sem káf­aði á lær­inu á henni. Hún hefði hins­vegar lofað Lotte Rod að segja ekki frá því hver þessi maður væri. 



Leið­tog­inn lofar rann­sókn

Á lands­fundi Radikale Ven­stre 19. sept­em­ber, þremur dögum eftir frá­sögn Lotte Rod af áreitn­inni, sagði Morten Østergaard að þing­flokk­ur­inn yrði að sýna ábyrgð og upp­ræta allt mis­rétti og kyn­ferð­is­lega áreitni í flokkn­um. Þetta þótti lands­fund­ar­full­trúum þunnur þrett­ándi og margir kröfð­ust þess að kom­ist yrði til botns í mál­inu. Ef ekki yrði gert opin­bert hver það væri sem hefði á sínum tíma strokið lærið á Lotte Rod lægju allir undir grun og slíkt væri óþol­andi. 5. októ­ber lýsti Morten Østergaard því yfir að utan­að­kom­andi aðili yrði feng­inn til að rann­saka umfang kynja­mis­réttis (sex­is­me) innan Radikale Ven­stre. 

Í grein sem birt­ist í Jót­land­s­póst­inum sama dag krafð­ist Martin Lidegaard, einn þing­manna flokks­ins, nán­ari skýr­inga. Dag­inn eft­ir, 6. októ­ber, sagði Morten Østergaard að sá sem strauk lærið á Lotte Rod hefði fengið áminn­ingu (påta­le). Í við­tali við Ekstra Bla­det þennan sama dag sagði Morten Østergaard að sá sem hefði fengið áminn­ing­una gæti vel orðið ráð­herra, ef svo bæri und­ir. Enn hafði ekki verið upp­lýst hver það var sem strauk lærið á Lotte Rod árið 2010. Þess var hins­vegar ekki langt að bíða að svo yrð­i. 



Langi fund­ur­inn

Lotte Rod Mynd: NorðurlandaráðMið­viku­dag­inn 7. októ­ber hitt­ist þing­flokkur Radikale Ven­stre á Kon­ung­lega bóka­safn­inu, eins og áður var get­ið. Á fund­inum sem stóð í sex klukku­stundir gengu þing­menn hart að leið­toga flokks­ins, Morten Østergaard, að greina frá því hver það væri sem hefði strokið lærið á Lotte Rod árið 2010 og fengið áminn­ingu. Og gæti, að mati hans, vel orðið ráð­herra. Nú átti Morten Østergaard engra kosta völ. Hann greindi þing­flokknum frá því að sá sem hefði káfað á læri Lotte Rod væri hann sjálf­ur. Jafn­framt sagði hann af sér sem leið­togi flokks­ins. Þegar við­staddir höfðu náð and­an­um, eins og einn þing­mað­ur­inn komst að orði, fór fram leið­toga­kjör. Sofie Carsten Niel­sen fékk 12 atkvæði en Martin Lidegaard, sem einnig bauð sig fram, fékk 4 atkvæð­i. 

Allan tím­ann sem fund­ur­inn stóð biðu frétta­menn fyrir utan Kon­ung­lega bóka­safn­ið. Seint og um síðir birt­ist svo Morten Østergaard og greindi frá því að hann hefði sagt af sér sem leið­togi Radikale Ven­stre, það væri hann sem hefði strokið lærið á Lotte Rod árið 2010. Aðspurður sagð­ist Morten Østergaard ekki ætla að segja af sér þing­mennsku. Örfáum mín­útum síðar var fréttin um afsögn­ina á for­síðum flestra, ef ekki allra, danskra fjöl­miðla. 



Ekki bara lærið á Lotte Rod 

Að morgni föstu­dags­ins 9. októ­ber, innan við tveimur sól­ar­hringum eftir afsögn­ina, birti Morten Østergaard færslu á face­book síðu sinni. Þar greindi hann frá því að auk Lotte Rod hefðu þrjár kon­ur, sem hann nafn­greindi ekki, sakað sig um áreitni. Hann tók það fram að hann hefði beðið Lotte Rod afsök­unar og hún hefði tekið afsök­un­ar­beiðni hans góða og gilda.

Dette opslag bliver det sidste i lang tid, tror jeg. Mange har undret sig over, at jeg gik så langt og tog så stor­e...

Posted by Morten Østergaard on Fri­day, Oct­o­ber 9, 2020


Skömmu síðar ræddi nýi leið­tog­inn Sofie Carsten Niel­sen stutt­lega við frétta­menn. Hún sagð­ist í senn vera sorg­mædd og reið, hún hefði ekki haft hug­mynd um ásak­anir þess­ara þriggja kvenna fyrr en hún sá face­book færsl­una frá Morten Østergaard. Þegar einn frétta­mann­anna spurði hvort  honum yrði vært í flokknum og á þingi fyrt­ist Sofie Carsten Niel­sen við og sagði að þetta væri ekki brýn­asta við­fangs­efnið þessa stund­ina.



Við­brögð­in 

Danskir fjöl­miðlar hafa síð­ustu daga fjallað ítar­lega um afsögn Morten Østergaard og ástæður henn­ar. Hvort hann hefði átt, og þurft, að segja af sér. Þótt margir telji að fram­koma Morten Østergaard í garð Lotte Rod hafi ekki verið í lagi séu það miklu fremur við­brögð hans eftir að málið komst í hámæli sem hafi orðið til þess að hann hafi ekki átt ann­ars úrkosti en segja af sér. Það er að segja að hann skyldi bein­línis ljúga að félögum sínum á þingi, og almenn­ingi í blaða­við­tali. Slíkt gangi ekki. 

Um það hversu alvar­legt það sé að strjúka læri óvið­kom­andi eru skoð­anir skipt­ar. Sumum þykir slíkt alvar­legt en aðr­ir, ekki síður konur en karl­ar, segja það ótrú­lega við­kvæmni að kippa sér upp við slíkt. Þing­menn hafa, enn sem komið er, lítið viljað tjá sig en einn úr þeirra hópi sagði að það yrði erfitt fyrir Radikale Ven­stre að reyna að vera í far­ar­broddi í bar­átt­unni gegn áreitni og kynja­mis­rétti í þing­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar