Seðlabankinn spáir dýpri kreppu og hægari efnahagsbata en hann gerði í sumarlok

Seðlabankinn telur að 750 þúsund ferðamenn muni heimsækja Ísland á næsta ári. Það eru 250 þúsund færri en bankinn spáði í ágúst og 150 þúsund færri en forsendur fjárlaga segja til um. Afleiðingin verður minni hagvöxtur 2021 en reiknað hafði verið með.

Það verður bið á því að örtröð myndist við landganga í Leifsstöð, samkvæmt spá Seðlabanka Íslands.
Það verður bið á því að örtröð myndist við landganga í Leifsstöð, samkvæmt spá Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

„Mikil fjölgun COVID-19-smita á haust­dögum og hertar sótt varnir valda því að dregið hefur úr þeirri við­spyrnu í efna­hags­líf­inu sem hófst á þriðja fjórð­ungi árs­ins eftir sögu­legan sam­drátt á öðrum árs­fjórð­ungi. Efna­hags­horfur hafa því versnað og gerir nóv­em­ber­spá Pen­inga­mála ráð fyrir 8,5 pró­sent sam­drætti lands­fram­leiðslu á þessu ári sem er ríf­lega 1 pró­sentu meiri sam­dráttur en spáð var í ágúst.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands sem birt var í morgun sam­hliða ákvörðun hennar um að lækka stýri­vexti á Íslandi í fyrsta sinn niður fyrir eitt pró­sent. Þeir eru nú 0,75 pró­sent. 

Í spá Seðla­bank­ans er auk þess spáð minni hag­vexti á næsta ári en áður var gert, að hann verði 2,3 pró­sent í stað 3,4 pró­sent líkt og spáð var í ágúst. 

Að mati nefnd­ar­innar er óvissa um efna­hags­horfur mikil og mun þróun efna­hags­mála að tölu­verðu leyti ráð­ast af fram­vindu far­sótt­ar­inn­ar. „Gert er ráð fyrir að hún verði að mestu gengin niður í lok þessa árs og að víð­tæk bólu­setn­ing hafi náðst hér á landi og í helstu við­skipta­löndum um mitt næsta ár. Efna­hags­bat­inn verður enn hæg­ari ef erf­ið­ara reyn­ist að ráða nið­ur­lögum far­sótt­ar­inn­ar. Hið sama á við ef heim­ilin ganga hægar á þann sparnað sem byggst hefur upp í far - sótt­inni. Gangi betur í viður­eign­inni við far­sótt­ina eða ef heim­ilin ganga hraðar á eigin sparnað verður efna­hags­bat­inn með sama hætti kröft­ugri.“

Ferða­menn verða færri en for­sendur fjár­laga segja til um

Í rit­inu Pen­inga­mál, sem Seðla­bank­inn birti sam­hliða vaxa­táá­kvörðun sinni í dag, segir að ástæða þess að spá bank­ans fyrir næsta ár er svart­ari nú en í ágúst er sú að hann telur horfur á að færri ferða­menn komi til lands­ins  á árinu 2021 en áður var reiknað með, en í for­sendum fjár­laga var til að mynda gengið út frá því að þeir yrðu 900 þús­und. „At­vinnu­leysi eykst því meira og verður þrá­lát­ara. Þótt spáð sé kröft­ugum hag­vexti árin 2022-2023 næst fram­leiðslu­stig árs­ins 2019 ekki fyrr en árið 2023,“ segir í Pen­inga­mál­um.

Mikil óvissa sé um horfur í ferða­þjón­ustu um heim allan og um hvenær verði horfið frá  hömlum á ferða­lög milli heims­álfa, einkum milli Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­ík­u. 

Auglýsing
„Bandaríkjamenn voru fjöl­menn­asti hópur ferða­manna sem hingað komu áður en far­ald­ur­inn hófst eða um fimmt­ungur þeirra. Ekki er gert ráð fyrir að ferða­lögum fjölgi að ráði fram á annan fjórð­ung næsta árs en þá er talið að ferða­þjón­usta taki við sér þegar far­sóttin rénar og dregið verður úr tak­mörk­unum á ferða­lögum milli landa.„ 

Seðla­bank­inn áætlar því að um 750 þús­und erlendir ferða­menn komi til lands­ins á næsta ári sem eru umtals­vert færri ferða­menn en í ágúst­spánni sem áætl­aði að þá kæmu um ein milljón far­þeg­ar, og um 150 þús­und færri en for­sendur fjár­laga gerðu ráð fyr­ir. 

Jákvæðu tíð­indin eru þó þau að gert er ráð fyrir að fram­leiðslu­geta ferða­þjón­ustu varð­veit­ist að miklu leyti og því geti efna­hags­bat­inn orðið hraður þegar fólk fer aftur að ferð­ast milli landa og að um 1,5 millj­ónir far­þega komi til lands­ins árið 2022. 

Búinn að kaupa fyrir tvo millj­arða

Fjár­mögn­un­ar­þörf rík­is­sjóðs hefur auk­ist eftir því sem áhrif far­ald­urs­ins verða lang­vinn­ari og vega vænt­ingar um aukna skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs. Seðla­bank­inn telur að hún vegi þungt í hækkun lang­tíma­vaxta að und­an­förnu ásamt því að erlendir aðil­ar, meðal ann­ars evr­ópska skulda­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Blu­Bay Asset Mana­gement, hafi selt rík­is­skulda­bréf fyrir um 45 millj­arða króna frá því í byrjun ágúst.

­Bank­inn hefur verið gagn­rýndur fyrir að eiga sinn þátt í þeirri hækkun sjálfur vegna þess að bank­inn hefur ekki verið eins virkur í að kaupa rík­is­skulda­bréf og hann boð­aði í vor. Þá til­kynnti  bank­inn að hann myndi hefja kaup á rík­is­skulda­bréfum á eft­ir­mark­aði til að tryggja enn frekar að laus­ara taum­hald pen­inga­stefn­unnar miðlist til heim­ila og fyr­ir­tækja og að kaupin gætu numið allt að 150 millj­örðum króna. Hingað til hefur Seðla­bank­inn keypt fyrir tvo millj­arða króna. 

Í grein­ingu Íslands­­­banka á stöð­unni, sem birt var í síð­­­ustu viku, keom fram að ávöxt­un­­ar­krafa langra verð­­tryggðra rík­­is­skulda­bréfa sé nú tæpu pró­­sent­u­­stigi hærra en í lok ágúst­mán­að­­ar, en hún leiðir af sér hækkun lang­tíma­vaxta. Sam­­kvæmt Íslands­­­banka á þessi þróun engan sinn líka meðal ann­­arra þró­aðra ríkja, þar sem stjórn­­völd hafi víð­­ast hvar reynt að halda vöxtum niðri í kór­ón­u­krepp­unn­i. 

Í grein­ingu sinni bætir Íslands­­­banki við að hærri lang­­tíma­vextir séu farnir að end­­ur­­spegl­­ast í versn­andi láns­­kjörum heim­ila og fyr­ir­tækja, en hann hækk­­aði sjálfur vexti á hús­næð­is­lánum sínum í lok síð­­asta mán­aðar vegna þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar